Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 ✝ Valdís MaríaValdimars- dóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1924. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 20. október 2013. Foreldrar henn- ar voru Elísabet Jónsdóttir, f. 30.10. 1898, d. 17.2. 1977 og Valdimar Þor- valdsson, f. 22.6. 1898, d. 8.6. 1983. Systkini Valdísar voru Karl Kristinn, Engilbert Ragn- ar, Júníus Halldór, Gyða og Sól- veig Steina, sem öll eru látin. Valdís giftist 16.6. 1956 Birgi Guðmundssyni matsveini, f. 19.5. 1922, d. 17.2. 1962. Börn þeirra eru: 1) Díana Íris, f. 1944, eiginmaður Gunnar Guðjónsson, smiðju. Á þeim tíma fór hún einnig í starfsnám í prentiðn til Kaupmannahafnar. Hún var heimavinnandi er yngri börnin fæddust og hóf aftur störf eftir fæðingu yngsta barnsins, en hún var barnshafandi er Birgir eig- inmaður hennar fórst með fiski- skipinu Stuðlabergi, út af Staf- nesi 1962. Hún starfaði við ræstingar í Álftamýrarskóla og sá síðar um rekstur mötuneytis starfsfólks. Á sumrin réð Valdís sig sem þerna, fyrst á strand- skipið Esju og síðar sem þjón á farþegaskipið Gullfoss þar til skipið var selt úr landi. Upp frá því var hún þerna á öðrum skip- um Eimskipafélagsins og frá árinu 1976 í fullu starfi til loka starfsævinnar árið 1994. Ferill hennar til sjós varði í 30 ár og var Valdís heiðruð af Sjó- mannadagsráði á Sjómannadag- inn árið 1994 og einnig sæmd Gullmerki Eimskipafélags Ís- lands fyrir störf sín. Útför Valdísar fór fram í kyrrþey að eigin ósk 30. október 2013. f. 1940, d. 1999. 2) Jónína Birna, f. 1953, eiginmaður Bjarni Hákonar Traustason, f. 1953. 3) Ragnar, f. 1954, sambýliskona Ragnhildur Guð- brandsdóttir, f. 1950. 4) Kristbjörg María, f. 1959, eig- inmaður Sverrir Gíslason, f. 1957. 5) Sigurður, f. 1960, eiginkona Hjördís Sigurðardóttir, f. 1962, 6) Birgir, f. 1962, eiginkona Sig- rún Rósa Bergsteinsdóttir, f. 1965. Barnabörn Valdísar eru 15 og langömmubörnin eru 23. Valdís ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla sína tíð. Ung hóf hún störf hjá Gutenberg-prent- smiðju og síðar Ísafoldarprent- Minningarnar geymi ég í hjarta mínu og kveð elskulega móður mína með þessum orðum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Megi Guð varðveita þig og það er trú mín og vissa að þér líði nú vel. Þín dóttir, Díana Íris. Í mínum huga var móðir mín einstök og algjör hetja. Móðir mín átti fimm börn þegar faðir minn fórst og komst síðan að því að hún ætti von á mér. Hún stóð hörð á því þrátt fyrir mótbárur sumra ættingja að eiga mig og kláraði sig af því með miklum sóma að ala okkur systkinin upp við gott at- læti. Það er ekki annað hægt en að líta á slíka persónu sem hetju. Með nánast tvær hendur tómar keypti hún sér stolt íbúð, kom ungunum sínum fyrir, fór út á vinnumarkaðinn og vann eins og berserkur og hlífði sér aldrei til að sjá fyrir sér og sínum. Henni er kannski best lýst eins og Özur vin- ur minn ritaði mér þegar hann frétti af andláti hennar: „Mamma þín var einstaklega hjartahlý og mikil afburðakona.“ Síðastliðna daga hafa minning- arnar um mömmu, sem ég vil meina að hafi verið besta mamma í heimi, hrannast upp. Minningar mínar um æsku- og uppvaxtarár í faðmi þessarar einstöku móður eru mér afar dýrmætar. Ein af þeim minningum sem ég á sem barn var þegar ég kom inn kaldur og blautur eftir að hafa leikið mér úti í snjónum og hún hlýjaði mér undir sænginni hjá sér. Ég var umlukinn ást og hlýju. Allir ver- aldlegir hlutir hefðu ekki getað toppað það. Ég var átta ára þegar ég fór fyrst með mömmu í siglingu með Gullfossi. Það var mikil upp- lifun fyrir mig á þessum aldri. Eft- ir það fór ég