Morgunblaðið - 10.01.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.01.2014, Qupperneq 40
AF DJASSI Vernharður Linnet linnet@simnet.is Rúnar Georgsson var nátt-úrubarn í tónlist, hljóðfærinléku í höndum hans og tón- listin streymdi frá honum fyrirhafn- arlaust, að því er virtist, oftast blús- mettaður heitur djass. Djassinn fékk hann í arf frá móður sinni, sem var snjöll á nikkuna og dáði Louis Arms- trong. Sex ára var hann farinn að koma fram á skemmtunum í Eyjum, þar sem fjölskyldan bjó um tíma, lék meira að segja á þjóðhátíð á munn- hörpu og stundum með hljómsveit Guðjóns Pálssonar píanista. Oddgeir Kristjánsson kenndi honum á trompet í Lúðrasveitinni í Gagganum, en svo flutti hann upp á land og fékk sér altósaxófón og síð- ar tenór. Í Keflavík kynntist hann Þóri Baldurssyni og Pétri Östlund og var farinn að leika í hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, gítarleik- ara, sextán ára. Þeir Pétur urðu miklir mátar og tók trommarinn að kenna saxó- fónleikaranum unga djassfræðin; jafnaldra sínum, sem alist hafði upp við Armstrong og Earl Bostic. Nú var alvaran á dagskrá og setið var dagana langa og John Coltrane krufinn til mergjar. Rúnar skildi fyrst lítið í þeim saxófónblæstri og hlustaði á Stan Getz í laumi, en Pét- ur réði ferð. Um haustið héldu þeir til Reykjavíkur að leika í Neon kvartetti Kidda Vilhelms bassaleik- ara í Vetrargarðinum. Þetta voru þroskaðir sautján ára peyjar sem laumuðu djassinum inn á milli dans- lagnanna hvenær sem færi gafst, jafnvel þó saxófónleikarinn ætti á hættu að fá glas í hausinn ef sóló- arnir urðu of langir, og ekki dró pí- anisti kvartettsins úr djassgleðinni, sjálfur Carl Möller.    ÍReykjavík var leikið í óteljandidansböndum, allt frá fínni sjö manna sveit Björns R. Einarssonar, fór að sofa og starði hugfanginn á þetta gyllta undur. Rúnar hefði náð lengra í djass- inum hefði hann búið yfir þeirri þrautsegju og sjálfsaga sem nátt- úrubarninu var fjarri. Eitt sinn hafði ég skrifað krítík um Rúnar og hann hringdi í mig og sagði: ,,Venni minn, þetta er allt rétt og satt sem þú skrifaðir, ég veit að ég þyrfti að taka mér tak, en ég er bara svona. Þetta er einsog að skvetta vatni á gæs.“ Sem betur fer voru tækifærin ótal- mörg til að fara fögrum orðum um djassleik hans en þá sagði hann gjarnan: ,, Venni minn, ég er ekki nálægt því svona góður.“ Í samtali er ég átti við Óskar Guðjónsson, saxófónleikara, eftir að Rúnar lést, sagði hann: ,,Það er eng- inn maður fæddur með þá snilligáfu er Rúnar bjó yfir. Hann hefur þurft fleiri líf til að þróa hana.“ Þessi orð hefðu fallið Rúnari í geð. Rúnar nam undirstöðu í saxó- fónleik hjá fyrsta stórdjassista Ís- lands, Sveini Ólafssyni. Hann lærði margt í skapandi spuna með því að standa við hlið Gunnars Ormslevs í blíðu og stríðu. Hann lærði und- irstöðu flautuleiks hjá Manuelu Wiesler og frægur er flautuleikur hans í Víkivaka Jóns Múla. Hann spilaði einn glæsilegasta djasssóló, sem varðveittur er á íslenskri hljóm- plötu, á hálfónýtan sópransaxófón í Lover man með félögum sínum í Jazzmiðlum, en síðasta áratuginn tók hann varla upp saxinn nema í þau fáu skipti er hann blés opin- berlega og þá urðu hann og hljóð- færið eitt að nýju. Rúnar Georgsson – náttúrubarn Íslandsdjassins Náttúrubarn Rúnar Georgsson blæs af innlifun í saxófón á Rurek djasshátíðinni árið 1995. Við hlið hans stendur básúnuleikarinn og söngvarinn Richard Boone og í baksýn sést Þórður Högnason leika á kontrabassa. til rokkaðs Lúdó sextetts – og all- staðar var Rúnar með Louis, Bostic, Getz og Coltrane í farteskinu og kunni betur á rokksaxinn en nokkur rokkari - en danstónlistin var bara salt í grautinn - til að lifa í alvöru varð að skapa í spunanum: ,,Til þess að spila djass þarf að gefa allt,“ sagði hann og gerði það svikalaust. Fyrst á djasskvöldum í Stork- klúbbnum, seinna Glaumbæ. Í Tjarnarbúð hélt Þráinn Krist- jánsson djasskvöld vikulega og bauð oft frægum bandarískum djassleik- urum í heimsókn. Þar lék Rúnar með mögrum heimssnillingnum og má nefna saxófónleikarana Jimmy Heath, Clifford Jordan og Booker Ervin. Booker, sem hafði leikið með Mingus, var blúsmettaður Texas- tenór, sem hafði lært af Dexter Gordon og John Coltrane. Booker kom hér fyrst 1966 en síðar 1969. Ég hafði kynnst honum allvel og spurði hann eftir tónleikana á Hótel Loft- leiðum hvernig honum hefði líkað spilamennska Íslendinganna. Boo- ker svaraði: ,,Hann er sleipur saxó- fónstrákurinn!