Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ólöglegt nið-urhal veld-ur höfund-
um og framleið-
endum tónlistar,
sjónvarpsefnis og
kvikmynda mikl-
um búsifjum. Vandi rétthaf-
anna er mikill og eðlilegt að
þeir vilji spyrna við fótum.
Í gær var greint frá því í
Morgunblaðinu að fern rétt-
hafasamtök hefðu sent beiðni
til sýslumannsins í Reykjavík
um að loka með lögbanni fyrir
aðgang viðskiptavina stærstu
fjarskiptafyrirtækja landsins
að tveimur svokölluðum skráa-
skiptasíðum, deildu.net og
thepiratebay.org. Ef orðið
verður við beiðninni yrði eins
og kemur fram í fréttinni lokað
á alla netumferð viðskiptavina
til og frá þeim netsíðum, sem
hýsa þessar vefsíður.
Hér er síður en svo um sér-
íslenskt vandamál að ræða.
Um helgina var sýndur loka-
þáttur bandarískrar sjón-
varpsþáttaraðar. Þáttarins var
beðið með mikilli eftir-
væntingu og munu rúmlega tíu
milljónir manna hafa horft á
hann. Þetta hefur ugglaust
glatt framleiðendur þáttarins,
en ólöglegt niðurhal gæti hafa
dregið úr kátínunni. Ólöglegt
afrit af þættinum var sett á
netið. Hálfum sólarhring síðar
hafði þátturinn verið sóttur á
netið í 500 þúsund skipti. 14%
tilfellanna voru í Bandaríkj-
unum þar sem þó
var hægt að horfa
á þáttinn með lög-
legum hætti.
Þótt ólöglegt
niðurhal hafi mik-
ið að segja lifir
skemmtanaiðnaðurinn ágætu
lífi. Samkvæmt könnun Lond-
on School of Economics sem
birtist í vikunni bendir margt
til þess að skráaskipti hjálpi
skapandi greinum frekar en
að skaða þær. Tónlist sé ekki í
frjálsu falli. Sala á stafrænum
tónlistarskrám, áskriftar-
þjónusta og tónleikahald
komi í stað tekna af sölu
geisladiska og platna. Tölvu-
leikjaiðnaðurinn blómstri,
tekjur af útgáfu bóka og tíma-
rita haldist stöðugar og
bandaríski kvikmyndaiðna-
rinn slái hvert metið á eftir
öðru.
Þar með er vitaskuld ekki
verið að mæla ólöglegu niður-
hali bót og eðlilegt að samtök
rétthafa vilji gæta réttar
skjólstæðinga sinna. Lokun
fyrir aðgang að tilteknum
skráaskiptasíðum er hins veg-
ar í besta falli táknræn að-
gerð. Hún kann að verða
þeim, sem vilja nálgast efni til
trafala, en í opnum net-
heimum verða alltaf leiðir til
að nálgast efni, sem á annað
borð er til staðar á netinu.
Lögbann hefði svipuð áhrif og
að skrúfa fyrir garðslönguna í
úrhelli.
Lögbann hefði
svipuð áhrif og að
skrúfa fyrir garð-
slönguna í úrhelli}
Ólöglegt niðurhal
Mynd af hópifólks að mála
götur bæjarins
bleikar birtist á
forsíðu Morgun-
blaðsins í gær. Til-
efni þessa uppátækis er árvisst
árvekni- og fjáröflunarátak
Krabbameinsfélags Íslands,
bleika slaufan og bleikur októ-
ber.
Krabbameinsfélagið er rúm-
lega 60 ára gamalt og hefur
lyft grettistaki í baráttunni
gegn krabbameini. Félagið
leggur mikla áherslu á krabba-
meinsleit og vinnur jafnframt
að hagsmunum krabbameins-
sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
Í ávarpi Ragnheiðar Har-
aldsdóttur, forstjóra krabba-
meinsstofnunarinnar, þegar
átakinu var hleypt af stað kom
fram að árlega greindust 700
íslenskar konur með krabba-
mein. Benti hún á að lífslíkur
hefðu batnað mikið á undan-
förnum árum: „Nú eru á lífi um
7.000 konur sem farið hafa í
meðferð gegn krabbameinum,
mjög margar við góða heilsu.
Markmið okkar
allra er að bæta
þessar tölur mun
meira og við vitum
að það er hægt því
talið er að koma
megi í veg fyrir eitt af hverjum
þremur krabbameinum.“
Krabbamein er einn skæð-
asti sjúkdómur samtímans.
Talið er að um sjö milljónir
manna deyi árlega af völdum
krabbameins af ýmsum toga. Á
Vesturlöndum er svo komið að
ætla má að þriðjungur kvenna
og helmingur karla fái krabba-
mein einhvern tímann á æv-
inni.
