Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 25

Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Fyrir lítil samfélög úti á landsbyggðinni er mjög mikilvægt að þau fái notið þeirra auðlinda sem eru inn- an seilingar hjá þeim. Lífsbaráttan er hörð hjá strandbyggðunum og hverju og einu sveitarfélagi veitir ekki af að halda vel utan um sitt. Ég nefni hér sem dæmi Bíldudal sem er lítið en dugmikið bæjarfélag sem komist hefur í sögubækurnar fyrir að vera fyrirmyndarsam- félag. Bílddælingar eru listrænt, hugmyndaríkt sómafólk. Bíldudal- ur er eitt fegursta bæjarstæði landsins og stendur við Arn- arfjörð. Hér áður fyrr höfðu heimamenn einir rétt til veiða á rækju úr Arn- arfirðinum eins og hlýtur að telj- ast besti kosturinn það sem eng- inn annar bær liggur að firðinum. Nú hinsvegar eru breyttar reglur og stór hluti rækjukvótans er nýttur af bát sem gerir út frá Þingeyri og landar afla sínum þar. Ekki er við útgerðarmanninn að sakast heldur hefur kerfið brugð- ist. Úthlutun kvótans á eingöngu að vera bundin við heimamenn eins og áður var. Ég tel að þarna sé vitlaust gef- ið, eins og reyndar víðar í okkar annars ágæta fiskveiðikerfi. Á meðan aflinn dreifist svona er enginn grundvöllur til vinnslu rækju á Bíldudal og ekki heldur á Þingeyri. Frá Bíldudal hafa verið stundaðar rækjuveiðar frá 1938 verksmiðja er til staðar og dug- mikið fólk til að taka að sér vinnslu. Á veiðar á rækju frá Bíldudal ætti því að vera komin hefð. Lítið mál væri fyrir stjórn- völd að bæta úr þessu með að úthluta bátn- um frá Þingeyri þorskkvóta í staðinn fyrir rækjuna og selja heimamönnum á Bíldudal rækjukvót- ann á sanngjörnu verði. Annað eins hef- ur nú verið gert. Annað sem nefna má er að miklir dugn- aðarmenn hafa stofn- að fyrirtæki á Bíldu- dal, Arnarlax, og eru miklar vonir bundnar við það. Allt er til staðar: áratuga reynsla, fjármagn og samningar til framtíðar. Ég tel að það ætti að veita þessu fyrirtæki einkarétt á nýtingu fjarðarins til fiskeldis. Nú hefur Fjarðarlax leyfi en hefur enga starfsemi á Bíldudal. Það er ekki í samræmi við gefin fyrirheit og furðulegt að þetta aðkomufyrirtæki skyldi reyna að bregða fæti fyrir Arn- arlax sem er í eigu heimamanna. Og það nýjasta er að Þingeyringar eru búnir að sækja um leyfi til fiskeldis í Arnarfirði, þeim dugar ekki Dýrafjörðurinn sem Þingeyri liggur við. Þetta getur ekki gengið svona, að um leið og bæjarfélag reynir að rísa upp sé troðinn niður af því skórinn. Svona dæmi má finna víða um land, þessi litlu samfélög sem skipta landið svo miklu vant- ar öfluga talsmenn og þurfa á skilningi ráðamanna að halda. Strandbyggð- irnar berjast fyrir lífsbjörginni Eftir Ómar Sigurðsson Ómar Sigurðsson »Hefð ætti að vera komin á rækjuveiðar frá Bíldudal, en þær hafa verið stundaðar þaðan síðan 1938. Höfundur er skipstjóri. Forseti Alþjóðahafrannsókna- ráðsins varaði við auknu fiskeldi í opnum sjókvíum á ársfundi ráðs- ins í Reykjavík á nýliðnu hausti. Ríkisend- urskoðun í Nor- egi tekur í sama streng og segir stjórnun og eft- irlit með fiskeldi þar í landi ekki ráða við þann vanda sem við er að etja. Vís- indamenn við mörg hundruð háskóla og virtar rannsóknastofn- anir um allan heim eru að rann- saka og leita lausna á neikvæðum afleiðingum laxeldis í sjó. Mánu- daginn 