Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
Hvernig myndi manni líðaef maður fengi að verafluga á vegg á æfingu hjáleikstjóranum Peter Bro-
ok? Þeirri upplifun reynir kvik-
myndagerðarmaðurinn Simon Brook
að miðla með býsna góðum árangri í
heimildarmynd um föður sinn sem
nefnist The Tightrope. Áhorfendur fá
að fylgjast með hópi leikara, dansara
og tónlistarmanna að störfum undir
leiðsögn Peters Brook sem einnig tal-
ar beint til myndavélarinnar í inn-
skotum inn á milli. Meginuppistaðan í
myndinni felst í glímu leikhópsins við
eina af grunnæfingum Peters Brook,
en hún byggist á því að þátttakendur
gangi á ímyndaðri línu með svo sann-
færandi hætti að áhorfendur trúi því
að um raunverulegan línudans upp á
líf og dauða sé að ræða. Æfinguna
notar Peter Brook til þess að stilla
saman leikhópinn með það að mark-
miði að hann starfi saman sem einn
hugur.
Leikstjórinn Simon Brook var við-
staddur sýningu myndarinnar á nýaf-
staðinni RIFF-kvikmyndahátíð og
svaraði spurningum áhorfenda. Þar
kom m.a. fram að hann þurfti að beita
föður sinn talsverðum fortölum til að
samþykkja gerð myndarinnar, en að
faðir hans væri himinlifandi með út-
komuna þar sem hún gæfi raunsanna
mynd af leikhúsvinnu og -aðferðum
hans. Peter Brook hefur fram til
þessa neitað utanaðkomandi fólki um
að fylgjast með æfingum sínum, enda
myndi slíkt hafa truflandi áhrif á
vinnuna sjálfa. Upptökur spönnuðu
tveggja vikna tímabil þar sem tekið
var upp í fimm til sex klukkustundir á
dag, en smíðaðir voru kassar utan um
kvikmyndavélarnar sem umluktu æf-
ingarýmið til þess að koma í veg fyrir
að þátttakendur freistuðust til þess
að leika fyrir vélarnar. Þátttakendur
klæddust sömu fötunum allan upp-
tökutímann sem skapar ákveðið tíma-
leysi.
Simon Brook sagðist hafa hand-
valið þátttakendur og gætt þess að í
hópnum væri bæði listamenn sem
unnið hefðu með Peter Brook, s.s.
japanski leikarinn Yoshi Oida og ind-
verski Kuchipudi-dansarinn Shantala
Shivalingappa, sem og listamenn sem
aldrei hefðu unnið með honum áður.
Jafnframt upplýsti hann að leikhóp-
urinn hefði verið settur saman ein-
vörðungu fyrir gerð myndarinnar og
því væri hópurinn ekki að vinna að
uppsetningu tiltekinnar sýningar.
Sennilega hefði það verið kostur að
þessar áhugaverðu upplýsingar um
tilurð myndarinnar kæmu fram í
henni sjálfri, því þær útskýra að
nokkru þá vankanta sem á henni eru.
Vissulega gefur myndin ómetanlega
innsýn í vinnuaðferðir þessa merk-
asta núlifandi leikhúslistamanns, sem
fagnar 89 ára afmæli sínu snemma á
næsta ári. Hins vegar verður að telj-
ast ólíklegt að hún höfði til annarra
en innvígðra, til þess er myndin of
sérhæfð og á köflum einhæf. En fyrir
þá sem hafa brennandi áhuga á sviðs-
listum og sérstaklega leikhúsi Peters
Brook er myndin stórkostleg heimild.
Ómetanleg heimild „Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á sviðslistum og sérstaklega leikhúsi Peters Brook er
myndin stórkostleg heimild,“ segir m.a. í gagnrýni um heimildarmyndina The Tightrope.
