Morgunblaðið - 10.10.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nýlegar skoðanakannanir í Banda-
ríkjunum benda til þess að fjárlaga-
deila demókrata og repúblikana skaði
báða flokkana. Deilan varð til þess að
starfsemi margra ríkisstofnana stöðv-
aðist að miklu leyti og kannanirnar
sýna að um tveir þriðju Bandaríkj-
anna telja að stöðvunin hafi valdið
miklum vandamálum eða leitt til
hættuástands.
Í könnun, sem fréttasjónvarpið
CNN birti á mánudag, sögðust 63%
aðspurðra vera reið út í repúblikana
vegna framgöngu þeirra í fjárlagadeil-
unni. 57% sögðust vera reið demókröt-
um og 53% voru einnig reið Barack
Obama forseta. Niðurstaða könnunar
CNN er í samræmi við nýlegar kann-
anir Pew-rannsóknamiðstöðvarinnar
og Gallup.
Óháðir kenna báðum um
Athyglisvert er að munurinn er
minni meðal óflokksbundinna kjós-
enda sem ráða oft úrslitum í kosning-
um í Bandaríkjunum. Um 60% þeirra
eru reið út í repúblikana, 59% demó-
krata og 58% forsetann, ef marka má
könnunina. Munurinn er því innan
skekkjumarka.
Repúblikaninn Newt Gingrich,
fyrrv. forseti fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings, segir niðurstöður könnun-
ar CNN koma sér mjög á óvart og
vera í miklu ósamræmi við umræðuna
í bandarískum fjölmiðlum um deiluna.
Hann bendir á að þegar starfsemi
ríkisstofnana stöðvaðist síðast, í des-
ember 1995 og janúar 1996, benti
könnun CNN til þess að 52% hefðu
stutt Bill Clinton og 38% repúblik-
ana.0
Gingrich segir í grein á vef CNN
að Clinton hafi notið meiri stuðnings
í baráttunni við repúblikana en
Obama nú vegna þess að Clinton hafi
virst sanngjarn og tilbúinn til að
semja við repúblikana. Því sé
öfugt farið með Obama sem
hafi þverneitað að semja
við repúblikana í fulltrúadeildinni um
kröfur þeirra. „Ef repúblikanar end-
urtaka á hverjum degi að þeir séu fús-
ir til að semja og Obama og Harry
Reid, leiðtogi meirihlutans í öldunga-
deildinni, endurtaka á hverjum degi
að þeir neiti að semja þá gæti það haft
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
demókrata,“ skrifar Gingrich.
Harry J. Enten, sem bloggar um
pólitíska tölfræði á vefsetrinu
marginoferror.org, segir að þótt fleiri
Bandaríkjamenn kenni repúblikönum
um stöðvunina nú sé erfitt að spá um
langtímaafleiðingar hennar fyrir
flokkana tvo. Hann bendir á að könn-
un Gallup sýnir að traust Bandaríkja-
manna á efnahagnum hefur snar-
minnkað vegna stöðvunarinnar. Verði
deilan til þess að efnahagurinn versni
sé líklegt að Obama verði fyrir mest-
um pólitískum skaða, enda ráða efna-
hagsmálin yfirleitt mestu um fylgi
bandarískra forseta vestra.
AFP
Fjárlagaþjark Obama gagnrýnir
repúblikana á blaðamannafundi.
Fjárlagadeila skaðar
báða flokkana vestra
Gæti skaðað Obama forseta mest ef efnahagurinn versnar
Múslímar á bæn í Mekka þar sem um tvær milljónir pílagríma hafa komið
síðustu daga til að taka þátt í pílagrímahátíð sem hefst á sunnudaginn kem-
ur og stendur til 18. október. Stjórnin í Sádi-Arabíu hvatti í gær pílagrím-
ana til að notfæra sér ekki hátíðina í pólitískum tilgangi eftir að skýrt var
frá því að leiðtogar Bræðralags múslíma í Egyptalandi hefðu hvatt píla-
gríma til að láta í ljósi stuðning við íslamistasamtökin og Mohamed Morsi,
fyrrverandi forseta landsins. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu studdu þá ákvörðun
hersins í Egyptalandi að steypa Mohamed Morsi af stóli forseta í júlí.
AFP
Varað við pólitík í Mekka
Barack Obama tilnefndi í gær
hagfræðinginn Janet Yellen í
embætti seðlabankastjóra Banda-
ríkjanna til fjögurra ára. Staðfesti
þingið tilnefninguna verð-
ur Yellen fyrsta konan til
að gegna embættinu.
Hún á að taka við af Ben
Bernanke sem hefur
verið seðla-
bankastjóri frá
árinu 2006.
Yellen hefur verið varaformaður
stjórnar seðlabankans í fjögur ár
og talið er líklegt að tilnefningin
verði staðfest. Hún er 67 ára, lauk
doktorsnámi í Yale-háskóla og
hefur verið prófessor við Harvard-
háskóla og Kaliforníuháskóla í
Berkeley. Hún er gift George
Akerlof, sem hlaut nóbels-
verðlaunin í hagfræði árið 2001
ásamt Michael Spence og Joseph
E. Stiglitz.
Yellen tilnefnd í seðlabankann
VILL AÐ KONA VERÐI SEÐLABANKASTJÓRI BANDARÍKJANNA
Janet
Yellen
Deilan enn í hnút
» Obama segist nú vilja
ræða kröfur repúblikana, m.a.
um breytingar á sjúkratrygg-
ingum, gegn því að þeir sam-
þykki fyrst bráðabirgðafjárlög
og hækkun á skuldaþaki ríkis-
ins, a.m.k. til skamms tíma.
» John Boehner, forseti full-
trúadeildarinnar, segir ekki
koma til greina að samþykkja
slíka skammtímalausn nema
demókratar samþykki fyrst að
minnka ríkisútgjöldin.
Viðhaldsfríar
hurðir
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 29 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Skotbómulyftarar
mest seldi
skotbómulyftarinn
2012
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
Lyftigeta 2.5 til 12 tonn
Fáanlegir með
• Vinnukörfum
• Skekkingju á bómu
• Bómu með lengd allt að 18 metrum
• Roto útfærsla með bómu
allt að 25 metrum