Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Nethernaður er ný tegund hernaðar sem fólk
verður að vera meðvitaðra um að sögn Jóns
Kristins Ragnarssonar, ráðgjafa hjá Capacent
á sviði netöryggismála. Í aðsendri grein sem
birtist í Morgunblaðinu í fyrradag fjallaði Jón
um nethernað og mögu-
legar ógnir af hans völdum.
Nethernaður hefur það til
dæmis að markmiði að
trufla og jafnvel lama kerfi í
ríkinu sem árásin beinist að.
„Þetta er ekki nýtt en tví-
mælalaust nokkuð sem við
verðum að hafa áhyggjur af.
Tölvan þín er hugsanlega
notuð í nethernaði,“ segir
Jón.
Mögulegt er að nota net-
hernað gegn fyrirtækjum, stofnunum og ein-
staklingum og segir Jón slíkar árásir einfaldar
þótt þær séu flóknari nú en áður fyrr. „Það er
orðið miklu flóknara en það var einu sinni, áður
snerist þetta mikið um að skemma. Margir af
þessum vírusum sem eru orðnir klassískir í
dag höfðu oft ekki annan tilgang en að dreifa
sér á sem flesta staði. Núna snýst þetta allt
saman um að græða peninga á einn eða annan
máta. Þá er verið að reyna að koma inn vírus-
um sem stela fjárhagsupplýsingum eða öðrum
upplýsingum, eða nota vírusa til að smita tölv-
ur til að þær verði hluti af svokölluðu bot-neti.
Þá er stór hópur tölva sýktur og þeim síðan
beint á ákveðin skotmörk sem ráða í flestum
tilvikum ekki við aukna netumferð og slökkva á
sér. Hver einasti starfsmaður og notandi fyr-
irtækis er vörður í vörnum fyrirtækisins. Ef
það er komist inn í eina tölvu sem er tengd inn í
netkerfi hjá öllu fyrirtækinu getur það opnað
leið inn í allar hinar,“ segir Jón.
Verðum aldrei 100% örugg
Jón segir að sem betur fer sé alltaf að verða
erfiðara og erfiðara að koma vírusum inn í tölv-
ur hjá þeim sem búa yfir viðkvæmum upplýs-
ingum en á móti séu glæpamennirnir alltaf að
verða klárari, vaxi með vörninni. Vírusar nú til
dags séu þannig gerðir að tölvunotandinn á
ekki að taka eftir þeim og aldrei muni koma sá
dagur að við verðum 100% örugg fyrir tölvu-
árásum.
Spurður hvernig tölvur á Íslandi séu varðar
svarar Jón að við séum ekki verri í þessum
málum en margar aðrar sambærilegar þjóðir.
„Það sem helst skortir hjá okkur er vitundin
um að þetta er alvarlegt mál. Öryggis- og varn-
armál hafa aldrei verið sérstaklega stór mál á
Íslandi og fólk er ekki meðvitað um þetta. Það
er ekkert annað en heppni að við höfum ekki
lent í neinum skakkaföllum er kemur að net-
árásum.“
Ekki alveg vitað hver staðan er
Stefán S. Stefánsson, hópstjóri netöryggis-
og viðbragðshópsins CERT-ÍS hjá Póst- og
fjarskiptastofnun, segir að það sé misjafnt
hvar fyrirtæki og stofnanir á Íslandi standi í
netöryggismálum. „Þess eru dæmi að fyrir-
tæki hafi gert víðtækar ráðstafanir til að verja
sinn búnað og síðan eru líka dæmi alveg í hina
áttina. Það er ekki alveg vitað hver staðan er.“
Stefán segir ljóst að nethernaður sé nokkuð
sem þarf að hafa áhyggjur af en það virðist
vera aukin meðvitund núna um þessi mál, sem
sé gott því ýmsir veikleikar fyrirfinnist á net-
inu. „Ástandið er að breytast hvað þetta varð-
ar, varnir eru að verða öflugri en árásaraðilar
eru líka að verða öflugri. Við notum nettækni
meira og meira og erum að sama skapi ber-
skjaldaðri fyrir þeim ógnum sem steðja að í
netheimum.“
Stefán segir að enginn sé öruggur þrátt fyrir
að hafa allt í lagi en það skipti máli að vera
meðvitaður um hættuna og hafa þekkingu á
hvað getur gerst og fara varlega á netinu.
Hann segir íslenskar tölvur ekki sýktari en
tölvur í öðrum löndum og að við stöndum frek-
ar framarlega varðandi varnir, annars sé ekki
til heilbrigðismælikvarði á þetta umhverfi.
