Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 12

Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í svari Umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar við fyr- irspurn Júlíusar Vífils Ingvars- sonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og Gísla Marteins Baldurssonar, fráfarandi borgar- fulltrúa, um stýringu umferð- arljósa kemur fram að stilling ljós- anna og samstilling ræðst af fyrirfram ákveðnum forritum eða ferlum, einu til fjórum talsins. Val á græntíma í einstökum ferlum fer fram á grundvelli umferðartaln- ingar á hverjum stað og með tilliti til tíma dags. Þar sem vegalengd milli ljósa er mismunandi og ekki öll ljós bogarinnar tengd miðlægu tölvukerfi getur verið erfitt að stilla flæði með nákvæmum hætti. Kerfið skortir sveigjanleika „Um helmingi umferðarljósa í borginni er stýrt miðlægt af tölvu sem hefur verið í kjallara borgar- skrifstofanna undanfarin ár. Flest- ir ökumenn munu taka undir að það hefur ekki gengið sérlega vel. Það er til dæmis enginn sveigj- anleiki þegar mikið álag er vegna vegaframkvæmda, íþróttamóta eða annarra stórviðburða,“ segir Júlíus Vífill en hann bendir jafn- framt á að stilling umferðarljósa sé mikilvægur þáttur í umferð- aröryggi og öflugt tæki til að auka skilvirkni í umferðinni. „Rétt stýr- ing umferðarljósa getur haft mikil áhrif á umferðaröryggi og tryggt eðlilegan umferðarhraða. Illa samstillt umferðarljós þar sem græna ljósið kviknar of snemma miðað við umferðarflæði virka hvetjandi á ökumenn að auka hraðann og reyna að ná græna ljósinu. Þannig verða slysin.“ Einnig bendir Júlíus á að gott um- ferðarflæði auki skilvirkni í akstri, sem dregur úr eldsneytis- notkun og eykur þar af leiðandi loftgæðin í borginni. Samstillt átak allra Vegagerðin rekur marga af fjöl- förnustu vegum borgarinnar og kom að uppsetningu ljósakerfisins ásamt Reykjavíkurborg. Júlíus bendir á að til þess að gera betur í þessum málaflokki þurfi allir að- ilar að vinna saman. „Mér finnst mikilvægt að borgin og lögreglan stilli saman strengi sína ásamt öðr- um aðilum sem geta átt þátt að málinu. Það verður að fylgjast með tækninýjungum því það er dýrkeypt fyrir samfélagið allt að láta reka á reiðanum í svona mál- um. Þetta er öryggismál, umhverf- ismál og ekki síst fjárhagslegt mál fyrir samfélagið allt. Ég held að það væri gagnlegt að afla upplýs- inga frá öðrum borgum um hvern- ig bæta megi umferðarstýringu.“ Ekki náðist í Pál Hjaltason, for- mann umhverfis- og skipulagsráðs. Ljósastýring öryggis- og umhverfismál  Tæpur helmingur umferðarljósa borgarinnar er tengdur miðlægu tölvukerfi  Sveigjanleiki ekki nægur í kerfinu Morgunblaðið/RAX Ljós Alls eru 114 ljósagatnamót í borginni, þar af 50 tengd miðlægu tölvu- kerfi, en að auki eru 32 gangbrautarljós sem eru ótengd kerfinu. Tollstjóri endursendir um þrjár til fimm sendingar á dag frá erlendum vefverslunum sem stunda vafasama viðskiptahætti. Embættið sendi frá sér viðvörun í gær vegna þess að svo virðist sem margir falli fyrir blekk- ingum slíkra verslana sem oftar en ekki selji fæðubótarefni eða andlits- krem. Í tilkynningunni segir að vefversl- anirnar hafi þann hátt á að bjóða fólki ókeypis sýnishorn af vörum gegn því að fá gefin upp greiðslu- kortanúmer fyrir sendingarkostn- aði. Tilboðin birtist gjarnan á sam- skiptasíðunni Facebook og séu jafnvel send á notendur þar. Sendingarnar halda áfram Fólk gefur þá upp nafn, heimilis- fang og kortanúmer til að fá send- inguna. Sýnishornið berst síðan og sendingarkostnaðurinn er gjald- færður af kortareikningnum. Kort- hafarnir hafa hins vegar ómeðvitað með því að veita kortaupplýsingarn- ar samþykkt að fá vöruna framvegis í áskrift. Fleiri sendingar berist