Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 8
Skjáskot/Götusýn ja.is
Úrskurður Í götusýn ja.is má m.a. sjá bílnúmer bíls sem er lagt skammt frá
innkeyrslunni að heimili forstjóra Persónuverndar.
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Stjórn Persónuverndar mun á næsta
fundi sínum fjalla um hvort fyrirtækið
ja.is hafi farið að úrskurði Persónu-
verndar um að fyrirtækið afmái per-
sónugreinanlegar upplýsingar úr svo-
kallaðri 360° götusýn sinni.
Í götusýninni er hægt að slá inn
heimilisfang og sjá myndir af viðkom-
andi húsi og umhverfi þess.
Í úrskurði Persónuverndar frá 23.
ágúst 2013 var komist að þeirri nið-
urstöðu að þessi myndbirting væri
heimil, að því gefnu að einungis væru
birtar ópersónugreinanlegar upplýs-
ingar og að afmá ætti persónuupplýs-
ingar í því efni sem þegar hafi verið
birt.
Úrskurðurinn var skýr: „Því [skal]
afmá persónugreinanlegar upplýs-
ingar af myndunum fyrir birtingu
þeirra, nánar tiltekið andlit þeirra
einstaklinga og skráningarmerki
þeirra ökutækja sem þar koma fyrir,“
segir í úrskurðinum. Já skuli sjá til
þess að allar myndir á vefnum séu
ópersónugreinanlegar.
Samkvæmt úrskurðinum frá í
ágúst bar fyrirtækinu að senda Per-
sónuvernd staðfestingu á því að fyr-
irmælunum í úrskurðinum hefði verið
fylgt eigi síðar en 1. október síðastlið-
inn.
Slík staðfesting hefur ekki borist
Berist ekki staðfesting frá fyrirtæk-
inu á allra næstu dögum verður málið
tekið fyrir í stjórn Persónuverndar.
Andlit og númer greinileg
Örlítil athugun Morgunblaðsins á
götusýninni hefur leitt í ljós að ja.is
hefur alls ekki fjarlægt öll andlit og
bílnúmer úr götusýninni.
Í Morgunblaðinu á mánudag birtist
mynd úr götusýninni sem sýndi andlit
fólks sem var að ganga niður Lauga-
veginn í Reykjavík sem og skráning-
arnúmer bíla sem lagt var við götuna.
Dæmin eru mun fleiri.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, for-
stjóri Já, sagði í viðtali við Morgun-
blaðið á mánudag að fyrirtækið færi
eftir úrskurðinum. Einhver frávik
gætu þó orðið, fólk gæti látið vita af
þeim og fyrirtækið myndi bregðast
hratt við ábendingum.
Persónuvernd
fjallar aftur um
götusýn ja.is
Ekki staðfest að farið hafi verið eftir
úrskurði Frestur rann út 1. október
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014
Björn Bjarnason skrifar á Evr-ópuvaktina um væntanlega
skýrslu Hagfræðistofnunar um
stöðu Íslands gagnvart ESB og að-
ildarviðræðunum. Hann bendir á
að mikilvægt sé að
upplýst verði hvers
vegna viðræðuferl-
ið hafi orðið allt
annað og miklu
lengra en aðild-
arsinnar héldu
fram í upphafi.
Hann getur þess að samfylking-arfólk láti „eins og þennan
seinagang megi skýra með töfum
af hálfu Jóns Bjarnasonar sem sat
í embætti sjávarútvegsráðherra til
31. desember 2011.“
Og Björn bætir við: „Stein-grímur J. Sigfússon hafði
ekki setið nema fáeina daga í emb-
ætti sem eftirmaður Jóns þegar
hann hélt til Brussel, í janúar
2012, til að leggja áherslu á að
hraða yrði viðræðum um sjávar-
útvegs- og landbúnaðarmál. Allt
kom fyrir ekki. Þessar viðræður
hófust ekki fyrir lok kjörtímabils-
ins.
Hvað réð þessum töfum? Vissistækkunardeild ESB að það
jafngilti slitum á viðræðunum ef
fulltrúar hennar kynntu kröfur
ESB á hendur Íslendingum í land-
búnaðar- og sjávarútvegsmálum?
Vissu fulltrúar Íslands að færu
þeir fram með skilyrðin í áliti
meirihluta utanríkismálanefndar
myndu ESB-menn ekki geta rætt
málið frekar?
Óhjákvæmilegt er að þessumspurningum sé svarað í
skýrslu Hagfræðistofnunar Há-
skóla Íslands,“ segir Björn, og
bætir við að borin von sé að Íslend-
ingar öðlist rétt til varanlegrar
sérstöðu utan hinnar sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu ESB.
Björn Bjarnason
Mikilvægar
spurningar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.1., kl. 18.00
Reykjavík 4 léttskýjað
Bolungarvík 1 alskýjað
Akureyri 2 rigning
Nuuk -3 alskýjað
Þórshöfn 6 alskýjað
Ósló 6 skýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Helsinki 2 skúrir
Lúxemborg 10 léttskýjað
Brussel 11 léttskýjað
Dublin 7 skúrir
Glasgow 7 skúrir
London 12 léttskýjað
París 11 alskýjað
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 10 skýjað
Berlín 8 heiðskírt
Vín 5 þoka
Moskva 0 þoka
Algarve 16 skýjað
Madríd 13 skýjað
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 12 heiðskírt
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -28 snjókoma
Montreal -13 snjóél
New York -14 heiðskírt
Chicago -21 skýjað
Orlando 3 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:10 16:00
ÍSAFJÖRÐUR 11:47 15:33
SIGLUFJÖRÐUR 11:31 15:15
DJÚPIVOGUR 10:47 15:22
Japan-ríkisólarinnar
Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir9. - 20. október
Kynningarfundur verður haldinn 9. janúar kl. 20:00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Ferð til þessa fornfræga menningarríkis, spannar óteljandi möguleika
til að sjá og sinna því sem hugurinn girnist.Víða má sjá fornar
borgir, alda og árþúsunda gamla garða og söfn, minjar frá ýmsum
menningarskeiðum, iðandi nútímaborgir - og svo er það ilmurinn frá
víðfrægri, japanskri matargerðarlist.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með mikinn við-
búnað við Höfðatorg í gær eftir að tilkynnt var um eld
á 20. hæð turnsins að Katrínartúni 2. Enginn eldur
reyndist í byggingunni en í ljós kom að mótor fyrir
loftræstingu hafði brunnið yfir og við það myndast
reykur. Ekki var talið að reykurinn hefði valdið
skemmdum, þar sem einungis var um þunna reykj-
arslæðu að ræða.
„Viðvörunarkerfið virkaði og það sem mikilvægast
er: fólkið í húsinu hlustaði á viðvörunarbjöllurnar,“
sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali
við mbl.is. Hann sagði það eina forsendu þess að slökkvistarf gengi vel fyr-
ir sig að hús væru rýmd fljótt og örugglega, of algengt væri að fólk sæti
kyrrt þegar brunabjöllur færu í gang. Jón sagði eldvarnir góðar í turn-
inum en þar væri m.a. búið að leggja aukakapla þannig að fjarskipti
gengju vel og svo væri til staðar sérstök slökkviliðslyfta með sér rafstöð.
Mikill viðbúnaður þegar mótor brann yfir
Höfðatorg.