Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Margt hefur verið
sagt og skrifað um ráð-
stefnuna Iceland In-
vestment Forum, sem
haldin var í London á
dögunum. Ráðstefnan
vakti mikla athygli og
er sú fyrsta sinnar teg-
undar sem haldin er á
vegum Mergermarket,
sem er dótturfélag
Financial Times og
sérhæfir sig m.a. í ráðstefnum fyrir
fjármálaheiminn. Ráðstefnan þótti
sérlega vel heppnuð og erindin þóttu
áhugaverð. Þar var íslensku efna-
hagslífi lýst af raunsæi en bjartsýni.
Þá var efnahagshorfum og fjárfest-
ingartækifærum hérlendis komið til
skila til umheimsins með áberandi
hætti. Í fréttaflutningi hér heima,
sem fylgt hefur í kjölfar ráðstefn-
unnar, hefur því t.a.m. verið haldið
fram að Íslendingar hafi fyrst og
fremst verið að kynna Ísland fyrir
Íslendingum í London og að Íslend-
ingar hafi verið meirihluti ráð-
stefnugesta. Þá hefur verið sett
fram sú undarlega kenning af
Heiðari Má Guðjónssyni, hagfræð-
ingi og fjárfesti, sem ekki var við-
staddur ráðstefnuna, að um „leikrit
af hálfu erlendra kröfuhafa“ hafi
verið að ræða til að fá stjórnvöld til
að tala af sér. Í tilefni þessarar um-
ræðu er ástæða til að greina frá til-
drögum Iceland Investment Forum
og nokkrum staðreyndum varðandi
ráðstefnuna.
Fyrirtækið Sjónarmið ehf. er ís-
lenskt fjölskyldufyrirtæki sem ann-
ast viðburðastjórnun og átti alfarið
hugmyndina að þessari ráðstefnu.
Hugmyndin kom upp fyrir tæplega
tveimur árum en hún kviknaði út frá
löngun til að taka þátt í uppbygg-
ingu íslensks samfélags og leggja
eitthvað af mörkum til að koma land-
inu upp úr erfiðu efnahagsástandi.
Við töldum okkur geta kynnt land og
þjóð erlendis með áhugaverðum og
raunsæjum hætti í samstarfi við
Mergermarket og innlenda sérfræð-
inga.
Við kynntum hugmyndina fyrir
forsætisráðuneytinu og
hverjar væntingar okk-
ar væru til ráðstefn-
unnar. Forsætisráð-
herra veitti í
framhaldinu samþykki
fyrir opnunarerindi á
ráðstefnunni. Ráðu-
neytinu leist vel á að
kynna stefnu nýrrar
ríkisstjórnar út á við
með þessum hætti auk
þess sem tækifæri gæf-
ist til að hitta fjölda er-
lendra blaðamanna í
tengslum við ráðstefnuna. Erindi
forsætisráðherra má finna hér:
http://eng.forsaetisraduneyti.is/
minister/sdg-speeches/nr/7699.
Skilaboðin sem ráðstefnan inni-
hélt voru í stuttu máli þessi: Stjórn-
völd munu koma á stöðugleika í
rekstrarumhverfi íslenskra fyr-
irtækja, efnahagslífið er að rétta úr
kútnum og hér á landi er fjöldi tæki-
færa fyrir erlenda fjárfesta þrátt
fyrir gjaldeyrishöft.
Þátttakendur á ráðstefnunni voru
íslensk fyrirtæki (samstarfsaðilar)
og gestir þeirra, gestafyrirlesarar,
innlendir og erlendir og aðrir ráð-
stefnugestir, bæði íslenskir og er-
lendir. Skráðir gestir voru alls 187
en 170 gestir mættu á ráðstefnuna
þar af 72 frá Íslandi. Upphaflegt
markmið var að ná 150 skráningum
sem er sú tala sem Mergemarket
miðar við þegar nýir viðburðir eru
haldnir í fyrsta sinn á þeirra vegum.
Samstarfsaðilar um ráðstefnuna
voru Arion banki, Íslandsstofa, Lo-
gos og Carbon Recycling á Íslandi.
