Akureyri


Akureyri - 12.12.2013, Síða 22

Akureyri - 12.12.2013, Síða 22
22 12. desember 2013 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% Icelandic food I was woken early by the sound of sawing. It was a foggy autu- mn morning, and drawing back the curtains reveale my chun- ky landlady, puffing on her pipe, busily sawing a lamb’s skull which she pinned down firmly with her ample stockinged leg to a garden chair. Nearby a gas torch flared and more blackened lamb’s heads gradu- ally succumbed to this lobotomy par excellence. Soon they were staring up at me pathetically from the dinner plate, brains and all. There were numerous food stores in town. All had the same strange aroma-a sickly sweet mixture of whey, smoked meats and rotten fish. I seldom left with more than a Mars bar. A sort of milky sweet-sour fog exuding from the dried milk factory hung over the town and mingled with the blue smoke and odour of burning fish entrails em- anating from the herring factory. I had food vouchers for the Bautinn restaurant. Having no cooking facilities in my digs out in þorpið, the village, this was the only way to avoid starvation. However, my food vouchers only entitled me to heimilis- matur, homely food, which ap- art from offering more delicious singed sheep’s head, also included gastronomic delights such as salted horse meat with tur ip, s lt fish with lamb fat, congealed blood sausage with rice pudding, and some strange pink rubbery stuff called saltkjötsfars served on a bed of ent- husiastically boiled white cabbage. But it was my landlady who actually saved me! She felt so sorry for me that she often invited me to lunch and sensing my lack of enthusiasm for the Icelandic delicacies would fry up some bacon. The fact that she knew very little English and kept asking me if “I was sad,” to which I replied “Oh no!” also encouraged my recovery. “Auminginn” she would sigh as she piled more and more bacon on my plate. I later realised that she had been only asking me if I was full. Over the years I gradually got used to the Icelandic menu, or more likely the menu got used to me. Salad bars, pizzas, chips, burgers, and chicken gradually replaced the heimilismatur,. In fact Icelandic cuisine has now gained international acclaim. Some relics, however, still rem- ain. One of them is hákarl, putrid shark with an odour of badly maintained urinals, a consistency of india rubber and a taste that could have made a Zombie drool. One day coming home from work, my wife greeted me enthusi- astically on the doorstep with a kiss. It was the Kiss of the Mummy. She had a mouth full of it. Since that moment kisses are always preceded by extensive oral exa- mination. Icelanders delight in persecut- ing foreigners with this culinary purgatory. No sooner had Gordon Ramsey set foot on these volcanic shores than he was subjected to this savo- ury rite of passage. After an unusually varied dis- play of expletives even for him, he pronounced it to be most disgu- sting thing he had ever tasted, and that is something from the Chef of Hell’s Kitchen. Getting a bit peckish? Now what would you fancy for lunch? -Jellied lamb’s testicles anyone? THE ENGLISH CORNER WITH MICHAEL CLARKE Almanak til fjáröflunar Lionsklúbbur Akureyrar hefur til nokkurra ára gefið út almanak til fjár- öflunar fyrir starfsemi sína. Markmið klúbbsins er, eins og annarra Lions- klúbba, að styðja við ýmiss konar samfélagsverkefni með vinnu eða fjár- framlögum. Þar á meðal eru styrkir til FSA, Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og annarra velferðarstofn- ana og félagasamtaka. Í áraraðir var stuðningur við þjónustustofnanir fyrir