Morgunblaðið - 10.10.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Mörg þúsund tæki eru til á Land-
spítalanum, stór sem smá. Elstu
tækin eru orðin a.m.k. fimmtán til
tuttugu ára gömul og mörg þeirra
þarf að fara að endurnýja. Tölvu-
sneiðmyndatækin tvö sem biluðu á
sama tíma í fyrradag teljast þó
ekki til þeirra. Þau eru tiltölulega
nýleg, frá 2009 og 2010 og ekki á
lista yfir þau tæki sem þarf að end-
urnýja strax.
„Þetta er í annað sinn á skömm-
um tíma sem þau bila á sama tíma
og um ólíkar bilanir að ræða. Þetta
er bara óheppni, öll flókin tæki
geta bilað en auðvitað eru eldri
tæki líklegri til að bila,“ segir Jón
Hilmar Friðriksson fram-
kvæmdastjóri kvenna- og barna-
sviðs og heilbrigðis- og upplýsinga-
tæknideildar Landspítalans.
Varahlutir eftir krókaleiðum
Eins og fram hefur komið er
tækjakostur Landspítalans að eld-
ast og stöðugt berast fréttir af
tækjum sem bila. Í fyrrasumar
biluðu geislatæki spítalans og eitt
af þremur hjartaþræðingartækjum.
Eins og áður segir biluðu bæði
tölvusneiðmyndatæki spítalans í
vikunni og truflun kom upp í
tveimur innri tölvukerfum spít-
alans.
„Við notum auðvitað ekki tæki
sem eru ónýt eða eru hættuleg.
Það eru samt mörg tæki sem eru
gömul og kannski að bila oft, sum
þeirra eru þannig að ef það kæmi
upp alvarleg bilun í þeim þá gæt-
um við ekki einu sinni fengið vara-
hluti nema eftir krókaleiðum. Þetta
er spurning um áhættu. Og þó að
gömlu tækin bili ekki þá förum við
á mis við tækniframfarir með því
að endurnýja þau ekki,“ segir Jón.
Nýtt geislatæki í uppsetningu
Í fyrra fékk spítalinn 600 millj-
ónir í viðbótarfjármagn til tækja-
kaupa. Fyrir það fjármagn var
meðal annars keyptur nýr línuhrað-
all, sem er geislameðferðartæki.
Hann kostaði rúmar 400 milljónir
og kom gjafafé þar eitthvað á móti.
„Við eigum tvo línuhraðla, annan
tæplega tíu ára og hinn átján ára,
og þetta nýja tæki leysir það eldra
af hólmi. Það er planið að það verði
komið í notkun í desember. Það
fylgja oft einhverjar húsnæð-
isbreytingar svona stórum tækjum.
Það verður bara eitt tæki í notkun
í smátíma en það er búið að gera
ráðstafanir vegna þess.“
600 milljónirnar hafa nýst í
fleira. Von er á nýju hjartaþræð-
ingartæki, en útboð á því er að
klárast og ekki alveg vitað hvort
það næst í hús á þessu ári. Þá er
útboð í gangi á svæfingarvélum,
verið er að endurnýja mónitora
smátt og smátt og svo segir Jón
nokkuð af rannsóknartækjum í
endurnýjun.
Þarf 1,4 milljarða á næsta ári
En hvað er á dagskránni í tækja-
kaupum á þessu ári?
„Við getum ekki boðið út fyrr en
við vitum hvaða fjármagn við fáum
en það er verið að vinna forvinnuna
að útboðum. Eitt tæki sem við
verðum að fá óháð peningum er
veirurannsóknartæki sem kostar 50
til 60 milljónir. Þá þurfum við nýtt
æðaþræðingartæki í Fossvoginn
sem kostar um 200 milljónir og
nýtt segulómunartæki sem yrði til
viðbótar vegna álags, það kostar
líka um 200 milljónir. Það þarf að
ráðast í endurnýjun á spegl-
unarbúnaði fyrir 150 milljónir og
að halda áfram að endurnýja svæf-
ingarvélar. Þá þarf líka nýja hjart-
sláttarmónitora og margt fleira,“
segir Jón.
Jón segir að gerður hafi verið
listi yfir nauðsynleg tækjakaup árið
2014 og til þeirra þurfi um 1,4
milljarða kr. Þá þurfi um milljarð
hvort árið 2015 og 2016. „Millj-
arður á ári til að endurnýja tækja-
kostinn er að okkar mati lágmark.
Það er mjög algengt að norrænu
sjúkrahúsin miði við að 3% til 5%
af veltu fari til tækjakaupa. Með
svoleiðis viðmið ætti Landspítalinn
að hafa 1,5 til 2 milljarða á ári til
tækjakaupa.“
Mjög bjartsýn
á aukið fjármagn
Ekkert viðbótarfjárframlag er til
tækjakaupa á Landspítalanum í
fjárlagafrumvarpinu 2014.
