Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 38

Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 venjulegar, kínverskar konur,“ seg- ir Kitty. Það er enda í anda verk- efnis hennar því þátttakendur í því eru sjálfboðaliðar, eingöngu konur og það „venjulegar“ konur, þ.e. ekki fyrirsætur, leikkonur eða konur með reynslu af því að koma fram fyrir framan kvikmyndatökuvélar. Með gjörningum sínum leggur Kitty áherslu á að konur eigi að vera sáttar í eigin skinni, líða vel í líkama sínum og losa um hvers kon- ar hömlur, finna frelsi sköpunar- innar og njóta hennar í góðra kvenna hópi. Kitty heldur tökustað og þema hvers þáttar leyndu fram á síðustu stundu. Þátttakendur fá að vita hvað stendur til þegar á töku- stað er komið. Kitty segir konurnar sækjast eftir þátttöku af ólíkum ástæðum og hún fái til liðs við sig afar fjölbreytta hópa, ólíkar konur með ólíka lífsreynslu sem geri vinn- una afar ánægjulega. Og hug- myndaflugi Kitty virðast engin tak- mörk sett, ef marka má þættina sem finna má á vef verkefnisins, theweirdgirlsproject.com. Sjón er sögu ríkari. Spurð að því hversu margir þætt- ir hennar séu orðnir segist Kitty telja að þeir séu orðnir 25, að með- töldum mörgum sérþáttum sem hún hefur unnið að beiðni fyrirtækja og samtaka, m.a. Converse, Bláa lóns- ins og UN Women. „Ég hef unnið þætti hér á landi, í Kína, Þýskalandi og Mexíkó og á nú í viðræðum um gerð þáttar í Malasíu. Þá hefur mér verið boðið að taka þátt í ýmsum hátíðum, m.a. í Póllandi,“ segir Kitty. Upplýstar marglyttur á ís Kitty er með mörg járn í eldinum því hún vinnur einnig að ljósainn- setningu sem verður afhjúpuð á Vetrarhátíð í Reykjavík sem haldin Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Breska listakonan Kitty Von Some- time mun taka upp næsta þátt sinn í myndbandagjörningaverkefninu Weird Girls Project hér á landi og vill fá viðurkennda, íslenska fata- hönnuði til samstarfs við sig. Síðasti Weird Girls-þátturinn hér á landi var tekinn upp í Bláa lóninu júlí 2012 en Kitty hefur farið víða um lönd við gerð þátta sinna, m.a. til Kína þar sem hún gerði þrjá þætti fyrir skóframleiðandann Converse og vann þar m.a. með íslenska fata- hönnuðinum Munda. Hóf hún þar með innreið sína í grein sem hún kallar „fashion film“, tískukvik- myndir eða -stuttmyndir, myndir þar sem unnið er með verk tísku- hönnuða á skapandi hátt út frá ákveðinni tískulínu. Kitty segir slík- ar myndir hafa slegið í gegn á und- anförnum árum þar sem áhorf- endur sjái um að dreifa þeim og deila á netinu. Mundi hafi m.a. gert nokkrar slíkar myndir. „Tískukvik- myndir geta falið í sér stutta sögu með persónum sem klæðast föt- unum eða myndir á borð við þær sem ég geri með sjónrænu konsepti og ánægjulegar á að horfa,“ segir Kitty. Stílfært út frá þema „Ég mun taka upp í ákveðnum stíl og á ákveðnum stað sem mig hefur lengi langað til að taka á. Ég er komin með 25-30 konur í verk- efnið eins og staðan er. Ég er að leita að viðurkenndum hönnuði því ég þarf að fá einhvern með breitt úrval verka og vil að allt verði stíl- fært með ákveðið þema í huga og út frá tískulínu: hárgreiðslur, grímur, hárkollur, andlitsfarða o.s.frv. Mig hefur langað að vinna þessa mynd í um eitt og hálft ár. Converse- þættirnir voru fyrsta skrefið hjá mér og ástæðan fyrir því að ég vildi vinna með Converse í Kína er sú að fyrirtækið notar bara venjulegt fólk í tískumyndatökur sínar, fólk af götunni og hjólabrettafólk m.a. og verður 6.