Morgunblaðið - 10.01.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.01.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 Faðirinn, hjólreiðamaðurinn, íþróttaáhugamaðurinn og einnaf elskuðustu sonum Breiðholtsins, Haukur Snær Hauksson,fagnar 35 ára afmælisdegi sínum í dag. Við slík tímamót dugar ekkert hálfkák og ætlar hann að mála bæinn rauðan eftir að dagsverki lýkur hjá Umboðsmanni skuldara. Að sögn Hauks gengur hann undir viðurnefninu „Hagnaðurinn“ og helgast það af því að hann er einkar laginn við að vega og meta þá kosti sem hann stend- ur frammi fyrir. Haukur er faðir Kristínar Maríu, sem er sjö ára, og Sunnu Karenar, fjögurra ára. Foreldrar hans eru þau Kristín Auð- unsdóttir og Haukur Ágústsson. Haukur var veikur heima þegar blaðamaður náði tali af honum en eftir að hafa vegið og metið stöð- una hefur hann ákveðið að vera ekki veikur á afmælisdaginn, enda sé búið að lofa honum köku í vinnunni. „Ég er mikið afmælisbarn, eru það ekki allir? Hver hatar afmælið sitt?“ spyr Haukur á heim- spekilegum nótum. Haukur styður Liverpool, Fram, LA Lakers og Barcelona. „Nýjasta áhugamálið er bjórbruggun. Svo sem ég líka tónlist við góð tækifæri,“ segir Haukur. Þá er hann kvikmynda- áhugamaður og uppáhaldsmyndin í augnablikinu er Wolf of Wall Street. Hann starfaði líkt og aðalpersónan, Jordan Belfort, á fjár- málamarkaði en hann er fyrrverandi starfsmaður Landsbankans. Hann segir að líkindum með þeim ljúki þar með. „Við störfuðum báðir á fjármálamörkuðum og gerum það hvorugir í dag. En ég varð aldrei var við fíkniefni og það var enginn úlfur að vinna með mér,“ segir Haukur í gamansömum tón. Haukur Snær Hauksson er 35 ára Afmælisstrákur Haukur Snær Hauksson er 35 ára í dag. Ætlar að mála bæ- inn rauðan í kvöld Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sveinn Páls- son er 90 ára í dag, 10. janúar. Hann er giftur Eddu Ingi- björgu Mar- geirsdóttur. Börnin eru 5 og barna- og barna- barnabörnin eru orðin 26. Sveinn bjó og starfaði fyrri hluta ævi sinnar í Sandgerði en árið 1968 flutti hann til Reykjvíkur og starfaði hjá Álverinu í Straumsvík. Alla sína ævi hefur hann verið mjög virkur kórfélagi og enn þann dag í dag er hann syngjandi í 5 kórum. Afmælisbarnið heldur upp á daginn í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu. Árnað heilla 90 ára Reykjavík Alexander Leví fæddist 22. apríl kl. 20.12. Hann vó 3510 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Karen- ína Elsudóttir og Bjarni Grétar Bjarna- son. Nýir borgarar Reykjavík Hallgrímur fæddist 6. júní kl. 19.22. Hann vó 2.760 g og var 50 cm langur. Friðrik fæddist 6. júní kl. 19.44. Hann vó 3.148 g og var 50 cm langur. Foreldrar þeirra eru Sólrún Dröfn Björnsdóttir og Héðinn Þórðarson. J ón G. Stefánsson geð- læknir fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hann gekk í Laugarnesskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og kandidatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1966. Jón stundaði ýmis læknisstörf næstu þrjú árin við Landspít- alann, Kleppsspítala, slysavarðs- stofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og á Hvammstanga. Hann stundaði nám í geðlækn- ingum við Strong Memorial Ho- spital, University of Rochester, í Rochester, New York 1969-74 og öðlaðist sérfræðingsleyfi í geð- lækningum 1975. Jón var aðstoðarlæknir á Kleppsspítala 1974-76, sérfræð- ingur á Kleppsspítala og síðan geðdeild Landspítalans 1976-83 og Jón Grétar Stefánsson, geðlæknir og fyrrv. yfirlæknir – 75 ára Ellefu afabörn Hér eru öll afabörnin samankomin, hress og kát, nýkomin úr sundi og búin að næla sér í ís. Fær stangveiðimaður Lagt á ráðin Jón, ásamt Helgu, eiginkonu sinni, sem einnig er geðlæknir. Nýir borgarar Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS ÚRVA L - GÆ ÐI - Þ JÓNU STA MIKIÐ ÚRVAL AF VEGGFÓÐRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.