Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
„Okkur fannst afmælisárið hafa
farið heldur hljótt hérlendis og
vildum bæta úr því, enda eiga þess-
ir menn það skilið að við minnumst
þeirra,“ segir óperusöngvarinn
Gunnar Guðbjörnsson um tónleika
til heiðurs óperutónskáldunum Giu-
seppe Verdi og Richard Wagner
sem fram fara í Norðurljósasal
Hörpu í kvöld kl. 20. Í ár er þess
víða um heim minnst að 200 ár eru
liðin frá fæðingu tónskáldanna.
„Þeir höfðu mikil áhrif á tónlist-
arleikhúsið auk þess sem Wagner
hafði mikil áhrif á tónlistarþró-
unina. Þannig að þetta eru af-
skaplega mikilvægir menn í tónlist-
arsögunni,“ segir Gunnar og bendir
á að óperur Verdi séu samofnar ís-
lenskri óperusögu. „Rigoletto eftir
Verdi var ein af fyrstu óperunum
sem settar voru upp hérlendis og
Íslenska óperan hefur verið mjög
dugleg að setja upp Verdi-óperur.
Hins vegar er ekkert launungarmál
að hún mætti sinna Wagner betur,“
segir Gunnar og tekur fram að
vissulega líði Wagner fyrir að vera
mun flóknari í uppsetningu. „En
Valkyrjur eru ekki of flóknar í upp-
setningu og Rínargullið er stutt og
þægilegt,“ segir Gunnar og tekur
fram að eftirsjá sé að flutningi
ópera í konsertformi líkt og tíðk-
aðist áður fyrr hjá Sinfón-
íuhljómsveit Íslands.
Spurður um efnisskrá kvöldsins
segir Gunnar að tónlist Verdi muni
hljóma fyrir hlé og síðan taki Wag-
ner við. „Við völdum senur úr Don
Carlos, Otello, Macbeth og Valdi ör-
laganna eftir Verdi og senur úr
Valkyrjum og Tannhäuser eftir
Wagner,“ segir Gunnar. Með hon-
um koma fram óperusöngvararnir
Helga Rós Indriðadóttir og Bjarni
Thor Kristinsson sem og píanóleik-
ararnir Guðrún Dalía Salómons-
dóttir og Hrönn Þráinsdóttir.
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Rósa Braga
Tónlistarfólkið Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson,
Helga Rós Indriðadóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Hrönn Þráinsdóttir.
„Mikilvægir í tón-
listarsögunni“
Syngja Verdi og Wagner til heiðurs
Kvæðin um fuglana er yfirskrift
tónleika sem haldnir verða í menn-
ingarhúsinu Hofi í kvöld kl. 20.30.
Þar koma fram Elvý G. Hreins-
dóttir söngkona og Eyþór Ingi
Jónsson organisti. Hyggjast þau
flytja „hugljúfa tónlist sem fjallar á
einn eða annan hátt um fugla,“ seg-
ir í tilkynningu. Flutt verður glæ-
nýtt lag sem Michael Jón Clarke
samdi fyrir þau og nýir textar eftir
þá Hannes Sigurðsson og Sigurð
Hreiðar Hreiðarsson.
Kvæðin um
fuglana í Hofi
Dúó Eyþór Ingi og Elvý.
Djasspíanóleikarinn Árni Heiðar
Karlsson sendir í dag frá sér plöt-
una Mold og blæs af því tilefni til út-
gáfutónleika að Óðinsgötu 7 í
Reykjavík kl. 20.30. Þar mun Árni
Heiðar koma fram ásamt tríói sínu,
sem auk hans er skipað þeim Þor-
grími Jónssyni á kontrabassa og
Scott McLemore á trommur. Flutt
verða lög af plötunni auk eldra og
enn nýrra efnis og boðið upp á veit-
ingar að loknum tónleikum.