Aukin meðvitund um nethernað
Vegna aukinnar netnotkunar erum við berskjaldaðri fyrir ógnum í netheimum Varnir eru að verða
öflugri en árásaraðilar eru líka að verða öflugri Skiptir máli að vera vakandi fyrir hættunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Netárás Hver einasti starfsmaður og notandi fyrirtækis er vörður í vörnum fyrirtækisins.
Jón Kristinn
Ragnarsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég kunni bara ekki við að segja að
þau væru ljót,“ sagði Sigurbjörn
Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós,
um tvö óskilahross sem hann aug-
lýsti nýlega á vef Kjósarhrepps,
www.kjos.is.
Um er að ræða brúnan tveggja
til þriggja vetra fola sem er ör-
merktur og brúnstjörnótta tveggja
til þriggja vetra ómerkta hryssu.
„Bæði eru trippin með neikvætt útlit
og limaburð út frá almennum rækt-
unarmarkmiðum,“ segir í auglýsing-
unni. En hefur einhver gefið sig
fram og sagst eiga trippin?
„Nei, það hefur enginn lýst
áhuga á trippunum. Það er nú það
versta, það vill enginn eiga þau,“
sagði Sigurbjörn. Hann varð var við
óskilahestana í stóði sínu og vissi
ekki hvernig þeir höfðu komist
þangað. Líklega hafa þeir komið í
stóðið í vor eða vetur.
„Annað trippið er örmerkt en
örmerkið finnst hvergi skráð þannig
að einhver umgengst það með lítilli
ábyrgð. Hitt er algjörlega ómerkt.
Ég fer öðru hvoru í gegnum stóðið
og þetta gengur ekki út,“ sagði Sig-
urbjörn. En langar hann ekki í tripp-
in?
„Nei, það langar mig ekki,“
sagði Sigurbjörn og hló. „Ég hefði
viljað losna við þau sem allra fyrst.“
Ef enginn sækir trippin verða þau
væntanlega auglýst til sölu. En hef-
ur Sigurbjörn trú á að þau muni selj-
ast?
„Ekki fyrir kostnaði. Nei, ég
held ekki,“ sagði Sigurbjörn. „Ég
borða ekki hrossakjöt sjálfur og
þetta er lítils virði fyrir mig.“
„Ég kunni ekki við að
segja að þau væru ljót“
Tvö trippi „með neikvætt útlit og limaburð“ auglýst
Morgunblaðið/Eggert
Hver á trippin? Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli sá tvö ókunnug trippi í stóði sínu. Annað þeirra náðist á mynd.
Forsendur fjárlagafrumvarps ríkis-
stjórnarinnar fyrir árið 2014 gera
ráð fyrir tæplega 3% kaupmáttar-
aukningu á næsta ári sem rímar vel
við áherslur í
kröfugerð VR.
Fyrsti fundur
fulltrúa félagsins
og Samtaka at-
vinnulífsins um
nýjan kjara-
samning verður í
næstu viku.
Ólafía B.
Rafnsdóttir, for-
maður VR, segir
í fréttatilkynningu að fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarinnar veiti
samningsaðilum ákveðin fyrirheit
þegar kemur að launalið kjara-
samninga, fyrirheit sem samrýmist
áherslum í kröfugerð félagsins.
„Forsendur fjárlaga eru m.a. kaup-
máttaraukning upp á 2,6% á næsta
ári sem við fögnum að sjálfsögðu og
er í samræmi við þær áherslur sem
við höfum kynnt. Félagsmenn VR
vilja tryggja aukinn kaupmátt og
stöðugleika í næstu samningum,
það sjáum við bæði í niðurstöðum
kannana meðal félagsmanna síð-
ustu vikurnar og á þeim fundum
sem við höfum haldið með okkar
fólki. En ef halda á verðbólgunni
við 3% markið verða allir að leggja
sitt af mörkum, ekki bara launa-
fólk. Við lítum svo á að með þessu
séu stjórnvöld að krefjast þess að
allir taki þátt í að skapa stöðugleika
í verðlagi,“ segir Ólafía.
Ákveðin fyrirheit
fyrir kjaraviðræður
Ólafía B.
Rafnsdóttir
Frumvarpið rímar við áherslur VR
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Gólfþjónustan er með sérlausnir
í smíðun borða fyrir fyrirtæki
og heimili svo sem fundarborð,
eldhús- og borðstofuborð.
SÉRSMÍÐI ÚR
PARKETI