Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er sögumaður sem leita mér að verkefnum og sögum til að segja. Mér fannst þetta vera verkefni sem ætti erindi núna,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri um leikritið Jeppi á Fjalli eftir Ludvig Holberg sem frumsýnt verður á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Verkið segir frá Jeppa sem er drykkjumaður, en telur sig hafa góðar ástæður til að drekka. Hann er kúgaður kot- bóndi, arðrændur og smáður auk þess sem konan hans heldur framhjá honum. Þar sem hann liggur brennivínsdauður í drullupolli birtist baróninn ásamt fylgdarliði. Baróninn er sá sem allt á og öllu ræður en leiðist samt og nú verður Jeppi nýja leikfangið hans. Aðspurður segist Benedikt mikill aðdáandi Holbergs. „Enda var Hol- berg mikill snillingur og uppreisn- armaður á sínum tíma sem vildi uppfræða og bæta samfélag sitt. Leikritinu er stillt upp sem kóme- díu, en felur í sér beitta pólitíska ádeilu. Á ritunartíma verksins var brenndi drykkurinn að tröllríða Norður-Evrópu og alkóhólisminn í sinni sjúkustu mynd að verða til, en menn höfðu ekki drukkið svona sterkt áður til forna. Í verkinu sjáum við gott dæmi um alþýðu- mann sem verður sjúkur alkóhólisti. En Holberg er ekki bara að tala um alkóhólisma þó að hann segi allt um alkóhólisma sem hægt er að segja um hann á fyrstu tíu mínútum verksins. Hann er líka að fjalla um félagslegt óréttlæti, kúgun, mis- skiptingu og allt ofbeldið í samfélag- inu. Honum fór það svo vel úr hendi að verkið er búið að vera á fjölunum seinustu 300 árin,“ segir Benedikt og tekur fram að þar sem mikil rit- skoðun hafi ríkt á ritunartímanum hafi Holberg þurft að segja hlutina undir rós. Spurður hvernig hann nálgist verkið segist Benedikt taka út- gangspunkt í því að ekki sé um leik- rit að ræða heldur tónleika með leiknum atriðum. „Í raun má segja að þetta sé bara eins og eitt gott árshátíðarskemmtiatriði,“ segir Benedikt og bendir á að hann sé í raun innblásinn af leikhúsi rit- unartímans. „Snemma á 18. öld þeg- ar verkið var frumsýnt var mark- aðsleikhúsið ennþá lifandi, þar sem menn stóðu uppi á tunnu til að fanga athygli vegfarenda. Þetta eru mjög grimmar aðstæður leikhússins sem er helst hægt að líkja við það að per- formera á árshátíð þar sem allir eru drukknir og það þarf að halda at- hygli fólks. Þetta er ekki leikhús sem er búið til fyrir bólstruð sæti og hátimbraðan, hljóðeinangraðan sal. Ruddaleikhúsið er það leikhús sem þetta verk sprettur úr og í dag er árshátíðin eða þorrablótið skyldast þessu leikhúsi.“ „Gerum Jón Viðar brjálaðan“ Blaðamaður rifjar upp að seinasta sviðsuppfærsla Benedikts, þ.e. Hót- el Volkswagen, hafi fengið mjög misjafnar viðtökur. Því liggur beint við að spyrja Benedikt hvort sér finnist gott þegar viðtökur sýninga hans skiptast algjörlega í tvö horn. Eða vill hann kannski frekar að allir elski sýningar hans? „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að ég tel Hótel Volkswagen vera það besta sem ég hef gert á sviði. En til að svara spurningu þinni þá heitir fyrsta at- riðið í Jeppi á Fjalli í mínu handriti: „Gerum Jón Viðar brjálaðan“. Það er ekkert gaman nema maður gangi að einhverjum mörkum. Í grunninn vil ég auðvitað bara búa til skemmti- legar leiksýningar með einhverju eftirbragði. Martröð mín er að áhorfendum leiðist í leikhúsinu og finnist maður hafa búið til eitthvað sem er tilgerðarlegt. Þannig að auð- vitað erum við í leikhúsinu illa hald- in af viðurkenningarþörf, enda gengur leikhúsið bara út á það að áhorfendum finnist eitthvað varið í þetta,“ segir Benedikt að lokum. Ruddaleikhús um alkó- hólisma og misrétti  Jeppi á Fjalli frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld Ljósmynd/Grímur Bjarnason Fylliraftur Ingvar Sigurðsson fer með hlutverk Jeppa í