Að sögn Árna Heiðars er Mold
sjálfstætt framhald af Mæri sem
tónlistarmaðurinn sendi frá sér ár-
ið 2009. Sú plata hlaut góða dóma
og var tilnefnd til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna sem besta djass-
plata ársins. Samkvæmt tilkynn-
ingu frá útgefanda má á Mold finna
spennandi melódískar lagasmíðar
sem leiða hlustandann í einstakt
ferðalag. Tónsmíðar Árna Heiðars
munu vera undir evrópskum áhrif-
um jafnt sem bandarískum, en í
þeim blandast saman bakgrunnur
Árna Heiðars í tónlist sem spannar
allt frá klassík, djass, house og yfir
í kvikmyndatónlist. Miðasala fer
fram á midi.is.
Mold Árni Heiðar Karlsson.
Fagnar Mold með
útgáfutónleikum
i d e x . i s – s í m i 4 1 2 1 7 0 0
Með samsettu Larson álklæðningunum frá Alucoil færð
þú það sem þú ert að leita að - slétta álklæðningu sem
lítur ekki út eins og sjórekin olíutunna.
Larson álklæðningarnar sameina styrk, léttleika og
umfram allt eru þær sléttar.
Helstu kostir:
u Eldþolnar
u Léttar og sléttar
u Einstakt veður– og efnaþol
u Burðarkerfi sem henta mismunandi verkefnum
u Hávaða– og hitaeinangrun
u Umhverfisvænar ( endurvinnanlegt efni )
u Fjöldi lita og efnisáferða
u Allt að 20 ára ábyrgð
þegar SLÉTT skal vera SLÉTT
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
ESCAPEPLAN KL.10:30FORSÝND
THOR-DARKWORLD3D KL.5:30-8-10:10
THOR-DARKWORLDVIP2D KL.5:30-8-10:30
BADGRANDPA KL.5:50-8-10:10
GRAVITY2D KL.5:50-8
PRISONERS 2 KL.6-8-9
FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL.6
KRINGLUNNI
ESCAPE PLAN KL. 8 FORSÝND
THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:30 - 8 - 10:30
BAD GRANDPA KL. 5:50
DISCONNECT/HEILABROTINNKL. 5:20 - 10:30
PRISONERS KL. 8
THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30
BAD GRANDPA KL. 5:50 - 8 - 10:10
GRAVITY 3D KL. 5:50 - 8
PRISONERS 2 KL. 8:30 - 10:10
RUSH KL. 6
NÚMERUÐ SÆTI
AKUREYRI
THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30
BADGRANDPA KL. 8
DISCONNECT/HEILABROTINNKL. 5:20
ESCAPE PLAN KL. 10:10 FORSÝND
KEFLAVÍK
THOR-DARKWORLD3D KL.8-10:20
BADGRANDPA KL.8
DISCONNECT KL.10:10
THE HOLLYWOOD REPORTER
ENTERTAINMENT WEEKLY
VARIETY
LOS ANGELES TIMES
BESTA SPENNUMYND ÁRSINS
MYNDIN SEM ALLIR FORELDRAR ÆTTU AÐ
FARA Á MEÐ BÖRNUM SÍNUM
SÝNDÁ
UNDANDISCONNECT
VARIETY
QC
CHRIS
HEMSWORTH
TOM
HIDDLESTON
NATALIE
PORTMAN
ANTHONY
HOPKINS
EMPIRE
TOTAL FILM
VAR BARA BYRJUNIN
FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐU OKKUR JACKASS
MYNDIRNAR KEMUR BAD GRANDPA
FRÁBÆR GRÍNMYND!
FORSÝND Í KVÖLD
★★★★★
Los Angeles Times
★★★★★
The New York Times
★★★★★
Empire
12
L
14
10
FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA THE QUEEN
FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI
LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL & FOUR WEDDINGS
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
94% á rottentomatoes!
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
PHILOMENA Sýnd kl. 5:40 - 7:50
FURÐUFUGLAR 2D Sýnd kl. 5:50
CAPTAIN PHILLIPS Sýnd kl. 6 - 9
ABOUT TIME Sýnd kl. 9
T.V. - BÍÓVEFURINN/VIKAN THE TIMES
EMPIRE
THE GUARDIAN