Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 1 3
BJARNI MEÐ
MYNDASÖGU
FYRIR FULLORÐNA
VERKEFNIÐ
AÐ AUKA
ÚTFLUTNING
FÓLKIÐ
STYÐUR
KÓNGINN
VIÐSKIPTABLAÐ BAKKAGERÐI 18HVOR ER HVAÐ 36
ÁRA
STOFNAÐ
1913
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
235. tölublað 101. árgangur
Það hefur vart farið framhjá nokkrum knattspyrnuáhugamanni að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á raun-
hæfa möguleika á því að halda öðru sæti sínu í E-riðli undankeppni HM og leika tvo umspilsleiki í nóvember um
sæti í úrslitakeppninni í Brasilíu næsta sumar. Uppselt er á leikinn við Kýpur á Laugardalsvelli annað kvöld og
KSÍ hefur þegar selt um 800 miða á leikinn við Noreg í Ósló á þriðjudag. Nær uppselt er í dagsferð á leikinn, sem
ÍT-ferðir, VITA-ferðir, Úrval-Útsýn og Icelandair eru með í sölu. Auk þess hafa margir Íslendingar búsettir er-
lendis og þá einkum á Norðurlöndunum keypt miða á leikinn í gegnum sölukerfi norska knattspyrnusambandsins,
en hvernig sem leikir fara á morgun er ljóst að leikurinn við Noreg getur ráðið úrslitum um framhaldið. Íslenska
landsliðið æfði á Laugardalsvelli í gær og var glatt á hjalla. » Íþróttir
Mikil spenna í fótboltanum
Morgunblaðið/Kristinn
Uppselt á landsleikinn á morgun og margir Íslendingar á leikinn við Noreg ytra
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ljóst þykir að tvær læknisfræðileg-
ar myndgreiningastofur utan
sjúkrahúsa klári þann kvóta sem
þær hafa hjá Sjúkratryggingum Ís-
lands áður en árið er liðið.
Áætlað er að heildarkostnaður
umsaminnar þjónustu þessara fyr-
irtækja geti orðið 1.100 milljónir
króna á árinu, þar af er hlutur
Sjúkratrygginga um 770 milljónir.
Áætlað er að samtals 45 þúsund
sjúkratryggðir einstaklingar fái
þjónustu hjá þessum félögum í sam-
tjáð Sjúkratryggingum þær áhyggj-
ur okkar,“ sagði Birna Jónsdóttir,
röntgenlæknir hjá Röntgen Domus,
þegar hún var spurð um stöðu mála
hjá þeim. „Ef fram fer sem horfir
ættum við að geta haldið áfram að
mynda fólk þótt kvótinn klárist því
við höfum bæði tæki og mannskap
til þess. Sjúkratryggingar segja að
þær ætli ekki að borga. Við höfum
ekki lagt niður fyrir okkur hvernig
við ætlum að leysa það,“ sagði
Birna.
Hjá Röntgen Orkuhúsinu er einn-
ig útlit fyrir að kvótinn klárist áður
en árið er liðið. Arnþór Guðjónsson,
röntgenlæknir hjá Röntgen Orku-
húsinu, sagði að Sjúkratryggingar
hefðu verið látnar vita af því. En
hvernig verður brugðist við ef kvót-
inn klárast áður en árinu lýkur?
„Við höldum okkar striki, við lok-
um ekki heldur gerum það sem þarf
til að halda uppi þessari þjónustu,“
sagði Arnþór.
Bæði myndgreiningarfyrirtækin
hafa fengið fólk frá Landspítala í
myndgreiningu af ýmsum ástæðum.
Þær greiningar reiknast með í kvóta
fyrirtækjanna.
MOpið þótt kvótinn klárist »6
Kvótinn nægir ekki út árið
Ljóst þykir að kvóti Sjúkratrygginga fyrir læknisfræðilega myndgreiningu utan
spítala mun ekki duga út árið Áætlað er að þjónustan kosti 1,1 milljarð á árinu
tals 55 þúsund komum, samkvæmt
upplýsingum frá Sjúkratryggingum.
