Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Fyrstu skóflustungurnar voru tekn-
ar í gær að nýju hátæknisetri sem
samheitalyfjafyrirtækið Alvogen
hyggst reisa innan Vísindagarða
Háskóla Íslands. Framkvæmdir
munu hefjast fljótlega, en ÍAV mun
sjá um jarðvegsvinnu. Þegar fram-
kvæmdir verða komnar á fullt munu
um 400 manns vinna við verkið, en
verklok eru áformuð árið 2016.
Þegar starfsemi fyrirtækisins
verður komin á fullt skrið verða til
um 200 ný störf hjá Alvogen, en nú
þegar starfa 45 starfsmenn hjá fyr-
irtækinu hér á landi. Búist er við því
að árlegar tekjur fyrirtækisins hér á
landi verði um 65 milljarðar þegar
fyrstu líftæknilyf félagsins fara á
markað á árinu 2019.
Hátæknisetrið verður um ellefu
þúsund fermetrar að stærð. Heildar-
fjárfesting Alvogen vegna verkefn-
isins er áætluð um 25 milljarðar
króna, þar með talið uppbygging á
aðstöðu á Íslandi fyrir um 8 millj-
arða króna.
Starfsemi Alvogen verður sam-
ofin háskólasamfélaginu í Vatns-
mýri og mun þannig ná að styðja við
og nýta sér rannsóknir og fram-
haldsmenntun, m.a. á sviði lífvís-
inda, lyfjaþróunar, viðskiptaþróun-
ar og verkfræði.
Í tilkynningu frá Alvogen er haft
eftir Róberti Wessman, forstjóra
fyrirtækisins, að hann vonist til að
fjárfesting Alvogen verði innblástur
fyrir önnur fyrirtæki að hefja starf-
semi á Íslandi eða efla frekar núver-
andi starfsemi sína.
Fyrstu skóflu-
stungurnar
að hátæknisetri
Fjárfesting Alvogen 25 milljarðar
Morgunblaðið/Golli
Upphaf Dagur B. Eggertsson, Ró-
bert Wessman og Kristín Ingólfs-
dóttir stungu niður skóflum í gær.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það þurfti að höggva á þennan
hnút. Ekki er hægt að láta varðskip
vera með flakið í togi úti á rúmsjó um
óvissan tíma,“ segir Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafna, en
brunninn skrokkur Fernöndu hefur
verið dreginn að bryggju í Grundar-
tangahöfn í Hvalfirði.
Gísli segir að pláss sé í Grundar-
tangahöfn til að geyma skipið tíma-
bundið. „Við reynum að liðka fyrir
þeim stofnunum sem hafa með þetta
að gera.“
Hafnir bera ábyrgð á mengun inn-
an hafnar. Gísli telur að ekki sé bráð
mengunarhætta. Skipið sé talið stöð-
ugt. Hins vegar sé ljóst að það verði
ekki haffært aftur og því ekkert ann-
að að gera en að fjarlægja úr því allt
sem valdið geti mengun.
Stjórnendur Faxaflóahafna munu
á næstunni ræða við fulltrúa eigenda
skipsins og tryggingafélags um
næstu skref. Eimskip kemur fram
sem umboðsmaður útgerðarinnar.
Segir Gísli að losa þurfi alla olíu úr
skipinu og reiknar hann með að eig-
andi skipsins annist það. Annars
verði það gert á hans kostnað. Síðan
verði skipið afhent til niðurrifs. „Ég
vona að það staldri ekki lengi við á
Grundartanga,“ segir Gísli.
Hann á ekki von á því að hafist
verði handa við að dæla olíu úr því
fyrr en eftir einhverja daga þar sem
slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðis-
ins mæli með að ekki verði farið um
borð nema að vel athuguðu máli.
Mikilvægt að skýra línur
Eftir að eldurinn blossaði upp í
Fernöndu í Hafnarfjarðarhöfn hefur
verið rætt um skyldur þeirrar hafnar
og fleiri til taka við skipum sem
verða fyrir óhöppum. „Það koma
ansi margar stofnanir að þessum
málum og er umhugsunarefni fyrir
þá sem stýra regluverkinu hvernig
best sé að standa að málum til fram-
tíðar. Mikilvægt er að línur séu skýr-
ar,“ segir Gísli.
Í greinargerð og tillögum starfs-
hóps um neyðarhafnir og skipa-
afdrep kemur fram að Helguvík telj-
ist vænlegur kostur til að fást við
mengunaróhöpp á sjó við Suðvest-
urland. Í þeim tilvikum þar sem eld-
eða sprengihætta stafar af farmi
skips sé innanverður Hvalfjörður
líklega fýsilegur kostur. Þá er Hafn-
arfjarðarnöfn nefnd sem hentug
neyðarhöfn í þeim tilvikum þar sem
hvorki er eld- né sprengihætta.