Á mælendaskrá voru auk fram-
angreindra: Forsætisráðherra,
fulltrúar frá Seðlabanka Íslands,
Samtökum iðnaðarins, Klak Innovit,
Nasdaq OMX á Íslandi, Vífilfelli,
Verne Global, PKF og Emerald
Networks.
Það er nauðsynlegt að varpa ljósi
á hvers vegna ráðstefna sem þessi er
mikilvæg fyrir okkur sem hér búum.
Þegar rætt er um að auka þurfi er-
lenda fjárfestingu á Íslandi til að
stuðla að bættum hagvexti og vel-
sæld þá er ljóst að við þurfum að
höfða til fjárfesta með öflugri kynn-
ingu á þeim tækifærum sem hér
leynast. Það þýðir ekki að bíða eftir
að útlendingar banki upp á með fulla
vasa fjár. Iceland Investment For-
um vakti upp jákvætt umtal um Ís-
land í mörgum löndum, þannig að
við sem að þessu stóðum getum ver-
ið stolt af. Persónulega er ég stoltur
af að hafa staðið að því að hafa vakið
jákvæða athygli á Íslandi og á hluta
af þeim tækifærum sem hér er að
finna. Hér eru gjaldeyrishöft og hér
eru erfiðir tímar en það þarf ekki að
þýða að við eigum að sitja með hend-
ur í skauti og bíða eftir að tímabilið
líði hjá. Við þurfum að kynna tæki-
færin okkar og horfast í augu við
ástandið, kannski kemur nánari
naflaskoðun upp úr krafsinu,
kannski koma fleiri fjárfestar til
landsins í kjölfarið, kannski losnum
við fyrr úr gjaldeyrishöftunum.
Þessi ráðstefna er mikilvægur liður í
að ná sambandi við umheiminn og
stuðla að kynningu á landi og þjóð.
Ef við höldum verkefninu gangandi
og vinnum í því að kynna þau tæki-
færi sem hér eru þá er ég ekki í vafa
um að það mun verða íslensku efna-
hagslífi til heilla.
Það er með ólíkindum að hagfræð-
ingur og fjárfestir eins og Heiðar
Már Guðjónsson, sem vill láta taka
sig alvarlega í þjóðfélagsumræð-
unni, skuli setja fram fullkomlega
órökstuddar fullyrðingar um að ráð-
stefnan hafi verið haldin til að koma
höggi á íslensk stjórnvöld. Þeir sem
mættu á ráðstefnuna vita að þessi
fullyrðing á sér enga stoð í raun-
veruleikanum.
Að lokum viljum við hjá Sjónar-
miðum þakka öllum sem lögðu hönd
á plóg til að gera þennan vel heppn-
aða viðburð að veruleika.
Um Iceland Investment
Forum í London
Eftir Jón Örn
Guðmundsson »Ráðstefnan þótti sér-
lega vel heppnuð og
erindin þóttu áhuga-
verð. Þar var íslensku
efnahagslífi lýst af
raunsæi en bjartsýni.
Jón Örn Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur BSc,
MBA og framkvæmdastjóri hjá
Sjónarmiðum ehf.
Mikill fjöldi lausna barst við haust-
jafndægragátunni og voru margir
með rétta lausn á henni. Lausnin er:
Áreiti af ýmsum toga
er ógnvaldur, sem forðast ber.
Neistar þess í leyni loga,
uns lífið allt úr skorðum fer.
Taugakerfið tímasprengja
traustið dvín, ef snýrð ei við
og leyfir engum lengur þrengja
lygi um vit þín oní kvið.
Þá mun friður færast yfir
og fleiri vilja hitta þig.
Sá, sem þannig lífi lifir,
lýsir allt í kringum sig
Vinningarnir eru bækur frá For-
laginu.
Kristín Guðjohnsen
Meistaravöllum 35
107 Reykjavík
hlýtur bókina Vín - frá þrúgu í glas
eftir Steingrím Sigurgeirsson.