Hjá Röntgen Domus fengust þær
upplýsingar að þegar 75% voru liðin
af árinu hafi verið búið að nota 79%
kvótans. Því þykir ljóst að kvótinn
klárist áður en árið er liðið.
„Við höfum áhyggjur af því að
kvótinn dugi ekki út árið og höfum
„Við höfum
áhyggjur af því að
kvótinn dugi ekki
út árið...“
Birna Jónsdóttir
Um 14% Ís-
lendinga tilheyra
tölvukynslóð
ungs fólks sem
hefur allt frá
fæðingu alist upp
við og vanist
notkun tölva,
netsamskipta og
annarrar staf-
rænnar upplýsingatækni nútímans.
Er hlutfall þeirra af íbúafjölda
hvergi hærra í heiminum skv. nýrri
skýrslu. Þetta unga fólk er ,,innfætt
í tölvuheiminn“ samkvæmt skil-
greiningum í skýrslunni en sam-
anburðurinn nær til 180 þjóða.
Hlutfall tölvukynslóðarinnar af
heildarfjölda ungs fólks í Evrópu á
aldrinum 15-24 ára er 79% en hér á
landi er það sagt vera 95,9%. »2
14% Íslendinga inn-
fædd í tölvuheiminn
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Versnandi viðskiptakjör og minnk-
andi afgangur af viðskiptum við út-
lönd kemur sér illa fyrir gjaldeyris-
öflun þjóðarinnar á óvissutímum.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag-
fræðingur hjá Seðlabankanum, telur
þróunina mikil ótíðindi, enda þurfi að
afla mikils gjaldeyris á næstu árum
vegna afborgana af erlendum lánum.
Komi ekki til aukinn útflutningur
vegna nýrrar framleiðslu geti þróun-
in þrýst niður gengi krónunnar. Að
óbreyttu stefni enda í halla af við-
skiptum við útlönd.
Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri
hjá Júpíter, segir fullt tilefni til að
ætla að lítill afgangur af vöruskipt-
um við útlönd veiki gengið.
„Það er því miður fátt í heimsbú-
skapnum sem gefur tilefni til bjart-
sýni í þeim efnum og í ljósi þessa og
gríðarlegra afborgana þjóðarbúsins
á næstu árum, þar sem okkur vantar
yfir 300 milljarða til að ná endum
saman þá er það krónan sem á end-
anum gefur eftir nema annað komi
til.“ »4
Skapar
þrýsting
á krónuna
Of lítill afgangur af
viðskiptum við útlönd
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grafarholt Veiking krónu myndi
koma niður á kaupmætti heimila.
Ný tilraunameðferð við augn-
sjúkdómnum Retinitis Pigmentosa
(RP) verður brátt sett af stað hér á
landi.
RP er ólæknandi hrörnunar-
sjúkdómur í sjónhimnu og algeng-
asta orsök sjónskerðingar og
blindu hjá ungu fólki. Á Íslandi eru
um hundrað einstaklingar með
þennan sjúkdóm. Vonir standa til
að meðferðin dragi úr hrörnunar-
ferlinu eða jafnvel stöðvi það. »6
Tilraunameðferð við
RP augnsjúkdómi
Í Noregi og Svíþjóð eru gerðar
mun stífari kröfur til mynsturdýptar
vetrarhjólbarða á fólksbílum og
fólksflutningabílum en hér á landi.
Hér þarf mynstur á hjólbörðum að
vera a.m.k. 1,6 mm og er það í sam-
ræmi við lágmarkskröfur í Evrópu-
tilskipun. Í Noregi og Svíþjóð er
gerð krafa um að 3 mm mynst-
urdýpt. Samkvæmt upplýsingum frá
Samgöngustofu eru ákvæði um
mynsturdýpt hjólbarða til endur-
skoðunar. »22
Hér má aka um á
slitnari dekkjum