Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 ✝ Þóra Kjart-ansdóttir fædd- ist í Reykjavík 8. maí 1944. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi þann 25. desember 2013. Foreldrar hennar voru Kjartan Ingi- marsson, bílstjóri og forstjóri, f. 2.1. 1919, d. 12.2. 2013 og Sigurbjörg Unn- ur Árnadóttir, húsmóðir, f. 9.7. 1921 d. 23.7. 1981 Þóra var elst fimm systkina: 1. Ingimar Kjartansson, f. 11.5. 1948, 2. Jón Kristján Kjart- ansson, f. 23.3. 1953, d 10.11. 2002, 3. Kristinn Árni Kjart- ansson, f. 1955, d. 19.9. 2009, 4. Björg Vigfúsína Kjartansdóttir, f. 17.12. 1964. Þóra giftist 1. júní 1963 Guð- mundi H. Karlssyni, f. 7.12. 1932, d. 30.6. 2010, frá Reykja- vík. Foreldrar hans voru Vil- 1985, eiginkona Ríkey Jóna Ei- ríksdóttir, f. 25.1. 1986, eiga þau tvö börn. 4. Kjartan Ísak, f. 26.2. 1971, giftur Ernu Vigdísi Ing- ólfsdóttur, f. 28.3. 1971. Börn þeirra eru: Margrét, f. 19.3. 1995, og Ingólfur, f. 5.7. 2002. Frá árinu 1963 til 1967 vann Þóra heima við hárgreiðslu, var með afdrep í húsnæðinu fyrir starfsemina. Árið 1967 stofnaði Þóra ásamt eiginmanni sínum Guðmundi eigið smá- og heild- sölufyrirtæki sem þau ráku til ársins 1973. Þá gerðist Þóra dagmamma auk þess sem hún fór að prjóna lopapeysur fyrir „Hildu“. Í kringum 1981 ákvað Þóra svo að fara að vinna utan heimilis. Fyrst hóf hún af- greiðslustörf í söluturninum Suðurveri svo í Z brautum og gluggatjöldum. Árið 1986-7 fór hún að vinna á dagheimilinu Hamraborg í Grænuhlíð þar sem barnabörnin hennar þrjú voru. Árið 1995 fór hún svo á dagheimilið Hulduheima og starfaði þar allt til áramótanna 2012-2013 þegar hún byrjaði í veikindaleyfi sem varði allt árið. Útför Þóru fer fram frá Laug- arneskirkju í dag, 8. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. hjálmur Karl Guð- mundsson, læknir, f. 9.1. 1903, d. 29.8. 1944 og Þuríður Benediktsdóttir, f. 20.6. 1906, d. 31.1. 1987. Börn Þóru og Guðmundar eru: 1. Karl, f. 3.4. 1963, börn Karls eru: Guðmundur Hall- dór, f. 11.1. 1991, Anna Kristín, f. 26.10. 1999 og Marlís Jóna Þór- unn og Hafsteinn Úlfar, f. 6.6. 2004. 2. Þuríður Saga, f. 26.6. 1965, börn hennar eru: Þóra Ýr Björnsdóttir, f. 21.4. 1983 og Halldór Einir Guðbjartsson, f. 7.5. 1985. Eiginkona: Hulda Magnúsdóttir, f. 18.10. 1985, eiga þau tvö börn. 3. Sigurbjörg Unnur, f. 2.11. 1967, gift Bjarna Þór Óskarssyni, f. 19.8. 1955. Barn þeirra er Helga Bjarney, f. 28.2. 1995, einnig á Sigurbjörg Karl Víði Magnússon, f. 25.6. Þetta er erfitt verk, það að kveðja tengdamóður mína Þóru Kjartansdóttur er mjög erfitt fyrir mig. Það er líka svo óraunverulegt að hún sem var alltaf svo hraust, hress og dug- leg sé nú látin aðeins 69 ára gömul. Hún lést úr hvítblæði, erf- iðum hæggengum sjúkdómi sem þó dró hana svo hratt nið- ur þegar lyfin voru hætt að gera sitt gagn. Hún var áður búin að sigrast á öðru krabba- meini og innst inni vonaði mað- ur alltaf að hún myndi líka sigra þennan sjúkdóm, en það erum við sem ákveðum en guð sem ræður. Margir vina Þóru höfðu lítið vitað af veikindum hennar en það er vegna þess að þegar hún heyrði í þeim sem hringdu eða komu þá var hún ekkert að kvarta eða íþyngja þeim með áhyggjum af sér, þannig var hún hún bara gerð. Ég hef um hana Þóru enda- lausar minningar um góða, duglega og skemmtilega konu sem gat bókstaflega gert allt. Hún prjónaði og saumaði, smíð- aði, þæfði ull, skar út í tré, ræktaði tré, dansaði og bakaði og ég veit ekki hvað og hvað. Hún