nánast á hverju ári með henni þar sem hún dekraði við mig eins og henni var einni lag- ið. Hún stóð alltaf vörð um okkur systkinin og ég man þegar einn mesti villingurinn í hverfinu fór að áreita okkur Sigga bróður. Hún gaf honum stærstu dós af Mack- intosh og upp frá því gerðist hann nánast lífvörður okkar bræðra. Henni var alltaf umhugað um að við systkinin værum vel til fara og keypti oftast fatnað á okkur á ferðum sínum erlendis. Hún vildi ekki að við værum eftirbátar ann- arra barna. Hún hafði alltaf mik- inn metnað fyrir hönd okkar systkinanna og ég man hversu stolt hún var þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Þegar ég og konan mín, Sigrún, vorum að byrja sam- an talaði hún oft um hvað ég væri heppinn að eiga svona fallega og góða konu. Þrátt fyrir að hún hafi verið byrjuð að tapa minni hin síð- ari ár spurði hún mig alltaf um hagi okkar því hún bar alltaf mikla umhyggju fyrir sínum nánustu. Mömmu var alltaf umhugað um að þakka fyrir sig þegar henni var veitt hjálparhönd. Eitt besta dæmið er að hún var nýbúin að kaupa sér saumavél á afborgunum hjá fyrirtækinu Gunnari Ásgeirs- syni þegar faðir minn lést. Eig- andinn, Gunnar Ásgeirsson, frétti af því og sendi henni skuldabréfið með þeim skilaboðum að það væri greitt. Hún talaði oft um þessa góðmennsku hans og tuttugu ár- um seinna fór ég með henni á fund við Gunnar þar sem hún færði honum koníak og konfekt til að þakka fyrir sig. Elsku mamma, það hefur verið einstakt að eiga þig sem móður. Þú varst frábær fyrirmynd. Takk fyrir að gefa mér líf svo ég gæti fengið að kynnast þér, þessari frá- bæru persónu og móður sem þú varst. Takk fyrir að umvefja mig ást og hlýju. Þú varst einstök og yndisleg í alla staði. Mamma, ég elska þig. Þinn sonur, Birgir. Yndislega mamma mín og besta vinkona er fallin frá, ein- hvern veginn er tíminn aldrei rétt- ur þegar kemur að skilnaði. Mamma mín var hetja. Hennar líf einkenndist af dugnaði, myndar- skap, heiðarleika, réttlæti og gjaf- mildi. Hún eignaðist 6 börn og varð ekkja 38 ára með 5 börn elsta 9 ára og yngsta ófætt. Hjá mömmu voru ekki vandamál held- ur lausnir. Mamma var í Mæðra- styrksnefnd og minnist ég þess þegar við systkinin áttum að selja mæðrablómið en máttum alls ekki þiggja sölulaun því það voru aðrir sem þurftu á peningunum að halda. Menningarleg var hún, hafði gaman af að fara á tónleika, í óperuna og leikhús og var hún oft- ast með ungana sína með sér. Svo hafði hún gaman af handbolta og fótbolta enda mikil keppnismann- eskja. Hún var stolt af börnunum sín- um og var ákaflega umhugað um að okkur gengi vel í lífinu og ekki verra að vera vel menntaður, eins var með barnabörnin og barna- barnabörnin. Hvíl í friði, elsku mamma. Tárin streyma í stríðum straumum Hvað geri ég án þín, elsku mamma mín? Hvernig get ég lifað út daginn? Allt er svo tómlegt hér án þín! Stóllinn sem þú sast svo oft í Ég horfi á hann oft á dag bara ég gæti fengið þig til baka þá myndi allt komast aftur í lag en sú draumastund mun aldrei koma raunveruleikinn blasir mér við að kveðjustund okkar er komið og þú gengur í gegnum hið gullna hlið minningar um þig um huga minn reika margar góðar eru í skjóðunni þar við áttum svo marga góða tíma já mikið um gleði hjá okkur þá var ávallt gat ég til þín leitað aldrei hunsaðir þú mig reyndir alltaf mig að hugga ó, hve sárt er að missa þig! Þitt bros og þín gleði Aldrei sé ég það á ný Ég vil bara ekki trúa Að þitt líf sé fyrir bí Ég vildi að við hefðum haft Meiri tíma, þú og ég Við áttum svo mikið eftir að segja Ó hvað veröldin getur verið óútreiknanleg Ég þarf nú að taka stóra skrefið treysta á minn innri styrk takast á við lífið Svo framtíðin verði ei myrk Ég veit að þú munt yfir mér vaka verða mér alltaf nær Þú varst og ert alltaf mér best Elsku móðir mín kær (Katrín Ruth) Elsku mamma mín, takk fyrir alla hjálpina með börnin mín og í lífinu. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þín Jónína (Jóna). Virðing og væntumþykja; þessi orð koma upp í hugann er ég minnist hennar mömmu. Virðing, vegna gífurlegs dugnaðar og ósér- hlífni við að koma börnum sínum á legg. Væntumþykja, vegna um- hyggjusemi, hlýju og góðs vega- nestis. Mamma missti föður okkar í sjóslysi er hún gekk með sitt sjötta og yngsta barn. Það stóð því mikil barátta fyrir dyrum í upp- hafi sjöunda áratugarins á þessu heimili. Fyrir mömmu, sem sá lausnir fram yfir vandamál, varð þetta upphaf að fjölbreyttum starfsferli. Mamma réð sig fljót- lega sumarlangt til sjós, m.a. sem þerna á farþegaskipinu Gullfossi og á vetrum í Álftamýrarskóla og sem klinka tannlækna. Við söluna á Gullfossi munstraði mamma sig allt árið sem þerna á farþegaskip- um Eimskips í millilandasigling- um, oftast á meginlandsrútunni en inn á milli voru skipin leigð í sér- verkefni á framandi slóðir. Hún fékk því tækifæri til að svala æv- intýraþránni og upplifa aðra og ókunnugri menningu. Að vinna til sjós með fimm gapandi munna heima fyrir krafðist áræðis og góðs skipulags og því var mamma rík af. Við vorum send í sveit, á hefðbundna sveitabæi, á Silunga- poll og víðar. Tekjur voru betri til sjós og smám saman vænkaðist hagurinn því áræði mömmu kom hér líka að góðum notum þar sem hún gat nýtt sér hagstæð innkaup í útlöndum öllum til hagsældar og ánægju. Afi hafði innrætt dóttur sinni að kaupa fyrst er efni stæðu til og það hélt mamma í heiðri. Hún tók fyrst bílpróf 49 ára gömul og greiddi nýjan bíl út í hönd. Þrátt fyrir fjarveru mömmu var veganestið gott. Við skyldum vera kurteis við náungann og snyrti- lega til fara. Mamma sá til þess að fata okkur upp og við klæddumst vönduðum fatnaði og gengum í vel pússuðum skóm. Kurteisi kostar ekkert, sagði mamma, en hún gat líka staðið föst á sínu og ef henni eða hennar börnum var misboðið, þá lét hún í sér heyra. Mæðra- styrksnefnd veitti mömmu aðstoð fyrst eftir að hún varð ein með börnin og þar sem hún vildi ekki skulda neinum neitt vorum við krakkarnir sendir af stað á hverju vori til að selja merki Mæðra- styrksnefndar og máttum svo ekki taka nein sölulaun fyrir. Börnin hennar Valdísar skyldu ekki nær- ast á fæðunni einni saman og því samanstóð uppvöxtur okkar af tíð- um leikhúsferðum, fyrst barna- leikritum og síðar alls kyns kvöld- sýningum. Mamma ákvað það snemma að fyrst Biggi hennar var horfinn í hið eilífa djúp, þá skyldi hún ein ala upp sín börn. Hér má segja að við höfum fengið tvo fyrir einn, því mamma var tveggja manna maki sem uppfyllti hlut- verk föður og móður, með miklum sóma. Mamma var talsmaður ein- staklingsframtaksins og vissi að hver er sinnar gæfu smiður. Henni hugnaðist hvorki vol né væl og tók á þeim ögrunum sem komu. Ég finn fyrir miklu þakklæti og upplifi heppni fyrir að vera einn af börnunum hennar mömmu. Minn- ing og orðspor mömmu lifir áfram í huga eftirlifandi kynslóða. Sigurður Blöndal. Mamma mín var hetja – hvunn- dagshetja. Móðir mín var 39 ára, með 5 börn þegar faðir okkar fórst með fiskiskipinu Stuðlabergi í febrúar 1962. Á þeirri stundu vissi hún ekki að hún bæri 6. barn þeirra undir belti. Að auki áttum við 3 hálfsystkini, samfeðra, og bar hún alla tíð hag þeirra fyrir brjósti. Mamma, sem hafði verið heimavinnandi frá því að hún fór að eignast okkur börnin, þurfti nú að sjá fyrir stórri fjölskyldu, ein síns liðs. Hún vann