Akureyri


Akureyri - 12.12.2013, Page 18

Akureyri - 12.12.2013, Page 18
18 12. desember 2013 Kennslustund í fagurfræði og slökun Þeir sem lögðu leið sína í Hof sl. laugardag á jólatónleika Pálma Gunnarssonar og félaga urðu ekki fyrir vonbrigðum. „Ég ætla að hafa þetta frekar rólegt, er meira svona fyrir það að slaka á fyrir jólin og er ekki hrifinn af stressi og látum,“ sagði Pálmi við gesti hússins að loknu fyrsta laginu. Það gekk eftir. Áhorf- endur hreiðruðu um sig í sætunum, gleymdu stað og stund og nutu ferða- lagsins, slökunar, fegurðar og um- fram allt fagmennskunnar sem boð- ið var upp á tónleikunum. Þetta var kennslustund í fagurfræði og slökun. Fyrir okkur sem munum tímana tvenna er erfitt að hugsa sér að- draganda hátíðarinnar fram undan án þess að jólalög sem Pálmi hefur sungið séu hluti af stemmningunni. Pálmi hefur verið lengi að og það mátti vel sjá af samferðarmönnum hans yngri á sviðinu, að þeir bera mikla virðingu fyrir sögu hans og hæfileikum. Samferðamennirnir voru þó ekki af lakara taginu sjálfir. Fyrsta og fremsta ber að nefna Ragn- heiði Gröndal sem fór á kostum í söng sínum og hljómborðsleik. Hún snerti hartastrengi viðstaddra með ein- lægri túlkun og virtist gleyma stað og stund, sem er ein verðmætasta gjöfin til áheyrenda hverju sinni. Þá má nefna frammistöðu listamanna eins og Sigurðar Flosasonar sem jöfnum höndum lék á saxófón, þver- flautu eða ásláttarhljóðfæri. Hann gaf sig allan í öll verkefnin, smá sem stór, túlkaði af næmi og snilld allan tímann – fyrir utan það að líkt og Ragnheiður hverfur Sigurður gjör- samlega inn í heim tónlistarinnar á meðan flutningi stendur og er gam- an að verða vitni að. Gunnlaugur Briem trymbill sá um að taktfesta og súbstans væri eins og best gat orðið. Strengjasveitin var vel samstillt en hefði að mati þess sem hér skrifar mátt fá ögn meiri styrk á köflum í hljóðblönduninni þótt sándið væri í heildina frábært. Allir aðrir hljóð- færaleikarar voru einnig til mikils sóma og ber ekki síst að geta gítar- leikara og hljómsveitarstjóra. Þá var magnað að fá að njóta styrks kórsins Hymnodiu sem ýmist var í bakrödd- um eða aðalhlutverki á tónleikunum. Sérlega gaman var að sjá dillandi gleði kórmeðlima í lokalaginu sem var í hressari kantinum. Ef leita ætti að einhverju sem betur hefði mátt fara mætti nefna örlitla tæknifeila og misskilning um uppröðun atriða. En það skipti engu máli. Einmitt vegna örfárra skipulagsáskorana sem Pálmi og aðrir leystu vel úr jafn- óðum skapaðist e.k. partýandrúms- loft og fyrir vikið enn meiri nánd milli salar og listafólksins. Vel leyst! Ekki var uppselt á fyrri tónleika laugardagsins, sem sá sem hér skrif- ar sótti. Það vakti furðu mína miðað við listfengið og tónlistarlandsliðið sem þarna kom fram, en það getur verið snúið að forgangsraða í kostn- aði þegar annað eins úrval er í boði og núna af ýmisskonar viðburðum. Pyngjan leyfir ekki allt. En sú hugs- un hvarflaði að undirituðum að gam- an hefði verið að taka upp tónleikana og sjónvarpa þeim, því það fullyrði ég að hvert einasta mannsbarn á Ís- landi hefði gott og gaman af að slaka á og njóta hæfileika Pálma Gunn og hinna fjölmörgu sem lögðu honum lið um helgina. Hefur verið gefandi að sjá hvernig nafn Pálma hefur ver- ið áberandi sl. hálfa árið eða svo í ís- lenskum tónlistarheimi. Ekki verður annað heyrt og séð en karlinn eigi mikið eftir og má alveg