Monitor - 09.01.2014, Blaðsíða 21

Monitor - 09.01.2014, Blaðsíða 21
21fimmtudagur 9. janúar 2014 Monitor Pssst... Snapchat þykir einnig góður daðurmiðill þegar fólk er að draga sig saman en ef ekki er farið varlega geta aðrir njósnað um samskiptin þar sem auðvelt er að komast að því hverjum maður sendir flest snöpp. Einkamál.is er elsti og jafnframt stærsti stefnumóta- vefur landsins. Notendur hans eru eins og fjölbreyttir og þeir eru margir og geta þeir sóst eftir ýmsu eins og vináttu, spjalli, stefnumóti eða skyndikynnum.Vefurinn hefur ekki farið varhluta af snjallsímavæðingu lands- manna og er því hægt að kaupa sérstaka snjallsímaá- skrift að vefnum. Vafalaust hafa margir fundið ástina á Einkamál.is og það jafnvel síendurtekið en vefurinn er langt því frá að vera gallalaus.Vændiskaup á stefnumótavefnum hafa síendurtekið skotið upp hausnum þrátt fyrir að eig- endur síðunnar segist ekki umbera vændi. Á síðasta ári kærði karlmaður 17 ára stúlku fyrir fjársvik en stúlkan hafði falboðið líkama sinn á Einkamál.is en stungið af þegar vændiskaupandinn greiddi henni fyrirfram. Stúlkan var 16 ára þegar viðskipti þessi áttu sér stað en kærunni var vísað frá og karlmaðurinn í kjölfarið kærður fyrir að kaupa vændi af ólögráða einstakling. Frá upphafi hefur þótt fyndið að hrekkja vini sína og aðra með því að búa til notandanafn fyrir viðkomandi á stefnumótavefnum en slíkir hrekkir geta þó farið illa. Verslunareigandinn og leikkonan María Birta Bjarna- dóttir kærði stúlku sem birt hafði símanúmer hennar á síðunni fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Henni voru dæmdar 250.000 krónur í skaðabætur en hún varð fyrir miklu ónæði vegna birtingarinnar og bárust ótal símtöl frá karlmönnum sem vildu vita hvaða upphæðir hún tæki fyrir kynlífsathafnir. Staðreyndir: - Vefurinn hefur verið starfandi síðan 2001. - Virkir notendur eru vel yfir 30.000 og fleiri bætast við á hverjum degi. - Klukkan 11 á miðvikudagsmorgni voru 175 notendur skráðir inn og 11 nýskráningar átt sér stað síðan á miðnætti. - Konur fá frían aðgang að síðunni en karlmenn borga 799 krónur á mánuði. - Yngstu notendurnir eru 19 ára en sá elsti er 75 ára kona. EINKAMÁL.IS Vinátta, ást eða vændi? Er þetta liðin tíð? Leikurinn hefst á Facebook Samkvæmt heimildum Monitor er það helst samskiptasíðan Facebook sem ungt fólk á Íslandi notar til þess að finna sér maka í gegnum netið. Möguleikarnir til makaleitar á Facebook eru marg- breytilegir en það er til dæmis hægt að „poke-a“ einhvern sem manni líst á eða jafnvel skrá sig í einhvern af mörgum hópum fyrir einhleypa á síðunni. Einnig hafa forritin „Taggalicious“ og „Compare Hotness“ komið upp þegar rætt er um makaleit á Facebook og notið nokkurra vinsælda hér á landi. Compare hotness samsvarar að mörgu leyti forritinu sem markar upphaf Facebook en það hét Facemash og var hannað af Mark Zuckerberg. Facemash stillti upp myndum af tveimur nemendum Harvard-háskóla í einu og notandinn gat valið hvor honum þætti meira aðlaðandi. Compare hotness gerði nokkurn veginn það sama en með því forriti var jafnframt hægt að senda skilaboð, „wink“, „flirt“ eða jafnvel „slap“ skyldi einhver misbjóða manni. Compare hotness hvarf af Facebook um nokkra hríð en hefur nú skotið upp kollinum á ný en þó með örlítið breyttu sniði. Taggalicious hefur hátt í eina og hálfa milljón notenda frá öllum heimshornum. Notendur tagga aðra notendur með orðum sem þeim finnst lýsa útliti þeirra, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð og geta einnig sent öðrum notendum skilaboð. Vinsælasta forritið er samt án efa sjálft Facebook-spjallið. Viðmæl- endur Monitor segja að það sé mikið auðveldara að sýna áhuga eða daðra á netinu en í eigin persónu og að eins þyki „like“-hnappurinn traustur vinur í daðri. HóPar og síður fyrir einHleyPa á facebook „Einhleypir tvítugir til þrítugir” 112 meðlimir „Einhleypir fjörutíuogáttaára og eldri” ótilgreint „Einhleypir á Norður- og Austurlandi” 77 members „Einhleypir á Suðurnesjum” 60 members „Einhleypir ungir foreldrar” 16 „Gaman saman Einhleypir” 354

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.