Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Barátta ASÍ og Samtaka atvinnulífs- ins gegn hækkunum á verði og gjald- skrám fyrirtækja og stofnana virðist vera farin að skila sér nú þegar, enda eigir þessir aðilar mikið undir því að kjarasamningar verði samþykktir. Eftir því sem leið á gærdaginn tóku að berast tilkynningar frá fram- leiðslufyrirtækjum og verslunum þar sem hætt var við áður boðaðar hækkanir eða tilkynnt um lækkun. Þannig hætti Reykjavíkurborg við hækkanir í bílastæðahúsum, Emm- essís hætti við sínar hækkanir, Mat- fugl boðaði lækkun á kjúklingum og verslanir Bónuss og Hagkaupa boða verðlækkun á fjölda vörutegunda á næstu dögum. Innlend framleiðslufyrirtæki glíma hins vegar við mikla hækkun á hráefniskostnaði. Í yfirlýsingu frá Nóa-Síríusi, sem boðað hefur hækk- un um 2,5-9% frá 22. janúar nk., seg- ir m.a. að eitt helsta hráefnið hafi hækkað um helming á einu ári. Því hafi verið óhjákvæmilegt að hækka listaverð. Þá kemur fram í máli for- stjóra Lýsis hér neðar á síðunni að þar hafi helsta hráefnið hækkað um 20% á síðasta ári. Þeir aðilar sem hætt hafa við hækkun nefna flestir að ef forsendur kjarasamninga bregðist þá verði gripið til hækkana á ný. Þannig áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrárnar til endurskoðunar seinna á árinu. Ábendingar á vertuaverdi.is Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sendi í gær bréf til 10 fyrirtækja þar sem skorað var á þau að draga boð- aðar verðhækkanir sínar til baka. Var vísað til þess að lág verðbólga væri ein helsta forsenda nýgerðra kjarasamninga, svo tryggja mætti stöðugleika og aukinn kaupmátt. Í bréfinu var fyr- irtækjunum gef- inn nokkurra daga frestur til að draga hækkan- irnar til baka, annars yrðu nöfn þeirra birt með áberandi hætti, neytendum til upplýsingar. „ASÍ lít- ur verðhækkanir á vörum og þjón- ustu alvarlegum augum, þær eru ekkert annað en hrein ögrun við launafólk í landinu,“ sagði m.a. í bréfi forseta ASÍ. Henný Hinz, hagfræðingur á hag- deild ASÍ, segir við Morgunblaðið að mikil og jákvæð viðbrögð hafi fengist strax í gær við áskorun ASÍ. Auk þess að safna upplýsingum og taka við ábendingum frá fólki, um fyrir- tæki sem hafa hækkað hjá sér verð, þá muni ASÍ einnig taka saman lista yfir þau fyrirtæki sem ekki ætla að hækka verð. Bendir Henný einnig á vefsíðuna vertuaverdi.is, þar sem hægt er að setja inn ábendingar um verðbreyt- ingar. „Sem betur fer hefur þetta skapað umræðu. Það er hiti og reiði í fólki útaf þessum verðhækkunum. Við vonum að þessi hvatning skili sér í því að fyrirtæki sjái að sér. Það er stuttur tími til stefnu,“ segir Henný og vísar þar til þess að nýgerður kjarasamingur er nú í atkvæða- greiðslu. Gæti það skýrst í kringum 22. janúar nk. hvort hann verður samþykktur eða felldur. Spurð hvort boðaðar hækkanir geti ekki haft áhrif til hækkunar á verðbólgu segir Henný það væntan- lega koma í ljós í næstu mælingu Hagstofunnar á neysluvísitölunni. Ef ekki verði brugðist við þessum hækkunum þá sé hætt við að verð- bólgan fari sömu leið. Ráðherra lofar breytingum Þó að sum fyrirtæki virðist hafa brugðist við áskorunum ASÍ og SA þá stendur það eftir að ríkið hækkaði ýmis gjöld um áramótin, m.a. komu- gjöld á heilsugæslustöðvum um 20%. Einnig voru gjöld á áfengi og tóbaki hækkuð, sem og á eldsneyti, en mið- að þar við hækkun verðlags. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra svaraði ekki skilaboðum Morgunblaðsins í gær en hann lofaði því í samtali við RÚV að færa til baka „sumar“ af þeim gjaldskrár- hækkunum sem tóku gildi um ára- mótin, ef kjarasamningarnir yrðu staðfestir. Jafnframt gagnrýndi Bjarni framleiðendur og birgja fyrir að hækka verð. Sagði hann það „glapræði“ að grafa þannig undan kjarasamningunum. Varðandi komugjöld í heilsugæsl- unni sagði Bjarni við RÚV að fjár- magn vegna þeirrar hækkunar myndi ekki renna í ríkissjóð heldur skilaði það 90 milljóna króna tekjum beint til heilsugæslustöðvanna. Sagði Bjarni þessi gjöld ekki hafa hækkað frá árinu 2008. Barist gegn hækkunum  Fyrirtæki lækka verð eða hætta við hækkun  Brugðist við áskorun frá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins  Framleiðslufyrirtækin glíma við hækkun á hráefni Morgunblaðið/Golli Vöruverð Verslanir Bónuss og Hagkaupa hafa nú þegar boðað lækkanir á vöruverði. Verð í Bónus lækkar í dag á 600 vörum sem fluttar eru beint inn. Henný Hinz Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi VG í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis, óskaði í gær eftir eftir fundi í nefndinni við fyrsta tækifæri. Tilefnið var sögð staða nýgerðra kjara- samninga í kjölfar fregna af verðhækkunum, bæði hjá hinu opinbera og á almennum mark- aði. Steingrímur óskaði jafn- framt eftir því að fjár- málaráðherra, forsætisráðherra og forysta SA yrði kölluð á fundinn til þess að skýra stöð- una og hvernig standa ætti við gerða kjarasamninga. Sagði Steingrímur hækkanir geta étið upp ávinning launafólks af samningunum. Vill fund um verðhækkanir STEINGRÍMUR HJÁ VG Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisgerðarinnar Góu, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur mat- vöruframleiðendur og kaup- menn til samstöðu í „stríðinu gegn verðbólgu“ á þessu ári. Í samtali við Morgunblaðið segist hann hafa verið harður í því frá árinu 2009 að hækka ekki verð hjá sér og við það ætli hann að standa áfram enn um sinn. „Ég tók þátt í hruninu og gerði mér grein fyrir að ballið var búið,“ segir Helgi, sem hvetur kollega sína til að grípa nú þegar til aðgerða. Stöðva þurfi verðbólguna og ríkið þurfi að gera sitt. Einnig þurfi að stokka upp lífeyrissjóðakerf- ið og hækka greiðslur til lífeyrisþega. „Það þarf að fara yfir allan pakkann, lífeyrissjóðirnir eru orðnir alltof stórir, eiga fimmföld fjárlögin.“ Helgi í Góu ekki hækkað verð hjá sér frá 2009 Lýsi hf. hækkaði verð á þorskalýsi um 7% um ára- mótin og omega-lýsi um 3%. „Við höfum því miður dregið þessa hækkun en þorskalifur hefur hækkað um 20% á síð- asta ári. Við sátum lengi yfir þessu og þetta er það minnsta sem við komumst af með. Það yrði óeðlilegt ef við myndum ekki bregðast við 20% hækkun á okkar helsta hrá- efni, þarna liggja engir aðrir efnahagslegir þættir að baki,“ segir Katrín Pétursdóttir, for- stjóri Lýsis. Um 95% afurða Lýsis fara á er- lenda markaði og þar hefur fyrirtækið orðið að hækka verð um allt að 30%. „Við skiljum áhyggjur af verðbólgunni en viljum ekki vega að rekstrargrundvelli Lýsis og starfsmanna þess með því að selja vörurnar með tapi.“ Lýsi hækkar vegna 20% hækkunar á þorskalifur 20% hækkun á komugjaldi á heilsugæslustöð á dagvinnutíma. 21% hækkun á gjaldi fyrir vitjun heilsugæslulæknis á dagvinnutíma. 3,3% hækkun á gjaldskrá vatns- og fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur 4,5% hækkun RARIK á dreifingu rafmagns í dreifbýli. 8,3% hækkun hjá Póstinum fyrir A-póst. 8,7% hækkun hjá Póstinum fyrir B-póst. 5% hækkun á nautakjöti hjá KS. 17,8% hækkun á heimtaugagjaldi, eða línugjaldi, hjá Símanum. 10,6% hækkun á mínútugjaldi úr talsíma í farsíma hjá Símanum. 34,5% hækkun á stofngjaldi fyrir heimasíma hjá Tali. 5,8% hækkun á pakkagjaldi fyrir 50 Gb ljósnet hjá Tali. 5% hækkun á próteindrykknum Hámarki hjá Vífilfelli. 