Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 „Okkur fannst afmælisárið hafa farið heldur hljótt hérlendis og vildum bæta úr því, enda eiga þess- ir menn það skilið að við minnumst þeirra,“ segir óperusöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson um tónleika til heiðurs óperutónskáldunum Giu- seppe Verdi og Richard Wagner sem fram fara í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. Í ár er þess víða um heim minnst að 200 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldanna. „Þeir höfðu mikil áhrif á tónlist- arleikhúsið auk þess sem Wagner hafði mikil áhrif á tónlistarþró- unina. Þannig að þetta eru af- skaplega mikilvægir menn í tónlist- arsögunni,“ segir Gunnar og bendir á að óperur Verdi séu samofnar ís- lenskri óperusögu. „Rigoletto eftir Verdi var ein af fyrstu óperunum sem settar voru upp hérlendis og Íslenska óperan hefur verið mjög dugleg að setja upp Verdi-óperur. Hins vegar er ekkert launungarmál að hún mætti sinna Wagner betur,“ segir Gunnar og tekur fram að vissulega líði Wagner fyrir að vera mun flóknari í uppsetningu. „En Valkyrjur eru ekki of flóknar í upp- setningu og Rínargullið er stutt og þægilegt,“ segir Gunnar og tekur fram að eftirsjá sé að flutningi ópera í konsertformi líkt og tíðk- aðist áður fyrr hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Spurður um efnisskrá kvöldsins segir Gunnar að tónlist Verdi muni hljóma fyrir hlé og síðan taki Wag- ner við. „Við völdum senur úr Don Carlos, Otello, Macbeth og Valdi ör- laganna eftir Verdi og senur úr Valkyrjum og Tannhäuser eftir Wagner,“ segir Gunnar. Með hon- um koma fram óperusöngvararnir Helga Rós Indriðadóttir og Bjarni Thor Kristinsson sem og píanóleik- ararnir Guðrún Dalía Salómons- dóttir og Hrönn Þráinsdóttir. silja@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Tónlistarfólkið Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson, Helga Rós Indriðadóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Hrönn Þráinsdóttir. „Mikilvægir í tón- listarsögunni“  Syngja Verdi og Wagner til heiðurs Kvæðin um fuglana er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í menn- ingarhúsinu Hofi í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Elvý G. Hreins- dóttir söngkona og Eyþór Ingi Jónsson organisti. Hyggjast þau flytja „hugljúfa tónlist sem fjallar á einn eða annan hátt um fugla,“ seg- ir í tilkynningu. Flutt verður glæ- nýtt lag sem Michael Jón Clarke samdi fyrir þau og nýir textar eftir þá Hannes Sigurðsson og Sigurð Hreiðar Hreiðarsson. Kvæðin um fuglana í Hofi Dúó Eyþór Ingi og Elvý. Djasspíanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson sendir í dag frá sér plöt- una Mold og blæs af því tilefni til út- gáfutónleika að Óðinsgötu 7 í Reykjavík kl. 20.30. Þar mun Árni Heiðar koma fram ásamt tríói sínu, sem auk hans er skipað þeim Þor- grími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Flutt verða lög af plötunni auk eldra og enn nýrra efnis og boðið upp á veit- ingar að loknum tónleikum. Að sögn Árna Heiðars er Mold sjálfstætt framhald af Mæri sem tónlistarmaðurinn sendi frá sér ár- ið 2009. Sú plata hlaut góða dóma og var tilnefnd til Íslensku tónlist- arverðlaunanna sem besta djass- plata ársins. Samkvæmt tilkynn- ingu frá útgefanda má á Mold finna spennandi melódískar lagasmíðar sem leiða hlustandann í einstakt ferðalag. Tónsmíðar Árna Heiðars munu vera undir evrópskum áhrif- um jafnt sem bandarískum, en í þeim blandast saman bakgrunnur Árna Heiðars í tónlist sem spannar allt frá klassík, djass, house og yfir í kvikmyndatónlist. Miðasala fer fram á midi.is. Mold Árni Heiðar Karlsson. Fagnar Mold með útgáfutónleikum i d e x . i s – s í m i 4 1 2 1 7 0 0 Með samsettu Larson álklæðningunum frá Alucoil færð þú það sem þú ert að leita að - slétta álklæðningu sem lítur ekki út eins og sjórekin olíutunna. Larson álklæðningarnar sameina styrk, léttleika og umfram allt eru þær sléttar. Helstu kostir: u Eldþolnar u Léttar og sléttar u Einstakt veður– og efnaþol u Burðarkerfi sem henta mismunandi verkefnum u Hávaða– og hitaeinangrun u Umhverfisvænar ( endurvinnanlegt efni ) u Fjöldi lita og efnisáferða u Allt að 20 ára ábyrgð þegar SLÉTT skal vera SLÉTT KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA ESCAPEPLAN KL.10:30FORSÝND THOR-DARKWORLD3D KL.5:30-8-10:10 THOR-DARKWORLDVIP2D KL.5:30-8-10:30 BADGRANDPA KL.5:50-8-10:10 GRAVITY2D KL.5:50-8 PRISONERS 2 KL.6-8-9 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL.6 KRINGLUNNI ESCAPE PLAN KL. 8 FORSÝND THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:30 - 8 - 10:30 BAD GRANDPA KL. 5:50 DISCONNECT/HEILABROTINNKL. 5:20 - 10:30 PRISONERS KL. 8 THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 BAD GRANDPA KL. 5:50 - 8 - 10:10 GRAVITY 3D KL. 5:50 - 8 PRISONERS 2 KL. 8:30 - 10:10 RUSH KL. 6 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 BADGRANDPA KL. 8 DISCONNECT/HEILABROTINNKL. 5:20 ESCAPE PLAN KL. 10:10 FORSÝND KEFLAVÍK THOR-DARKWORLD3D KL.8-10:20 BADGRANDPA KL.8 DISCONNECT KL.10:10 THE HOLLYWOOD REPORTER  ENTERTAINMENT WEEKLY  VARIETY  LOS ANGELES TIMES  “BESTA SPENNUMYND ÁRSINS” MYNDIN SEM ALLIR FORELDRAR ÆTTU AÐ FARA Á MEÐ BÖRNUM SÍNUM SÝNDÁ UNDANDISCONNECT VARIETY  QC  CHRIS HEMSWORTH TOM HIDDLESTON NATALIE PORTMAN ANTHONY HOPKINS EMPIRE  TOTAL FILM  VAR BARA BYRJUNIN FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐU OKKUR JACKASS MYNDIRNAR KEMUR „BAD GRANDPA“ FRÁBÆR GRÍNMYND! FORSÝND Í KVÖLD ★★★★★ Los Angeles Times ★★★★★ The New York Times ★★★★★ Empire 12 L 14 10 FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA THE QUEEN FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL & FOUR WEDDINGS -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is 94% á rottentomatoes! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar PHILOMENA Sýnd kl. 5:40 - 7:50 FURÐUFUGLAR 2D Sýnd kl. 5:50 CAPTAIN PHILLIPS Sýnd kl. 6 - 9 ABOUT TIME Sýnd kl. 9 T.V. - BÍÓVEFURINN/VIKAN THE TIMES EMPIRE THE GUARDIAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.