Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 34
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Heimur handritanna nefnist alþjóðleg ráð-
stefna um handritafræði sem hefst í Nor-
ræna húsinu í dag kl. 13 og lýkur á laug-
ardag. Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum stendur fyrir ráðstefn-
unni. Tilefni hennar er að 13. nóvember nk.
verða liðin 350 ár frá fæðingu Árna Magn-
ússonar, en samkvæmt upplýsingum frá
stofnuninni verður boðið upp á fleiri viðburði
á afmælisárinu.
Á næstu þremur dögum verður, að sögn
skipuleggjenda, boðið upp á sextán fyr-
irlestra um sértæk efni auk þess sem boðið
verður upp á erindi sem höfða til almenn-
ings. Á ráðstefnunni verður sjónum m.a.
beint að einstökum þáttum sem handritin
eru gerð úr, efni þeirra, letri, textum, mynd-
um, litum og nótum. Einnig verður fjallað
um handritasafnara, Árna Magnússon og
aðra.
Meðal fyrirlesara verða þekktir handrita-
fræðingar úr hópi þeirra sem rannsakað
hafa handritin í safni Árna Magnússonar og
fræðimenn sem hlotið hafa alþjóðlega við-
urkenningu fyrir rannsóknir sínar á hand-
ritum í öðrum söfnum. Þeirra á meðal má
nefna Jeffrey Hamburger frá Harvard-
háskóla og Susan Rankin frá Háskólanum í
Cambridge, en heiðursgestur ráðstefnunnar
verður rithöfundurinn Arnaldur Indriðason.
Árni hundelti skinnblöðin
„Í fyrirlestri mínum ætla ég að taka
fyrir ákveðið smáatriði sem er mið-
lægt í handritasöfnun Árna Magn-
ússonar og sérstakt miðað við sam-
tímamenn hans,“ segir Már Jónsson,
prófessor í sagnfræði, sem er einn
fjögurra Íslendinga sem flytja er-
indi á ráðstefnunni. Már hefur
skrifað tvær bækur um Árna
Magnússon, sú fyrri kom út á
íslensku 1998 og sú seinni á
ensku
„Árni var sér meðvit-
aður um gildi allra
skinnsnepla sem hann
gat komist yfir. Hann
safnaði ekki bara heil-
legum handritum sem litu
vel út, heldur hverju einasta blaði
sem hann fann og fylgdi þessari stefnu allt
til dauðadags,“ segir Már og heldur áfram til
útskýringar: „Á 17. öld voru gömul handrit
eyðilögð unnvörpum og sum þeirra voru rif-
in í sundur og blöð úr þeim notuð til að skýla
prentuðum bókum. Árni hundelti þessi blöð
og náði þar af leiðandi mörgum af mjög
merkilegum textum. Árni vildi greinilega
heldur fá eitthvað úr gömlum handritum en
ekki neitt. Þessi afstaða hans er mjög merki-
leg og mikilvæg.“
Markaði sér ungur safnastefnu
Aðspurður hvenær Árni hafi gert sér
grein fyrir gildi stakra blaðsíðna segir Már
allt benda til þess að hann hafi aðeins verið
rúmlega tvítugur að aldri. „Vitað er að Árni
fékk í hendurnar eitt blað úr
Heimskringlu-handriti eftir föður sinn,
sennilega árið 1685 þegar dánarbúið var
gert upp. Það er tilgáta mín að Árni hafi þá
þegar áttað sig á því að blöð úr gömlum
handritum væru notuð utan um prentaðar
bækur. Í bréfi sem hann ritar rúmlega þrí-
tugur lýsir hann að hann hafi hirt utan af
mörgum bókum svona blöð,“ segir Már.
Bendir hann á að meira en helmingur allra
skinnhandrita í safni Árna sé bútar.
Glötunin er ofboðsleg
„Verðgildi þeirra er ómetanlegt. Um 75%
allra íslenskra skinnhandrita eru í safni
Árna og tæplega 90% af þessum pörtum.
Heildarstofn íslenskra handrita nær ekki
þúsund handritum og ef ekki væri fyrir þessi
stöku blöð þá myndu ekki vera nema um 300
til 400 handrit í safninu og þá í flestum til-
fellum heilar bækur. Brotin lágu undir
skemmdum og hefðu bara horfið. Glötunin
er ofboðsleg, en þökk sé Árna höfum við full-
trúa fyrir miklu fleiri handrit, en við mynd-
um annars hafa haft,“ segir Már og bætir
við: „Ég hef hvergi séð annan eins ákafa og
stefnufestu með þessi handritsbrot og hjá
Árna. Hann hefur hvað þetta varðar allmikla
sérstöðu á alþjóðavísu.“
Spurður um gildi ráðstefnunnar sem hefst
í dag segir Már upplyftingu að fá erlendra
fræðimenn til að setja íslensku handritin í
stærra samhengi. „Þannig getur myndast
skemmtileg samræða og tengsl við stærri
fræðasvið sem eru mikið stunduð við há-
skóla, handrita- og bókasöfn víða er-
lendis,“ segir Már að lokum.
Allar nánari upplýsingar um dag-
skrána eru á arnastofnun.is, en rétt er
að geta þess að ráðstefnan er öll-
um opin meðan húsrúm leyfir
og aðgangur
ókeypis.