sýningunni. Benedikt Erlingsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það hefur verið einstaklega gefandi að fást við þetta leikrit, m.a. vegna þess hversu óræður textinn er og myndmálið auðugt. Einnig hefur verið spennandi að takast á við tíma- leysið sem höfundurinn skrifar inn í verkið,“ segir Ingibjörg Huld Har- aldsdóttir, leikstjóri leikritsins Sek eftir Hrafnhildi Hagalín sem frum- sýnt verður hjá Leikfélagi Akureyr- ar í kvöld kl. 20. Sek byggist á dómsmáli frá árinu 1836 og greinir frá örlögum ábúenda og vinnumanns í Rifshæðaseli á Melrakkasléttu. Í samtali við Morg- unblaðið segir Hrafnhildur kveikj- una að verkinu hafa verið þegar hún las fyrir nokkrum árum BA-ritgerð þar sem fjallað var um málið, en í framhaldinu bað hún um aðgang að dómabókinni. „Ég las í gegnum dómsskjölin og þau kveiktu þannig í mér að ég ákvað að skrifa um þetta leikrit, enda er þetta hreinræktað drama. Grindin í verkinu byggist á beinum tilvitnunum í dómsskjölin, tungumálið sem hinar raunverulegu persónur tala er mjög magnað.“ Líkt og landið sem var svikið Aðspurð segir Hrafnhildur verkið allt í senn fjalla um ástarþríhyrning, hórdómsbrot og kynferðislegt of- beldi. „Þarna greinir frá ástaræv- intýri eiginkonu og vinnumanns á bænum Rifshæðarseli. Vinnumað- urinn beitti átta ára dóttur hjónanna á bænum kynferðislegu ofbeldi og þegar það komst upp kærði eigin- maðurinn hann,“ segir Hrafnhildur og tekur fram að sækjandi málsins hafi krafist lífláts yfir bæði eig- inkonunni og vinnumanninum. „Það sem er í raun sérstakt við þetta mál var að móðirinn vissi um glæpinn án þess að aðhafast nokkuð og hún fékk dóm fyrir meðsekt. Mæður í dag eru ekki dregnar til ábyrgðar í sambærilegum málum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Þegar hugmyndin að verkinu kom fyrst til mín var efnahagshrunið ný- afstaðið og mér fannst ég sjá ákveðna samlíkingu með þessari litlu stúlku og landinu sem hafði ver- ið svikið af öllum sínum nánustu. Það varð því í upphafi driffjöðrin í skrifunum,“ segir Hrafnhildur. Upplifa sig sem meðseka „Fagurfræðilegar ákvarðanir sýn- inga, bæði hvað varða leikstíl og sviðsstíl hafa alltaf heillað mig og það hefur verið dásamlegt að geta nostrað við öll smáatriðin í þessari uppsetningu. Við Stella [Önnudóttir Sigurgeirsdóttir], sem hannar bæði leikmynd og búninga, vildum leika okkur með tímaleysið í bæði bún- ingum og sviðsmynd og leggja sömuleiðis áherslu á að persónur verksins, með tilfinningar sínar að vopni, fengju að njóta sín. Við völd- um að láta leikarana leika í vatni, en vatnið hefur margvíslegar vísanir í bæði von og ótta, myrkur, endaleysi og jafnvel hreinsun og vinnur fal- lega með tímaleysinu,“ segir Ingi- björg Huld og tekur fram að sér finnist sérlega spennandi að reyna að skilja fólk jafnt í sínum fegurstu sem og ljótustu myndum. „Í verkinu erum við að takast á við framhjáhald og misnotkun og alla þá tilfinningaflóru sem því fylgir. Við erum ekki bara að fjalla um þolandann og gerandann heldur einnig að skoða aðstandendur sem upplifa sig mögulega sem áhorf- endur og meðseka. Titill verksins ber með sér að við erum að skoða sektarkennd fólks og hvernig fólk tekst á við hana og leitar eftir syndaaflausn í lífinu.“ Aðalbjörg Árnadóttir fer með hlutverk eiginkonunnar, Hannes Óli Ágústsson leikur eiginmann hennar, Hilmir Jensson vinnumanninn. Leikið í vatni Stella Önnudóttir Sigurgeirsdóttir hannar leikmynd og bún- inga verksins Sek sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld. „Þetta er hrein- ræktað drama“  Leikfélag Akureyrar frumsýnir Sek Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Listateymi Hrafnhildur Hagalín og Ingibjörg Huld Haraldsdóttir. Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval • Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.