halda fram að hann hafi aldrei verið betri. Akureyri er rík að eiga slíkan listamann sem Pálma Gunn innan raða bæjarfélagsins. Þegar lífið bilar Jón Kalman Stefánsson er án efa einn af ástsælustu rithöfundum landsins en nýjasta skáldsaga hans er Fiskarnir hafa enga fætur. Bókin er þéttofin ættarsaga með aðalpersón- unni Ara, útgefanda og rithöfundi, í forgrunni. Þegar sagan hefst er Ari ögn ístöðulaus í tilverunni. Hann hefur búið í Danmörku um skeið en er á leið til æskuslóðanna, Keflavíkur, til að hitta föður sinn, sem ef til vill er kominn með krabbamein, og til að takast á við fortíðina. Ólíkt þremur síðustu bókum Jóns Kalmans, sem mynda saman tríólóg- íu, gerist þessi saga ekki alfarið í for- tíðinni heldur að mestu leyti hér og nú; í samtímanum. Sagan teygir þó anga sína aftur í tímann því samhliða nútímasögunni um Ara eru sagðar tvær fortíðarsögur. Annars vegar er sögð æskusaga Ara frá áttunda og níunda áratugnum þegar hann sem ungur strákur flytur til Keflavíkur og reynir við illan leik að aðlagast nýju samfélagi. Hins vegar er sögð saga ömmu og afa Ara; frá lífi þeirra og tilveru í Norðfirði forðum daga. Inn í sögurnar fléttast síðan margar frásagnir af ættingjum Ara, bæði náskyldum og fjarskyldum, fólki frá bæði Keflavík og Norðfirði sem og annars staðar frá. Frásagnirnar eru bæði langar og stuttar, sumar kannski einum of stuttar því lesanda þyrstir oft í að fá að vita meira um persónur, líf þeirra og örlög. Til dæmis hefði verið áhugavert að fá frekari lýsingu á Sigrúnu, stúlku sem Ari verður ástfanginn af sem unglingur. Frásagnirnar eiga það sameiginlegt að í þeim má gjarnan greina beitta samfélagsádeilu sem fellur vel inn í heildarsöguna. Þær tengjast líka hver annarri og eiga þátt í að skýra og móta enn frekar sögu Ara, persónu hans, uppruna og umhverfi. Í síðustu þremur verkum Jóns Kalmans gegndi kuldinn ákveðnu leiðarstefi. Í þessari bók má segja að myrkrið hafi tekið við hlutverki kuldans. Sögusviðið er einkum í Keflavík, nú og þá, en í bókinni kem- ur fram að sá staður hafi verið kall- aður svartasti staður landsins. En það er ekki einvörðungu staðurinn sem er dimmur því stundum „bilar líf“ persóna sem verður til þess að þær sjá aðeins myrkur; allt verður svart og lífið óbærilegt. Með öðrum orðum líður persónum oft afar illa og einatt er erfitt annað en finna til með þeim og klökkna við lesturinn. Texti Jóns Kalmans er afar hjart- næmur en þó aldrei væminn, hann er jafnframt ljóðrænn; stundum svo mjög að hann er á mörkum þess að vera ljóð frekar en prósi. Vegna hins ljóðræna stíls eru málsgreinar og jafnvel einstakar setningar oft það áhrifaríkar að mann langar til að lesa þær aftur og aftur og festa þannig í minni. Ekki spillir heldur fyrir að persónusköpunin er afspyrnu góð og söguheimurinn vel skapaður. Á heildina litið er Fiskarnir hafa enga fætur fantagott verk sem menn geta hlakkað til að lesa aftur og aftur. a TÓNLIsT Björn Þorláksson rITdÓmUr Gunnar M. G. PÁLMI GUNN OG „landsliðið” á tónleikunum á laugardag. Daníel Starrason. Gleðilega hátíð! Sparisjóðurinn á Akureyri Sparisjóðurinn á Grenivík Gjafakort rÉtta GjÖfIN Þú velur upphæðina Þiggjandinn velur gjöfina Traustur Sparisjóður í eigu heimamanna síðan 1879 ábyrg bankastarfsemi síðan 1879 Sparisjóður Höfðhverfinga | Sími 460 9400 | spsh@spsh.is | www.spsh.is

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.