„Það eru settar um 200 milljónir
í tækjakaup í frumvarpinu og þær
eru í raun aðeins til fyrri skuld-
bindinga. Ef við fáum ekki meira
fjármagn til tækjakaupa þýðir það
engin ný tæki á næsta ári. Ráð-
herrar og Alþingi eru að skoða
þörfina fyrir frekara fjármagn og
miðað við yfirlýsingar þeirra erum
við mjög bjartsýn.“
Þurfa 1,4 milljarða í tækjakaup 2014
Þarf að kaupa veirurannsóknartæki, æðaþræðingartæki, segulómunartæki, speglunarbúnað,
svæfingarvélar og hjartsláttarmónitor á Landspítalann á næsta ári Bjartsýn á aukafjármagn
Morgunblaðið/Eggert
Tækjakostur Landspítalinn þarf milljarð næstu árin til tækjakaupa. Spít-
alinn á um átta þúsund tæki og eru þau elstu 15 til 20 ára gömul.
Landspítalinn Jón Hilmar við yngra geislatækið. Það er um tíu ára gamalt
og verður það eldra í desember þegar nýtt geislatæki verður tekið í notkun.
Truflun hefur verið í hluta af
innra tölvukerfi Landspítalans
síðustu daga. Jón Hilmar segir
að um sé að ræða röntgenkerfi
og svara- og beiðnakerfi fyrir
blóðrannsóknir.
Skipt hafi verið um röntgen-
kerfið, sem var orðið mjög gam-
alt, og tæknilegir örðugleikar
hafi komið upp þegar það nýja
var sett inn.
Þá sé líka verið að skipta
svara- og beiðnakerfinu fyrir
blóðrannsóknir út smátt og
smátt og eigi þeirri vinnu að
vera lokið í síðasta lagi í árslok.
„Það er pirrandi fyrir starfsfólk
þegar allir þessir hlutir gerast á
sama tíma. Bilanirnar á tölvu-
kerfinu hafa ekki sett sjúklinga í
hættu því það er hægt að fara
hjáleið þó það hægi á og trufli,“
segir Jón.
Þarf að fara
hjáleiðir
TÖLVUKERFIÐ
Sýningin Matur-inn 2013 hefst í
Íþróttahöllinni á Akureyri næst-
komandi föstudag kl. 13. Sýningin
stendur í tvo daga og eru sýnendur
um 30 talsins.
Um er að ræða sölusýningu, sem
er nú haldin í sjötta sinn en hún er
haldin á tveggja ára fresti. Hún
verður opin kl. 13-20 á föstudag og
kl. 13-18 á laugardag. Aðgangur er
ókeypis.
Að sýningunni stendur félagið
Matur úr Eyjafirði. Í tilkynningu
segir, að þungamiðjan í sýningunni
sé norðlensk matarmenning og
matreiðsla eins og hún gerist best.
Uppboð á gjafakörfum verður á
sýningunni á laugardag og hefst
það klukkan 16:15. Ágóði af upp-
boðinu rennur til Krabbameins-
félags Akureyrar og nágrennis.
Á sýningu Um 15 þúsund manns sóttu
sýninguna fyrir tveimur árum.
Matarsýning á
Akureyri um helgina
Samþykkt var á
fundi sveit-
arstjórnar Hval-
fjarðarsveitar í
vikunni að af-
þakka boð bæj-
arstjórnar Akra-
ness um við-
ræður um sam-
einingu sveitarfélaganna Akra-
ness, Borgarbyggðar, Skorradals-
hrepps og Hvalfjarðarsveitar.
Tillaga um að afþakka boð um
sameiningarviðræður var sam-
þykkt með 4 atkvæðum en þrír
sátu hjá. Í bókun segir að sveit-
arstjórn telji slíkar viðræður ekki
tímabærar þar sem skammt sé síð-
an sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit
varð til við sameiningu fjögurra
sveitarfélaga.
Afþakkar boð um
sameiningarviðræður
Hvalfjörður.
Samtökin Litlir englar standa í
næstu viku fyrir málþingi um missi
á meðgöngu. Málþingið verður í
Norræna húsinu þann 17. október.
Það hefst kl. 8:30 og stendur til kl.
16:30.
Fram kemur í tilkynningu, að
samtökin séu ætluð þeim sem hafi
misst barn í móðurkviði eða stuttu
eftir fæðingu og þeim sem þurfi að
binda enda á meðgöngu vegna al-
varlegs litningagalla.
Málþing um missi
á meðgöngu
STUTT
Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is
Rennihurða-
brautir
Mögluleiki á mjúklokun
Sjálfvirkir
hurðaopnarar
fyrir húsfélög og
fyrirtæki, ásamt
uppsetningu og viðhaldi
Hurðapumpur
Möguleiki á léttopnun
Fyrir hurðir og glugga
Rafdrifnir
glugga-
opnarar