Monitor - 09.01.2014, Blaðsíða 4
4 Monitor fimmtudagur 9. janúar 2014
rósa María Árnadóttir
rosamaria@monitor.is
stíllinn
Tískan breytist aldeilis með árunum. Hún kemur manni
sífellt á óvart, gengur í hringi og áður en maður veit af
eru gömlu fötin af ömmu komin aftur í tísku. Nú er 2014 gengið í garð og þá er
gaman að líta til baka og fara yfir helstu tískutrendin á liðnu ári.
AÐAL-trEnDin
2013
StrigaSkórnir ↓
Strigaskórnir komu í stað hælanna. Skórnir sem fólk klæddist fyrst
og fremst í líkamsræktinni voru farnir að færa sig yfir á göturnar
og allt í einu þótti það töff að vera í fínum dressum en klæðast
strigaskóm við. Hin ýmsu fyrirtæki líkt og Nike, Adidas, New
Balance og fleiri byrjuðu að framleiða þá í öllum regnbogans litum
og þetta trend virðist ætla að koma sterkt inn á nýju ári.
← Magabolurinn
„Magabolirnir“ komu sterkir inn í ár og nutu þeir sín
best við millisíð eða alveg síð, falleg pils eða háar
buxur. Trendið hentaði stúlkum með vaxtarlag líkt og
stundarglas einstaklega vel, magabolur lagði áherslu
á mittið og fyrir vikið virkuðu þær grennri. Öllu má
ofgera og fóru margar með trendið of langt að mati
Stílsins, magabolur við örstutt pils og berir leggir eru
ekki málið og þá sérstaklega hér á landi.
rykfrakkinn ↑
Rykfrakkarnir eru að mati Stílsins tímalausir og virkilega töffaralegir. Rykfrakkann er hægt að
nota við öll tækifæri, við strigaskóna eða spariskóna. Margar verslanir buðu upp á frakka sem
hægt var að taka fóðrið úr, það er einstaklega hentugt, þá er hægt að nota hann á sumrin
sem og á veturna. Allir ættu að fjárfesta í einum slíkum.
gallagalla →
Gallajakkarnir voru mjög
áberandi hér á landi og þá
sérstaklega í sumar. Vinsæl-
ast var að taka jakkana í
frekar stórri stærð, hafa þá
nokkuð pokalega og bretta
upp á ermarnar. Hugmyndin
um „denim on denim“ þykir
ekki jafn hallærisleg í dag og
hún var fyrir ekki svo löngu.
Hér sést smekkkonan hún
Miraduma rokka slíkt dress,
gallaskyrta við gallabuxur.
Þetta trend átti við um bæði
konur og karla.
← kiMono
Kimono er ofsalega
falleg og skemmtileg
flík. Tilvalin ef hug-
myndaflugið er ekki
upp á sitt besta og
það eina sem kemur
upp í hugann, þegar
valin eru föt dagsins,
eru látlaus föt. Þá er
gaman að skella sér í
litríkan kimono yfir til
að fullkomna lúkkið.
Íslenska merkið AFTUR
er með einstaklega
falleg kimono með
kögri. Stíllinn mælir svo
sannarlega með!
Úrin og
töSkurnar →
Marc Jacobs og Michael Kors stóðu upp úr á
þessu ári hvað varðar úr og handtöskur. Það
virtist hver einasta stúlka þrá annaðhvort úr
eða tösku frá þeim félögum og þykir það ekki
skrýtið þar sem þeir bjóða upp á einstaklega
fallegar og vandaðar vörur. Rósagullúrin voru
mjög áberandi og skartið frá Marc Jacobs var
einnig mjög vinsælt.
leðurbuxurnar ↓
Leðurbuxurnar voru, eru og munu eflaust áfram vera algjört möst
á komandi ári. Hægt var að finna leðurbuxur í nánast hverri ein-
ustu verslun og því var úrvalið mikið. Vinsældir víðra leðurbuxna
fóru að færast í aukana þegar leið á árið og þykir Stílnum þær
virkilega rokkaralegar og flottar, fullkomnar í skólann við góða
peysu og flotta skó. Því miður hafa leðurbuxur fyrir strákana ekki
komið jafn sterkar inn en það væri skemmtilegt trend.
köflótt →
Köflótt kom til baka og
er allsráðandi um þessar
mundir. Hjá hverjum
og einum einasta
tískubloggara má sjá
köflótta kápu svo ef þú
átt einhverjar gamlar
köflóttar flíkur sem
passa ennþá er tilvalið
að draga þær fram úr
fataskápnum. Stíllinn
fílar þetta trend sem
virðist ætla að fylgja
okkur inn í nýja árið.