Akureyri


Akureyri - 12.12.2013, Qupperneq 8

Akureyri - 12.12.2013, Qupperneq 8
8 12. desember 2013 MUNUM AÐ ÞÓ birtan sé lítil þessi dægrin má samt ekki horfa framhjá fegurð hennar. Völundur VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR Pósturinn fær LAST segir kona sem hafði samband við blaðið. Hún rökstyður með því að það sé ekki „eðlileg afgreiðsl“ að það skuli taka mann 25 - 35 mínútur að fá afgreiddan pakka eða setja bréf í póst. „Í síðustu þrjú skiptin sem ég hef farið þá hefur það tekið þennan tíma. Aðeins þrjár manneskjur eru að afgreiða og það bara er ekki ásættanlegt fyrir þetta stóran bæ. Ég er sko ekki sú eina sem er óánægð með þetta. Og annað: Í dag var þarna fullorðið fólk sem beið og ekki einn stóll til að tylla sér á. Ekki boðlegt,“ segir konan. „LAST fá verslanaeigendur og aðrir sem leggja bílum sínum framan við útstillingagluggana í miðbænum svo ekki sést í gluggana þegar ekið er um götuna“. Svo mælir kona í bréfi til blaðsins. Hún segir ennfremur að göngugatan svokölluð sé málefni sem þurfi að taka til rækilegrar athugunar og ákveða í eitt skipti fyrir öll hvort hún sé GÖNGUgata eða umferðargata. LAST fær N4 enn og aftur frá lesendum fyrir áfengisauglýsingar. Svo segir kona sem hafði samband við blaðið. Hún segist mikið horfa á þá ágætu stöð en verði alltaf jafn undrandi yfir því að „...þau skuli komast upp með að auglýsa bjór eins og þau gera. Nú eru lög í landinu sem banna áfengisauglýsingar, en þau eru brotin þvers og kruss og það heyrist aldrei að neitt sé gert í því. Er ekki gáfulegast að afnema þessi lög og gefa þetta bara allt saman frekar frjálst? Svona tvískinnungur er slæmur,“ skrifar konan. LOF fá verslunarmenn á Akureyri fyrir kurteisi og staka háttprýði. Svo mælir karl sem keypti jólagjafir um síðustu helgi og fékk alls staðar úrvals þjónustu. Segir karlinn að fólki sé stundum hið neikvæðara ofar í huga en allt hið góða. Þess vegna vilji hann benda á þetta. Hið eftirsóknarverða verði stundum ósýnilegt. AKUREYRI VIKUBLAÐ 47. TÖLUBLAÐ, 3. ÁRGANGUR 2013 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 13.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Bænin – baráttutæki? Hátíðin fram undan nálgast ört og tilhlökkun er kviknuð í mörgum hjörtum. Hvaða augum sem við lítum trú og trúarbrögð eru jólin tækifæri til að auðga anda og kærleika. Og spyrja ýmissa spurninga. Jólaboðskapur kristninnar er fagur. Um hann fylkja sér margir samkvæmt hefðum íslenskrar menningar. Hjá öðrum kveikir það mesta gleði að rétt fyrir jól fer dag að lengja á ný. Full ástæða er til að halda upp á það. Að gefa gjafir er líka mannbæt- andi. Sem og að koma saman og styrkja innviði fjöl- skyldna, borða góðan mat og vanda sig í umgengni við þá sem eru okkur kærastir. Að fá frí frá námi eða vinnu er kærkomið. Að fá lausn frá veraldlegu harki og geta sótt í brunna mennsku, fagurrar tónlistar og glæðandi menningar er ómetanlegt. Andstæður ólíkra þjóðfélagshópa koma hins vegar skýrt fram á stærstu hátíð ársins. Sumir eiga allt sitt jólahald undir aðstoð frá öðrum. Aðrir búa við jafnvel enn verra hlutskipti. Hvað með fanga sem sitja bak við lás og slá? Hvað bærist í brjóst- um þeirra sem komast hvergi en eru innilokaðir á jólanótt? Hvað með hina heilsuveilu sem vita ekki að morgni andvökunætur hvort dagurinn muni líka litast af kvölum og sorta – eða verði tilefni til sköp- unar og gleði? Það gleymist stundum í opinberri um- ræðu að þjóð er ekki einsleitur hópur. Það gleymist stundum að sumt fólk á raunverulega bágt án þess að hafa nokkuð til sakar unnið. Að sumir eru fórn- arlömb uppeldis eða annarra aðstæðna. