Akureyri


Akureyri - 12.12.2013, Qupperneq 10

Akureyri - 12.12.2013, Qupperneq 10
10 12. desember 2013V m - F é l a g V é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w. v m . i s Veiðikortið 2013 Veiðikortið 2013 fór í sölu á skrifstofu Vm í desember. sjá nánar á heimasíðu Vm. Félagsmönnum býðst kortið á sama verði og í fyrra, eða á 3.000 kr. Stjórn og starfsfólk VM óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða 5 desember 2012 tímarit vm Um fátt hefur meira verið fjallað í þjóðmála- umræðunni í meira en heila öld en skatta og gjöld. Sögu skattkerfis- breytinga hefur þó ekki verið gerð fræðileg skil fyrr en núna með ritinu Í þágu þjóðar eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Tíundarkerfið forna var orðið úrelt á 19. öld og þjóðina vantaði tilfinnan- lega sameiginlegan sjóð, ríkissjóð, til að geta byggt upp nútímasamfélag. Það var gert m.a. með því að taka upp tekjuskattskerfi árið 1877. Allar ríkisstjórnir hafa síðan breytt skattalögum og því er ritið hvort tveggja í senn mikilvægt framlag til stjórnmálasögu þjóðarinnar og grundvallarrit um sögu skatta og skattkerfisbreytinga á árunum 1877–2012. Sagan er sögð á ljósan og skilmerkilegan hátt og margt kemur fram sem áhugafólki um þjóðarsöguna mun þykja fengur að. Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi 1877−2012 Friðrik G. Olgeirsson Bækurnar fást í bókaverslunum Pennans/Eymundsson og hjá Bóksölu stúdenta Í þágu þjóðar Bara aumingjar sem æfa sig Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út „Skagfirskar skemmtisögur 3 - Enn meira fjör!” í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar blaðamanns og Skagfirðings. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta 3. bindið með gamansögum af Skag- firðingum, lifandi sem gengnum. Að þessu sinni eru sögurnar um 250 talsins en alls hafa um 700 sögur ratað á prent. Akureyri vikublað fékk leyfi til að birta nokkrar sagnanna: „Þorkell Halldórsson, eða Ýtu-Keli, bjó lengst af á Sauðárkróki og vann um árabil sem ýtumaður hjá Búnað- arsambandi Skagafjarðar. Áður var hann m.a. vinnumaður í Kelduhverfi á árunum 1938 til 1946, lengstum í Vogum, sem er einn Keldunesbæjanna svonefndu. Þar bjuggu meðal annarra Ingunn Kristinsdóttir og Sigurbjörn Hannesson í Kelduneskoti, en þau eignuðust 11 börn. Ólust börnin upp í litlu húsnæði og þrátt fyrir þröngan kost var Inga alltaf kát og lífsglöð. Einu sinni sem oftar kom Keli í heim- sókn og þá var Inga að mjólka. Inga og Sigurbjörn voru með hænsn í fjósi og á þessum tíma var haustlambi oft gefnir brauðbitar fyrir utan fjósið. Rétt eftir að Keli birtist kom hæna á fleygiferð og haninn á eftir. Sigur- björn henti þá brauðsneið á stéttina og haninn snarstoppaði. Inga sá þetta líka og sagði við bónda sinn: „Sigurbjörn, ég ætla rétt að vona að þú verðir aldrei svona svangur!“ * Ragnar Arnalds, þá þingmaður Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra, brá sér skömmu fyrir kosningar á skíði á gamla skíðasvæðinu í Tinda- stóli. Þegar hann kom niður brekkuna fannst heimamönnum Ragnar standa æði gleitt á skíðunum. Hafði Binni Júlla orð á því við Hrein Sigurðsson, einn helsta stuðningsmann Ragnars, að hann undraðist að svo vanur maður skíðaði með þessum hætti. „Þú skilur þetta ekki Binni,“ sagði Hreinsi, „hann er að reyna að ná til sem flestra!