Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 4
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Landsmenn eru ekki fyrr búnir að
klára jólabjórsbirgðirnar þegar
næsti árstíðarbjór ryður sér til
rúms.
Sölu á jólabjór
lauk á mánudag-
inn, en sala á
þorrabjór hefst
á bóndadaginn,
24. janúar. Giss-
ur Kristinsson,
vínráðgjafi hjá
Vínbúðinni, seg-
ir sölu á þorra-
bjór þó vera langtum minni en
jólabjór.
„Það er búið að sækja um að
selja átta tegundir, en við höfum
ekki fengið neitt af þeim í hús
ennþá. Við vitum því ekkert um
hvers konar bjór þetta er, en þetta
eru sömu aðilar og í fyrra; Ölgerð-
in, Vífilfell, Bruggsmiðjan [Kaldi],
Steðji og Gæðingur,“ segir Gissur,
en tegundirnar voru sex í fyrra.
Hann segir þróunina þá að bjóða
upp á árstíðabjór, en auk þeirra
tegunda sem hafa verið taldar upp
má nefna að páskabjór, sumarbjór
og októberfestbjór hefur verið til
sölu á Íslandi undanfarin ár. Hann
segir útlit fyrir aukið framboð á
öllum árstíðabundnum bjór.
33.000 lítrar af þorrabjór
Gissur segir að í fyrra hafi selst
rúmir 33.000 lítrar af þorrabjór.
„Þetta er miklum mun minna en
jólabjórinn, það verður ekki al-
gjört æði eins og um jólin.“ Salan
stendur yfir í mánuð, frá bónda-
degi til konudags. „Til sam-
anburðar seldust 616.000 lítrar af
jólabjór í fyrra og 573.000 lítrar
árið 2012.“ Allt árið í fyrra seldust
18.653.000 lítrar af áfengi, þar af
14.000.000 lítrar af lagerbjór.
„Þorrabjór er tiltölulega nýr á
markaðnum, það eru ekki nema
nokkur ár síðan hann kom fyrst.
Það sama má segja um sumarbjór-
inn, það byrjaði bara sem einn
bjór.“ Hann segir árstíðabundna
bjórinn skiljanlega hægja á sölu á
öðrum bjór. „Staðan er örugglega
sú hjá mörgum að þeir keyptu mik-
ið af jólabjór sem þeir svo eiga
eitthvað inn í árið. Síðan selst eitt-
hvað minna þangað til þorrabjór-
inn kemur.“
Þorrabjórinn í
verslanir 24. janúar
33.000 lítrar af þorrabjór seldir í fyrra
Gissur Kristinsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þessi hækkun á raforkuverði kem-
ur sér illa fyrir dreifbýlið. Vissu-
lega koma niðurgreiðslur á móti en
menn þurfa að nálgast þetta heild-
stætt. Það er í sjálfu sér engin
lausn ef auknum stuðningi fylgir að
orkuverðið hækki strax í kjölfarið.
Slíkt kalla ég að bíta í skottið á
sér,“ segir Kristinn Jónasson, bæj-
arstjóri í Snæfellsbæ.
Fresta hluta hækkunar
Orkuverð, samkvæmt gjaldskrá
RARIK, hækkaði um áramótin.
Heilt yfir er hækkunin um 2% en
kemur misjafnlega niður. Í þéttbýl-
inu er engin breyting hvað áhrærir
verð á rafmagni til almennra nota. Í
sveitunum hækkar gjaldskráin hins
vegar og að jafnaði um 4,5%.
„Enn er þörf fyrir sérstaka
hækkun í dreifbýli, en með tilliti til
aðstæðna í þjóðfélaginu hefur
stjórn RARIK ákveðið að fresta
hluta hækkunar þar,“ segir í frétt á
vefsetri fyrirtækisins. Þetta telur
fólk út um land bagalegt. Í því sam-
bandi er nefnt að þar sem rafmagn
er notað til húshitunar á meðal-
stóru einbýlishúsi sé kostnaðurlið-
ur sem alla muni um.
„Í dreifbýlinu hér, það er Stað-
arsveit, Breiðuvík og gamla Fróð-
árhreppnum, er rafmagnshitun
ráðandi og við vitum af óánægju
fólks þar,“ segir Kristinn Jónasson.
En nú eru breytingar í vændum.
Stuðningur við dreifbýlið er meg-
inþráðurinn í frumvarpi til laga um
breytingu á lögum um jöfnun
kostnaðar við dreifingu raforku.
Iðnaðarráðherra lagði frumvarpið
fram skömmu fyrir jól og bíður það
nú umfjöllunar Alþingis. Útfærslan
málsins í frumvarpinu er sú, að inn-
heimt verði sérstakt jöfnunargjald
á hverja selda kílówattstund.
Dreifiveitur myndu innheimta
gjaldið, sem yrði 30 aurar á kíló-
vattstund. Hafi orkufyrirtækin hins
vegar heimild til þess að skerða
orkuna, t.d. hjá magnkaupendum,
er gjaldið 10 aurar á kílówattstund.
Aldrei umfram
hæsta þéttbýlisverð
„Viðmiðið er að raforkuverð í
dreifbýli verði aldrei hærra en
hæsta verð í þéttbýlinu,“ segir
Benedikt Guðmundsson hjá Orku-
stofnun. Í dag er kostar kílóvatt-
stundin úti í sveitunum 8,29 kr. hjá
RARIK borið saman við að kwst. hjá
Orkuveitu Reykjavíkur fer hæst í
5,67 kr.
