Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 Jón Gnarr Kristinsson borgar-stjóri segir í viðtali við Kjarn- ann að hann sé alls ekki að hunsa þær 70 þúsund undirskriftir og yfirgnæfandi stuðning sem skoð- anakannanir sýni við flugvöllinn í Vatnsmýrinni.    Jón segir: „Viðberum mikla virðingu fyrir lýð- ræðislegum rétti fólks til að tjá sig og koma sínum skoð- unum á framfæri.“    Skömmu síðar ísama viðtali segir sami Jón að hann hafi setið „endalausa fundi um þennan flugvöll“ og sé „al- gjörlega fullviss um það að þessi flugvöllur þarf að fara. Það er bara spurning hvert, með hvaða hætti og hvenær. En hann fer. Annað kemur ekki til greina“.    Því er ekki að neita að fyrir borg-arbúa er athyglisvert að sjá hvaða merkingu borgarstjóri legg- ur í þau orð sín að hann beri „mikla virðingu fyrir lýðræðislegum rétti fólks til að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri“.    Augljóst er að í þessari mikluvirðingu felst ekki að hann telji sig þurfa að taka tillit til sjón- armiða mikils meirihluta Reykvík- inga og endurskoða afstöðuna til þess að loka flugvellinum í Vatns- mýrinni.    Þó að hann segist bera miklavirðingu fyrir rétti fólks til að tjá sig gerir hann ekkert með skoð- anir meirihlutans enda hafi aðrir ekki kynnt sér málið jafnvel og hann.    Hann einn veit og flugvöllurinnskal fara. Jón Gnarr Kristinsson „Annað kemur ekki til greina“ STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.10., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 3 súld Akureyri 6 alskýjað Nuuk 6 léttskýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 17 skúrir London 17 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 11 heiðskírt Vín 9 heiðskírt Moskva 2 skýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 25 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 10 alskýjað Montreal 16 skýjað New York 23 heiðskírt Chicago 21 skúrir Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:47 18:47 ÍSAFJÖRÐUR 7:55 18:49 SIGLUFJÖRÐUR 7:38 18:32 DJÚPIVOGUR 7:17 18:16 Haustheftið komið út Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og menningu — hefur nú komið út í níu ár í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr. Áskriftarsími: 698-9140. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Seltjarnarnesbær hefur samþykkt að taka tilboði Stólpa ehf. í leigu- lóðarréttindi og byggingarétt fyrir fjölbýlishús á Hrólfsskálamel 1-7. Tilboðið hljóðaði upp á 280 millj- ónir króna. Stólpar standa enn í framkvæmdum á Hrólfsskálamel 10-18 og gert er ráð fyrir að húsið verði uppsteypt í desember að sögn Guðna Rafns Eiríkssonar, eins eig- enda Stólpa. Íbúðir þar verði settar á sölu á næstunni. Uppbyggingin á reitnum númer 1-7 er síðasti hlut- inn af skipulagi svæðisins að sögn Guðna Rafns. Félagið vinnur enn að því að fjármagna byggingu fjölbýlishúss- ins sem það hyggst reisa á Hrólfs- skálamel 1-7 og er kauptilboðið á lóðinni háð því skilyrði að það tak- ist. Teikningar að fjölbýlishúsinu, sem bærinn samþykkti árið 2007, gera ráð fyrir 4.000 fermetra bygg- ingu og bílakjallara með eitt og hálft bílastæði á hverja íbúð. Alls er gert ráð fyrir að 28-32 íbúðir verði í húsinu. Guðni Rafn segir hins vegar að ekki sé búið að fullhanna húsið og teikningarnar frá 2007 verði að lík- indum ekki notaðar óbreyttar. Kauptilboðið háð fjármögnun verkefnisins  Lóðin á Hrólfsskálamel 1-7 á Seltjarnarnesi seld til Stólpa ehf. Morgunblaðið/RAX Bygging Unnið á Hrólfsskálamel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.