Páll Aronsson
Kleppsvegi 22
105 Reykjavík
hlýtur bókina Fórnargjöf Móloks
eftir Åsu Larsson.
Unnur Jóhannsdóttir
Hólabergi 84
111 Reykjavík
hlýtur bókina Ballið eftir Irène
Némirovsky.
Vitja má vinninganna í móttöku
ritstjórnar Morgunblaðsins. Morg-
unblaðið þakkar þeim sem sendu
lausnir.
Lausn haustjafndægragátu
Since 1921
Lífræn og nærandi morgunfrú (calendulajurtin) veitir húð barnsins þíns þá vörn
og umhyggju sem hún þarfnast. Fullkomin leið til að stuðla að heilbrigðri húð,
allt frá fyrsta degi - í samhljómi við mann og náttúru www.weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek, barnaverslanir og heilsuverslanir um allt land
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/WeledaBabyIceland
Mamma veit best!
VINNINGASKRÁ
V i n n i n g u r
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Næstu útdrættir fara fram, 10. okt, 17. okt, 24. okt & 31. okt 2013
Heimasíða á Interneti: www.das.is
23. útdráttur 3. október 2013
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
4 2 0 7 4
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
7636 43314 58437 70391
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
8393 17054 25377 37167 48843 69322
8888 19439 28907 39545 53758 70280
10798 21749 30705 41474 57369 75272
12201 22794 31734 44255 61450 77645
V i n n i n g u r
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
1894 13298 25944 37929 48796 56347 66844 75094
2284 16146 27792 38729 49027 56886 68187 77397
3789 16543 28308 39244 49548 58544 68295 77745
5092 17356 28610 39322 49556 59933 68333 78087
5237 18022 29259 40348 51719 60086 69536 78400
5749 18188 29610 40902 52437 61152 70348 78632
6015 19508 31371 41433 52697 61679 70482 79456
6951 20024 31951 45752 53177 62975 71087 79803
8434 20672 32869 45781 53792 63117 71216 79988
8508 23325 35078 45823 54068 63209 71518
9657 24888 35484 45941 55047 63770 71822
11161 25585 36196 46234 55402 64976 73272
11857 25648 37197 48191 55830 66819 74198
283 10815 22236 33258 42276 50579 59571 69352
650 10871 22438 33442 43380 50612 59999 69527
709 11298 22504 33454 43504 50828 60123 70154
968 11437 23228 33979 43906 51059 60589 70474
1596 12055 23599 34171 44026 51465 60844 70940
1775 12450 23911 34413 44055 51820 60911 71090
1841 12605 23918 34457 44475 52047 60984 71245
2099 12773 24126 34882 44612 52209 61166 71477
2434 13326 24132 34999 44910 53820 61282 72379
3065 13433 24237 35004 44959 54284 61347 72446
3143 13492 24255 35376 44988 54448 61599 72466
4159 13575 24478 35433 45174 54915 61717 72740
4259 13588 24518 35540 45264 55100 61910 73835
4786 13606 25243 35931 45304 55688 61931 73856
4809 13761 25960 36010 45406 55955 61999 74420
5350 13841 26646 36481 45570 56404 62342 74536
6547 14187 27540 37394 45849 56689 62347 75296
6562 14956 27714 37595 46536 56850 63094 75538
6639 15941 28236 38266 46701 56856 63215 75546
7356 16019 28669 38267 46774 57162 63848 75598
7406 16074 28826 38770 46846 57203 64024 75833
7505 16493 29396 39341 46953 57390 64346 75884
7953 16891 30171 39384 47076 57617 64866 76008
8289 17373 30193 39605 47093 57644 65918 76639
8304 18001 30638 39624 47224 57941 66321 77329
8899 18727 31107 39644 48464 57973 66802 78905
9102 18929 31454 39842 48570 58615 66908
9286 19099 31835 40607 48985 58625 67701
9339 19820 32377 40713 49380 59143 67746
9401 19966 32700 41934 49687 59386 69003
9719 20479 33141 41942 49987 59402 69027
10267 20601 33217 42055 50164 59503 69092