Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 41
MÚSÍK Í
LJÓSVAKA
Guðmundur Emilsson
ge224@simnet.is
Sýnishorn tónbókmennta frá 871 til
2014. Höfundur lýsir aðdáun á músík í
netheimum.
Það var skyndilega fjölradda kór
fugla í skóginum umhverfis húsið
okkar við sólarupprás á laugardag.
Þá datt mér eftirfarandi í hug. Stein-
aldarfólk hermdi eftir dýrum. Tón-
listarmenn gera það líka. Hér kemur
þraut fyrir yngstu lesendur Morg-
unblaðsins (með aðstoð ömmu, afa,
mömmu, pabba eða tónmenntakenn-
ara). Spurt er: Hvaða dýr koma við
sögu og í hvaða röð? Leikreglur: 1)
Tilvalið að ráða eina gátu á dag. 2)
Spila fyrsta YouTube-dæmið og lesa
svo allar vísbendingar. Hvaða dýr er
þetta? Er þetta gamall uxi og svaka-
lega þreyttur að draga þungt hlass?
Eru þetta alvöru hvalir að syngja í
sjónum eða blandaður úlfakór á
norðurhjara að syngja fyrir tunglið?
– o.s.frv. – og skrifa svarið niður (og
senda mér úrlausnir ef þið viljið).
Og hér koma vísbendingar um tíu
stutt tón- og hljóðdæmi (í kolvit-
lausri röð – annars væri þetta ekki
þraut): Gamall uxi og svakalega
þreyttur að draga þungt hlass
(hljómsveitarverk); alvöru hvalir að
syngja í sjónum; blandaður úlfakór á
norðurhjara að syngja fyrir tunglið;
foli og aðrir folar í morgunsól að
skoppa léttfættir um allar trissur
(hljómsveitarverk); kríur gera loft-
árásir á ferðamann; fluga segir öðr-
um flugum stutta frægðarsögu (leik-
ið á píanó); sorgmæddur lævirki að
leita að ungunum sínum; fyrst syng-
ur hann og svo flýgur hann um allt
(leikið á píanó); hænur, hanar og
kjúklingar að skemmta sér – gagga
og góla (hljómsveitarverk); strákar
að herma eftir fuglum og segja far-
fuglasögur (drengjakór); mamma í
vondu skapi af því kálfurinn hennar
er týndur (hann var nú bara stein-
sofandi); mjög einmana og sorg-
mæddur svanur syngur alveg enda-
laust lag á skógartjörn í húminu
(hljómsveitarverk). Gangi ykkur vel
og gleðilegt tónlistarár.
Hvalir, úlfar, kýr …
YouTube-slóðir:
Humback whale sounds - Alex
Triceratops 123
Mussorgsky Ravel- Pictures at an
Exhibition - Bydło – Olivec
Wolves howling up the moon - by
Meerschein Mamam
Glinka - The Lark – DfDida
Sound of Cow Mooing - Fun So-
und tube - a cow looking for her lost
day old calf
Respighi „The Hen“ (from „The
Birds“ - Christopher Lyndon Gee
conducts
Bartok - Diary of a Fly (Mikro-
kosmos book 6) performed by Jamie
Dyer
Hrisey island (Iceland): attacked
by birds (2/2) Manuel Klepser
Copland - Red Pony - Eugene
Ballet Company
Moonrise Kingdom Soundtrack
#20-Songs from Friday Afternoons
op 7: "Cuckoo"
Sibelius - The Swan of Tuonela -
Richard Brittain
Dýrasögur fyrir
börn og uppalendur
Álft í sveiflu á ónefndri tjörn.