og greiðslur fyrir þær teknar af kortinu jafnóðum. Auk þess þarf að greiða aðflutningsgjöld af vörunum. Fjöl- mörg dæmi eru um að fólk hafi þurft að loka greiðslukortum sínum, bæði hér og erlendis, vegna þessara við- skiptahátta að sögn tollstjóra. Því ráðleggur embættið fólki að gefa aldrei upp kortaupplýsingar til aðila sem það treystir ekki fullkom- lega, það kynni sér skilmála, t.d. um skilareglur og hvort innihaldslýsing vörunnar sé til staðar, fólk kanni hvort hægt sé að fá sambærilega vöru ódýrari annars staðar og hvort verð hennar komi greinilega fram. Varar við erlend- um vefverslunum  Skuldbinda sig með því að taka við ókeypis sýnishornum Morgunblaðið/Heiddi Póstsendingar Varúðar er þörf í viðskiptum við vefverslanir. „Það er mjög áríðandi að skjóta traustari stoðum undir samræmda opinbera fjármálastjórn … Verkefni hafa verið flutt frá ríki til sveitar- félaga. Nú er svo komið að 30% af útgjöldum hins opinbera fara í gegn- um sveitarfélögin. Skuldir sveitar- félaganna eru um 11% af skuldum hins opinbera,“ sagði Bjarni Bene- diktsson fjármála- og efnahags- ráðherra á fjármálaráðstefnu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í gær. Bjarni fór þar yfir fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar og áhrif þess á hagsmuni sveitarfélaganna en Halldór Halldórsson, formaður sam- bandsins, var fulltrúi sveitarfélag- anna í umræðunum. Vilja hlutdeild í tekjustofnum Fram kom í máli Halldórs að sveitarfélögin hefðu kallað eftir því að fá hlutdeild í ýmsum tekjustofn- um, eins og veiðileyfagjaldi og gjöld- um sem varða ferðaþjónustuna, til þess að standa undir kostnaði á þeirra vegum, t.d. vegna uppbygg- ingar ferðaþjónustu í landinu. Bjarni sagði ákveðið tækifæri fyrir hendi til þess að skoða mögulega skiptingu á gjaldi í ferðaþjónustu, nú þegar ver- ið væri að útfæra lög um slíka gjald- töku í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu. Hvað snertir veiði- leyfagjaldið sagði Bjarni slíka skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga ekki inni í myndinni eins og er. Þeir Bjarni og Halldór ræddu einnig um það markmið ríkisstjórn- arinnar samkvæmt stjórnarsáttmál- anum að afnema lágmarksútsvar. Halldór sagði Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið hlynnt því að hafa eitthvert lágmarksútsvar. Ástæðan væri sú að það væri eðlilegt að allir sem nýttu sér þjónustu sveitarfélaga greiddu ákveðið lág- marksgjald fyrir hana. Þegar frum- varp kæmi fram þess efnis að af- nema lágmarkið yrði að gæta þess að sveitarfélög gætu ekki lækkað út- svarið af þess völdum niður í núll og haldið áfram að fá greitt úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga og öðrum slíkum sjóðum. Morgunblaðið/Eggert Ráðstefna Bjarni Benediktsson og Halldór Halldórsson voru í pallborði. Hið opinbera sam- ræmi fjármálin Ekki sjálfsögð niðurgreiðsla » Í umræðu um húshitunar- kostnað í sveitarfélögum á köld- um svæðum sagði Bjarni að hann teldi ekki sjálfsagt að þeir sem byggju nærri hitaveitu nið- urgreiddu húshitun þeirra sem byggju lengra frá henni.  Fjármál sveitarfélaga rædd í gær Miðlægt tölvukerfi sem stýrir 50 ljósagatnamótum í Reykja- vík var sett upp af borginni og Vegagerðinni sem skiptu jafnt með sér kostnaði vegna kerfis- ins þegar það var sett upp. Kostnaðurinn við að setja upp kerfið á sínum tíma var um 500 milljónir króna á verðlagi þessa árs en að auki kostaði rúmar 30 milljónir króna að setja upp hugbúnaðar- uppfærslu í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur- borgar. Kostnaður kerfisins SKATTPENINGARNIR Silkimjúkir fætur Loksins fáanlegt aftur! Þökkum frábærar viðtökur Fæst í apótekum um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.