þekkti endalaust mikið af fólki og í starfi sínu sem fóstra kynntist hún mörgum börnum sem öll kölluðu hana ömmu, og foreldrum þeirra. Þegar maður ætlaði að skjót- ast með henni í búðina tók það lágmark klukkutíma því alls staðar þekkti hún fólk sem stoppaði og gaf sig á tal við hana. Ég var heppin að eignast svona góða tengdamömmu, það er ekkert sjálfgefið. Hún tók mér alltaf sem einu af sínum börnum nema með forréttind- um því ég fékk aldrei neinar skammir eða afskiptasemi. Hún var hinsvegar alltaf til staðar eins og góð vinkona og við átt- um samleið til dæmis í and- legum málum, draumum og hugleiðslu, um þau mál gátum við rætt saman tvær því það eru ekki svo margir sem hafa sama skilning og áhuga á þeim efnum og við höfðum. Börnunum mínum var hún góð og hlý og þau eins og önn- ur börn sóttu í samveru með henni því hún hafði svo góða nærveru og sýndi þeim mikla þolinmæði og kenndi þeim margt gott og gagnlegt sem þau munu búa að alla ævi. Það var gott fyrir þau að hafa hana svona í næstu götu alveg þar til síðasta vor þegar hún flutti í nýju fínu íbúðina sína á Strik- inu í Garðabæ. Það er synd að hún hafi ekki getað fengið lengri tíma þar því hún naut sín mjög vel í góðum félagsskap fólksins sem hún kynntist í Jónshúsi og þjónustan sem þar er í boði fyrir íbúa er til fyr- irmyndar. Ég er samt alveg viss um að Guðmundur eiginmaður hennar hefur verið glaður að taka á móti henni á jóladag og þau hafa getað sameinast í jólaboði með foreldrum Þóru og bræðr- um hennar Kristjáni og Árna og öllum hinum sem á undan eru gengnir. Þetta hafa eflaust verið þeim falleg jól og við ylj- um okkur við þá tilhugsun. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég og þakka Þóru fyr- ir allt, hún hefur nú bæst í hóp góðu englanna sem vaka yfir okkur. Erna Vigdís Ingólfsdóttir. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og þakka þér sér- staklega fyrir hvað þú hefur alltaf verið mér góð. Ég gat alltaf komið til þín eða bara hringt og spjallað og er ég mjög þakklát fyrir það. Það var alltaf gaman að koma til þín og afa því þið höfðuð alltaf svo skemmtilegar sögur að segja og það var líka alltaf nóg að gera hjá ykkur. Ég man uppi í bústað hjá ykkur að þegar afi var búinn að henda manni framúr voru alltaf nýbakaðir nískuklattar á borð- inu og svo var maður farinn út í lóð að hjálpa til eða drullu- malla. Þegar ég kom stundum í heimsókn upp á leikskóla til þín sá maður alltaf hvað öllum þótti vænt um þig enda ekki annað hægt, þú varst alltaf svo dugleg og hress og lést aldrei slæma hluti hafa áhrif á þig. Þú hefur alltaf verið með svo stórt hjarta og alltaf viljað gera öllum vel og settir alla aðra í forgang. Ég gæti skrifað heila bók með öll- um minningunum um þig, elsku amma mín, en það sem er mik- ilvægast er að þú munt alltaf vera til staðar í hjartanu mínu og ég mun aldrei geta gleymt þér. Elsku amma Kella, hvíldu í friði og við munum alltaf halda minningu þinni á lífi svo lengi sem við munum lifa. Helga Bjarney Bjarnadóttir. Mikið er erfitt að kveðja þá sem maður elskar. Ótal minn- ingar sem koma upp en samt svo erfitt að koma þeim í orð. Ég var fyrsta barnabarn ömmu og afa og var sennilega dekruð eftir því. Amma kallaði mig sólargeislann sinn og var svo góð og ljúf við mig alla tíð og vildi allt fyrir mig gera. Stundum voru farnar óhefð- bundnar leiðir þegar komið var að uppeldinu, það kom fyrir að rimlarúmið var borið fram í stofu svo ég þyrfti