“ * Jón Eiríksson Drangeyjarjarl hef- ur gegnum árin tekið á móti mörgum stjórnmálamönnum og farið með þá út í Drangey. Einu sinni var fjárlaganefnd Alþingis á ferðinni og fengu þingmenn að heyra frásögn jarlsins og túlkun á Grettissögu. Talið barst m.a. að því hvers vegna Grettir var sendur til starfa á Alþingi þess tíma. Þorkell krafla, goðorðsmaður í Húnaþingi og aldavinur Ásmundar á Bjargi, spurði hvort hann ætlaði ekki að senda Atla, son sinn, til þings. Ásmundur vildi hins vegar alls ekki missa Atla því hann væri svo duglegur heima fyrir. Sagði Jón að Grettir hefði þótt það latur til verka að hann var talinn nýtast mun betur á þingi. Síðan gjóaði hann aug- unum til þingmanna og spurði kankvís: „Hefur þetta nokkuð breyst í dag?“ * Steingrímur Vilhjálmsson frá Laufhóli var um árið á ferðinni á Ak- ureyri ásamt konu sinni. Þegar þau komu akandi að einu hringtorginu var flautað á þau úr bíl fyrir aftan, sem hafði líklega eitthvað við akstur Steingríms að athuga. En sveitamað- urinn kom upp í Steingrími: „Hér er einhver sem þekkir mig,“ sagði hann, stoppaði bílinn og steig út! * Sveinn Nikódemusson hét maður á Króknum forðum daga. Hann var einhverju sinni á ferð á Akureyri þegar hann varð fyrir því óláni að lenda í árekstri. Kom hann heim til dóttur sinnar þar í bæ, Valgerðar Nikólínu, móður Ragga Sót í Skrið- jöklunum, og greindi frá tíðindum. „Það er þó bót í máli að ég var í 100 prósent rétti,“ sagði Sveinn, sem var síðan spurður nánar út í atvik máls- ins. Þótti viðstöddum blasa við að hann hefði verið í 100 prósent órétti og var honum bent á það. Sveinn lét sér hvergi bregða og svaraði: „Það er aukaatriði. Þegar hann sá að ég sá hann ekki, þá átti hann skilyrðislaust að stoppa!“ * Hulda, móðir Rögnvaldar gáfaða í Hvanndalsbræðrum og Pálma Rögn- valds á Hofsósi, var mikill aðdáandi Karlakórsins Heimis og þeirra Álfta- gerðisbræðra. Hafði hún haft á orði við vinkonu sína að hún vildi helst deyja þegar hún heyrði Heimismenn syngja. Síðan var það á tónleikum á Akureyri með Heimi, þegar kórinn söng fyrsta lagið, að Hulda hnippti í vinkonu sína og sagði með sælusvip: „Stundin er komin!“ * Fátt bítur á þá bræður frá Álfta- gerði og þarf mikið til að þeir hætti við að syngja við athafnir sem þeir eru beðnir um. Þeir gera ekki aðeins miklar kröfur til sín heldur einnig til meðspilara. Ekkert má klikka. Eitt sinn voru þeir að syngja við útför í Akureyrarkirkju og við orgel- ið var Stefán R. Gíslason. Með þeim á harmonikku var Guðjón Pálsson. Um það leyti þegar athöfnin er hafin sjá þeir að Guðjón er orðinn ansi grár og gugginn í framan, held- ur hendi fyrir brjóstið og greinilega orðinn eitthvað mikið veikur. Gekk Óskar Pétursson þá til Guð- jóns og hvíslaði í eyra hans: „Ef þú ætlar að fara að drepast núna helvískur, þá máttu eiga mig á fæti!“ Við þetta varð Guðjón lafhræddur, píndi sig áfram og spilaði á nikkuna athöfnina á enda. Eftir það fór hann beint á sjúkrahús, enda hafði hann fengið einhverja hjartakveisu! * Eitt af fyrstu verkum Eyþórs Inga Jónssonar, organista í Akur- eyrarkirkju, var að leika við jarðar- för þar sem Óskar söng einsöng. Fyrir athöfnina beið Eyþór alltaf eftir því að Óskar hefði samband, upp á það hvenær þeir ættu að æfa lögin. Var hinn ungi organisti orðinn áhyggjufullur, gaf sig á tal við Óskar og spurði hvort þeir ætluðu ekki að fara að æfa. Óskar var snöggur til svars: „Það eru bara aumingjar sem æfa!”

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.