Monitor - 09.01.2014, Blaðsíða 8

Monitor - 09.01.2014, Blaðsíða 8
8 Monitor fimmtudagur 9. janúar 2014 Nýtt ár er gengið í garð og vafalaust hafa margir strengt ára- mótaheit um að bæta sig á einhvern hátt. Monitor leitaði ráða hjá hinum ýmsu sérfræðingum um hvernig maður gæti verið besta útgáfan af sjálfum sér árið 2014. Góð ráð inn Nýársráðið mitt er að TALA SAMAN og hlusta! Segðu það sem þú meinar og meinaðu það sem þú segir. Besta kynlífið felst í því að segja hvað þér þykir gott og spyrja bólfélagann hvað honum eða henni þykir gott. Þú þarft bæði að geta gefið leiðbeiningar og tekið við þeim. Hver bólfélagi er einstakur og þið þurfið að læra hvort inn á annað. Byrjaðu samt á því að læra á sjálfa(n) þig og þinn líkama áður en lengra er haldið. Kynlífið byrjar alltaf á þér sjálfum/-ri. Og eitt að lokum, mundu eftir snípnum. Góð næring er lykilatriði fyrir árangur í ræktinni og íþróttum. Borðaðu daglega úr öllum fæðuflokkunum og einblíndu á fersk og lítið unnin matvæli. Leggðu mikla áherslu á græn- meti, ávexti og heilkorn. Takmarkaðu neyslu á hvítu hveiti og veldu frekar hafra, bygg, quinoa, hýðishrísgrjón, baunir, sætar kartöflur og brauð úr heilu korni. Taktu smám saman út vörur sem innihalda viðbættan sykur og skiptu þeim út fyrir hollari kosti sem þú getur hugsað þér að borða reglulega. Líttu á sælgæti og sykraða drykki sem munaðarvörur sem þú neytir einungis við ákveðin tilefni í hóflegu magni. Þó það sé auðvelt að brenna mörgum hitaeiningum með því að hamast í líkamsrækt er mun auðveldara að bæta sama fjölda við með sykruðum gosdrykkjum og kexkökum eða of stórum matar- skömmtum. Björn Berg gunnarsson Deildarstjóri hjá VÍB – Eignastýringu Íslandsbanka Það er auðveldara og skemmtilegra að eyða peningum en spara. Ef við ætlum að rökræða við sjálf okkur mánaðarlega hvort leggja eigi fyrir hluta launanna okkar er því miður ansi líklegt að eitthvað annað og meira spennandi verði fyrir valinu. Þess vegna velja flestir sparnað þar sem föst upphæð er sjálfkrafa færð af launareikningnum inn á t.d. góða reikninga eða verðbréf. Langbesta sparnaðarleiðin er íslenskur sér- eignarsparnaður.Vinnuveitandinn sér um að færa 2-4% af laununum okkar í hvaða ávöxtun sem við teljum besta og verður að gefa okkur 2% launahækkun á móti, sem bætist við sparnaðinn. Enginn fjármagnstekju- skattur er greiddur af séreigninni og við ráðum hvernig og hvar hún er ávöxtuð, t.d. verðtryggt, í hlutabréfum eða einhverri góðri blöndu. Ef við reynum að eiga alltaf til ein- hvern varasparnað getum við forðast að taka yfirdrátt og önnur dýr lán ef eitthvað kemur upp á. Þá fáum við líka vexti frá bankanum í stað þess að borga honum og þegar upp er staðið getur það munað heilmiklu. Nýársráðið mitt er í nokkrum þrepum: - Settu þér markmið - Gerðu raunhæfa áætlun - Farðu eftir áætlun! Haltu þínu striki. Mundu að nám er langhlaup en ekki spretthlaup. Þeir sem sinna námi sínu jafnt og þétt og bregðast strax við ef eitthvað gengur ekki nógu vel eru mjög líklegir til að ná árangri. gréta Matthíasdóttir Náms- og starfsráðgjafi hjá HR elísaBet Margeirsdóttir Næringarfræðingur hjá Háfit sigga dögg Kynfræðingur

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.