Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 18
AUSTURLAND
DAGA
HRINGFERÐ
BAKKAGERÐI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Kristján Geir Þorsteinsson kenn-
aranemi og Óttar Már Kárason
heimspekinemi fengu nóg af lífinu í
höfuðborginni og ákváðu að koma til
baka í heimahagana í Bakkagerði í
Borgarfirði eystri. Þeir segja að þeir
hafi fengið nóg af því að skrimta og
borga hátt verð fyrir leiguhúsnæði
en langaði þess í stað að taka þátt í
þeirri uppbyggingu sem fram fer í
samfélaginu. Þeir eru hluti af nýrri
kynslóð sem sér tækifæri á uppeld-
isslóðum og segja grasið ekki
grænna á mölinni.
Námslánin í húsaleigu
„Öll þau námslán sem maður
fékk fóru í að borga húsaleigu í ein-
hverri skíta-stúdíóíbúð. Ég fékk 1,1
milljón í námslán. Eftir að ég var bú-
inn að vera í skólanum í níu mánuði,
áttaði ég mig á því að 900 þúsund
krónur höfðu farið í húsaleigu. Þá sá
ég að það var óttaleg vitleysa að búa
þarna til þess eins að styrkja Bygg-
ingarfélag námsmanna,“ segir Krist-
ján sem er á þriðja ári í kennaranámi
og stundar nú fjarnám við Háskóla
Íslands. „Ég var farinn að skulda
námslán og fór bara heim til að vinna
fyrir skuldum. Því ákvað ég að fresta
náminu að sinni en ætla að taka ein-
hver námskeið eftir jól,“ segir Óttar
sem einnig nemur við HÍ. Þeir starfa
báðir við fiskverkun hjá Fiskverkun
Kalla Sveins. Eru handtökin þar alls
ólík þeim mjúku fræðum sem þeir
nema í háskólanum. „Við höfum unn-
ið hérna öll sumur síðan við vorum 13
ára,“ segir Óttar. „Við höfum gripið í
ýmis störf. Báðir höfum við unnið í
múrverki og ég ólst upp á sveitabæ
hér nærri. Þar hjálpaði ég foreldrum
mínum við bústörfin. En það er erfitt
að segja af hverju maður valdi þetta
nám. Ég valdi upphaflega sagnfræði.
Það var eiginlega vegna þess að mað-
ur varð fyrir þrýstingi frá félögunum
að sunnan sem sögðu að mann mundi
bara daga uppi hérna án þess að læra
nokkuð. Því valdi ég það til að velja
eitthvað,“ segir Kristján. Aðspurðir
segja þeir drauminn að geta búið í
Bakkagerði í framtíðinni. Nýstofnað
Framfarafélag hafi skapað mikla
grósku og jákvæðni í samfélaginu.
„Maður vinnur ekki í fiskverkun til
eilífðarnóns og þetta Framfarafélag
gerir mikið fyrir alla hugsun á svæð-
inu. Því er maður bjartsýnn,“ segir
Óttar og Kristján samsinnir því.
Framfarafélagið jákvætt
„Unga fólkið vill og sýnir áhuga
á því að flytja hingað aftur. En það
skiptist eiginlega við okkar aldur.
Fólk sem er 25 ára og yngra vill
koma aftur en þeir sem eldri eru hafa
þegar komið sér upp lífi annars stað-
ar og koma líklega ekki aftur. En frá
því þau voru unglingar hefur svo
margt breyst á svæðinu. Fyrir tíu ár-
Morgunblaðið/Golli
Þór og Danni Bæjarbúi líkti vinunum við Þór og Danna úr kvikmyndunum Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf.
Unga fólkið vill flytja
til baka í Bakkagerði
Vinna í fiskverkun því námslánin fóru öll í húsaleigu
„Markmiðið með Framfarafélaginu
er að huga að jákvæðri sam-
félagsþróun og við einbeitum okkur
að þremur þáttum: lífsgæðum,
íbúðamálum og atvinnu,“segir Arn-
grímur Viðar Ásgeirsson, formaður
Framfarafélags Borgarfjarðar.