350 ár frá fæðingu Árna
Alþjóðlega ráðstefnan Heimur handritanna hefst í Norræna húsinu í dag
Heiðursgesturinn Arnaldur Indriðason flytur erindi í dag milli kl. 14.15-15
Már JónssonÁrni Magnússon
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
Gennady Rozhdestvenskíj stjórnar
Sinfóníuhljómsveit Íslands á tón-
leikum í Eldborgarsal Hörpu í
kvöld kl. 19.30. „Gennady Rozh-
destvenskíj er goðsögn í lifanda lífi
og einn kunnasti hljómsveitarstjóri
samtímans. Milli hans og Sinfón-
íuhljómsveitarinnar hefur myndast
náið samband sem skapað hefur
ógleymanlegar stundir í tónleika-
sal. Í fylgd meistarans er eiginkona
hans píanóleikarinn Viktoria
Postnikova og í farteskinu þrjú
öndvegisverk rússneskra tón-
bókmennta,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu. Verkin þrjú eru hátíðarfor-
leikurinn Rússneskir páskar sem og
Píanókonsert eftir Rimsky-
Korsakov og loks 10. sinfónía Dmit-
ríjs Sjostakovitsj. Vinafélag Sinfón-
íuhljómsveitarinnar stendur fyrir
tónleikakynningu í dag kl. 18 þar
sem Sigurður Ingvi Snorrason
kynnir verk kvöldsins.
„Goðsögn í lifanda lífi“
Gennady Rozh-
destvenskíj stjórnar
Ljósmynd/Wladimir Polak
Meistari Gennady Rozhdestvenskíj.
Eiríkur Hauksson verður gestur hjá
Jóni Ólafssyni í tónleikaröðinni Af
fingrum fram í Salnum í kvöld kl.
20.30. „Eiríkur á að baki fjölbreyttan
tónlistarferil. Hann hefur sungið
þungarokk, kraftballöður, íslensk
dægurlög að ógleymdum Eurovision-
lögunum. Má þá nefna „Gaggó Vest“,
„Gleðibankann“, „Gull“, „Ástarbréf
merkt X“ og „Sekur“. Eiríkur hefur
búið í Noregi um langa hríð og hyggst
Jón m.a. rannsaka hvort það hafi haft slæm áhrif á
kímnigáfu hins rauðhærða stórsöngvara, segir í tilkynn-
ingu. Með þeim leikur Friðrik Sturluson, bassaleikari.
Sekur í Gaggó Vest
Af fingrum fram
með Eiríki Hauks
Eiríkur
Hauksson
Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona
og Jónas Ingimundarson píanóleikari
halda tvenna söngtónleika á Norður-
landi undir yfirskriftinni: „Við slag-
hörpuna.“ Fyrri tónleikarnir eru í
kvöld kl. 20 í Hofi á Akureyri og þeir
seinni annað kvöld kl. 20 í Bergi á Dal-
vík. Á efnisskránni eru sjaldheyrð ís-
lensk sönglög eftir m.a. Jakob Hall-
grímsson og Jóhann Ó. Haraldsson
sem og verk eftir stórmeistara söng-
lagagerðar, þá Franz Schubert og
Jean Sibelius. Þar getur að heyra m.a. „Grétu við rokk-
inn“ eftir Schubert og „Svartar rósir“ eftir Sibelius.
Við slaghörpuna á Norðurlandi
Söngtónleikar með
Björgu og Jónasi
Björg
Þórhallsdóttir
Týsgallerí nefnist nýtt gallerí sem opn-
að verður í dag kl. 17. Fyrstur til að
sýna í galleríinu, sem staðsett er á Týs-
götu 3 í Reykjavík, er Baldur Geir
Bragason. Samkvæmt upplýsingum
frá sýningarstaðnum verður í Týsgall-
eríi lögð áherslan á einkasýningar með
viðurkenndum myndlistarmönnum og
sölu á verkum þeirra. „Týsgallerí mun
bjóða upp á kynningar fyrir þá sem
hafa áhuga á að kynna sér samtímalist
sem fjárfestingarleið,“ segir m.a. í tilkynningu.
Nýtt gallerí opnað á Týsgötu
Baldur Geir
með opnunarsýningu
Baldur Geir
Bragason
Myndlistarmaðurinn Húbert Nói Jóhannesson opnar
sýningu í Menningarhúsinu Skúrnum í kvöld kl. 20.
Skúrinn stendur nú við gömlu grásleppuskúrana við
Ægisíðu í vesturbæ Reykjavíkur. „Þegar dimmt er
orðið á kvöldin kviknar á verkinu og geta gestir og
gangandi skoðað það innum glugga Skúrsins. Sýn-
ingin ber yfirskriftina Sjálfvitund. Húbert Nói útskrif-
aðist frá Nýlistadeild Myndlista-og handíðaskóla Ís-
lands 1987. Höfundarverk Húberts Nóa hefur frá
upphafi snúist um tvo meginþætti, minni og staðsetn-
ingu,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stendur til
27. október.
Húbert Nói
Jóhannesson
Húbert Nói er í Skúrnum
Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is
Erum með allt fyrir
Góður endir
á góðum degi
Nuddpottar
Hreinsiefni
Síur
Viðgerðarþjónusta
Varahlutir