Morgunblaðið - 10.10.2013, Page 22

Morgunblaðið - 10.10.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lýðræðisríkivíða umheim horfa til yfirstandandi átaka á milli Bandaríkjaþings og Bandaríkja- forseta og þykir ekki öllum mikið til koma. Það er þó að- eins önnur deild þingsins sem tekst á við forsetann og þá auð- vitað, eðli málsins samkvæmt, aðeins meirihluti þingmanna hennar. Hin deildin, öld- ungadeildin, lýtur meirihluta demókrata og fylkir hann sér um forsetann. Öldungadeildin er gjarnan talin bæði virðulegri og valda- meiri en hin og margir full- trúadeildarþingmenn horfa til þess að komast síðar inn í þann salinn. Metnaður öldunga- deildarþingmanna hnígur á hinn bóginn sjaldnast til þess að fá að setjast í „neðri“ deild- ina. Öldungadeildarþingmenn sitja óáreittir í sætum sínum í sex ár á milli kosninga, en þingmenn fulltrúadeildarinnar verða að sækja endurnýjað umboð frá sínum kjósendum á tveggja ára fresti. Þess vegna er iðulega sagt að þeir séu í samfelldri kosningabaráttu. En þetta skammtímaumboð gerir þessa deild þó um leið lýðræðislegri en hina, en eink- um þó hitt að kjósendur í hverju kjördæmi þingmanna hennar endurspegla fjölda íbú- anna, á meðan tveir öldunga- deildarþingmenn koma frá hverju ríki Bandaríkjanna, óháð því hvort það er fámennt eða fjölmennt. Það er ekki laust við að smærri lýðræðisríki heims noti nú tækifæri, sem ekki gefst oft, til að tala drýgindalega og jafnvel niður til Bandaríkjanna vegna þess stríðsástands sem nú er á milli þings og forseta. „Slíkt og þvílíkt gæti ekki gerst hjá okkur,“ eða orð í þá veru eru algeng. Í fréttum er of oft sagt fyrirvaralaust að vegna ágreinings fulltrúa- deildar og forseta („offors repúblikana“) hafi starfsemi ríkisins, að neyðarþjónustu slepptri, lagst af. Því fer þó fjarri. Aðeins um 17 prósent starfsmanna alríkisins hafa verið sendir heim, enn sem komið er. Það eru ekki mikið fleiri en vantar í stólana hjá hinu opinbera þegar sæmileg- ur flensufaraldur er á ferðinni. Uppákomur af þessu tagi eru ekki með öllu óþekktar þar vestra og er aðeins einn þáttur pólitískra átaka, og getur að því leyti verið töluvert hættu- spil. Þetta er ein útfærslan á þeirri pólitísku jafnvægislist sem iðulega þarf að iðka vegna þeirrar stjórn- skipulegu vald- skiptingar sem byggt er á. Og sú skipting hefur að mestu leyti reynst prýðilega. Þessir atburðir gefa tilefni til að horfa heim til hins ís- lenska þingræðis. Umræða um stjórnskipulag á Íslandi, sem er gagnsætt og tiltölulega einfalt, fer iðulega út um víðan völl. Það var sérstaklega áber- andi á síðasta kjörtímabili, ekki síst í tengslum við um- ræður um meinta nauðsyn á endurskoðun stjórnarskrár landsins. Hin ruglingslega umræða, sem þá grasséraði, í bland við óburðugan og óbrúklegan málatilbúnað, varð sjálfsagt ekki síst til þess að sú tilraun, sem varið var óhemju tíma og fjármunum í rann út í sandinn. Í þeirri umræðu fór mjög fyrir fullyrðingum um „for- ingjaræði“ „ráðherraræði“ og að framkvæmdavaldið hefði einhvers konar ósýnileg helj- artök á þjóðþinginu. Því meira sem um þetta allt var rætt því sundurlausari varð umræðan uns hún leystist upp í full- komna rökleysu. Eftir hverjar kosningar, ekki síst þegar valdahlutföll í þinginu breytast mikið, streyma þingmenn úr þing- húsinu og setjast glaðbeittir í öndvegi í hverju ráðuneyti. Næstum fimmtungur þing- manna flytur sig þannig að hluta til um set. Ekki nokkur maður kemur úr gagnstæðri átt, frá framkvæmdavaldinu í forystusæti í þinginu. Og þessir ráðuneytastjórnendur, á vegum þingsins, verða tvisv- ar í viku að fá umboð frá sín- um þingflokkum til meirihátt- ar verka og svara flesta virka daga fyrir verk sín opin- berlega í þingsalnum. Samt er því