Gísli Gíslason segir að reynslan af
þessu máli sýni að ekki sé hægt að
útnefna neina eina höfn sem neyð-
arhöfn. Meta verði hvert atvik og að-
stæður. Óhöppin geti til dæmis orðið
hvar sem er við landið.
Ljósmynd/Skessuhorn
Hvalfjörður Varðskipið Þór dró Fernanda til hafnar á Grundartanga í gær. Mikill eldur geisaði um borð og mun
flest vera brunnið sem brunnið gat og stendur nánast skrokkurinn einn eftir. Stálið hefur víða svignað vegna hita.
Öll mengunarefni
losuð úr Fernöndu
Skipið fékk tímabundið athvarf í Grundartangahöfn
Ferill Fernöndu
» Eldur kom upp í flutn-
ingaskipinu Fernöndu 30.
október þegar það var statt
suður af Vestmannaeyjum.
Áhöfninni var bjargað.
» Skipið var dregið til Hafn-
arfjarðar 1. nóvember en þá
gaus eldurinn upp á ný.
» Síðan hefur varðskipið Þór
verið með Fernöndu í togi á
Faxaflóa.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, er enn að meta
hvort samningar sem opinberir aðilar hafa gert
vegna uppbyggingar kísilvers á iðnaðarsvæð-
inu á Bakka við Húsavík samrýmast reglum
EES um ríkisstyrki. Bæjaryfirvöld á Húsavík
og atvinnuvegaráðuneytið eru enn að svara við-
bótarspurningum ESA og ekkert liggur fyrir
um það hvenær athugun ESA lýkur. Verkefnið
hangir saman eins og vagnar á lest sem ekki
kemst af stað fyrr en allir eru klárir.
Eftir því sem næst verður komist hefur verið
gengið frá öllum samningum vegna uppbygg-
ingar þýska fyrirtækisins PCC á kísil-
málmverksmiðju á Bakka. Hins vegar eru fyr-
irvarar í öllum samningum og þeir virkjast ekki
fyrr en ýmislegt annað hefur gengið upp. Fjár-
festingarsamningur sem ríkið gerði við fyr-
irtækið er til dæmis háður samþykki ESA og
það er skilningur stjórnvalda að áframhald
málsins bíði niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar.
Sömu sögu er að segja um lóðar- og hafn-
arsamning sem bæjarstjórn Norðurþings
gerði, hann er til athugunar hjá ESA, samhliða
fjárfestingarsamningnum, þótt framkvæmdir
samkvæmt honum taki til hafnar og iðnaðar-
svæðis í heild og nýtist því fleiri fyrirtækjum.
Fyrirvarar í öllum samningum
Fram hefur komið að PCC vinnur að fjár-
mögnun verkefnisins. Talsmaður fyrirtækisins
taldi í sumar að raunhæft væri að ljúka henni í
nóvember, sex mánuðum seinna en áður var
áformað. Það getur þó dregist enn ef svör ber-
ast ekki frá ESA. Samningar um orkukaup eru
svo aftur með fyrirvara um fjármögnun. Því er
ekki hægt að taka endanlegar ákvaraðanir um
virkjanir eða hefja framkvæmdir fyrr en fyr-
irvörum hefur verið aflétt.
Sá dráttur sem orðið hefur á upphafi fram-
kvæmda á Bakka hefur valdið titringi á verk-
takamarkaði. Þannig nefnir forstjóri Ístaks
hana sem eina af ástæðum verkefnaskorts í
framhaldi af Búðarhálsvirkjun en fyrirtækið
mun hafa verið með lægsta tilboð í jarðvinnu á
verksmiðjulóðinni.
Þolinmæði er dyggð
Bergur Elís Ágústsson, bæjarstjóri Norður-
þings, vonast eftir niðurstöðu ESA fyrir lok
ársins og að þá fari verkefnið af stað. „Þetta po-
tast áfram, skref fyrir skref.“ Hann viðurkennir
að farið sé að gæta óþolinmæði. „Við höfum
lært af þessu að þolinmæði er dyggð. Við mun-
um ljúka þessu máli enda snýst það um framtíð
svæðisins,“ segir hann.
Beðið eftir niðurstöðu ESA
Ráðuneyti og sveitarstjóri svara viðbótarspurningum Eftirlitsstofnunar EFTA vegna samninga
um uppbyggingu kísilvers á Bakka Telja ekki hægt að hefjast handa fyrr en niðurstaðan kemur
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þeistareykir Allir þættir fléttast saman.
Þannig eru orkusamningar háðir fjármögnun.
Öðruvísi flísar
Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800
Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is