ekki að vera ein inni í herbergi og snuðinu dýft í rauðvín. Ég var svo heppin að fá að ferðast mikið með ömmu og afa þegar ég var lítil og fékk því að sjá og upplifa meira en flestir á mínu reki á yngri árum. Þegar ég var 6 ára hafði ég komið til 10 landa, fengið blóðnasir í hin- um ýmsu ostabúðum í Þýska- landi, gefið gíraffakaramellu- popp og skoðað mini-europe, þökk sé þeim. Þegar ég var leið eða þreytt var amma alltaf með opinn faðm og oftar en ekki smá tásunudd, þetta átti ekki bara við á yngri árum heldur vel fram á fullorðinsárin. Amma mín var ein dugleg- asta kona sem ég hef hitt á lífs- leiðinni, þrátt fyrir að vera í fullri vinnu, reka stórt heimili, sinna börnum og barnabörnum ásamt hinum ýmsu áhugamál- um man ég aldrei til þess að amma hafi kvartað undan þreytu eða lagt sig. Hún hafði endalausa orku og þolinmæði fyrir okkur öll, alltaf. Þegar kom að því að spila við okkur barnabörnin lærði maður fljótt að amma var tapsár, það tapsár að hún svindlaði svellköld á okkur í veiðimanni. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að, þú átt svo stór- an hlut í hjarta mínu og allar þær minningar sem við eigum saman. Elsku yndislega amma mín, mikið sakna ég þín, hvíldu í friði og knúsaðu afa frá mér. Þóra Ýr. Elsku Þóra okkar. Þú varst búin að berjast lengi og af miklu æðruleysi í þínum veikindum. Mikið var á þig lagt og áföllin mörg í gegn- um árin. Við kynntumst þér þegar þú byrjaðir að vinna í Hulduheim- um fyrir 16 árum og þú þá rétt rúmlega fimmtug, ungleg og hress. Þú hafðir unnið lengi í leikskóla, rekið verslun og fleira. Þú varst með eindæmum listfeng, allt lék í höndunum á þér og nutum við og börnin góðs af því. Alltaf varst þú mætt rétt rúmlega sjö á hverj- um morgni öll árin og kvartaðir aldrei um þreytu eða annað, þótt árunum fjölgaði. Margir starfsmenn og börn kölluðu þig ömmu Þóru og vildir þú hafa það þannig. Þú litaðir aldeilis heim okkar í Hulduheimum og var alltaf gaman að vera í kringum þig og mikið hlegið. Þú hóaðir okk- ur saman í allskonar föndur eftir vinnu, heim til þín að smíða og borða góðan mat, dróst okkur í göngutúra og bauðst þá upp á snafs. Við tölum nú ekki um alla draumana sem þú réðir fyrir starfsmenn og bollaspárnar. Eins þegar þú bauðst okkur í fallega og sögulega bústaðinn til ykkar Guðmundar. Þar var heilt safn af hlutum frá því í gamla daga sem mjög gaman var að skoða, m.a. gömlu af- sláttarmiðarnir, gleraugu, sím- stöð eins og var í fyrirtækjum hér áður fyrr og stóra lóðin sem þið höfðuð ræktað og gert að ævintýralandi. Meira að segja enskur símaklefi, gjöf frá Guðmundi sem hann kom með úr einni siglingunni. Þú áttir líka hugmyndina að því að við myndum hitta gamla vinnufélaga sem í dag er ómet- anlegt. Tóta heitin var með okkur í fyrra skiptið og þú varst líka með okkur núna í haust, þegar við hittumst. Þið greindust báðar með krabba- mein á sama tíma og núna er- um við búin að missa ykkur báðar, skarðið er stórt á okkar vinnustað. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Þóra, við þökkum þér fyrir vináttuna og elskuna til okkar allra í Hulduheimum og fyrir alla umhyggjuna til barnanna. Við vonum að þér líði vel núna og að þú sért búin að hitta hann Guðmund þinn. Við eigum eftir að sakna þín alltaf og erum öll betri mann- eskjur sem höfum fengið að kynnast þér. Hvíl í friði og Guð geymi þig. Elsku Karl, Þuríður Saga, Sigurbjörg Unnur, Kjartan Ísak og fjölskyldan öll. Við sendum ykkur einlægar sam- úðarkveðjur. Í hjartans ein- lægni fyrir hönd starfsmanna í Hulduheimum, Bryndís Markúsdóttir leikskólastjóri. Þóra Kjartansdóttir ✝ Jens RagnarNikulásson fæddist í Reykjavík 10. júní 1955. Hann lést á heimili sínu Engelbrektsgatan 137, Borås í Svíþjóð 9. desember 2013. Foreldrar hans voru Jóhanna Mar- grét Þórarinsdóttir húsmóðir, fædd í Reykjavík 8. ágúst 1934, d. 8. nóvember 1969, og Nikulás Klásen Andrés Jensson, bóndi, fæddur í Sviðnum á Breiðafirði, 18. apríl 1935, d. 11. mars 2004. Seinni kona Nikulás- f. 5. nóvember 1959, Kristján Valby Gunnarsson, f. 18. júlí 1962, og Unnar Valby Gunn- arsson, f. 18. júlí 1967. Jens kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Louise Nikulasson, 30. desember 2006. Louise er fædd 9. maí 1947 í Svíþjóð. Börn Louise af fyrra hjónabandi, stjúpbörn Jens: (a) Sanna Thor- in, f. 2. febrúar 1971, gift Jonas Thorin, þeirra barn er Melker, fæddur 30. september 1998, (b) Pernilla Gustavsson, f. 23. febr- úar 1973, d. 15. maí 2010. Börn Pernilla eru Alexander Gust- avsson, f. 15. mars 1991 og Evel- ina Gustavsson, f. 26. janúar 1993, en hennar börn eru Sofie, f. 13. maí 2009, og Isabelle, f. 28. júní 2012. Útför Jens Ragnars fer fram frá kapellunni í St. Sigfrids grif- tegård í Borås 8. janúar 2014 kl. 15. ar er Aðalheiður Lilja Sigurð- ardóttir, f. 11. apríl 1941. Systkini Jens eru bræður: Kristinn Eyberg Nikulásson, f. 31. desember 1957, og Þórhallur Nikulásson, f. 7. maí 1965, hálf- systkini: Jakob Guðnason, f. 22. janúar 1950, Jónína Ragn- arsdóttir, f. 22. febrúar 1952, og Dagbjört Kristín Nikulásdóttir, f. 13. janúar 1977, stjúpsystkini: Sigrún Elísabet Gunnarsdóttir, Elsku Jenni. Mikið var sorg- legt að fá þær fréttir að þú værir dáinn. Gott er að minnast þess hvað glaður þú varst þegar við komum og heimsóttum þig í haust þar sem litlu stelpurnar hennar Evelínu, dótturdætur Louise, konu þinnar, trítluðu í kringum þig og sú yngri klifraði upp í fangið á þér og setti húfuna sína á þig brosandi. Þótt þú eignaðist ekki eigin börn tóku börnin í fjölskyldunni ástfóstri við þig. Þeim fannst alltaf gaman að vera í kringum þig. Öllum sem kynntust þér þótti vænt um þig. Alltaf munum við minnast þín með hlýju í hjarta og hversu lífsglaður þú varst þrátt fyrir baráttu við erf- iða sjúkdóma megnið af þínu lífi. Innlagnir á sjúkrahús voru margar á ári hverju en það lýsir þínum dugnaði og þrautseigju að um leið og þú útskrifaðist varstu mættur á verkstæðið hjá Wärt- silä Diesel þar sem þú vannst í 18 ár og varst mikils metinn starfs- kraftur og vel liðinn af starfs- fólkinu. Við kveðjum þig öll með söknuði, elsku Jenni. Nú hvílir þú í friði og laus við langvarandi þrautir. Guð geymi þig og varð- veiti. Aðalheiður L Sigurðar- dóttir, (Mamma Lillý) og systkini. Jens Ragnar Nikulásson mág- ur minn er látinn um aldur fram, eftir löng og erfið veikindi. Jenni, eins og hann var ávallt kallaður í fjölskyldunni, var að komast á unglingsár þegar ég hitti hann fyrst. Þá í foreldrahúsum í Svefneyjum á Breiðafirði. Á þeim tíma var búið með kýr og sauðfé í Svefneyjum, auk hlunn- indanna fugls og sels. Næstu ár- in var þetta vettvangur Jenna að sinna bústörfum með öðru heim- ilisfólki en grunnskólaganga var að Reykhólum og í Stykkishólmi. Jenni var hægur, hafði skoð- anir á mönnum og málefnum en gerði ekki ágreining. Talaði vel um náungann, var jákvæður þrátt fyrir mikið mótlæti. Hann bjó sig undir framtíðina í eyj- unum, keypti