6. janúar skýrðu fjölmiðlar frá lögreglurannsókn hjá laxeld- isfyrirtækinu Norway Royal Sal- mon vegna umhverfisslyss þar sem 68.000 laxar sluppu úr sjókví- um. Forsvarsmenn hjá öðru stóru, norsku eldisfyrirtæki, Grieg Sea- food, voru dæmdir fyrir efnahags- glæp og forsvarsmaður þess ákærður fyrir að bera ljúgvitni til að leyna laxalúsafaraldri. ESB hefur hafið rannsókn á stjórnsýslu írskra stjórnvalda í kringum fisk- eldisáform og fyrir að halda leyndum upplýsingum um laxa- lúsafaraldur. Frá meðalstóru lax- eldisfyrirtæki í Noregi geta borist um þrjátíu milljónir lúsa á hverj- um sólarhring út í umhverfið og lagst á villta laxfiska með hræði- legum afleiðingum. Eitt virtasta vottunarmerki á matvælum í heimi „Slow Food“ afturkallaði nýlega vottorð fyrir laxeldi í sjó og lýsti því yfir að afurðirnar stæðust ekki sjálfbærniskröfur merkisins. Loks má geta þess að til að verja orð- spor sjávarafurða sinna hafa yf- irvöld í Alaska bannað allt laxeldi í sjó í lögsögu ríkisins. ORRI VIGFÚSSON, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna. Fiskeldi í opnum sjókvíum er hættulegt Frá Orra Vigfússyni Orri Vigfússon Mikil og áhugaverð aukning hefur orðið á ferðamannastraumi til Íslands síðastliðin ár og er hvað áhugaverðast að fylgjast með þeirri aukningu sem hefur átt sér stað yfir vetrarmán- uðina. Samkvæmt sam- antekt Ferðamálastofu (Ferðaþjónusta á Ís- landi í tölum, apríl 2013) var aukningin 23,5% árið 2012 en gert er ráð fyr- ir enn frekari aukningu í ár. Við sáum umfjöllun í blöðunum um líf í miðbæ Reykjavíkur á jóladag þar sem flestir voru víst ferðamenn en hver man ekki eftir því að það hafi ekki þurft meira til en Evróvisjón til þess að tæma allar götur og torg í borginni? Ætli Reykjavík sé ekki að fara í gegnum ákveðið þroskastig heimsborga og þess vegna finnum við fyrir aukinni eft- irspurn í þjónustu og veitingastaði sem ferðamenn sækjast í alla daga ársins. Þessi tekjuaukning er okkur öll- um kærkomin og má án efa þakka faglegu framtaki margra þeirra herferða sem hafnar hafa verið. Þar má til dæmis nefna verkefni Íslandsstofu, Ísland allt árið eða Inspired by Iceland. Í það minnsta heyri ég marga erlenda ferðamenn tala um þetta verkefni og þá um- fjöllun sem það hefur fengið í þeirra heimalandi. Það sem er umhugsunarvert er sú staðreynd að sú mikla vinna sem hefur farið í að hvetja ferða- menn til þess að heimsækja landið allan ársins hring hefur ekki ennþá skilað sér til allra þjónustuaðila innanlands. Það er sjálfsagt að þegar miklar og hraðar breytingar eiga sér stað fylgi ekki öll þjónusta og markaðstengd atriði í kjölfarið fyrr en nokkru síðar. Slíkt ein- skorðast ekki við ferðaþjónustuna heldur svo margt annað. Þegar tölur Ferðamálastofu eru betur skoðaðar kem- ur í ljós að lang- flestir ferðamenn heimsækja höf- uðborgina, eða um 95% allra ferða- manna, bæði að vetri til og sumri. Sá staður sem hlýtur annað sæti er hinn svokallaði Gullni hringur eða Þing- vellir, Geysir, Gull- foss en ríflega 70% allra ferðamanna heimsækja þessa staði yfir sumarmánuðina og rúm- lega 60% yfir veturinn. Þessar töl- ur koma svo sem ekki á óvart mið- að við það að íslensk náttúra, menning og saga skora langhæst þegar spurt er út í áhrifaþætti þess að ferðamenn komi til Ís- lands. Hvaða þjónustu erum við að bjóða uppá á öðrum fjölsóttasta ferðamannastað á landinu? Það hefur mikið verið rætt um að auka salernis- og bílastæðaaðstöðu. Þjónusta vöru og veitinga er orðin til fyrirmyndar við Geysi og margt gott starf verið unnið þar. Það eina sem hefur kannski gleymst að skoða er hvernig ferðamönnum gengur að komast til og frá þess- um stöðum að vetri til. