Morgunblaðið - 10.10.2013, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
Þjóðrækni Alltaf fer vel á því að klæða sig eftir veðri eins og þetta unga fólk sem átti leið um Pósthússtræti í gær.
Ómar
Réttlæti sem drepur er
ekki raunverulegt réttlæti.
Stjórnvöld í þeim 42 lönd-
um sem standa að þessu
ákalli um afnám dauðarefs-
inga deila þeirri sannfær-
ingu að þær séu í eðli sínu
ómannúðlegar og að ekki
eigi að beita þeim undir
nokkrum kringumstæðum,
nokkurs staðar í heiminum.
Dauðarefsing gengur ekki
einasta í berhögg við mann-
lega reisn, heldur leiðir
beiting hennar einnig til
þess að brotið er á fjöl-
mörgum öðrum mannrétt-
indum dauðadæmdra og
fjölskyldna þeirra. Dauða-
refsingar draga hvorki úr
glæpatíðni né auka öryggi,
og eru á engan hátt til þess
fallnar að bæta þann skaða
sem fórnarlömb glæpa og
fjölskyldur þeirra hafa orð-
ið fyrir. Með þessa sann-
færingu að leiðarljósi vilj-
um við í tilefni af
alþjóðlegum degi gegn
dauðarefsingum, sem nú er
haldinn í ellefta sinn, ítreka
staðfestu okkar í barátt-
unni fyrir afnámi þeirra, í
löndum Evrópu og um
heim allan.
Markmiðið með þessu
ákalli er ekki að veita of-
anígjöf, heldur að deila
reynslu okkar og sannfær-
ingu. Ef við höfum lært
nokkuð af afnámi dauða-
refsinga í okkar eigin lönd-
um er það hve leiðin getur
verið löng og ströng.
Dauðarefsingar voru ekki
afnumdar á einni nóttu.
Með aukinni vitund og
stöðugri baráttu náðist ár-
angur stig af stigi. Aftökum
fækkaði smátt og smátt, og
um leið þeim afbrotum sem
dauðarefsing lá við, rétt-
arkerfið varð gagnsærra,
hætt var að framfylgja
dauðadómum í reynd og
loks voru dauðarefsingar
aflagðar með öllu. Þessa
leið þurfa þau lönd að feta
sem enn framkvæma aftök-
ur í nafni meints réttlætis.
Með þessu sameiginlega
ákalli viljum við einnig
benda á að ríki verða að
sýna staðfestu í baráttunni
fyrir því að dauðarefsingar
leggist af, rétt eins og ein-
staklingar. Leiðin að af-
námi dauðarefsinga lá ekki
um lokuð samfélög eða ein-
angruð lönd. Sú staðreynd
að dauðarefsingar hafa
nánast verið aflagðar í Evr-
ópu í dag er afleiðing upp-
lýstrar umræðu og virkra
skoðanaskipta milli landa
og samfélaga.
Evrópuráðið og mann-
réttindasáttmáli Evrópu
hafa gegnt lykilhlutverki í
þessari þróun innan Evr-
ópu og jafnvel víðar. Gild-
istaka samningsviðauka nr.
13 við mannréttinda-
sáttmálann (bókun um af-
nám dauðarefsinga undir
öllum kringumstæðum) fyr-
ir 10 árum er einmitt til
marks um þetta. Í dag
mælum við fyrir hönd 42 af
þeim 44 ríkjum sem hafa
fullgilt samningsviðauka nr.
13 og hvetjum öll aðildar-
ríki Evrópuráðsins sem
hafa ekki enn gert það til
að ganga í lið með okkur.
Við skorum eindregið á síð-
asta Evrópuríkið sem enn
beitir dauðarefsingum að
taka fyrsta skrefið í átt að
afnámi þeirra, með því að
lýsa yfir stöðvun á fram-
kvæmd dauðadóma.