3% hækkun á áfengisgjaldi. 2,2% hækkun á kartoni af sígarettum í heildsölu hjá ÁTVR. 2,5-9% hækkun á sælgæti hjá Nóa-Síríusi. 7% hækkun á þorskalýsi hjá Lýsi. 4,2% hækkun hjá Brúneggi. DÆMI UM HÆKKANIR » Brúnegg hf. hækkaði verð á eggjum til verslana um 4,2% um áramótin. Kristinn Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri segist telja þá hækkun hóflega í ljósi 30-40% hækkunar á fóð- uraðföngum frá árinu 2012. Sú hækkun hafi að vísu aðeins gengið til baka að undanförnu en hún standi þó að stærstum hluta. „Það er ljóst að fóðurverð er áfram dýrt og við höfum aðeins sett hluta af þeirri hækkun út í verð- lagið. Síðan hafa umbúðir hækkað og margskonar innlendur kostnaður. Þessi hækkun var óhjá- kvæmileg og tengist ekki kjarasamningunum. Eng- inn gerir að gamni sínu að hækka verð en við erum í harðri samkeppni. Við skiljum afstöðu vinnumark- aðarins, þetta eru viðkvæmir tímar, en það verður að horfa til þess að gildar ástæður fyrir hækkun eru hjá flestum fyrirtækjum,“ segir Kristinn Gylfi. Viðkvæmir tímar en enginn hækkar að gamni sínu Georg Ottósson, fram- kvæmdastjóri Flúðasveppa, hefur lýst því yfir að fyr- irtækið muni ekki hækka verð á sveppum á þessu ári. Hvetur hann önnur framleiðslufyr- irtæki til að gera slíkt hið sama, til að forsendur ný- gerðra kjarsamninga haldi. „Ég vil höfða til samviskunnar um að standa saman að þessu með þjóðarsátt. Ég geri þetta með þeirri von að gengið haldist þokkalegt. Mín stefna hefur verið að fylgja vísitölu neysluverðs en ég ætla að stoppa það núna,“ segir Georg og vonast jafnframt til að Seðlabankinn lækki stýri- vextina. Þeir séu alltof háir hér á landi. „Síðan geri ég þá kröfu á ríkið að standa við loforð um að draga hækkanir til baka, líkt og Reykjavíkurborg gerði og fleiri sveitarfélög,“ segir Georg Ottósson. Flúðasveppir hækka ekki og hvetja til þjóðarsáttar Síminn hækkaði verð um áramótin með 2,3% áhrifum á meðalreikning heimilis. Einstök gjöld hækkuðu þó um allt að nærri 18%, eins og heimtaugagjald. Gunn- hildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir heimtaugagjaldið hafa verið verðlagt lágt hjá Símanum síðustu ár og kostnaður hækkað. Þrátt fyrir hækkunina sé heimtaugagjaldið 620 krónum lægra en hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Hún segir ein- ingaverð óbreytt á þjónustuþáttum sem skipti heimilin mestu máli, eins og farsímaáskrift og sjónvarpi Símans. Þá hafi meðalverð á mínútu í farsímaáskrift lækkað um 5,7% á tólf mán- aða tímabili, frá nóvember 2012 til nóvember 2013. Heimtaugagjald Símans hækkaði um nærri 18% Árni Ingvarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslensk-ameríska, sem er stór inn- flytjandi á mat- og neysluvöru frá Evrópu og Bandaríkjunum, segir engar verðbreytingar hafa orðið hjá þeim um áramótin á vöru til versl- ana. „Við höfum alltaf verið gegnsæ varðandi verðlagningu tengda genginu og skilað öllum slíkum breytingum til okkar viðskiptavina. Síðan í mars 2008 höfum við tekið stöðu á helstu við- skiptagjaldmiðlum einu sinni í viku, alltaf sama dag.. Ef gengi hefur breyst plús eða mínus 2% eða meira, hvort sem er vegna styrkingar eða veikingar krónu, þá höfum við skilað því strax út í verðlagið á öllum innfluttum vörum. Varðandi innlenda framleiðsluvöru þá hefur viðmið okkar verið að ef gengi breytist meira en plús mínus 5% þá kallar það á verðbreytingar. Gengisbreyt- ingar eru því aldrei meira en viku að skila sér. Við teljum það heiðarlegast gagnvart neyt- endum,“ segir Árni. Engar verðbreytingar hjá Ís- lensk-ameríska um áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.