í fyrstu í Álfta- mýrarskóla, stutt frá heimilinu þar sem við gátum alltaf leitað til hennar eða verið með henni, og sá hún okkur þannig farborða á vet- urna. Hvort sem það var meðvituð ákvörðun hjá henni eða ekki þá fann hún góða leið til að gera mik- ið úr litlu. Við systkinin fórum í sveit á sumrin og réð hún sig þá sem þerna á Gullfossi og öðrum skipum Eimskipafélagsins. Með þessu móti gat hún séð til þess að við börnin liðum aldrei skort né fundum fyrir því að mamma hefði úr litlu að spila. Í þá daga var það mikil búbót að geta verslað erlendis. Með útsjónar- semi og dugnaði fyllti hún hillur og frysti af matvöru og klæddi okkur börnin með sumarkaupinu. Mikið var hún svo stolt þegar hún heyrði af því að konurnar í hverfinu hefðu sagt sín á milli: „Börnin hennar Valdísar eru alltaf svo vel tilhöfð.“ Og það var alveg satt því hún kenndi okkur líka að fara vel með það sem við áttum, hreinn og pressaður skyldi maður vera og mikill skóburstari var hún. Ég held að við öll systkinin höfum erft þá kunnáttu frá henni. Fyrir utan að vera alltaf með hvers konar handavinnu við hönd- ina, prjónandi og saumandi á okk- ur, var eldhúsið hennar staður. Henni fannst gaman að útbúa góð- an mat og bjóða fjölskyldu og vin- um heim. Og á hátíðum var meira haft við því þá skreytti hún mat- arborðið fallega, allt til að gleðja heimilisfólkið og gestina. Ég man sérstaklega eftir páskadags- morgnum, þá lagði hún á sig að vakna fyrir allar aldir og var búin að útbúa einstakt morgunverðar- borð sem svignaði af kræsingum, þegar við systkinin komum á fæt- ur, skreytt með páskaungum og öðru tilheyrandi í anda hátíðarinn- ar. Hún var dugleg að kynna okkur fyrir listum með því að heimsækja listasöfn bæjarins og þau voru ófá leikritin sem við sáum. Seinni hluta starfsævinnar eyddi hún á sjó, árið um kring. Öll fengum við börnin að sigla með henni, bæði með Gullfossi og öðr- um Fossum sem hún starfaði á. Það var einstök upplifun og hún bar okkur á höndum sér í þessum ferðum. Þegar við systkinin fórum að tínast að heiman, hafði hún búið svo í haginn að við fengum öll helstu búsáhöld sem við þurftum til að stofna okkur heimili. Svona var mamma, alltaf að hugsa um aðra. Hún var sjötug þegar starfsæv- inni lauk hjá Eimskip, þá tók við snatt og snúningar með barna- börnin. Aldrei heyrði ég mömmu kvarta yfir sínu hlutskipti, hjá henni voru engin vandamál, bara lausnir. Margur hefur fengið orðu fyrir minni afrek en mamma vann, hana hefði hún svo sannarlega átt skilið. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kennd- ir mér. Hvíl í friði. Kristbjörg María (Mæja þín). Ein af kjarnakonum landsins hefur kvatt okkur, elsku Valdís. Ég var svo heppin að kynnast Val- dísi og fjölskyldu hennar um alda- mótin síðustu þegar leiðir okkar Birgis barnabarns hennar lágu saman. Hún varð strax stór hluti af lífi mínu og fjölskyldunnar. Val- dís tók alltaf á móti okkur með opnum örmum og sýndi okkur, börnunum, lífi okkar og starfi mikinn áhuga. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Eftirminnilegur er sá tími þegar við Birgir fluttum til Sviss og Valdís var ein af fyrstu gestunum sem lögðu leið sína til okkar. Við komu Valdísar tók við nýtt líf hjá okkur námsmönnun- um, en við höfðum sparað hverja krónu við okkur. Hún sá til þess að við ættum brauðrist, samlokugrill, handþeytara og önnur búsáhöld en Valdís lagði sérstaklega mikið upp úr því að hennar nánustu væru vel búnir í eldhúsinu. Í Sviss og víðar þvældumst við út um allar trissur og má þar nefna borgarferð til Mílanó þar sem við unga fólkið áttum í erf- iðleikum með að halda í við Val- dísi, svo létt var hún