Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 12

Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Á þessu ári verða liðin 400 ár frá fæðingu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Afmælisins verður minnst með margvíslegum hætti, einkum í Hallgrímskirkju í Reykja- vík en einnig í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd. Þar var Hallgrímur síðast prestur. Hann lést árið 1674, ekki er vitað um fæðingardaginn. Hefur því dán- ardægrið, 27. október, oft ver- ið haft fyrir af- mælisdag. „Það verður mikil og nær samfelld dagskrá hjá okkur sem stendur yfir allt árið,“ segir Birgir Ásgeirsson, prestur við Hallgríms- kirkju og prófastur í Reykjavík vestur. „Við minntumst þessa at- burðar strax á nýársdag en síðan verða föstukvöld hjá okkar alla föstuna, alla miðvikudaga í mars. Þá fáum við hingað fyrirlesara. Einnig er gefin út lítil bók um Hall- grím sem Karl Sigurbjörnsson skrifar en hann hefur gegnum tíð- ina rannsakað Hallgrím mikið. Og í haust verður röð af fræðslu- erindum um skáldið. Ýmsir aðilar koma að þessari dagskrá, þ. á m. tónlistarfólk, svo má nefna Stein- unni Jóhannesdóttur sem skrifað hefur bók um þau hjón, Hallgrím og Guðríði Símonardóttur.“ Nefnd hefur starfað að því í kirkjunni í hálft ár að undirbúa af- mælið. Birgir verður sjálfur með hugvekjur snemma á sunnudögum í sumar og reiknar með að Hall- grímur og verk hans komi þar mjög við sögu. Þess má geta að hefð er fyrir því í upphafi nærri hverrar predikunar í Hallgrímskirkju að farið sé með vers eftir skáldið. „Hann var andlegur risi í okkar menningararfi og brautryðjandi, hann var mjög róttækur vegna þess að málfarið sem hann beitir er svo einfalt að það er auðskilið enn í dag. En á hans tímum var málfarið yfirleitt ekki auðvelt fyrir okkur, þetta var einhver skolladanska sem var komin í gang á þessum tíma.“ Og þótt hann ræði mikið syndina sé það einnig mikilvægt að Hall- grímur mildi ávallt boðskapinn með því að minna á fyrirgefningu Guðs. Baldinn strákur í æsku Fram kemur á Vísindavefnum að Hallgrímur þótti nokkuð baldinn í æsku. Segir síra Vigfús Jónsson frá Hítardal, sem skrifaði ævisögu Hallgríms, að hann hafi að sumra sögn komist „í einhvörja ólempni fyrir kveðskap eður þesskonar ung- gæðishátt hjá fyrirkvenfólki á stólnum.“ [Hólastól þar sem Hall- grímur ólst að mestu upp.] Hallgrímur stundaði nám í Kaup- mannahöfn og var fenginn til þess að hressa upp á kristindóm Íslend- inga sem leystir höfðu verið úr ánauð í Alsír eftir að hafa verið herleiddir þangað eftir Tyrkjarán- ið 1627. Guðríður Símonardóttir, seinna uppnefnd Tyrkja-Gudda, var meðal þeirra. Hún var gift kona og mun eldri þegar þau Hallgrímur kynntust í Kaupmannahöfn en þau felldu hugi saman. Hallgrímur var vígður árið 1644 til prests á Hvalsnesi á Reykjanesi. og veittur Saurbær á Hvalfjarð- arströnd árið 1651. En árið 1665 varð hann holdsveikur, lét af prest- skap 1668 og dó að Ferstiklu 27. október 1674.Frægasta verk hans eru Passíusálmarnir, um píslarsögu Krists. Sálmurinn Um dauðans óvissan tíma (Allt eins og blómstrið eina) er ásamt Passíusálmunum frægasta trúarljóð Hallgríms og hefur lengi verið sunginn við jarð- arfarir á Íslandi. Minnst 400 ára afmælis Hallgríms á árinu  Nær samfelld dagskrá verður í Hallgrímskirkju í Reykja- vík yfir allt árið til heiðurs höfundi Passíusálmanna Morgunblaðið/Ómar Myndræn Hallgrímskirkja í Reykjavík er tígulegt guðshús, hún er þekkt og vinsælt viðfangsefni ljósmyndara, innlendra sem erlendra. Hallgrímur Pétursson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tækifærin vestur á fjörðum eru fjölmörg og séu þau í anda þeirra markmiða sem við störfum eftir kemur vel til greina að leggja þeim lið. Stundum þarf raunar ekki mikið þannig að góðar hugmyndir geti orð- ið að atvinnutækifærum. Ég nefni þar veiðina, stundum er sagt að 40 til 50 laxar veiddir á stöng geti skapað eitt ársverk við þjónustu,“ segir Orri Vigfússon, formaður stjórnar NASF, Verndarsjóðs villra laxa- stofna. Í gær var kynnt úttekt á tækifær- um í ferðaþjónustu á svæðinu sem Gústaf Gústafsson markaðs- fræðingur hefur unnið. Þar er farið yfir sviðið og möguleikarnir kort- lagðir. Þurfa sterkari innviði „Ferðaþjónustan er orðin önnur mikilvægasta