Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 10
Malín Brand
malin@mbl.is
Helena Eyjólfsdóttir ætlaðialdrei að samþykkja aðskrifuð yrði ævisagahennar. En aldrei skyldi
maður segja aldrei því nú er komin út
bókin Gullin ský – ævisaga Helenu
Eyjólfsdóttur, rituð af Óskari Þór
Halldórssyni. Óskar leit inn á vinnu-
staðinn til Helenu fyrir um tveimur
árum og þá varð ekki aftur snúið.
„Hann sagði að nú yrði bara að skrifa
um Sjallann og þessa sjallastemningu
sem var landsfræg og hann sagðist
tala við fleiri og spurði hvort ég vildi
ekki vera með í því og jú sagði ég. Svo
smátt og smátt gerði ég mér ljóst að
þetta var ekki spjall um Sjallann
heldur var þetta spjall um mig,“ segir
Helena sem er í dag sátt við að hafa
sagt sögu sína.
Ef Óskar hefði ekki verið svona
klókur er ekki víst að þessi saga hefði
verið sögð. „Svo þegar upp er staðið
og við erum búin að þessu þá held ég
að ég sé bara nokkuð sátt við að hafa
komið þessu frá mér því það er oft
svolítið erfitt að fara svona til baka.
En það er mikið gott að þetta er bú-
ið!“
Skemmtilegustu tónleikarnir
Óskar stakk upp á að haldnir
yrðu tónleikar í tilefni af útkomu bók-
arinnar og hélt Helena og fjöldi tón-
listarmanna sem unnið hafa með
henni í gegnum tíðina, tónleika á
Græna hattinum í síðustu viku. Upp-
selt var á tónleikana svo þau héldu
tvenna tónleika sama kvöldið og þá
komst Helena heldur betur í gírinn.
„Ég segi það satt að ég held ég hafi
aldrei notið þess eins að syngja og á
Græna hattinum þarna um daginn
Góðar minningar úr
Sjallanum og Súlnasal
Sextíu ár eru liðin síðan söngkonan Helena Eyjólfsdóttir söng fyrst inn á plötu. Þá
var hún tólf ára gömul. Síðan þá hefur hún sungið inn á fjölmargar plötur og
komið víða við. Hún er ung í anda og hlakkar mikið til tónleika sem hún og fleiri
halda á laugardaginn í Súlnasal Hótel Sögu. Þar verður sko sungið og dansað!
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Tónlist er stór hluti af lífi margra og
er erfitt að hugsa sér lífið án hennar.
Sumir foreldrar fyllast þó skelfingu
þegar börn vilja læra á trommur enda
hlýtur trommusett að vera óvinsæl-
asta hljóðfærið til að eiga í blokk.
Hér á landi eru ýmsir afbragðs-
góðir trommuleikarar og margir
þeirra hófu sinn feril á frumstæðum
trommum. Pottur og sleif hafa líka
dugað sumum fyrst í stað.
Á vefsíðunni www.trommari.is er
að finna ýmiss konar fróðleik um
trommur, trommuleik og íslenska
trommuleikara.
Þar má lesa um prófanir á trommu-
settum og getur það komið að góðu
gagni þegar velja á sett. Hvernig er
sneriltromman, bassatromman og
hvernig hljómar svo gripurinn? Það
er nú kjarni málsins.
Allt um trommur og trommuleik á
síðunni trommari.is.
Vefsíðan www.trommari.is
EPA
Trommað Og hvernig hljómar svo gripurinn?
Allt um trommuleik
Kristján Guðmundsson sögu sína í
Hofi á Akureyri klukkan 20.00 í
kvöld en saga hans er í formi fyr-
irlestrar sem nefnist Gefstu aldrei
upp.
Hinn 18. maí árið 2011 lenti
Kristján í mjög alvarlegu vinnuslysi
þar sem hann var að vinna við
löndun. Fimm fiskikör hrundu ofan
á hann og voru afleiðingarnar
skelfilegar.
Kristján hefur náð undraverðum
árangri eftir slysið enda gefst hann
aldrei upp og hefur barist með já-
kvæðnina að vopni. Kristján segir í
þessum fyrirlestri söguna frá slysa-
deginum til dagsins í dag. Allir eru
velkomnir og er aðgangur ókeypis.
Endilega …
… ekki gefast upp
Sigur Kristján hefur náð undraverð-
um árangri með jákvæðu hugarfari.
Fjarðarkaup
Gildir 7.-9. nóvember verð nú áður mælie. verð
Nauta T-bone .................................. 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Lambafille m/fitu ............................ 3.798 3.998 3.798 kr. kg
Nautahakk,1. fl ............................... 1.298 1.598 1.298 kr. kg
Kjarnafæði reykt&saltað folaldahakk. 898 1.174 898 kr. kg
Kjarnafæði krakkabúðingur, 635 g .... 465 798 465 kr. stk.
