Morgunblaðið - 10.10.2013, Page 37

Morgunblaðið - 10.10.2013, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Menningarhátíð Seltjarnarness verður sett í dag klukkan 17, við opnun sýningar á verkum Valgarðs Gunnarssonar myndlistarmanns í Eiðisskeri og samsýningarinnar Milli bóka þar sem 16 listamenn af Nesinu sýna verk sín víða um Bókasafn Seltjarnarness. Menning- arhátíðin stendur fram á sunnudag og eru fjölbreytilegar uppákomur á dagskrá; bókasmiðja, kór- og ein- söngur, uppistand, fjölskyldu- dagskrá í félagsheimilinu og hátíð- ardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helga- dóttur. Þetta er í fyrsta skipti sem Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menn- ingar- og samskiptasviðs Seltjarn- arnesbæjar, stýrir þessari árlegu hátíð. Bærinn og Seltjarnar- neskirkja standa til skiptis fyrir há- tíðinni. „Ég byrjaði á því að fá til liðs við mig um tuttugu Seltirninga, lista- menn og aðra sem hafa komið að menningar- og listastarfi í bænum, og fundaði með þeim til að heyra hvað þeim þætti mikilvægt að væri á dagskrá á svona hátíð,“ segir Soffía. „Þetta var mjög gagnlegt, og gott að hafa þetta bakland.“ Forvitnileg samstarfsverkefni Soffía segir marga listamenn búa á Seltjarnarnesi og sköpunargleðin sé mikil, eins og megi sjá á dag- skránni. „Mikill áhugi var á að nýta kraftinn í samfélaginu og leiða sam- an eldri borgara og ungmenni og við erum að vinna að tveimur slík- um verkefnum. Annars vegar er Sigga Heimis, hönnuður og bæj- arlistamaður, að leiða starf með eldri borgurum og grunn- skólabörnum, og verður afrakst- urinn sýndur í sundlauginni á Sel- tjarnarnesi. Hitt verkefnið felst í því að myndlistarmennirnir Kar- lotta Blöndal og Hildigunnur Birg- isdóttir, vinna með annan hóp eldri borgara og grunnskólabarna, en þau fara nokkuð út fyrir rammann og skapa graffití-listaverk í und- irgöngum við Björnsbakarí. Hóp- urinn mótar verkið í sameiningu og á föstudag milli klukkan ellefu og eitt verða þau í undirgöngunum að búa til verkið fyrir opnum tjöldum.“ Fleiri slík samstarfsverkefni eru á dagskránni, eins og fjölskyldu- viðburður í safnhúsinu við safn- atröð klukkan 20 í kvöld, þar sem Sigtryggur Baldursson og fleiri tónlistarmenn ásamt félögum úr Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarn- arnes leiða gesti um undraheima tónlistar og stjarna. Þá má geta þess að á laugardagsmorgun býður Björnsbakarí öllum bæjarbúum í morgunverðarhlaðborg á Eiðistorgi og þar verður óvæntur ham- ingjugjörningur kl. 11. Menning- arhátíðinni lýkur með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í Seltjarnarneskirkju klukkan 18 á sunnudag. Sjá nánar um hátíðina á www.seltjarnarnes.is. Mikil sköpunargleði á Seltjarnarnesi  Menningarhátíð sett í dag  Samstarf ungra og aldinna Ljósmynd/Soffía Karlsdóttir Listsmiðja Eldri borgarar og grunnskólanemendur unnu í gær, undir handleiðslu Siggu Heimis, að verkum sem verð sýnd við sundlaugina. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík Axel Ó, Vestmannaeyjum KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA PRISONERS2 KL.6-8-9-10:10 PRISONERSVIP KL.6-9 TÚRBÓ ÍSLTAL3D KL.5:50 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL.5:50 DONJON KL.5:50-8-10:10 WELCOMETOTHEPUNCH KL.82 RIDDICK KL.10:20 AULINNÉG ÍSLTAL3D KL.5:50 WE’RETHEMILLERS KL.8 KRINGLUNNI PRISONERS KL. 5 - 8 - 10 WELCOME TO THE PUNCH KL. 10:40 THEBUTLER 2 KL. 5 - 8 CITY OFBONES KL. 5:30 DON JON KL. 8 PRISONERS KL. 5 - 8 - 10:10 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL. 5:50 DON JON KL. 8 - 11 AULINN ÉG ÍSLTAL2D KL. 5:50 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI PRISONERS KL. 8:30 - 10:10 DON JON KL. 8 THEBUTLER KL. 5:50 FLUGVÉLAR ÍSLTAL3D KL. 5:50 KEFLAVÍK PRISONERS KL.8 ABOUTTIME KL.8 DONJON KL.11 RUNNERRUNNER KL.10:30 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á  JOBLO.COM T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H “EINSÚSVALASTA ÍÁR.” A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE   Á TOPPNUM Í USA 3 VIKUR Í RÖÐ EMPIRE  FRÁ FRAM LEIÐANDANUM RIDLEY SCOTT BÍÓVEFURINN  FERSKASTA MYND ÁRSINS ÖGRANDI KOMÍDÍA EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR “DREPFYNDINOG HÆTTULEGAHREINSKILIN. SJÁÐUÞESSA!” THE HOLLYWOOD REPORTER  MBL  NEW YORK OBSERVER  ENTERTAINMENT WEEKLY  VARIETY  LOS ANGELES TIMES  HUGH JACKMAN - JAKE GYLLENHAAL Í EINNI BESTU MYND ÁRSINS MAGNAÐUR ÞRILLER FRÁ HÖFUNDUM SHREK OG MADAGASCAR HIN FRÁBÆRA TÓNLIST ÍMYNDINNI ER EFTIR JÓHANN JÓHANNSSON “BESTA SPENNUMYND ÁRSINS” 10 16 12 12 T.V. - Bíóvefurinn/S&H FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL & FOUR WEDDINGS -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L ABOUT TIME Sýnd kl. 6 - 9 TÚRBÓ 3D Sýnd kl. 5:50 RUNNER, RUNNER Sýnd kl. 8 - 10 AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 5:50 DIANA Sýnd kl. 8 MALAVITA Sýnd kl. 10:30 Tilkynnt verður í dag hvaða rithöf- undur hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Sænsku akademíunni berast hundruð tillagna víða að úr heiminum en veðbankar telja jap- anska höfundinn Haruki Murakami líklegastan til að hreppa hnossið. Athygli vekur að einungis tólf kon- ur hafa hlotið bókmenntaverðlaun- in frá árinu 1901. Nóbelsverðlaunin tilkynnt Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.