Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kostnaðarhlutdeild krabbameins- sjúklinga í lyfjakostnaði og allri heil- brigðisþjónustu er orðin alltof há hér á landi. Það kemur fram í nýrri skýrslu Krabbameinsfélagsins um vaxandi útgjöld krabbameinssjúkl- inga sem var unnin af dr. Ingimari Einarssyni fé- lagsfræðingi og ráðgjafa um heil- brigðismál. Krabbameins- félagið óskaði eft- ir sundurliðuðum upplýsingum frá Landspítalanum um fyrir hvaða þjónustu spítal- ans brjósta- krabbameins- sjúklingar greiði úr eigin vasa þegar ekki hefur verið um eiginlega inn- lögn að ræða. Kom í ljós að komu- gjöld og rannsóknir sjúklings sem fer í skurðaðgerð, uppbyggingu brjósts og lyfjameðferð er kominn upp í 215.000 krónur. Gyða Kristófersdóttir greindist með brjóstakrabbamein fyrir sléttu ári. Hún hefur haldið vel utan um all- an kostnað í kringum krabbameins- meðferðina. „Minn hlutur, sem ég er búin að borga á einu ári, hljóðar upp á 660.000 kr. Þá er afleiddur kostn- aður meðtalinn eins og greiðslur í stöðumæli í hvert einasta skipti sem ég kem á spítalann og stöðumæla- sektir ef maður er lengur en gert er ráð fyrir,“ segir Gyða. „Inni í þessari upphæð eru t.d. lyf en lyfjakostnaðurinn jókst mikið í vor þegar lögum um sjúkratrygging- ar var breytt. Þá eru ákveðin krem, umbúðir, sá hluti sem ég þurfti að borga í hárkollu og augabrúnatattúi, brjóst og sérstakir brjóstahaldarar og lyfjabrunnur sem kostaði mig fjörutíu þúsund krónur.“ Spyr ekki um stétt né stöðu Gyða á eftir eina lyfjameðferð og uppbyggingu brjósts og gerir ráð fyrir að um 230.000 kr. að minnsta kosti eigi eftir að bætast við. Hún áætlar að í lokin verði hún búin að reiða fram um milljón úr eigin vasa vegna krabbameinsmeðferðar. „Það er gífurlegur kostnaður á bak við þetta og það er ekki fræði- legur möguleiki að fjármálin geti gengið upp hjá fólki. Krabbamein spyr hvorki um stétt né stöðu. Ég þarf að forgangsraða og sleppi því frekar að borga af einhverju öðru til að geta borgað af meðferðinni. Ég held lífi og annað bíður á meðan en þegar þetta endar get ég vonandi farið að taka til í fjármálunum,“ seg- ir Gyða, sem er einstæð móðir. Önnur kona með krabbamein sem blaðamaður ræddi við segir að frá því í lok mars hafi komu- og rann- sóknargjöld á Landspítalanum kost- að hana 140.000 kr. Þá er lyfjakostn- aður og annar kostnaður ekki talinn með. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hvað hún þurfi að borga mik- ið sjálf, þetta sé mjög erfitt fjárhags- lega en hún á að vera í meðferð út desember. Karlmaður með sortuæxli segir að kostnaður við meðferð í sex mánuði hafi farið upp í 180.000 kr. Á að samræma niðurgreiðslur „Það er misskilningur að halda að það að vera veikur á Íslandi kosti ekki neitt,“ segir Ragnheiður Har- aldsdóttir, forstjóri Krabbameins- félags Íslands. Niðurstöður skýrsl- unnar komu henni ekki á óvart. „En það kom mér á óvart þegar skýrslan kom út var hvað niðurstaðan kom mörgum á óvart. Í skýrslunni eru dregnar saman upplýsingar sem eru til í opinberum gögnum en þegar þær voru settar saman í eina skýrslu urðu margir undrandi.“ Ragnheiður segir að það sé mjög mismunandi hvað sjúklingar þurfa að greiða eftir því hvar þeir lenda í kerfinu, en heilbrigðisráðherra hef- ur skipað nefnd sem á að samræma niðurgreiðslur til sjúklinga. „Þeir sem greiða mest eru þeir sem eru ekki lagðir inn á spítala, þeir sem fá þjónustu utan sjúkrahúsa og þeir sem þurfa mikið af þeirri þjón- ustu sem ríkið tekur ekki þátt í eins og sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálf- un,“ segir Ragnheiður. Kostnaður við krabbameins- meðferð er mörgum þungur baggi að sögn Ragnheiðar og jafnvel svo að sjúklingar ráði ekki við aðstæður fjár- hagslega. „Þess eru dæmi að fólk taki þá ákvörðun að kaupa ekki þá þjónustu sem er talin nauðsyn- leg í veikindunum vegna fjárhags.“ Aukin útgjöld krabbameinssjúkra  Kona með brjóstakrabbamein hefur þurft að borga 660.000 kr. á einu ári úr eigin vasa fyrir krabba- meinsmeðferð  „Það er misskilningur að halda að það að vera veikur á Íslandi kosti ekki neitt“. Morgunblaðið/Eggert Meðferð Það getur reynst kostnaðarsamt að greinast með krabbamein. Á formannafundi aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands í september var lýst yfir áhyggj- um af alvarlegri stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins. Fundurinn skoraði á stjórnvöld að draga úr óhóflegum útgjöldum þeirra sem greinast með alvarlega sjúkdóma. Í skýrslunni kemur fram að á síðustu þremur ára- tugum hefur greiðsluþátttaka heimila og einstaklinga í heil- brigðiskerfinu tvöfaldast og var um 30 milljarðar árið 2012. „Greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskostnaði á Íslandi er meiri en í nágrannalöndum