Eins og fluga á vegg
RIFF – Háskólabíó
Línudans / The Tightrope bbbmn
Leikstjóri: Simon Brook. Handrit: Peter
Brook og Simon Brook. Aðalleikarar:
Peter Brook, Yoshi Oida, Shantala Shi-
valingappa, Marcello Magni, Jos Hou-
ben, Abdou Ouologuem, Lydia Wilson,
Micha Lescot, Cesar Sarachu, Khalifa
Natour, Hayley Carmichael, Emily Wil-
son, Toshi Tsuchitor, Franck Krawczyk
og Marie-Helene Estienne. Bretland/
Ítalía/Frakkland, 2012. 86 mín. Heimild-
armynd.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Hollenski myndlistarmaðurinn
André Pielage opnar sýningu í
Ganginum, heimagalleríi Helga Þor-
gils Friðjónssonar myndlistarmanns
að Rekagranda 8, í dag kl. 17 til 19.
„Verkin mín fjalla að vissu leyti
um ljóðrænuna í tóminu,“ sagði Pie-
lage þar sem hann var að koma fyrir
innsetningu úr ódýru plastefni við
innganginn á heimilið en hann er
kunnur fyrir slík verk, sem hann
vinnur ýmist úti í náttúrunni eða í
liststofnunum. Hann tekur undir að
þessi innsetning kunni að vísa í fag-
urblá fjöll. Hann sýnir einnig skúlp-
túra úr áli og stálvír, og teikningar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Innsetning André Pielage við hluta inn-
setningar á heimilinu við Rekagranda.
Pielage sýnir
í Ganginum
Sýning á myndverkum eftir Rannveigu Helga-
dóttur verður opnuð í bókasafni Háskólans á
Akureyri í dag, 10. október, og stendur sýningin
í tæpan mánuð. Sýninguna kallar Rannveig
„Heilagar mandölur“ en í málverkum, sem unnin
eru með blandaðri tækni á striga, vinnur hún
með hringformið. Orðið mandala kemur úr
sanskrít og merkir „heilagur hringur“ eða
hringur eilífðarinnar. Rannveig býr og starfar í
Listagilinu á Akureyri.
Rannveig sýnir mandölur
Hringur Ein af mandölum
Rannveigar Helgadóttur.
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas
Lau 12/10 kl. 19:00 aukas Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Lau 2/11 kl. 13:00 aukas
Sun 13/10 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Sun 3/11 kl. 13:00 aukas
Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Fim 7/11 kl. 19:00 aukas
Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Fös 8/11 kl. 19:00 aukas
Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Fim 31/10 kl. 19:00 aukas
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k
Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k
Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k
Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas
Þri 15/10 kl. 20:00 aukas Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k
Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fös 29/11 kl. 20:00 32.k
Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k
Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k
Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k
Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k
Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k
Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k
Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k
Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas
Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst
Rautt (Litla sviðið)
Fös 11/10 kl. 20:00 18.k Mið 16/10 kl. 20:00 21.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k
Lau 12/10 kl. 20:00 19.k Sun 20/10 kl. 20:00 22.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k
Sun 13/10 kl. 20:00 20.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k
Verðlaunaverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Allra síðustu sýningar!
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00 1.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Lau 16/11 kl. 20:00 7.k
Lau 19/10 kl. 20:00 2.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k
Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k
Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið
Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)
Fös 18/10 kl. 20:00 frums Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k
Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k
Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k
Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna
Saumur (Litla sviðið)
Lau 19/10 kl. 20:00 frums Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k
Lau 26/10 kl. 20:00 2.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k
Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands
Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið)
Fös 11/10 kl. 20:00 frums Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k
Sun 13/10 kl. 20:00 2.k Sun 27/10 kl. 20:00 4.k
Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren
Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Harmsaga – ★★★★★ „Frábær tónlist, leikmyndin, leikstjórnin,
leikararnir. Þetta er bara vel heppnað!“ Rúnar Freyr Gíslason - Bylgjan
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 11/10 kl. 19:30 39.sýn Lau 26/10 kl. 19:30 43.sýn Fim 7/11 kl. 19:30 45.sýn
Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas. Þri 29/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 9/11 kl. 19:30 46.sýn
Fim 17/10 kl. 19:30 41.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 14/11 kl. 19:30 47.sýn
Fös 25/10 kl. 19:30 42.sýn Fim 31/10 kl. 19:30 44.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 48.sýn
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús!
Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)
Lau 12/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 24/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 8/11 kl. 19:30 16.sýn
Fös 18/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 14.sýn
Lau 19/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 Aukas.
Ekki missa af sýningunni sem allir eru að tala um. Aðeins þessar sýningar.
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Sun 13/10 kl. 13:00 Frums. Sun 27/10 kl. 16:00 6.sýn Sun 17/11 kl. 13:00 11.sýn
Sun 13/10 kl. 16:00 2.sýn Sun 3/11 kl. 13:00 7.sýn Sun 17/11 kl. 16:00 12.sýn
Sun 20/10 kl. 13:00 3.sýn Sun 3/11 kl. 16:00 8.sýn Sun 1/12 kl. 14:00 Aukas.
Sun 20/10 kl. 16:00 4.sýn Sun 10/11 kl. 13:00 9.sýn Sun 8/12 kl. 14:00 Aukas.
Sun 27/10 kl. 13:00 5.sýn Sun 10/11 kl. 16:00 táknm.
Pollock? (Kassinn)
Mið 30/10 kl. 19:30 Frums. Sun 10/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 23/11 kl. 19:30 9.sýn
Fim 31/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 6.sýn Sun 24/11 kl. 19:30 10.sýn
Sun 3/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn
Lau 9/11 kl. 19:30 4.sýn Mið 20/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn
Þrælfyndið leikrit byggt á sannsögulegum atburðum.
Harmsaga (Kassinn)
Lau 12/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 19/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 27/10 kl. 19:30
Sun 13/10 kl. 19:30 10.sýn Sun 20/10 kl. 19:30
Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma
Aladdín (Brúðuloftið)
Lau 12/10 kl. 13:30 2.sýn Lau 26/10 kl. 13:30 6.sýn Lau 9/11 kl. 13:30
Lau 12/10 kl. 16:30 3.sýn Lau 26/10 kl. 16:30 7.sýn Lau 9/11 kl. 16:30
Lau 19/10 kl. 13:30 4.sýn Lau 2/11 kl. 13:30 Lau 16/11 kl. 13:30
Lau 19/10 kl. 16:30 5.sýn Lau 2/11 kl. 16:30 Lau 16/11 kl. 16:30
Brúðusýning fyrir áhorfendur á öllum aldri
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 12/10 kl. 13:30 97. sýn Lau 19/10 kl. 13:30 99.
sýn
Lau 26/10 kl. 13:30 101. sýn
Lau 12/10 kl. 15:00 98. sýn Lau 19/10 kl. 15:00 100. sýn Lau 26/10 kl. 15:00 102.
sýn
Karíus og Baktus mæta aftur í október!
Menn - skemmtikvöld (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 11/10 kl. 20:00 Fös 18/10 kl. 20:00
Lau 12/10 kl. 20:00 Lau 19/10 kl. 20:00
leikhusid.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Örfá sæti laus
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » 528 5050
Nikolai Rimsky-Korsakov:Rússneskir páskar
Nikolai Rimsky-Korsakov: Píanókonsert
Dmitríj Sjostakovits: Sinfónía nr. 10
Stjórnandi:Gennady Rozhdestvensky
Einleikari:Viktoria Postnikova
Tónleikakynning kl. 18 í Hörpuhorni
Henry Purcell/AndrewManze:Svíta
Benjamin Britten:Konsert fyrir fiðlu
Benjamin Britten:Hirðdansar úr Sinfónískri svítu, Gloriana
JosephHaydn: Sinfónía nr. 102
Stjórnandi: : AndrewManze
Einleikari:AnthonyMarwood
Fiðlukonsert og hirðdansar Fim. 24.10. kl. 19.30
Rozhdestvenskíj snýr aftur Fim. 10.10. kl. 19.30