Þróunin í Evrópu varpar
skýru ljósi á það grundvall-
arhlutverk sem svæðis-
bundnar og fjölhliða stofn-
anir hafa að gegna í
baráttunni fyrir afnámi
dauðarefsinga. Afnám
þeirra í mörgum ríkjum
Ameríku, Afríku og Asíu
ber merki um alþjóðlegt
eðli baráttunnar. Þörfin
fyrir sterk pólitísk skilaboð
og þátttöku samfélagsins
alls er ljós. Í þessum anda
viljum við nýta þann skrið-
þunga sem málið hefur
fengið í kjölfar fimmtu
heimsráðstefnunnar um af-
nám dauðarefsinga, sem
fram fór í Madríd í júní sl.
Við höfum þessi grundvall-
aratriði í huga þegar við
hefjum nú mikilvægan
kafla á leið okkar að afnámi
dauðarefsingar á heimsvísu.
Í dag er dauðarefsing
heimil í um 50 löndum, en
fyrir tuttugu árum voru
þau næstum tvöfalt fleiri.
Eins og ályktanir Samein-
uðu þjóðanna sýna stækkar
sífellt sá meirihluti ríkja
sem styðja alþjóðlega
stöðvun dauðarefsinga.
Þessi jákvæða þróun gerir
okkur kleift að ímynda okk-
ur að næsta kynslóð fái lif-
að í heimi án dauðarefsinga
og hvetur okkur áfram í
sameiginlegri viðleitni til að
styðja önnur ríki í átt að al-
gjöru afnámi þeirra.
Undir þetta sameiginlega
ákall um afnám dauðarefs-
inga skrifa eftirtaldir ráð-
herrar utanríkismála:
» Sú staðreynd
að dauðarefs-
ingar hafa nánast
verið aflagðar í
Evrópu í dag er af-
leiðing upplýstrar
umræðu og virkra
skoðanaskipta
milli landa og
samfélaga.
Sameiginlegt
ákall um afnám
dauðarefsinga
Ditmir Bushati (Albaníu), Gilbert Saboya Sunyé (Andorra), Mich-
ael Spindelegger (Austurríki), Didier Reynders (Belgíu), Zlatko
Lagumdžija (Bosníu og Hersegóvínu), William Hague (Bretlandi),
Kristian Wigenin (Búlgaríu), Villy Søvndal (Danmörku), Urmas
Paet (Eistlandi), Erkki Tuomioja (Finnlandi), Laurent Fabius
(Frakklandi), Evangelos Venizelos (Grikklandi), Frans Tim-
mermans (Hollandi), Eamon Gilmore (Írlandi), Gunnar Bragi
Sveinsson (Íslandi), Emma Bonino (Ítalíu), Vesna Pusiæ (Króat-
íu), Ioannis Kasoulides (Kýpur), Edgars Rinkeviès (Lettlandi),
Aurelia Frick (Liechtenstein), Linas Antanas Linkevièius (Lithá-
en), Jean Asselborn (Lúxemborg), Nikola Poposki (Makedóníu),
George Vella (Möltu), Natalia Gherman (Moldóvu), José Badia
(Mónakó), Espen Barth Eide (Noregi), Rui Machete (Portúgal),
Titus Corlãean (Rúmeníu), Pasquale Valentini (San Marínó), Ivan
Mrki (Serbíu), Miroslav Lajèák (Slóvakíu), Karl Erjavec (Slóven-
íu), José Manuel García-Margallo (Spáni), Igor Lukšiæ (Svart-
fjallalandi), Didier Burkhalter (Sviss), Carl Bildt (Svíþjóð), Jan
Kohout (Tékklandi), Ahmet Davutoglu (Tyrklandi), János Mar-
tonyi (Ungverjalandi), Leonid Koschara (Úkraínu) og Guido Wes-
terwelle (Þýskalandi).
Þrotabú stóru bankanna
hafa verið undanþegin
bankasköttum þrátt fyrir að
þar hafi verið sýslað með
2.700 milljarða í peninga-
legum eignum um árabil.