á fæti. Bíla- leigubíllinn sem Valdís hafði tekið á leigu týndist í borginni og mátti engu muna að hún missti af flug- inu heim til Íslands. Þegar bíllinn loksins fannst og við komumst út á flugvöll þurftum við að hlaupa með henni í gegnum brottfarar- hliðið og hún rétt náði vélinni áður en hún fór í loftið. Valdís var hin rólegasta en það tók okkur Birgi dágóðan tíma að ná okkur niður eftir þetta kapphlaup. Í þessari heimsókn Valdísar til okkar sá ég hversu mögnuð persóna hún var. Þetta var ekki eina ferð Valdís- ar til útlanda því siglingar land- anna á milli voru hennar ævistarf. Þar hefur hún sjálfsagt upplifað ótal ævintýri þó að sama skapi það hafi verið erfitt fyrir hana að vera fjarri fjölskyldu sinni. Þegar ég heyri börn Valdísar rifja upp gamla tíma og segja frá ævi hennar skín í gegn sá kjarkur, hugrekki og góðmennska sem hún bjó yfir. Þessir eiginleikar endur- speglast nú í börnunum hennar. Valdís var kjarnakona sem verður sárt saknað. Ég votta börnum Val- dísar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Ragnhildur. Valdís María Valdimarsdóttir Mig langar að leiðarlokum að þakka Kristjáni Benjamínssyni fyrir 50 ára löng kynni. Frá því ég var 10 ára gamall höfum við Kristján átt sameigin- leg áhugamál og þó að nokkur ald- ursmunur væri milli okkar hefur hann alltaf tekið mér sem jafn- ingja og vini. Það eru ótal minningar um TBR, badmintoníþróttina og hestamennsku sem verða ljóslif- andi nú þegar Kristján vinur minn er genginn. Allar minningarnar eru um heilsteyptan og tryggan mann. Kristján Benjamínsson ✝ Kristján Benja-mínsson fæddist í Haukatungu í Kol- beinsstaðahreppi á Snæfellsnesi 5. októ- ber 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. október 2013. Útför Kristjáns var gerð frá Dóm- kirkjunni 31. októ- ber 2013. Heilsteyptan í framkomu við jafnt unga sem aldna og tryggan þeim sem hann bast vináttu við. Hann var góð- ur vinur sem mað- ur vissi að lægi ekki á skoðunum sínum hvort sem þær voru til vin- sælda fallnar eða til að leiðbeina manni á réttan veg. Hann var maður sem kom fram við barnið með sömu virðingu og umhyggju sem jafnaldra. Það var mín gæfa að kynnast ungur mörgum mönnum sem höfðu brennandi áhuga á íþróttum og félagsmálum almennt. Mönn- um sem lögðu hart að sér til að sjá drauma um góða íþrótt verða að veruleika. Menn sem höfðu lag á að starfa með börnum og ungling- um þannig að þau fyndu fyrir mik- ilvægi sínu og að það er þörf fyrir alla í samstilltu átaki, til að góð og göfug markmið náist. Menn sem með framkomu sinni og líferni voru góð fyrirmynd og félagar, menn sem höfðu mannbætandi áhrif á mann. Einn þessara manna var Krist- ján Benjamínsson. Hestamaður sem tók mig með sér í óteljandi útreiðartúra um rætur Öskjuhlíðarinnar þar sem Nauthólsvíkin, sundlaug þeirra Þrasa og Skjóna, var viss áning- arstaður. Badmintonmaður sem var bæði leiðtogi, dómari og draumóramað- ur um uppbyggingu badminton- íþróttarinnar á Íslandi, maður sem lét sig aldrei vanta þar sem merkilegir atburðir í sögu íþrótt- arinnar fóru fram. Vinurinn sem með hógværð og ánægju minntist liðinna atburða og hafði lag á að gera þá enn sterkari og áhrifameiri um góðar minningar æskuáranna. Fjölskyldumaðurinn sem setti fjölskylduna ávallt í fyrsta sæti, eiginkonu og börn, og sýndi þann- ig hvar raunverulega hamingju er að finna. Ég vil þakka Kristjáni Benja- mínsyni fyrir mig og líkast til munum við hittast aftur á víðlend- um Valhallar með badminton- spaða að vopni og getum skemmt okkur við að horfa á fallega hesta og fallegt fólk spila fallegt bad- minton. Sigurður Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.