Akureyri - 12.12.2013, Page 6
6 12. desember 2013
AÐSEND GREIN HÓLMSTEINN SNÆDAL
Að lokinni kynn-
ingu á miðbæjar-
skipulaginu
Mánudaginn 2. des. var í Hofi kynn-
ing á því skipulagi miðbæjarins á
Akureyri sem nú er unnið að. Þar
sem landslagsarkitektarnir, Ómar
og Ingvar Ívarsynir ásamt Loga Má
Einarssyni frá Kollgátu voru í fyr-
irsvari.
Sem betur fer er nú verið að
bakka útúr þessari sýkis-
hugmynd sem er búin að
hertaka alla skynsamlega
hugsun um miðbæinn.
Þarna voru kynntar hug-
myndir um heldur lægri
byggingar og heldur minna
byggingamagn en fyrri til-
lögur. Og svo voru sýndar
þarna hugmyndir að skjól-
góðum stígum eða göngugötum frá
Hofi og hafnarsvæðinu upp í Hafnar-
strætið sjálft. Það hefur legið mjög
þungt á þeim sem undanfarið hafa
teiknað og tjáð sig um miðbæinn, að
Eyjafjörður og því Akureyri ligg-
ur norður suður. Nú virðist mér að
menn séu að sætta sig við það, enda
er það hið besta mál. Ég trúi ekki að
Seyðisfjörður sé sólríkari en Eyja-
fjörður þó hann liggi austur vestur.
Þar sem ekki var tími til mikilla
bollalegginga um tillögurnar ætla ég
að leyfa mér að senda höfundunum
mínar hugleiðingar um skipulagið.
Aðal vandamálið í þessu öllu
virðist vera uppfinningin „bíll”.Ég
er ekki með góða lausn á umferð
bíla og gangandi fólks um og yfir
Glerárgötuna. En mjókkun götunnar
meðfram Hofi, niður í eina akrein í
hvora átt er ekki góð lausn. Þó eins
og þeir sögðu megi fólk vel hægja á
sér og njóta þess að góna út í loft-
ið, þá eru gild rök fyrir því að hver
mínúta kostar og bið í umferð hækk-
ar vöruverð og mengar. Því hlýtur
betri tenging milli Miðhúsabraut-
ar og Eyjafjarðarbrautar að vera
nauðsynleg jafnframt, til að þeir sem
það kjósa eigi greiða leið framhjá
miðbænum.
Meðfram Glerárgötu á núverandi
bílastæðum austan Skipagötu eru
sýndir byggingareitir og tveir eða
þrír aðrir. Þarna á að blanda saman
íbúðum og verslunum. Ekki er til-
greindur neinn sérstakur reitur fyr-
ir einhverja opinbera þjónustu sem
augljóslega væri fengur í að stofnsett
væri eða flyttist til Akureyrar.
Ég geld nokkurn varhug við því
að mjög margar íbúðir séu í miðbæn-
um, mér finnst ekki alltaf eiga saman
íbúðabyggð og miðbæjarstarfsemi.
Það fer nú ekki allt hljóðlega fram
í miðbænum. Því þarf að minnsta
kosti að hafa fyrirvara á því að íbú-
arnir séu ekki síkvartandi yfir há-
vaða eða öðru ónæði. Mér finnst nú
frekar ódýr lausn að fylla miðbæinn
með íbúum hverfisins en treysta ekki
á að hann laði til sín fólk úr öðrum
hverfum bæjarins. Svo hljóta að
kvikna spurningar um hundahald,
því hundar fylgja manninum eins
og skugginn sjálfur. Hundar eru
afbragðs skepnur en 100 hundar í
miðbænum er kannski dá-
lítið um of.
Það sem stakk mig
mest í útfærslu þessa
skipulags voru línurnar
hve þar voru allar beinar,
þarna fanst varla bogin
lína nema í gömlu götun-
um, eru teiknarar búnir
að tína hringfaranum og
sexunni? Landslag er nú ekki alltaf
eftir reglustriku. Nú ætla ég að leyfa
mér að ávarpa Loga Má Einarsson
persónulega: Logi Már: þú sagðir um
byggingarnar að settar yrðu mjög
strangar reglur um húshæð þakhalla
og þvíumlíkt. Nú segi ég: Brenndu
reglurnar og brjóttu reglustrikuna!!
Hvað ætlar þú að gera ef einhver
kemur með teikningu af svo fallegu
húsi að þú segir bara,
vá –vá!!
Ætlar þú að fara að leita í reglun-
um. „Grein 5, liður 3”. Nei, þú mátt
ekki byggja svona hús. Og ef einhver
kemur með mynd að gömlu Hótel
Oddeyri sem var á Strandgötu 33.
Einu fallegasta húsi sem byggt hefur
verið á Akureyri og vill byggja svo-
leiðis hús. Ætlar þú að fara að leita
í reglunum: Grein 7, liður 6. Nei. Þú
mátt ekki byggja svona hús.
Nei segi ég, ekki strangar regl-
ur fyrirfram. Lofið arkitektum að
spreyta sig. En eygið möguleika
á að stofna nefnd eða teymi sem
fer yfir umsóknir og teikningar og
tekur afstöðu til hverrar umsókn-
ar þegar hún kemur. Þið verðið að
eiga möguleika á að lofa mönnum
að teikna og byggja falleg hús. Bæði
í anda gamla tímans og nýjustu
straumum í arkitektúr. Kannski
mistekst eitthvað en með of ströng-
um reglum mistekst allt. Auðvitað
veit ég að húsin sem sýnd voru á
uppkastinu að skipulaginu eru ekki
endanleg útfærsla, en hvar voru
bogarnir? Ennþá hlítur að vera hægt
að byggja með rúnnuðum hornum
eins og á „Linduhúsinu” að norðan.
Ef svoleiðis horn hefðu verið sýnd á
húsalengjunni hefði allt verið ólíkt
þekkilegra.
Því segi ég styttið reglustrikurnar
og fækkið reglunum. Og við munum
fá fallegan og fjölbreyttan miðbæ
þar sem býr eitthvað af fólki og aðrir
íbúar Akureyrar koma að heimsækja.
Höfundur er húsasmíðameistari.
Það er óþarf i að
eldast um aldur fram
Næring fyrir DNA og RNA starfsemi
frumanna. Hefur áhrif á teygjanleika
og stinnleika líkamans. Góður árangur
við síþreytu, vefjagigt og vöðvabólgu
Fæst í apótekum,
heilsubúðum og Fríhöfninni www.celsus.is
Dr. Earl Mindell:
“Hver sem er á að geta haft útlit og líðan fyrir
að vera 5-15 árum yngri en hann er.”
Líkamlegt þrek, úthald,
vær svefn og léttari lund.
Gréta Mörk, hjúkrunarfr. 54 ára: Eftir langvarandi vanlíðan prófaði ég Life
Extension. Strax á fyrsta glasi leið mér verulega betur. Þrek og lífsþróttur hefur aukist
stórum,ég sef betur og þoli miklu meira álag. Er léttari og jákvæðari í skapi og er
orðin félagslyndari. Mér f innst ég vera áratugum yngri. Hárið er orðið þykkara og
neglurnar sterkari. Húðin er orðin mýkri, hrukkurnar færri og frískari yf irbragð.
Ég mun taka Life Extension inn áfram.
2 mánaða skammtur
HÓLMSTEINN
SNÆDAL
Nei segi ég, ekki strangar
reglur fyrirfram. Lofið
arkitektum að spreyta sig.