Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Gildir sunnudaga til fimmtudaga.
Munið að framvísa Moggaklúbskortinu.
Borðapantanir í síma 445 9500
2 FYRIR 1 AF MATSEÐLI
Á VEITINGASTAÐNUM
MADONNA TIL 1. DES.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
„Ég var plataður,“
sagði Steingrímur
Hermannsson eitt
sinn svo hreinskiln-
islega þegar hann
þurfti að svara fyrir
embættisverk. Hann
átti við það að hann
hefði fengið rangar
upplýsingar í viðkom-
andi máli. Nú hef ég
fengið í hendur út-
reikninga Ólafs Kr. Guðmunds-
sonar, verkefnisstjóra EuroRAP á
Íslandi, sem sýna slysatíðni fimm
ára tímabils 2007-2011 á veg-
arköflum á höfuðborgarsvæðinu
sem Vegagerðin rekur sem þjóð-
vegi í þéttbýli. Þessar tölur sýna að
ég og allir aðrir hafa verið plataðir
árum saman varðandi það að Álfta-
nesvegur sé með svo sérstaklega
mikla slysatíðni og umferð, að það
þurfi að fá forgang að eyða meira
en milljarði króna í að gera nýjan
veg í gegnum Gálgahraun með
ómældu tjóni á hinum miklu nátt-
úruverðmætum, sögustöðum og
söguslóðum, sem eru grundvöllur
þess að hraunið er á nátt-
úruminjaskrá. Ólafur reiknaði út að
hvað heildartölu umferðaróhappa
snerti er Álftanesvegur númer 22
af 44 sambærilegum vegarköflum á
höfuðborgarsvæðinu. Það þýðir að
21 vegarkafli er með hærri óhap-
patíðni. En ég vildi fá nánara yfirlit
yfir alla þessa vegarkafla og Ólafur
reiknaði slysatíðnina út á sama hátt
og gert er annars staðar í Evrópu,
þ.e. aðeins þau slys og óhöpp, sem
ollu líkamstjóni, allt frá minnihátt-
ar meiðslum upp í banaslys (killed
and seriously injured) og fann með
þessari evrópsku aðferð út tölu
slysa á hverja milljón ekna kíló-
metra á hverjum vegarkafla um sig.
Niðurstaðan er sláandi: Álftanesveg-
ur er 23. í röðinni ef þessari aðferð
er beitt, sem þýðir að 22 vegarkaflar
eru með hærri slysatíðni en hann.
Og munurinn á Álftanesvegi annars
vegar og hættumestu köflunum hins
vegar er enn meira sláandi, því að
þeir sex kaflar, sem hafa hæstu
tíðnina, eru með þrisvar til fjórum
sinnum meiri slysatíðni, tölurnar
0,06 til 0,08 slys á hverja milljón
ekna kílómetra, en Álftanesvegur er
með 0,02 slys á hverja milljón ekna
kílómetra. Átta kaflar í viðbót eru
með tvöfalt til þrefalt hærri slysa-
tíðni en Álftanesvegur. Þar með eru
14 kaflar alls með meira en tvöfalt
hærri slysatíðni en Álftanesvegur.
Og í flokki þeirra sem eru með 0,02
slys á milljón ekna kílómetra er
Álftanesvegur neðst á blaði af því að
alvarlegu slysin eru færri á honum
en á hinum köflunum, gagnstætt því
sem haldið hefur verið fram. Athygli
vekur hve margir verstu kaflarnir
eru innan borgarmarka Reykjavík-
ur, einkum vegna þess að Alþingi
hefur samþykkt að ekki skuli verja
krónu til vegaframkvæmda í
Reykjavik í heil tíu ár! Meðal þess-
ara kafla er Bústaðavegur, en Ólaf-
ur hefur bent á, að í öðrum Evr-
ópulöndum hefur verið notuð
tiltölulega einföld lausn til að leysa
vandamál á borð við þau sem eru á
gatnamótum Bústaðavegar og
Reykjanesbrautar án þess að gera
dýr mislæg gatnamót. Að und-
anförnu hefur verið stagast á því í
síbylju, nú síðast innan-
ríkisráðherra og bæj-
arstjórinn í Garðabæ,
að vegna umferðarálags
og hættulegra að-
stæðna sé ekki hægt að
notast við núverandi
vegarstæði Álftanes-
vegar og engin leið að
endurbæta veginn þar.
Hið rétta er að umferð-
in á dag um veginn er
innan við 7 þúsund
bílar, en til sam-
anburðar má geta þess
að dagleg umferð um Skeiðarvog,
sem liggur í gegnum öllu meiri
húsaþrengsli og meiri byggð og auk
þess með tvo skóla hið næsta sér, er
14 þúsund bílar á dag. Og, eins og
áður sagði, sýna tölurnar, sem nú
liggja fyrir, fengnar með tveimur
aðferðum, að Álftanesvegur er neð-
arlega á listanum yfir tíðni slysa eða
óhappa. Í því felst þvermóðska og
stífni að vilja ekki skoða mögu-
leikana á því að breikka og bæta nú-
verandi Álftanesveg fyrir aðeins
brot af þeirri upphæð sem það kost-
ar að fara í rándýrar nýfram-
kvæmdir í því hrauni Reykjanes-
skagans, sem hvað snertir
söguslóðir og náttúruverðmæti er
einna hliðstæðast hrauninu á Þing-
völlum, en þessi tvö hraun voru
meistara Kjarval notadrýgst á
blómaskeiði listsköpunar hans. Ég
vil því beina þeirri ósk til innanrík-
isráðherra, bæjarstjóra og bæj-
arstjórnar Garðabæjar, og Vega-
gerðarinnar, að þau skoði þær tölur
og útreikninga, flokkaða eftir veg-
arköflum, sem nú liggja fyrir, áður
en þau halda áfram að stagast á sí-
byljunni um hinn sérlega hættulega
Álftanesveg. Ég mun birta nokkrar
myndir af skýrslunni á bloggsíðu
minni á blog.is og þessar upplýs-
ingar ættuð þið að geta fengið allar
í hendur. Í sumar var að störfum
sérstök nefnd til að finna möguleika
á sparnaði í ríkisrekstrinum og var
hún hvött til að „velta við hverjum
steini“, enda heilbrigðiskerfið að
hruni komið vegna fjársveltis. Ekki
velti þessi nefnd við neinum steini
varðandi framlög til óþurftarvegar í
Gálgahrauni, heldur hamast stór-
virkar vinnuvélar nú í hrauninu fyrir
fé skattborgara landsins við að
mylja verðmætar náttúrusmíðar
þess mélinu smærra. Ég skora á þá,
sem að þessu hafa staðið, að staldra
við og finna lausn til að bjarga því
sem bjargað verður, þrátt fyrir þau
spjöll sem þegar hafa verið unnin.
Til greina gæti komið að gera leið-
ina um sjálft hraunið að göngu- og
hjólreiðastíg, enda er breidd þess
ruðnings, sem nú er kominn, enn
aðeins brot af ætlaðri heildarbreidd
á helmingi leiðarinnar.
Skoðið þið
tölurnar, Hanna
Birna og Gunnar
Eftir Ómar
Ragnarsson
Ómar Ragnarsson
» Tölur sýna að
Álftanesvegur er
neðarlega á blaði um
slysatíðni sambærilegra
vegarkafla á höfuðborg-
arsvæðinu. Meira en
20 þeirra eru með
hærri tíðni.
Höfundur er unnandi íslenskrar
náttúru.