Baráttan gegn krabbameini
fer fram á mörgum víg-
stöðvum. Hún er háð á rann-
sóknarstofum og í sjúkra-
húsum. Og í fremstu víglínu
baráttunnar eru krabbameins-
sjúklingar. Krabbameins-
félagið leggur sitt lóð á vogar-
skálarnar, ekki síst með því að
stuðla að greiningu þess í tæka
tíð til að auka líkurnar á að
vinna megi á því. Öll þjóðin
getur lagt þeirri baráttu lið.
Lífslíkur hafa batn-
að mikið á undan-
förnum árum}
Gegn krabbameini
E
kki er til neitt sem kallast ókeypis
hádegisverður eða There ain’t no
such thing as free lunch er orða-
tiltæki, sem gjarnan er notað til
að leggja áherslu á að ekkert er
frítt í heimi hér. Yfirleitt er það nefnilega ann-
aðhvort þannig að einhver þarf að opna budd-
una eða eitthvað annað þarf undan að láta.
Sveitarfélögin á landinu hafa undanfarin ár
varið stórum fjárhæðum, tugmilljónum, á
hverju ári í niðurgreiðslur máltíða fyrir grunn-
skólabörn á aldrinum 6-16 ára. Á sama tíma
hefur skólunum sífellt verið sniðinn þrengri
stakkur í starfsemi sinni, stuðningur við nem-
endur með sérþarfir fer þverrandi, námsgögn
og tækjabúnaður myndi í sumum tilvikum
helst sóma sér á safni og svigrúm til kaupa á
efnivið til list- og verkgreinakennslu minnkar
ár frá ári. Bekkir fara stækkandi og kennarar eru
óánægðir með starfsaðstæður sínar.
Í grunnskólalögum segir að nemendur skuli eiga kost á
málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldis-
markmið og að sveitarfélögum sé heimilt að taka gjald
fyrir skólamáltíðir samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem
þau setja. Það er aftur á móti ekkert sem kveður á um að
sveitarfélögunum sé skylt að greiða þessar máltíðir niður
og vert að velta því fyrir sér hvers vegna þau séu að því
þegar skórinn kreppir svo víða annars staðar í skólakerf-
inu.
Umræðan um skólamáltíðirnar er yfirleitt á þann veg
að maturinn sé bragðvondur, óhollur eða ekki
nógu lystugur. Niðurstaða samnorræns verk-
efnis um skólamáltíðir árið 2011 var m.a. að
stór hluti íslenskra barna borðar ekki það sem
er í boði í skólanum og fer í staðinn út í sjoppu.
Innihald skólamáltíða er nefnt sem ein helsta
ástæða offitu barna og skólunum legið á hálsi
fyrir að ala ekki upp nægilega ábyrga neyt-
endur.
Sveitarfélögin verja semsagt stórum upp-
hæðum í að greiða niður mat sem fá börn vilja
borða og margir foreldrar kvarta yfir. Væri
ekki hægt að verja peningunum betur?
Í þessu sambandi er ekki við þá sem útbúa
matinn að sakast. Í allflestum tilvikum er þar
leitað allra leiða til að útbúa eins hollan og góð-
an mat og tök eru á fyrir eins lítinn pening og
mögulegt er, því krafan um að halda kostnaði
niðri er hávær. Samkvæmt samantekt sem gerð var á veg-
um innanríkisráðherra í fyrra greiddu íslenskir foreldrar
á bilinu 279-482 krónur fyrir hverja skólamáltíð. Álíka
mikið og pylsa kostar á bensínstöð.
Bent hefur verið á að hópur barna fái takmarkaða nær-
ingu heima hjá sér og því skipti máli að greiða skóla-
máltíðir niður sem allra mest og að þær uppfylli helst alla
næringarþörf barnanna yfir daginn. Það hlýtur að vera
hægt að finna aðra lausn á þeim vanda en að greiða niður
skólamáltíðir fyrir öll börn. Við viljum að börnin okkar
neyti hollrar og góðrar fæðu, en er það virkilega á ábyrgð
grunnskólans? annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Ókeypis hádegisverður er ekki til
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
S
íðasta skemmtiferðaskip
sumarsins, Sea Spirit,
sem er 4.200 brúttótonn,
kemur til Reykjavíkur í
dag og leggst við Mið-
bakka. Skemmtiferðaskip hefur
aldrei fyrr komið svo seint til
Reykjavíkur, að sögn Ágústs
Ágústssonar, markaðsstjóra Faxa-
flóahafna. Skemmtiferðaskipið
Carnival Legend kom 1. október.
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins
kom 31. maí sl. þannig að tími
skemmtiferðaskipanna er að lengj-
ast hér á landi.