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, segja þá sumir. Ekki síst þeir sem njóta forréttinda. En það felst ekkert réttlæti í þeim orðum. Stundum getur verið rétt að aðhafast ekki, leggjast á bæn, kveðja, sleppa, syrgja, sætta sig við, leita í skjól æðruleysisins. Í öðrum tilvikum ber að aðhafast, stíga fram, jafnvel gera hróp að órétti í samfélaginu. Oft geta þessar tvær leiðir farið saman, þær eru ekki andstæður. Önnur er þó e.t.v. sterkara ákall um breytingar en hin. Felur kannski í sér áhlaup á veldi ráðandi kerfa. Valdi kemur oft vel ef fólk lætur duga að leggjast á bæn þegar það mætir órétti. Jesús var merkileg blanda af byltingarsinna og heimspekingi. Hann trúði því að máttur orðsins væri meiri en sverðsins en brýndi okkur líka til að leggja til atlögu við órétt. Í ljósi þeirrar hugsunar gæti verið farsælt fyrir hnípna þjóð að biðja fyrir því að íslenska þjóð- in öðlist aukið hugrekki til að berjast gegn þeim vandamálum sem við blasa í samfélagi okkar. Ein af ríkustu þjóðum heims hefur ekki efni á að glata mennskunni, jöfnuðinum og samhygðinni. Við ætt- um að horfa til hinna smæstu bræðra og systra og aðstoða eftir megni. Það ætti að eiga við um fátækt fólk í fjarlægum heimsálfum líka. Björn Þorláksson AÐSEND GREIN HELGI ÞÓRSSON, KRISTNESI Lofið þreyttum að hvílast Opið bréf til sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar Það bar til tíðinda hér í sveit við upp- haf skólaárs að send voru út boð þess efnis að skólabílar væru hálftíma fyrr á ferð en tíðkast hefur. Þetta gerir það að verkum að fyrstu börn eru mætt í skólabíl kl 7 á morgnana og verða því að öllum líkindum að að vakna allavega hálftíma fyrr. Ástæða þessara breytinga var sú að þá nýttust skólabílar til þess að flytja fólk frá Hrafnagili til Akureyrar fyrir klukkan átta á morgnanna. Vakti þessi ákvörðun nokkra furðu margra hér í sveit. Enda byrjar kennsla á sama tíma og áður en börnunum gefst kostur á því að fá sér graut meðan þau bíða eftir að fyrsti tími hefjist. Rétt fyrir átta fara svo börnin að tölta með tösk- unnar í skólann, þau sem eru svo hepp- in að búa í hverfinu og vera ekki fórn- arlömb bættra almenningssamgangna. Undanfarið hafa verið miklar um- ræður um nauðsyn svefns fyrir börn. Dæmi eru um skóla sem seinkað hafa upphafi skóladags til þess að hafa nem- endur sem eru almennilega vaknaðir. Einnig hefur verið talað um ransóknir sem beinlínis sýna samhengi aukins svefns og greindar. Þá hefur forstöðu- kona Hjallastefnunar bent á mikilvægi svefns í greinarskrifum nýlega. Ekki má gleyma merkilegu sjónvarpsviðtali við vísindamann sem benti á að forheimska hvalategunda væri í beinu sambandi við það að hvalir svæfu nánast ekk- ert. Sjálfur hef ég aldrei verið morgunhani og því tel ég mér málið skylt. Menn samþykkja á fundum Sameinuðu þjóðanna fagrar yfirlýsingar um réttindi barna, en þegar á hólminn er komið þá er þeim pappírum öllum hent fyrir róða því einhver þarf að nota rúturnar í bæinn. Svo má velta fyrir sér hvað opinberir embættismenn eins og Umboðsmaður barna hefðu um svona mál að segja. Sjálfur er ég þeirr- ar skoðunar að skóli almennt sé fyrst og fremst skóli en ekki geymslustaður. Auðvitað getur verið að einhverjir sjái fyrir sér það fyrirmyndar ríki að strax eftir fæðingu taki hið opinbera börnin að sér svo þau séu ekki fyrir foreldunum, en mér finnst gott að vita af þeim heima. Kæra sveitarstjórn þið eruð að rugla saman tveim málum. Annað heitir al- menningssamgöngur (og má hæglega leysa með litlum kálfi sem skutlast þetta á morgnanna). Hitt heitir skólaakstur og hefur með velferð barnanna okkar að gera. Gott væri að enda þessa grein með föðurlegri ráðleggingu sem ég fæ svo oft að heyra- „takið sönsum“ annars gæti æskan orðið hvalheimsk. a Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að skóli almennt sé fyrst og fremst skóli en ekki geymslu- staður. HELGI ÞÓRSSON

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.