stoð atvinnulífsins á Vestfjörðum. Hin stoðin er sjávar- útvegurinn og ég veit ekki hvort er beinlínis æskilegt að þjónusta við ferðamenn verði umsvifameiri þátt- ur,“ sagði Gústaf þegar hann kynnti skýrslu sína í gær. Í skýrslunni segir þó að möguleikarnir séu fyrir hendi en þá þurfi innviðirnir á svæðinu að vera sterkir, svo sem samgöngur. Umgjörð greinarinnar þurfi að taka mið af þörfum þeirra sem sinna þjónustu við ferðamenn – og þol- inmótt fjármagn þurfi til uppbygg- ingar. Fjöldi gistinátta er ágætur mæli- kvarði á hvernig ferðaþjónustan gengur. Óhætt er að segja að í þeim efnum hafi orðið sprenging á Vest- fjörðum. Árið 2003 voru nætur þess- ar rösklega 67 þúsund en voru rösk- lega 129 þúsund 2012. Það er 92% aukning – en á landsvísu er þessi fjölgun á sama tímabili 88%. Þá telja ráðgjafarfyrirtæki að um 62 þúsund útlendingar hafi lagt leið sína vestur í hittifyrra og ferðaþjónustan á svæðinu hafi á því ári velt alls 1,8 milljörðum króna. Í skýrslu sinni reifar Gústaf að það standi ferðatengdri starfsemi á Vestfjörðum fyrir þrifum að sam- göngur þar séu ekki nógu góðar. Dýrafjarðargöng, sem eru komin á vegaáætlun, geti breytt miklu. Sömuleiðis fleiri afþreyingarkostir. Þá þurfi kynning á svæðinu að vera yddaðri en nú er. Umhverfisvottun undir merkjum Earth Check geti miklu breytt í því sambandi, enda velji æ fleiri ferðamenn að sækja heim staði sem bjóða sjálfbæra þjón- ustu. Morgunblaðið/Kristinn Ferðaþjónusta Lítið þarf stundum til svo góðar hugmyndir verði atvinnu- tækifæri, segir Orri Vigfússon, sem vill blása til sóknar á Vestfjörðum. Vilja votta Vestfirði  Gistigestum fjölgað um 92% á áratug  40-50 laxar skapa eitt ársverk VE ST UR LA ND SV EG UR VÍKURVEGUR ÞÚ SÖ LD VÍ NL AN DS LE IÐ Nýtt þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) opnaði að Vínlandsleið 16 í Grafarholti þann 2. janúar sl. SÍ annast framkvæmd sjúkra- og slysatrygginga. Frekari upplýsingar: • Þjónustuver SÍ – Vínlandsleið 16, Reykjavík • www.sjukra.is • Réttindagátt – mínar síður á www.sjukra.is • sjukra@sjukra.is • Sími 515-0000 Nýtt þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands opnaði 2. janúar SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS VÍNLANDSLEIÐ 16 150 REYKJAVÍK Verið hjartanlega velkomin á nýjan stað á nýju ári! Aðeins munaði 22 tonnum á ársafla tveggja frystitogara Brims hf. í fyrra en þeir slógust um hvor yrði afla- hæstur. Kleifaberg RE, einn elsti frystitogari flotans, hafði vinninginn og var með 11.246 tonn upp úr sjó en Brimnes RE var með 11.224 tonn, þar af um 3.000 tonn af makríl, sam- kvæmt fréttavefnum aflafrettir.is. Afli af þessari stærðargráðu, yfir 11.200 tonn af bolfiski á skip, mun vera met, samkvæmt heimildum. Kleifaberg RE er 40 ára gamall togari og dregur eitt troll en Brim- nes RE er 12 ára og dregur tvö troll. Aðalvélin í Brimnesi RE er um 8.000 hestöfl en um 3.000 hestöfl í Kleifa- bergi RE. Togkraftur Brimness RE er um 98 tonn á móti 43 tonnum hjá Kleifabergi RE. Skipstjórar á Kleifabergi RE eru Víðir Jónsson og Sæmundur Árnason. En hvað skýrir þennan góða árangur? „Það er góð kvótastaða, við höfum leyfi til að veiða,“ sagði Sæmundur. „Svo þarf að koma þessu öllu í gegn- um vinnsluna. Til þess þarf góðan mannskap.“ Sæmundur sagði að góð áhöfn væri lykilatriði, þetta væri ekki hægt nema að hafa góða kalla. Tvær áhafnir eru á Kleifabergi RE og eru 26 um borð í einu. Mikill stöðugleiki hefur verið í áhöfn togarans og lítl breyting orðið á mannskapnum í mörg ár. Flestir úr áhöfninni eru frá Ólafsfirði og Akureyri og hafa fylgt skipinu frá því það var gert út frá Ólafsfirði. „Þeir kunna þetta orðið,“ sagði Sæmundur. Hann sagði að skipulag á milli- dekkinu á Kleifabergi RE, þar sem vinnslan fer fram, væri einfalt og það skipti máli. Hægt er að koma mikl- um afla í gegn á skömmum tíma. Ákveðið hefur verið að gera Kleifaberg RE út eitthvað áfram og er verið að taka togarann í gegn um þessar mundir, að sögn Sæmundar. Mála og gera fínt. gudni@mbl.is Fertugur togari varð aflahæstur  Kleifaberg RE fiskaði 11.246 tonn Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kleifaberg RE Skipið var með 22 tonnum meira en Brimnes RE.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.