haldið fram að „valdarán- ið“ sé jafnan með öfugum for- merkjum! Auðvitað gerist það alltof oft að sendiboðar þingsins í tignarsæti framkvæmda- valdsins ráða ekki fyllilega við það hlutverk sem þingið ætlar þeim. Hinum veikari í þeim hópi hættir til að breytast í málpípur meintra undirsáta sinna. Það er auðvitað afleitt og stundum mjög skaðlegt. En þingið, a.m.k. meirihluti þess á hverjum tíma, getur þá ekki kennt neinum um nema sjálfu sér. Það er nefnilega sjaldnast við formið eitt að sakast, hvort sem horft er til Bandaríkjanna eða heim í eigin rann. Það veldur hver á heldur. Formið eitt ræður því ekki hvort vel tekst til í stjórn- málum eða ekki} Þingskörungar þar og hér F orsætisráðherra landsins, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, virðist ekki mega ræða um þjóð- leg gildi og samstöðumátt þjóð- arinnar án þess að upp rísi lið og mótmæli ákaft því sem það segir vera aftur- haldssöm og stórhættuleg sjónarmið hans. Þannig þótti þessum hópi það sérstök ósvífni af forsætisráðherra að flytja afar þjóðlega ræðu á Austurvelli 17. júní. Óneitanlega spyr maður sig hvenær forsætisráðherra megi flytja þjóðlega ræðu ef talið er óæskilegt að hann flytji hana 17. júní. Í nýlegri stefnuræðu sinni á Alþingi ræddi forsætisráðherra svo um gildi samstöðu fyrir þjóðina og varaði við öfgafullri hugmyndafræði. Þessi sami hópur brást vægast sagt illa við orðum hans. Nú er ekki eins og forsætisráðherra lands- ins sé að hvetja þjóðina til að fara aftur í torfbæina og skella í lás. Það er ekki heldur eins og hann sé að segja að Ísland sé einungis fyrir Íslendinga. En þar sem for- sætisráðherra talar iðulega á afar þjóðlegum nótum og heldur ræður sem eru ekki samkvæmt pólitískri rétt- trúnaðaruppskrift vinstri manna þá er hann sakaður um að vera einangrunarsinni, fullur af þjóðrembu, and- lýðræðislegur og andstæðingur skoðanafrelsis – og er þá reyndar fátt eitt upp talið af þeim illu eiginleikum sem eiga að einkenna forsætisráðherra landsins að mati and- stæðinga hans. Það má með sanni segja að pólitískir andstæðingar fari hamförum í gagnrýni sinni á forsætisráð- herra og reyndar tala hörðustu gagnrýn- endur hans af slíkum ofsa að engu er líkara en að þeir hafi tapað skynsemisglórunni. Of- túlkanir manna á stefnuræðu forsætisráð- herra hafa satt að segja verið ævintýralegar. Í stefnuræðu sinni talaði forsætisráðherra um öfgakennda hugmyndafræði. Hann var sannarlega ekki að segja landsmönnum nýjar fréttir. Við ættum öll að vita að öfgar eru grasserandi í þjóðfélaginu, og alveg sér- staklega á netinu þar sem reiði- og bræðiskrif eru daglegt brauð. Og hin mjög svo öfgafullu viðbrögð við ræðu forsætisráðherra sýndu vel réttmæti orða hans, en hann var meðal annars sakaður um að stimpla alla sem hefðu ekki sömu pólitísku skoðun og hann sem öfgamenn. Það þarf dágóðan skammt af skáldlegu ímyndunarafli til að lesa þetta út úr ræðu for- sætisráðherrans. Hinn ungi forsætisráðherra landsins, sem aðhyllist það sem margir kalla gömul og góð gildi og stundaði há- skólanám í útlöndum, er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta viðhorf hans endurspeglaðist vel í stefnuræðu hans en gerir hann ekki sjálfkrafa að einangrunarsinna, þótt andstæðingar hans vilji láta sem svo sé. Pólitísk umræða á Íslandi er grimm og óvægin. Því hefur forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, sannarlega fengið að kynnast. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ævintýralegar oftúlkanir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Beljur eru ekki góðar ásvelli og bílar á sumar-dekkjum eða slitnumvetrardekkjum ekki held- ur. Það þarf ekki að koma á óvart að bílar á lélegum dekkjum lenda mun oftar í óhöppum að vetrarlagi en bílar sem eru á góðum dekkjum, a.m.k. ef miðað er við kannanir Sjó- vár. Forstöðu- maður forvarna hjá Sjóvár segir of marga bíla á lélegum dekkjum og til bóta ef stjórnvöld hertu reglur um mynsturdýpt hjólbarða, úr 1,6 mm í 3 mm. Kannanir Sjóvár á fylgni mynsturdýptar dekkja og slysa eru ekki hávís- indalegar. Vandinn er að upplýs- ingar um ástand dekkja eru hvergi skráðar í lögregluskýrslu en ekki hefur verið skoðað sérstaklega hvort bein fylgni sé á milli ástands dekkja og umferðartjóna,“ segir Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá. Starfsmenn Sjóvár gripu því til sinna eigin ráða. Einn janúardag árið 2012, og svo aftur 2013, fóru starfsmenn Sjóvár á athafnasvæði Króks en þangað eru þeir bílar dregnir sem eru t.d. óökufærir eftir árekstur. Þar skráðu þau niður mynsturdýpt og gerð hjólbarða á bílum sem höfðu lent í árekstrum. Til að afla samanburðargagna fóru starfsmennirnir í janúar 2013 á bílastæðið í Kringlunni og könnuðu ástand og gerð hjólbarða almennt. Samtals voru um 150 bílar skoðaðir. Greinileg fylgni kom í ljós. Bílar á slitnum dekkjum (minna en 1,6 mm) voru líklegri til að lenda í árekstri og einnig kom í ljós að bílar á nagladekkjum voru ekki eins líklegir til þess að lenda í árekstr- um en bílar á vetrardekkjum. „Það er erfitt að fullyrða hvaða tegund dekkja er best en það er falskt ör- yggi að aka um á slitnum dekkjum yfir veturinn, þú setur bæði þig og aðra í hættu, segir Fjóla. Á Íslandi er gerð krafa um að mynsturdýpt hjólbarða sé a.m.k. 1,6 mm en í Noregi og í Svíþjóð þarf mynstur vetrarhjólbarða, yfir há- veturinn, að vera a.m.k. 3 mm, sam- kvæmt samantekt á vef Hjólbarða- ráðs Danmerkur (Deckbranchens Fellesräd). Í Danmörku og Þýska- landi eru kröfur um mynsturdýpt þær sömu og á Íslandi. Ófullnægjandi kröfur Fjóla segir að yfirleitt sé ekki þörf á nagladekkjum í Reykjavík en á hinn bóginn myndi staðan batna mjög ef fleiri ækju um á betri dekkjum. „Það er mikið af slitnum dekkjum í umferð. Kröfur um munsturdýpt eru algjörlega ófull- nægjandi hér á landi miðað við akstursaðstæður og veðrið,“ segir hún. Það sé engin rökræn skýring á því að kröfur til vetrardekkja hér á landi séu minni en kröfur í Svíþjóð og Noregi. Aksturaðstæður að vetri séu sambærilegar þar og hér. Á morgun, milli 14 og 15.30, stendur Sjóvá fyrir opn- um fundi í Kringlunni 5 um um- ferðaröryggismál. Þar mun m.a. tveir sérfræðingar frá finnska dekkjaframleiðandanum Nokian flytja erindi um gæði dekkja og áhrif þeirra á umferðaröryggi. Á slitnum dekkjum eins og beljur á svelli Könnun Sjóvár á ástandi hjólbarða 16. janúar 2012 24. janúar 2013 Skoðun á hjólbörðum tjónaðra ökutækja hjá Króki Skoðun á hjólbörðum tjónaðra ökutækja hjá Króki Skoðun á hjólbörðum ökutækja við Kringluna Heimild: Sjóvá Vetrardekk 32% 31% 30% Nagladekk 32% 17% 35% Heilsársdekk 12% 16% 18% Sumardekk 5% 9% 3% Slitin dekk 19% 27% 14% 32% 31% 30% 32% 35%17% 12% 16% 18% 5% 9% 3%19% 27% 14% Félag íslenskra bifreiðaeiganda hefur ekki tekið þá afstöðu að nagladekk séu óæskileg. Run- ólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að stundum komi ekkert í staðinn fyrir naglana. „Ég nota ekki nagla- dekk. Ég ek aðallega á höfuð- borgarsvæðinu og fer ekki mikið út úr bænum og þá fer ég oftast um vegi sem eru hreinsaðir reglulega,“ segir hann. Aðstæður, sérstaklega í hin- um dreifðu byggðum, geti kallað á mjög góð dekk og stundum nagla- dekk. Runólfur bendir á að dregið hafi úr nagladekkjanotkun á undanförnum árum. Nagladekkin hafi einn- ig breyst. Naglarnir séu léttari og slíti veg- um ekki eins mikið og áður. Notar ekki nagla í bænum STUNDUM NAUÐSYNLEGIR Runólfur Ólafsson Fjóla Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.