Lehman Brothers-bankinn
var settur í gjaldþrot örfá-
um mánuðum eftir að hann
féll en íslensku bankarnir
eru enn að leitast við að ná
nauðasamningum eftir fimm
ár frá falli þeirra.
Vinstri stjórnin skoðaði að aflétta und-
anþágum þrotabúana en ákvað svo að
sleppa því alfarið að reyna að skattleggja
gömlu bankanna. Að sögn Steingríms J.
Sigfússonar fv. fjármálaráðherra „var
þetta skoðað og lagt til hliðar sem alger-
lega óframkvæmanlegt á árunum 2009 og
2010 vegna þess að skattaandlagið var
ekki til“ (Heimild vb.is).
Fordæmin skortir ekki
Ekki skortir að ríkið sé duglegt við að
finna víða „skattaandlög“ og fátt sem ekki
er skattlagt með einum eða öðrum hætti á
Íslandi. Verða hér tekin þrjú dæmi.
Hrein eign fólks er skattlögð á þessu
ári með auðlegðarskattinum umdeilda án
tillits til þess hvort eignin gefi af sér
tekjur. Hér eru margskatt-
lagðar eignir endurskatt-
aðar án tillits til eðlis þeirra.
Þrátt fyrir að hér sé gengið
í átt að eignaupptöku hikaði
vinstri stjórnin ekki við að
skattleggja þetta „skatta-
andlag“.
Því hefur því verið haldið
fram að þar sem þrotabúin
skuldi kröfuhöfum meira en
2.700 milljarðana séu þau
ekki „skattaandlag“. Því er
til að svara að einn algeng-
asti skattur landsins er fast-
eignaskattur sem lagður er á allar fast-
eignir án tillits til þess hvort á þeim hvíli
skuldir eður ei. Enginn afsláttur er gef-
inn af þessum skatti þó skuldir séu langt
umfram verðmæti eignanna. Hann er auk
þess forgangskrafa á undan veðlánum.
Skatturinn sem lagður er á bankana er
0,145% sem er mun lægri en fast-
eignaskattur sem getur numið 1.65% á
eignir lögaðila.
Þá hefur því verið haldið fram að gömlu
bankarnir hafi tapað svo miklu að ekki sé
hægt að skattleggja þá þess vegna. Rétt
er að benda á að lagður er skattur á dán-
arbú með erfðafjárskattinum án þess að
nokkurt tillit sé tekið til þess hvort sá
látni hafi tapað fé eður ei. Gildir eitthvað
annað um þrotabú?
Það er því af nógu taka þegar skoðað er
hvað sé notað sem skattaandlag. Af
hverju ætti þá að hlífa einmitt þeim
bankastofnunum sem féllu með gríð-
arlegu fjárhagstjóni fyrir allt íslenskt
samfélag?
Niðurgreiðslur úr ríkissjóði
Færa má fyrir því rök að bankastarfs-
semi sé í reynd niðurgreidd af ríkissjóði
þó með óbeinum hætti sé. Vaxtabætur
eru niðurgreiðslur á einni helstu vöru við-
skiptabankanna og nema greiðslurnar
tugum milljarða úr ríkissjóði á síðustu ár-
um. Þrátt fyrir niðurskurð í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs verða 9.450 milljónir
greiddar út úr skuldsettum ríkissjóði í
þessar niðurgreiðslur. Þessi upphæð er
mjög nálægt þeirri upphæð sem banka-
skatturinn mun skila ríkissjóði til baka á
næsta ári.
Eftir Eyþór Arnalds »Ekki skortir að ríkið sé
duglegt við að finna
„skattaandlög“ víða enda
flest skattlagt sem hugsast
getur. Fordæmin eru bæði
mörg og fjölbreytt.
Höfundur er formaður
bæjarráðs Árborgar.
Er 2.700 milljarða
skattaandlagið ekki til?
Eyþór Arnalds