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014
Nordic Playlist nefnist nýr vefur
sem opnaður var í vikunni en á
honum verður hægt að kynna sér
nýútgefna tónlist frá Norð-
urlöndum og athyglisverða tónlist-
armenn. Listarnir á síðunni eru
sérvaldir af góðkunnu tónlist-
arfólki og fagaðilum, sem treysta
má að hafi puttann á púlsinum,
eins og segir í tilkynningu. „Nor-
dic Playlist er frí þjónusta sem
býður vikulega leiðsögn um heit-
ustu lög og helstu listamenn Norð-
urlanda, en tónlistin sem kynnt er
verður valin af virtum ein-
staklingum: tónlistarfólki, plötu-
snúðum, blaðamönnum og bók-
urum tónlistarhátíða,“ segir í
tilkynningunni. Í hverri viku muni
þessir einstaklingar setja saman
tíu laga lista, hver þeirra velja tvö
lög frá hverju ríki á Norð-
urlöndum sem eru í uppáhaldi hjá
þeim þá stundina. Fyrsta listann
setti saman nýskipaður ritstjóri
Nordic Playlist, Francine Gorman.
Aðra hverja viku mun svo
þekktur plötusnúður frá einu nor-
rænu landanna birta sérútbúna
plötusnúðablöndu á síðunni og ríð-
ur Daninn Kasper Bjørke á vaðið.
Einnig verður að finna á vefnum
lista yfir tíu söluhæstu og mest
leiknu lögin í hverju landi fyrir
sig.
„Nordic Playlist er spennandi
framtak sem mun skapa aðdáend-
um norrænnar tónlistar um heim
allan sameiginlegan vettvang til að
kynna sér allt það besta sem um
er að vera hverju sinni,“ er haft
eftir Gorman í tilkynningu. Nordic
Playlist er á vegum NOMEX sem
er samstarfsverkefni útflutnings-
miðstöðva tónlistar á Norður-
löndum og er Útón fulltrúi Íslands
þar. Slóðin á vefinn er www.nor-
dicplaylist.com.
Norræn tónlist kynnt á nýjum vef
Tookah Titillag nýjustu plötu Emil-
íönu Torrini er á lista Gorman.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta í 90 ár
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
WOLFOFWALLSTREET KL.5-8:30-10:20
WOLFOFWALLSTREETVIP KL.5:30-9
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.5-8:30
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG2DKL.6-10
ANCHORMAN2 KL.5:30-8-10:20
FROZENENSTAL2D KL.8
FROSINN ÍSLTAL2D KL.5:40 KRINGLUNNI
SECRET LIFEOFWALTERMITTYKL. 5:30 - 8 - 10:30
WOLFOFWALLSTREET KL. 6 -9 -10
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 6
WOLFOFWALLSTREET KL. 7 -10
ANCHORMAN 2 KL. 10:30
WOLF OFWALLSTREET KL.4:40-7-8-10:30
HOBBIT: DESOLATION OF SMAUG HFR3D KL.4:40-7-10:20
ANCHORMAN 2 KL. 8
HOMEFRONT KL. 10:30
RISAEÐLURNAR ÍSLTAL2D KL. 5
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 4:40
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
WOLF OFWALLSTREET KL. 8 - 10:20
ANCHORMAN 2 KL. 8
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40
FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40
FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐUOKKUR TANGLED OGWRECK-IT RALPH
SÝND Í 2D OG 3DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
2 tilnefningar
til Golden Globe
verðlauna
Besta Mynd ársins
Besti leikari í aðalhlutverki
Leonardo DiCaprio
T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT
ROLLING STONE
EMPIRE
THE GUARDIAN
ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM
HÆTTU AÐ LÁTA ÞIG DREYMA
OG BYRJAÐU AÐ LIFA
HVER RAMMI
MYNDARINNAR ER NÁNAST
EINS OG LISTAVERK
S.G.S., MBL
LISTILEGT SAMSPIL DRAUMAOG
RAUNVERULEIKA SEMHEFÐI VEL
GETAÐ KLIKKAÐ EN SVÍNVIRKAR
L. K.G., FBL
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
Ævintýrið heldur áfram
Will Ferrel, Steve Carell og Paul Rudd ásamt
úrvalsliði grínleikara í jólagrínmyndinni í ár
12
L
7
10
Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa.
Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins.
Mynd sem allir eru að tala um!
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
„Hver rammi
myndarinnar
er nánast eins
og listaverk“
- S.G.S., MBL
Sýnd í 3D 48
ramma
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 4 - 10:20
LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20
ANCHORMAN 2 Sýnd kl. 8 - 10:30
FROSINN 2D Sýnd kl. 4:45