og að óbreyttu mun efnahagur sjúklinga ráða æ meiru um sjúk- dómsmeðferð. Fundurinn skorar á stjórnvöld að auka framlög til íslenska heilbrigðiskerfisins og létta um leið byrðar þeirra sem þurfa að nýta þjónustu þess,“ segir í áskorun fundarins. „Í skýrslunni eru bara opin- berar tölur um beinar greiðslur. Það er ekki komið inn á kostn- aðinn sem fjölskyldan verður að leggja út í við þessar að- stæður, eins og ferðakostn- að, barnagæslu, atvinnutap og slíkt,“ segir Ragnheið- ur. Tvöfaldast á 30 árum KOSTNAÐURINN Vihjálmur A. Kjartansson Kjartan Kjartansson Farbann yfir ökumanninum sem lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að stöðva með valdi á mánudags- kvöld var staðfest í Hæstarétti í gær. Maðurinn ók á annan bíl við Rauða- vatn og stakk síðan af frá vettvangi á bílnum sem hann rakst á. Hann er einnig ákærður fyrir nauðgun og fíkniefnalagabrot vegna ræktunar á 70 kannabisplöntum. Þá er hann grunaður um kynferðisbrot. Málið er enn í rannsókn, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoð- aryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að rannsaka aðdraganda slyssins, yfirheyra vitni, bíða eftir sýni úr ökumanninum og fá heildstæða mynd af því sem gerðist,“ segir Árni en töluverður viðbúnaður var hjá lögreglunni vegna málsins á mánu- dagskvöldið. Hélt áfram á þremur dekkjum Maðurinn er sagður hafa ekið yfir á rauðu ljósi við gatnamót Breið- holtsbrautar og Selárbrautar rétt sunnan við Rauðavatn og inn í hlið- ina á bíl sem var að koma yfir gatna- mótin á grænu ljósi. Bíll ökumanns- ins var óökuhæfur eftir áreksturinn en í kjölfarið gekk maðurinn að bif- reiðinni sem hann ók á og krafðist þess að kona sem ók þeirri bifreið kæmi út henni. Konan neitaði og dró maðurinn hana þá út úr bílnum og ók á brott á honum eftir Breiðholts- braut í vesturátt. Lögreglan veitti manninum eftir- för og fór m.a. annað framdekkið undan bifreiðinni skammt frá Álfa- bakka. Ökumaðurinn hélt engu að síður för sinni áfram á þremur dekkjum. „Hann keyrði töluverða vegalengd og fór m.a. í gegnum aust- urbæ Kópavogs, Breiðholtsbraut og endaði á Kringlumýrarbraut þar sem hann var stöðvaður af lögregl- unni og handtekinn,“ segir Árni. Meiðsli ekki alvarleg Engin alvarleg slys urðu á fólki í eltingarleiknum en einn lögreglu- maður slasaðist við handtökuna. „Meiðsli lögreglumannsins eru ekki alvarleg sem betur fer. Hann meidd- ist í atganginum þegar búið var að stöðva bíl ökumannsins og maðurinn var handtekinn.“ Neyðarúrræði lögreglunnar Ökumaðurinn ók með vítaveðrum hætti á móti umferð og um tíma á þremur dekkjum. „Það skemmdust ökutæki þegar hann var stöðvaður enda þurftum við að beita því úrræði að þvinga hann út af veginum,“ segir Árni en sú ákvörðun var tekin þegar talið var að ökumaðurinn yrði ekki stöðvaður með öðrum hætti. „Þetta er alltaf erfið ákvörðun að taka en hann var að aka á móti umferð á Kringlumýr- arbraut og mikil hætta var á stór- slysi vegna aksturs hans. Það lá því ljóst fyrir að við gátum ekki leyft honum að keyra lengur á móti um- ferð og skapa hættu fyrir aðra veg- farendur. Þess vegna var gripið til þess ráðs að keyra utan í hann og stöðva hann með þeim hætti.“ Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðinni og mikil mildi er að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Ekki er vitað hvað olli framferði ökumanns- ins. Ökufantur grunaður um fleiri brot  Ökumaður dró konu út úr bíl sínum eftir umferðarslys og ók af vettvangi á bíl hennar  Lög- reglan þurfti að þvinga ökumanninn út af til að stöðva hann  Einn lögreglumaður slasaðist lítillega Morgunblaðið/Kristinn Slys Ökumaður fór yfir á rauðu ljósi við gatnamót Breiðholtsbrautar og Selárbrautar rétt sunnan við Rauðavatn og ók inn í hlið bifreiðar konu sem hann síðan dró út úr bíl sínum og ók af vettvangi eftir Breiðholtsbraut. Jón Bjarni Kristjáns- son, héraðs- dóms- lögmaður hjá KRST lögmönnum, segir það ekki svo ein- falt að ábyrgðar- trygging ökumanna bæti konunni sem keyrt var á allt sitt tjón. „Ábyrgðartryggingin bætir það tjón sem hlaust við áreksturinn en eftir það er þetta orðið nokk- uð flóknara,“ segir Jón og bend- ir á að auðvitað fari þetta allt saman eftir tryggingum og tryggingaskilmálum aðila. „Eftir áreksturinn á sér stað heimild- arlaus akstur ökumanns á bif- reið konunnar. Þá kemur upp sú sérstaka staða að tjón þriðja aðila vegna akstursins er sótt í ábyrgðartryggingu konunnar sem á bifreiðina. Síðan á trygg- ingarfélag hennar endurkröfu á ökumanninn.“ Jón segir mál sem þessi sjaldnast vera einföld og huga þurfi að mörgum þáttum við úr- lausn þeirra. Flókið að sækja bætur BÓTAMÁL Jón Bjarni Kristjánsson Gyða Kristófersdóttir Ragnheiður Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.