Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 30

Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Ég verð að heiman á afmælisdaginn, fer suður til Reykjavíkurtil að verja deginum í faðmi fjölskyldunnar,“ segir ÁrniStefánsson, íþróttakennari á Sauðárkróki og fv. landsliðs- markvörður í knattspyrnu, sem er 60 ára í dag. Árni er kvæntur Herdísi Clausen hjúkrunarforstjóra og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. Árni hefur lyft grettistaki í almenningsíþróttum á Sauðárkróki á undanförnum árum en hann hefur haldið utan um skokkhóp á staðn- um í nærri 20 ár, auk þess að þjálfa knattspyrnu og kenna íþróttir í Árskóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hann kom til Sauðárkróks á sínum tíma úr atvinnumennsku í Jön- köping í Svíþjóð, til að þjálfa og leika með Tindastóli. Áður var hann í markinu hjá ÍBA, KA og Fram. „Maður verður svo að sjá landsleik- inn á föstudaginn, það er gaman að fylgjast með þessum strákum í dag. Þetta er aðeins öðruvísi umhverfi en þegar ég var í landslið- inu,“ segir Árni, sem lék 15 A-landsleiki á árunum 1975-1978 og þar áður sex leiki með U-19 liðinu. Að knattspyrnuferli loknum fór Árni að stunda hlaup og hefur haldið sér í góðu formi síðan. „Ég er reyndar hættur að hlaupa núna, en geng og hjóla. Líklega hef ég hlaupið yfir mig,“ segir Árni og hlær. Hið svonefnda Árnahlaup var haldið honum til heiðurs á Sauðárkróki í sumar, í tilefni sextugs- afmælisins, og við það tækifæri var hann heiðraður af ÍSÍ fyrir framlag sitt í þágu almenningsíþrótta. „Það var virkilega gaman, fallegur og skemmtilegur dagur,“ segir Árni en óákveðið er hvort Árnahlaupið verður árlegur viðburður héðan í frá. bjb@mbl.is Árni Stefánsson íþróttafrömuður 60 ára Ljósmynd/Kristín Sigurrós Heiðraður Árni Stefánsson þakkar heiðurinn sem ÍSÍ sýndi honum í sumar fyrir framlag til almenningsíþrótta í Skagafirði undanfarin ár. Fagnar í faðmi fjöl- skyldunnar í dag Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hólmfríður Árna- dóttir, prófessor emeritus, og Bjarni Jónsson, fyrrver- andi Verzlunar- skólakennari, eiga sextíu ára brúð- kaupsafmæli í dag, 10. október. Þau verða að heiman. Demantsbrúðkaup Hella Elías Teo fæddist 25. júní kl. 8.55. Hann vó 4.730 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Therese Sundberg og Kristinn Scheving. Nýir borgarar Reykjavík Sóley Nikíta fæddist 30. júní kl. 6.19. Hún vó 3.940 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Sig- urborg Benediktsdóttir og Stefán Kjartansson. H ögni fæddist á Ísa- firði 10.10. 1933. Hann fór á fjórða ári til hjónanna Hall- dóru Guðmunds- dóttur og Jóns Jónssonar, að Sæ- bóli á Ingjaldssandi við Önundarfjörð og dvaldi hjá þeim meira og minna til 17 ára aldurs. Högni gekk í barnaskóla á Ísa- firði um skeið en var þó lengst af í skóla hjá föðurbróður sínum, Guð- mundi Bernharðssyni á Ingjalds- sandi. Högni vann við skipasmíðastöð föður síns frá 17 ára aldri og fram til fimmtugs. Þar sinnti hann ýms- um störfum, tók meirapróf um tví- tugt og ók síðan vörubílum og stjórnaði vinnuvélum. Högni var gangavörður við Grunnskólann á Ísafirði 1983-2003. Hann var afar vinsæll meðal barnanna, einkum þeirra yngstu sem oftast kölluðu hann skólaafa, en sum héldu reyndar að hann væri skólastjórinn eða ætti skól- ann. Er hann hætti störfum, sök- um aldurs, samdi Þóra Karlsdóttir kennari kvæði sem börnin sungu fyrir skólaafann sinn. Það hefst á þessu erindi: „Hann Högni er að hætta nú í dag og honum vil ég flytja lítinn brag og þakka fyrir öll hin góðu ár er áttum saman þegar ég var smár.“ Aðaláhugamál Högna eru smíðar og gönguferðir. Fyrir honum er Ingjaldssandur fallegasti staður á landinu og sumarið ekki hafið fyrr en hann hefur komið þangað á vor- in. Frá því Högni hætti störfum hefur hann dundað sér við smíðar og sinnt barnabörnum og langafa- börnum sem leita mikið til afa og ömmu. Fjölskylda Högni kvæntist 30.12. 1961 Frið- rikku Runný Bjarnadóttur, f. 14.10. 1942, er vann við umönnun. Foreldrar hennar voru Bjarni Elías Gunnarsson, f. 13.4. 1916, d. 2.1. 1981, sjómaður á Ísafirði, og Stefanía Daníelsdóttir, f. 9.4. 1915, d. 4.6. 1979, húsfreyja. Börn Högna og Runnýjar eru Stefán Bjarni, f. 25.9. 1959, raf- iðnfræðingur í Reykjavík en kona hans er Guðríður Berglind Frið- þjófsdóttir skrifstofumaður og eru Högni Marsellíusson, bílstjóri og skólaliði – 80 ára Skólaafinn kvaddur Þegar Högni hætti störfum við grunnskólann var hann kvaddur með söng 200 barna. Afi, langafi og skólaafi Langafadætur Högni með Krist- jönu Malen og Þórdísi Birnu. Ljósmynd/Bæjarins besta Bæjarlind 4, 201 Kópavogur | S: 554 6800 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 | www.vidd.is F L Í S A V E R Z L U N flísaparket...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.