Skemmtiferðaskip komu 82
sinnum til Reykjavíkur á þessu ári,
fjögur afboðuðu komu sína og eitt
sigldi framhjá vegna óveðurs. Það
var skemmtiferðaskipið Emerald
Princess sem var með um 3.000
manns um borð. Með þessum skipum
komu um 90.000 farþegar en þeir
hefðu getað orðið allt að 94-95 þús-
und ef öll hefðu skilað sér, að sögn
Ágústs.
Nítján skemmtiferðaskip voru í
Reykjavík yfir nótt. Þeim skipum
fjölgar stöðugt sem stoppa hér í tvo
daga og eina nótt, að sögn Ágústs.
„Það er mjög jákvætt því þá er hægt
að dreifa ferðunum út á land og verð-
ur ekki jafn mikil stappa af fólki á
fjölförnum stöðum eins og Gullfossi
og Geysi,“ sagði Ágúst. Farþega-
skipti voru tíu, farþegar fóru hér frá
borði og nýir komu í staðinn. Yfirleitt
var þar um lítil skip að ræða, með
100-200 farþega, en eitt var með um
900 farþega.
Skemmtiferðaskipin sem komu
á þessu ári eru jafnmörg og þau sem
komu í fyrra, 82 hvort ár. Í fyrra
komu öll skipin sem ráðgert höfðu
komu hingað. Farþegarnir í fyrra
voru tæplega 92.000 talsins.
Fleiri skip á næsta ári
Nú þegar hafa verið bókaðar 84
komur skemmtiferðaskipa til
Reykjavíkur á næsta ári. Þau geta
samtals flutt um 107.000 farþega. Af
þessum skipum munu 24 dvelja hér
yfir nótt og geta þau flutt allt að
35.000 farþega í neðri kojum. Ágúst
sagðist ekki eiga von á mikilli viðbót
en sagði að minni skip sem bóka
seint ættu eftir að bætast við. Þeirra
á meðal eru m.a. rússnesk leið-
angraskip (expedition) en þau láta
vita af sér með skemmri fyrirvara en
stóru skipin. Mörg þessara skipa
flytja 300 farþega eða færri.
Engin ný skipafélög bætast við
á næsta ári. „Það má segja að við
séum komin með öll skipafélög sem
sigla í Evrópu,“ sagði Ágúst.
Koma fyrsta skemmtiferða-
skipsins næsta sumar er bókuð 19.
maí og koma þess síðasta 29. sept-
ember. „19. maí er nokkuð snemmt. Í
Evrópu er að verða tíska að fara í
vetrarferðir á skemmtiferðaskipum.
Ég veit ekki hvort þetta fylgir því,“
sagði Ágúst. Ekki er von á skemmti-
ferðaskipum hingað í vetur en Ágúst
kvaðst hafa fulla trú á að sú gæti orð-
ið raunin eftir árið 2015, væri tekið
mið af því sem er að gerast í Noregi
og í Eystrasalti.
Reykjavíkurhöfn annar vel
þessari umferð skemmtiferðaskipa.
Aldrei þarf að vísa skipi frá eða láta
liggja á legu vegna plássleysis. Við
Skarfabakka er 650 metra langt
legupláss. Þar geta því legið sam-
tímis tvö 300 metra löng
skemmtiferðaskip af stærstu
gerð. Hafi minna skip verið
bókað við Skarfabakka og
stórskip bætist við þá er
minna skipið fært að Korn-
garði eða Sundabakka. Svo
er pláss við Miðbakka í
gömlu höfninni fyrir skip
sem eru allt að 165 metra löng.
Tími skemmtiferða-
skipanna lengist
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Lystiskip Adventure of the Seas, stærsta skemmtiferðaskip sem komið
hefur til Íslands, kemur til hafnar. Um borð eru þúsundir farþega.
Skemmtiferðaskipastóll heims-
ins vex hægt. Ágúst Ágústsson,
markaðsstjóri Faxaflóahafna,
segir að fjölgi ferðum hingað þá
fækki ferðum á aðra staði.
ECA-útblásturstakmörkun
skipa gengur í gildi í Eystrasalti
og Norðursjó 1.1. 2015. Þá mega
engin skip losa þar meira en
0,1% af brennisteins-
samböndum. Til að mæta því
þarf að kaupa mjög hreina dísil-
olíu sem er allt að helmingi dýr-
ari en ódýrari olía. Talið er að
margar útgerðir færi skip sín
annað. Spurningin er hvort
það verður m.a. til Íslands.
„Þetta er góð viðbót. Far-
þegarnir nota ekki hótel og
gætu ekki komið hingað á
þessum tíma þyrftu þeir
þess, því það
eru engin
herbergi
laus,“
sagði
Ágúst.
Skipafarþeg-
ar góð viðbót
HERT VIÐMIÐ GÆTU BEINT
FLEIRI SKIPUM TIL ÍSLANDS
Ágúst Ágústsson,
markaðsstjóri.