-15. febrúar nk. Mun hún þar sýna stóra ljósskúlptúra, upp- lýstar marglyttur unnar úr LED- perum og glertrefjum, ofan á ís- stöllum, eins og hún lýsir því. Mar- glytturnar verða fimm talsins og staðsettar í miðborginni. Þessir skúlptúrar munu fara víðar, til Færeyja og Bretlands og segir Kitty að þeir verði fleiri í Bretlandi en á Íslandi. Ekki er þó allt upp talið því í sumar verður frumsýnd heimild- armynd eftir Brynju Dögg Frið- riksdóttur, I Want to be Weird, sem fjallar um Kitty og Weird Girls-verkefnið. Brynja hefur fylgt Kitty eftir í nokkur ár með hléum og verður myndin sýnd á RÚV og hefur auk þess verið seld sjónvarps- stöð í Póllandi. Þá mun hún að öll- um líkindum verða sýnd í Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og á alþjóð- legum kvikmyndahátíðum. Í lóni Úr einum af þáttum Weird Girls-verkefnis Kitty Von Sometime, sér þætti sem gerður var fyrir Bláa lónið og var tekinn upp í lóninu. Furðufljóð og íslensk fatahönnun  Kitty Von Sometime leitar íslenskra fatahönnuða fyrir næsta þátt gjörningasyrpunnar Weird Girls Project  Sýnir ljósainnsetningu á Vetrarhátíð  Heimildarmynd um Kitty frumsýnd í sumar Ljósmynd/Egill Bjarki Skapandi Kitty býr á Íslandi og hef- ur vakið athygli víða um heim fyrir Weird Girls-verkefnið. Bandarískir fornleifafræðingar á vegum Fíladelfíuháskóla hafa fund- ið gröf sem talin er vera gröf egypska faraósins Sobekhotep I., og þykir um afar merkan fund að ræða. Ríkti hann í þrjú ár, fyrstur konunga 13. konunsveldisins en það fór með völdin í ríkinu á árunum 1781-1650 fyrir Krist. Gröfin fannst um 500 km fyrir sunnan Kaíró. Grafhýsi faraósins var reist úr gulum kalksteini, yfir því var reist- ur píramídi sem nú er að mestu horfinn en vegleg grafarþróin er úr rauðum kvarssandsteini. Meðal þess sem komið hefur í ljós er árit- uð lágmynd með nafni konungsins, prýdd mynd af honum, og leifar íláta sem á sínum tíma hafa geymt innyfli konungsins, auk ýmissa ann- arra hluta. Í frásögn af fundinum í The Art Newspaper segir að ráðherra forn- leifa í Egyptalandi vonist til þess að uppgraftrarsvæðið verði opnað al- menningi sem fyrst, þótt uppgreftri á svæðinu verði ekki lokið. Fleiri merkar minjar hafa nýlega fundist í landinu. Nærri Luxor fundu japanskir fornleifafræðingar glæsilega skreytta gröf embættis- manns sem hefur séð um korn- birgðir og bjórgerð fyrir hæst- ráðendur um 1100 fyrir Krist. Hvílustaður Hin mikla grafþró Sobekhotep I. faraós sem kom í ljós. Vegleg gröf faraós kemur í leitirnar Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Hvernig heyrir þú? 1. Ef kliður er, áttu þá erfitt með að ná því sem er sagt? 2. Hváirðu oft? 3. Hækkarðu oft það mikið í sjónvarpi eða útvarpi að öðrum finnst það óþægilegt? 4. Finnst þér aðrir muldra? 5. Hefurðu són í eyrunum? 6. Biðurðu aðra stundum um að segja þér hvað var sagt á fundum sem þú varst á? 7. Áttu erfitt með að skilja það sem er sagt við þig síma? 8. Áttu erfitt með að heyra sömu hljóð og aðrir heyra, svo sem fuglasöng? 9. Hefurðu verið að staðaldri í miklum hávaða og þá sérstaklega í vinnunni? 10. Heyrirðu varla þegar dyrabjallan eða síminn hringir? 11. Finnst þér auðveldara að skilja raddir karla en kvenna? Hafirðu svarað játandi einhverjum af þessum spurningum þá getur ástæða þess verið heyrnarskerðing. Til að fá úr því skorið er mælt með því að þú farir í greiningu hjá heyrnarfræðingi. Sími 534-9600 Netfang heyrn@heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Komdu í greiningu hjá faglæ rðum heyrnarf ræðingi Ert þú farin/n að forðast að vera í margmenni vegna þess að þú heyrir illa?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.