Hagkaup
Gildir 8.-10. nóvember verð nú áður mælie. verð
Heill ferskur Holtakjúklingur .............. 749 999 749 kr. kg
Íslandsnaut, piparsteik .................... 2.849 3.799 2.849 kr. kg
Ísfugls kalkúnapylsur, 10 stk. ........... 1.175 1.679 1.175 kr. pk
Grand orange lambafile ................... 4.274 5.699 4.274 kr. kg
Jólabrauð ....................................... 299 379 299 kr. stk.
Kjarval
Gildir 7.-10. nóvember verð nú áður mælie. verð
Frosinn kjúklingur ............................ 698 898 698 kr. kg
Goða hamborgarar m. brauði, 4 stk... 899 1.029 899 kr. pk
SS grískt lambalæri ......................... 1.998 2.569 1.998 kr. kg
FP eldhúsrúllur, 4 stk. ...................... 449 495 449 kr. pk
FP uppþvottavélatöflur, 40 stk. ......... 499 598 499 kr. pk.
Krónan
Gildir 7.-10. nóvember verð nú áður mælie. verð
Folaldagúllas eða snitsel.................. 1.399 1.998 1.399 kr. kg
Folalda innralæri ............................. 2.299 3.298 2.299 kr. kg
Folalda piparsteik............................ 2.298 3.298 2.298 kr. kg
Folaldafille...................................... 2.598 3.898 2.598 kr. kg
Folaldalundir................................... 3.289 4.698 3.298 kr. kg
Nóatún
Gildir 8.-10. nóvember verð nú áður mælie. verð
Lamba prime úr kjötborði ................. 2.998 3.798 2.998 kr. kg
Lambalæri úr kjötborði..................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg
Ungnautafille úr kjötborði ................. 3.678 4.598 3.678 kr. kg
Nóatúns grísahamborgarhryggur ....... 1.414 1.698 1.414 kr. kg
ÍM kjúklingabringur .......................... 2.198 2.469 2.198 kr. kg
Þín verslun
Gildir 7.-10. nóvember verð nú áður mælie. verð
Folaldagúllas úr kjötborði ................. 1.998 2.498 1.998 kr. kg
Folalda innralæri úr kjötborði............ 2.498 2.998 2.498 kr. kg
Folaldasnitsel úr kjötborði ................ 1.998 2.498 1.998 kr. kg
Folaldafile úr kjötborði ..................... 2.998 3.998 2.998 kr. kg
Helgartilboðin
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
með þessum frábæru hljómlist-
armönnum, að rifja upp þessi
skemmtilegu lög og skemmtilega
tíma. Ég vona að þetta verði líka
svona á Hótel Sögu,“ segir söng-
konan og vísar þar til stóru tón-
leikanna sem haldnir verða á laug-
ardaginn.
Súlnasalurinn og böllin
Það er engin tilviljun að Súlna-
salurinn skyldi verða fyrir valinu því
þarna spiluðu og sungu
Helena og eig-
inmaður hennar
heitinn, Finnur
Eydal, um helg-
ar á árum áður.
Þau leystu hús-
band staðarins
af frá 1982 til
1984 og svo aftur
árið 1986. Þess
vegna varð staðurinn
fyrir val-
inu. „Mig
langaði
svo að
bjóða
fólki á svona huggulegan stað, þar sem
það gæti setið við dúkuð borð og keypt
sér vínglas eða kaffibolla og dansað
svolítið á eftir,“ segir Helena og við-
urkennir að hún hlakki mikið til tón-
leikanna.
„Þessir tónleikar verða dálítið
öðruvísi en fólk á von á. Ég er ekki að
taka þessi gömlu lög öll sem ég er búin
að vera að syngja inn á plötur heldur
er ég að rifja upp lögin sem við spil-
uðum á böllunum og höfðum svo gam-
an af sjálf að flytja. Þetta vekur svona
upp góðar minningar,“ segir hún.
Hvítir mávar
Fjölmörg lög urðu mjög vin-
sæl í flutningi Helenu og má þar
til dæmis nefna Hvíta máva og Í
rökkurró. Þau lög mun hún sann-
arlega syngja líka, enda ekki annað
hægt.
„Ég syng alltaf Hvíta máva, ég
þarf að gera það og ég geri það alveg
með glöðu geði en það er bara dá-
lítið erfitt fyrir mig að syngja
það lag ein því að þetta er
tvísöngslag. Mixingin í
laginu varð svo röng
þannig að yfirröddin
heyrist meira og allur al-
menningur syngur það
sem laglínuna. Svo þegar
ég lendi í því að syngja
þetta ein þá bara sé ég
það á svipnum á fólki að
það heldur að ég kunni
ekki lagið,“ segir Hel-
ena og hlær við tilhugs-
unina.
Það verður eflaust
gaman fyrir áheyrendur
að ferðast með söngkonunni
Helenu Eyjólfsdóttur þrjátíu
ár aftur í tímann og jafnvel
lengra aftur. Þær eru fáar
Helena
Eyjólfsdóttir
L
jó
sm
yn
d/
M
ag
nú
s
In
gi
m
ar
ss
on