„Í dag er á ári hverju úr 250
milljónum kr. að spila til að jafna
orkukostnaðinn. Markmiðið með
hækkun þessa jöfnunargjalds á alla
kaupendur er að á ári hverju verði
einn milljarður króna til skiptanna
og að það myndi nást á tveimur til
þremur árum.“
Benedikt ætlar að í dag sé árs-
kostnaður við rafhitun á 150 fer-
metra einbýlishúsi, eins og algeng
eru til sveita, að teknu tilliti til nýj-
ustu hækkana, um 280 þúsund á ári
án niðurgreiðslna. Sé miðað við
hæsta þéttbýlisverð, það er hjá OR,
væri þessi tala um 90 þúsund krónum
lægri. Að teknu tilliti til niður-
greiðslna er mismunurinn 43 þús. kr
en stefnt er að, með jöfnunargjald-
inu, að þessi mismunur verði að engu.
Þörf á meiri hækkun í dreifbýli, segir RARIK Bitið í skottið á sér, að mati sveitarstjórnarmanns
Niðurgreiðslur verða auknar samkvæmt lagafrumvarpi, sem nú er til meðferðar á Alþingi
Rafmagnsverð hækkar í sveitum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Raforka Raforkuverð hækkaði um
2% að jafnaði um áramótin.
Almennur skilafrestur á tilnefningum (ábendingum) vegna Blaðamanna-
verðlauna ársins 2013 er til FÖSTUDAGSINS 17. JANÚAR 2014 KL 12:00.
Eins og áður eru verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir:
Viðtal ársins 2013
Umfjöllun ársins 2013
Rannsóknarblaðamennska ársins 2013
Blaðamannaverðlaun ársins 2013
Almenningur getur komið með tilnefningar með því að fara inn á vef Blaða-
mannafélagsins www.press.is á þar til gert tilnefningarsvæði. Tilgreina þarf
nafn blaðamanns eða blaðamanna, miðil, hvað tilnefnt er fyrir, hvenær það
birtist og rök fyrir tilnefningunni.
Einnig er hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu
Blaðamannafélags Íslands í Síðumúla 23, 108 Reykjavík, ásamt gögnum
með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Dómnefnd mun síðan fara yfir
tilnefningarnar og tilkynna um verðlaunahafa 8. febrúar nk.
Blaðamannaverðlaun
2013
Blaðamannafélag Íslands
Svell er víða á gangstígum. Í þéttbýlinu er búið að
sanda eða salta víðast hvar. Öruggast er þó að vera vel
búinn til fótanna og göngubroddar auka öryggið.
Í dag er spáð norðaustan og norðan 13-20 m/s norð-
vestan til en annars víða 5-13 m/s. Hiti verður yfirleitt
0-7 stig og mildast verður syðra.
Svell og klakabunkar gera fótgangendum erfitt fyrir
Morgunblaðið/Golli
Það er erfitt að fóta sig á svellinu
Anna Lilja Þórisdóttir
Hólmfríður Gísladóttir
Ljóst er að opinberir starfsmenn
eru margir orðnir langeygir eftir því
sem þeir telja eðlilega leiðréttingu
launa og munu leitast við að ná
henni fram í þeim kjaraviðræðum
sem nú standa yfir.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formað-
ur Bandalags háskólamanna, segir
að margt verði á borðinu, m.a. þurfi
að skoða launamuninn milli opin-
bera markaðarins og almenna mark-
aðarins og innbyrðis mun milli ein-
stakra hópa. Hún segir að frá hruni
hafi verið lögð áhersla á að hækka
lægstu laun en sú nálgun dugi ekki
lengur.
„Ef þú ætlar að hafa metnaðar-
fullan vinnumarkað og byggja á
störfum í tæknigeira og á grundvelli
menntunar, þá getum við ekki unnið
þannig til lengdar. Þá þurfum við að
huga að samkeppnishæfum launum
fyrir háskólamenntaða,“ segir hún.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, for-
maður Félags framhaldsskólakenn-
ara, segir komið að ögurstundu hvað
varðar kjör kennara en félagið á nú í
samningaviðræðum um endurnýjun
kjarasamnings sem rennur út í lok
þessa mánaðar. Hún segir kjörin
dragbít á skólastarf í landinu.
„Það blasa við mjög erfiðir kjara-
samningar; eins og staðan er núna
lítur þetta ekki vel út. Launabilið
sem þarf að brúa er orðið svo stórt,“
segir hún. Aðalheiður segir kennara
gera þá kröfu að bilið verði brúað í
þessum samningaviðræðum en þeir
séu opnir fyrir ýmsum útfærslum,
t.d. hvað varðar lengd samningsins.
Hún segir ekki koma til greina að
semja á svipuðum nótum og gert var
á almenna vinnumarkaðnum.
Dugir ekki að horfa
bara á lægstu launin
Framhaldsskólakennarar vilja leiðréttingu í næsta samningi
Kjör kennara
» Grunnlaun nýútskrifaðs
framhaldsskólakennara eru
um 300.000 á mánuði og
meðal-mánaðarlaun í stéttinni
eru um 390.000.
» Krafa framhaldsskólakenn-
ara er að launakjörin verði
sambærileg og hjá skyldum
hópum hjá ríkinu sem eru með
áþekka menntun.