þroskahefta helsta viðfangsefni klúbbsins og svo mætti lengi telja. Almanak fyrir árið 2014 er nú komið út og prýða það einstakar myndir sem teknar eru af “Álfkonum”, sem er hópur kvenna sem hefur ljós- myndun sem áhugamál. Þær völdu myndir úr safni sínu til birtingar í almanakinu án nokkurs endurgjalds. Framlag þeirra er klúbbnum mikils virði. Sama á við um þann stóra hóp fyrirtækja sem fá einkennismerki sitt prentað á almanakið gegn styrkt- argreiðslu til klúbbsins. Fyrir þenn- an stuðning fá hlutaðeigendur bestu þakkir og kveðjur. Forráðamenn Bónuss við Lang- holt í Glerárhverfi hafa verið svo vin- samlegir að leggja klúbbfélögum til aðstöðu í versluninni n. k. laugardag, 14. des. milli kl. 10.00 og 16.00 til að selja þar almanökin. Almanök verða svo til sölu víðar í bænum fram yfir áramótin. Lionsklúbbur Akureyrar hvetur alla sem þar eiga leið um til að leggja okkur lið með því að kaupa almanak- ið til eigin nota eða sem nytsama og fallega gjöf til vina og kunningja. a Kynnir pólitíska spennusögu „Þetta eru pólitísk bergsöglimál, ég dreg ekkert undan og reyni að leyfa lesendum að sitja sem fuglar á öxl- um mér og fylgjast með framvindu atburða. Ég lýsi stundum atburðum sem sköpuðu mikla sögu í samtíman- um, frá degi til dags, stundum þegar atburðaröð er hvað hröðust, lýsi ég atburðum frá stundu til stundar. Ég dreg ekkert undan, það eina sem ég hafði í huga var að birta ekkert sem gæti meitt fólk, en stundum er veruleikinn napur. Átökum við er- lenda ráðamenn er lýst í bókinni og líka átökum milli stjórnarflokkanna og þá ekki síst innan Samfylkingar- innar, milli mín og forsætisráðherra,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Hann mun lesa upp úr nýútgefinni bók sem ber titilinn Ár drekans í bókabúð Eymundsson á Akureyri á morgun, föstudag, klukkan 17 og árita bækur. Á laugardag mun Össur hitta félaga klukkan 17 á Gamla Bauk á Húsavík. „Eitt af því sem hefur glatt mig við að gefa út þessa bók er að viðtökur lesenda eru með þeim hætti að þeim finnst hún skemmtileg. Næstum allir ritdómarar hafa kallað bókina „póli- tíska spennusögu“ og getið þess að ég hafi auga fyrir því sem er kátlegt í tilverunni. Það flæða skondin tilsvör um alla bók,“ segir Össur, höfundur Árs drekans. a JÓLASÖNGVAR Í AKUREYRARKIRKJU Kór Akureyrarkirkju flytur að venju sína jólasöngva á þriðja sunnudag í aðventu, 15. desember nk. Efnisskráin verður flutt tvisvar, kl. 17 & 20. Að venju er efnisskráin aðgengileg og hátíðleg. Tónleikagestum býðst svo að syngja með í nokkrum jólalögum. Haraldur Hauksson syngur einsöng, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgel og Eyþór Ingi Jónsson stjórnar. Aðgangur er ókeypis. Síðustu sérfræðingar Fjórðu tónleikar í tónleikaröðinni Sérfræðingar að Sunnan verða hald ir á sviði menningarhússins Hofs á Akureyri fimmtudaginn 12. desember. Hljómsveitin  Prins Póló mun þar stíga á stokk ásamt norðlensku hljómsveitinni Heflarnir. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er miðaverð er 2.000 kr. Námsmenn og eldri borgarar fá af því 25% afslátt. a MICHAEL CLARKE Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir þriggja herbergja 89 fm íbúð í þriggja íbúða raðhúsi til leigu frá 1. janúar 2013. Íbúðin sem um ræðir er leiguíbúð í eigu Svalbarðsstrandarhrepps. Húsaleiga er 88.000,- á mánuði við upphaf leigutíma og tekur breytingum miðað við vísitölu neysluverðs. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps eða í tölvupósti á magnus@svalbardsstrond.is fyrir 18. desember 2013. Íbúð til leigu Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri - 601 Akureyri - S. 4624320 - www.svalbardsstrond.is

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.