Hann segir sveitarfélagið standa
vel að þjónustu við íbúana, en það
hafi veruleg áhrif á lífsgæði þeirra
hversu lélegt netsambandið er á
staðnum. Flutningsgeta netsins
hefur ekki verið nýtt að sögn Arn-
gríms. „Við höfum ekki verið „up to
date“ í tæknimálum, en þetta horfir
til betri vegar.“
Hann segir að ekki hafi verið
byggt íbúðarhúsnæði í bænum und-
anfarin 20-30 ár og ekkert húsnæði
sé því í boði fyrir þá sem hafi hug á
að flytja þangað. „Við viljum að
byggðar verði litlar íbúðir sem
gætu hentað ungu fólki.“
Hvað atvinnumál varðar segir
Arngrímur ýmis færi vera til sókn-
ar.„Við höfum verið að velta fyrir
okkur hvað hægt sé að gera í land-
búnaði og sjávarútvegi. Hér eru t.d.
mikil landgæði fyrir sauðfjárrækt
sem ekki eru nýtt í dag. Þetta snýst
nefnilega ekki bara um að auka og
breyta, heldur líka um endurnýjun
þess sem þegar er til staðar. Svo
þurfum við líka að finna leiðir til að
hleypa nýju fólki inn í undirstöðuat-
vinnugreinarnar.“
Allir áhugasamir geta verið í
Framfarafélaginu, ekki er skilyrði
að vera búsettur í Borgarfirði
eystri eða eiga ættir þangað að
rekja, og hægt er að skrá sig á
Facebook-síðu félagsins. „Við eig-
um áhangendur víða um heim,“
segir Arngrímur. „Það er eitthvað
við svæðið sem er það jákvætt að
menn vilja tengjast því. Hver vill
ekki annars vera með í að þróa já-
kvætt smásamfélag?“
Þróa jákvætt
smásamfélag
Framfarir Arngrímur Viðar segir marga möguleika vera á Bakkagerði.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þeir kalla Karl Sveinsson Kalla kóng, sem hefur samhliða út-
gerð og fiskverkun starfrækt kaffihús í Bakkagerði í Borg-
arfirði eystri ásamt konu sinni Margréti Bragadóttur. Yfir
sumarið er hann með um 25 á launaskrá en um 15 á veturna. Er
það stór hluti vinnandi manna á staðnum. Hann fæddist og ólst
upp í Borgarfirði eystri og hefur alið þar manninn lengstum ef
undan eru skilin ýmis störf sem hann sótti um landið á yngri ár-
um. „Maður asnast alltaf til að bæta einhverju við sig eins og
Álfakaffi er gott dæmi um. Svo vorum við að opna gistiheimili á
Raufarhöfn. Það eru alltaf einhver ævintýri sem mann langar
að taka þátt í,“ segir Kalli, sem er 57 ára gamall.
Hugarfarið er til staðar
Hann segist finna fyrir auknum áhuga hjá yngra fólki á
samfélagsmálum. „Það er ekkert komið á koppinn ennþá en
það er jarðvegur og hugarfar til staðar sem þarf að vera,“ seg-
ir Kalli. Spurður um tækifærin segist Kalli ekki sjá þau í hendi
en bendir á að alltaf séu tækifæri til staðar þegar hugvitið sér
virkjað. „Í mörgum tilfellum skiptir staðsetningin ekki höf-
uðmáli. Auðvitað erum við háð samgöngum og öðru en mik-
ilvægast er að laga þessar netsamgöngur hjá okkur, þær eru
ægilegur flöskuháls,“ segir Kalli.
Maður verður að gera eitthvað
Hann segir að sér þyki vænt um sína heimabyggð. „Maður
gerir sér grein fyrir því að ef maður ætlar að búa hérna þá
verður maður að gera eitthvað. Ef maður hefur fólkið með sér
getur verið mjög skemmtilegt að byggja eitthvað upp. Svo þeg-
ar á reynir þá styður fólkið alltaf kónginn sinn,“ segir Kalli og
hlær innilega.
Hann segir að þeir sem eldri eru hafi fundið fyrir auknum
vilja meðal unga fólksins til að flytjast til baka undanfarin tvö
ár. „Það hefur myndast afskaplega góð stemming síðustu tvö
sumur. Hér hefur verið margt ungt fólk og þá sérstaklega í
kringum tónlistina. Jónas Sigurðsson hélt hér t.a.m. tónleika á
hverjum degi í 20 daga í fyrrasumar,“ segir Kalli, en að sögn
kunnugra mættu að meðaltali um 150 manns á hverja tónleika,
sem verður að teljast býsna gott þegar horft er til þess að í
Bakkagerði og nærliggjandi sveitum búa um 140 manns. Hann
segir að gott veður í sumar hafi gert mikið til að auka á bjart-
sýni fólks. „Fólki fannst eins og það væri komið í paradís þegar
það upplifði kyrrðina og fegurðina. Kannski hættir fólki til að
halda að þetta sé bara alltaf svona,“ segir Kalli og hlær við.
Fólkið styður kónginn sinn þegar á reynir
Kalli kóngur er með 25
starfsmenn á launaskrá
Morgunblaðið/Golli
Kalli Kóngur Karl rekur fiskverkun og kaffihús.