skip til hey- og fjárflutninga og hraðskreiðan gúmmíbát með utanborðsvél til að skjótast milli eyja. Til enn frekari undirbúnings fór Jenni í Bændaskólann að Hólum og var þar einn vetur. Mér er í minni að þar smíðaði Jenni skúffu aftan á traktor sem átti eftir að létta vinnuna. Ekki þurfti lengur að tengja vagn aftan í traktorinn þó farið væri niður að sjó til að sækja pöntunina sem komin var með Flóabátnum Baldri eða hvaðeina smálegt sem flytja þurfti. Það má segja að þó það ætti ekki fyrir Jenna að liggja að búa í eyjunum til langrar fram- tíðar þá gerði hann ýmislegt til að verða betur undirbúinn til þeirra verka. Geta má þess að skúffan góða úr Hólaskóla hefur eignast marga afkomendur í Vestureyjum. Fjölskyldan brá heilsársbú- setu í Svefneyjum haustið 1979 og flutti búferlum til Svíþjóðar. Jenni kom ekki aftur nema sem gestur og það ekki oft. Ekki var annað að sjá og heyra en Jenna líkað lífið vel í Svíþjóð. Hann lærði rennismíði og lengst af vann hann hjá Nohab-diesel við sitt fag. Þarna stjórnaði Jenni tölvustýrðum rennibekkjum. Líkamlegt erfiði var ekki mikið, aðstæður allar til mikillar fyrir- myndar. Á þessum árum naut Jenni sín. Eignaðist bát, bíl og hús. Hann sigldi eins og sönnum eyjamanni sæmir. En það dró af honum. Veturinn sem Jenni var að Hólum veiktist hann af Addison- veiki og var hann háður lyfjum upp frá því. Seinna fékk hann sykursýki. Veikindi leiddu til þess að hann fékk slæm fótasár og taka þurfti af honum annan fótinn. Hann fékk gervifót en var bundinn hjólastól undir það síð- asta. Vegna ýmissa sýkinga og hjartaveilu þurfti hann oft að dvelja á sjúkrahúsi. Jenni kvaddi þennan heim á heimili sínu eftir langa og linnulitla baráttu. Eftir á er gott til þess að hugsa að hafa hitt Jenna á heim- ili hans í október sl. og átt með honum stund en þá fórum við Jonný, systir hans, í heimsókn. Hann var mjög veikur, en þrátt fyrir það kátur, gerði að gamni sínu, rifjaði upp liðna daga. Jens Ragnar kvæntist Louise Karin Ann-Sofi 30. desember 2006 sem hann hafði þá búið með í nokkur ár. Með Louise eign- aðist Jenni fjölskyldu þar sem voru börn hennar og barnabörn af fyrra hjónabandi og gott heimili. Þegar við heimsóttum þau í október var á heimilinu til skammrar dvalar dótturdóttir með tvær dætur og var greini- legt að þær voru Jenna miklir gleðigjafar. Louise var hans stoð og stytta í veikindunum en undir það síðasta þurfti hann aðhlynn- ingu fagfólks sem kom á heimilið á örfárra klukkustunda fresti. Blessuð sé minning Jens Ragnars Nikulássonar frá Svefn- eyjum á Breiðafirði. Finnur Jónsson. Í minningu míns kæra vinar, Jens Ragnars Nikulássonar. Ég kynntist Jens þegar ég var aðeins unglingur og hann var rúmlega tvítugur. Hann var skemmtilegur ungur maður og léttur í lund. Ég var mjög náinn hans stóru fjölskyldu frá Svefn- eyjum og í mörg ár var hann sem stóri bróðir minn. Þó hann eign- aðist því miður ekki eigin börn var hann mjög barngóður og reglulegur heiðursmaður. Í mörg ár þjáðist hann af banvænum veikindum en missti aldrei sitt jákvæða viðhorf til lífsins. Ég mun ætíð muna hann fullan af sjarma og hlátri við stýrið á bátnum sínum á björtum sum- ardegi. Hvíldu í friði, kæri Jens, þú ert aftur ungur, frískur maður á ferð inn í ljósið. Ég mun ætíð varðveita minningarnar um þig og þakka ánægjulegar samveru- stundir. Þinn vinur að eilífu, Esther O’Hara. Jens Ragnar Nikulásson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.