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er Gullni hringurinn ruddur alla daga vikunnar nema þriðjudaga og laug- ardaga. Hvað tekur þá við? Und- irrituð keyrir nær daglega milli Reykjavíkur og Nesjavalla og tals- vert hefur verið um að ferðamenn hafi lent í vandræðum á bílum sín- um þennan vetur á Mosfellsheiði og Þingvallavegi. Sjálf er ég á vel búnum bíl og ávallt með reipi, startkapla og skóflu í bílnum til þess að grípa til þegar þess er þörf sem hefur orðið ansi oft síðastliðna tvo mánuði. Veturinn hefur verið snjóþyngri í ár en það breytir því ekki að við vorum viðbúin því að fleiri ferðamenn færu um þessa vegi heldur en í fyrra og árið þar á undan. Það er jafnvel að finna frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar um það að 7% aukning hafi mælst í umferð um hringveg milli nóv- embermánaða 2012 og 2013. Það er auðvitað skiljanlegt að Vegagerðin, sveitarfélögin og ríkið þurfi að setja sér markmið og út- búa áætlun fyrir mokstur vega á veturna en spurningin er hvort ekki sé kominn tími til að endur- skoða þessa áætlun. Við vitum það vel að snjókoma og ísing gera sér ekki dagamun og þess vegna er spurning hvort annarsvegar sé þörf á að hreinlega loka Gullna hringnum á þriðjudögum og laug- ardögum eða hvort við viljum halda honum opnum alla daga yfir vetrarmánuðina? Það hljóta að koma nokkrir fimmtudagar og mánudagar sem ekki er þörf á mokstri og því spurning hvort nýta megi það framlag sem áætlað var á þá daga fyrir þá þriðjudaga og laugardaga sem þörf er á að ryðja veginn. Ég hvet þá sem að þessari ákvörðun koma til þess að endur- skoða þjónustuna við ferðamenn okkar því með því að sinna mokstri á fjölfarnasta ferðamannavegi landsins þegar þörf krefur erum við ekki aðeins að auka þjónustu og standa við loforð um Ísland allt árið heldur mun það einnig draga úr slysahættu og þeim kostnaði sem fylgir því að björgunarsveitir og lögregla þurfi að koma ferða- mönnum til aðstoðar á þriðjudög- um og laugardögum. Ísland allt árið nema þriðjudaga og laugardaga Eftir Sigurlaugu Sverrisdóttur » Það er sjálfsagt að þegar miklar og hraðar breytingar eiga sér stað fylgi ekki öll þjónusta og markaðs- tengd atriði í kjölfarið Sigurlaug Sverrisdóttir Höfundur er eigandi og fram- kvæmdastjóri ION Hotel ehf. Bréf til blaðsins VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is Bridsdeild Breiðfirðinga Sunnudaginn 4/1 var fyrsta spila- kvöld hjá okkur á nýju ári. Spilaður var eins kvölds tvímenningur. 20 pör mættu til leiks. Hæsta skor kvölds- ins í N/S. Haraldur Sverriss. - Þorl. Þórarinss. 250 Karl Karlss. - Sigurður R. Steingrímss. 241 Austur/Vestur Guðm. Sigursteinss. - Unnar Guðmss. 271 Ólöf Ingvarsd. - Sigrún Andrews 258 Næsta sunnudagskvöld verður spilaður eins kvölds tvímenningur. En sunnudaginn 19/1 hefst fjögurra kvölda tvímenningskeppni. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.