“ Rúnar lék um tíma í Svíþjóð m.a. með hinni kunnu hljómsveit Bo Sylven. Þar þurft hann að pæla í gegnum á annað hundrað útsetn- inga, sem var honum erfitt, því hann var frekar stirðlæs, en það hafðist. Náttúrugáfan kom honum enn einu sinn til bjargar: ,, Ég kraflaði mig fram úr þessu einsog venjulega,“ sagði hann seinna. Kominn heim fór hann að spila með Ragga Bjarna á Hótel Sögu og hann hljóðritaði bæði Jazzvöku með bassaleikaranum Bob Magnusson og Þennan ófétis jass með Tómasi R. - tók þátt í stofnun Léttsveitar Rík- isútvarpsins og var pantaður til Danmerkur að hljóðrita Come Sunday Ellingtons með Radioens big band.    Hér er stiklað á stóru í tónlist-arsögu Rúnars. Hann var fæddur með þessa óbrigðulu gáfu er leiddi hann áfram á tónlistarbraut- inni sem var grýtt og torsótt. Hann vann fyrir sér í dansmúsíkinni en fékk ekki haldið lífi án þess að leika djassinn. Saxafónninn var honum fé- lagi og vinur og er hann eignaðist fyrsta Selmerinn, beint frá París, opnaði hann kassan áður en hann » Sem betur fer vorutækifærin ótalmörg til að fara fögrum orðum um djassleik hans en þá sagði hann gjarnan: „Venni minn, ég er ekki nálægt því svona góður.“ 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2014 –– Meira fyrir lesendur Þorrinn SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. janúar. Eitt og annað sem tengist þorranum verður til umfjöllunar í blaðinu s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 24. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Þorranum Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter, opnar í dag kl. 17 sýninguna Approach, eða Nálgun, í Ráðhúsi Reykjavíkur, samsýningu þriggja norskra listakvenna: Sol- veigar Ovanger, Ingridar Larssen og Cecilie Haaland. Þær vinna með ólík hráefni í verkum sínum, hafa starfað saman í rúm tvö ár og sækja innblástur í mannleg samskipti, menningu og undur náttúrunnar, eins og segir í tilkynningu. Lista- konurnar beri allar sterkar tilfinn- ingar til hafsins sem endurspeglist í verkum þeirra. Sýningin hefur áð- ur verið haldin í Pétursborg og Arkangelsk í Rússlandi. Ovanger vinnur með leður og roð í sínum verkum, Larssen að mestu í textíl og leitast við að ná fram viðkvæm- um, gegnsæjum og þyngdarlausum áhrifum í verkum sínum og Haa- land hefur unnið með leir og postu- lín frá árinu 1989 en einnig ljós- myndir hin síðustu ár, tekur myndir með kassamyndavél sem búin er til úr leirkrús. Nálgun Verk eftir Solveig Ovanger. Approach í Ráð- húsi Reykjavíkur Fyrstu tónleikar Andrýmis, nýrr- ar tónleikaraðar Íslenska flautu- kórsins, verða haldnir í hádeginu í dag, kl. 12.10, í Listasafni Ís- lands sem stendur að röðinni í samvinnu við flautukórinn. Tón- leikarnir eru haldnir í tengslum við sýningu á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur, Sköpunarverk. Petrea Óskarsdóttir þverflautu- leikari, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Ásdís Arnarsdóttir sellóleikari flytja á tónleikunum verk eftir íslensku kventónskáldin Guðrúnu Ingimundardóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur og sex íslensk þjóðlög eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. Flytjendur Petrea, Lára og Ásdís leika á Andrými í Listasafni Íslands. Andrými hefst í Listasafni Íslands Fyrstu tónleikar ársins í tónleika- röðinni Föstudagsfreistingar verða haldnir kl. 12 í dag í Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á þeim leikur ungverski píanóleik- arinn Zoltán Rostas eina þekktustu píanósónötu allra tíma, Sónötu í f- moll op. 57, „Appassionata“, eftir L.v. Beethoven. Rostas nam við Franz Liszt-tónlistarháskólann í Búdapest og hefur leikið víða í Evr- ópu undanfarin ár. Árið 2006 hlaut hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu píanókeppninni í Bekescsaba. Föstudagsfreistingar eru á veg- um Tónlistarfélags Akureyrar og eru orðnar fastur liður í menning- arlífi bæjarins, tónleikaröð sem haldin hefur verið til fjölda ára. Tónleikagestir geta gætt sér á súpu meðan á tónleikum stendur en hana matreiðir 1862 Nordic Bistro. Verðlaunahafi Zoltán Rostas hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegu píanókeppn- inni í Bekescsaba árið 2006. Zoltán Rostas leikur Beethoven

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.