Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.02.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2014 Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! Afdrifarík breyting hefur verið gerð á afgönskum hegningarlögum en skyldmennum ákærðra einstaklinga verður nú óheimilt að bera vitni gegn þeim. Lögin hafa verið samþykkt á afganska þinginu en mannréttinda- samtök freista þess að beita forseta landsins, Hamid Karzai, þrýstingi til að undirrita ekki lögin. Í landi þar sem ofbeldi gegn kon- um viðgengst helst innan fjöl- skyldna, og þar sem stórfjölskyldur búa í litlum lokuðum samfélögum, mun lagabreytingin gera það að verkum að næstum ómögulegt verð- ur fyrir konur að leita réttar síns. Svokölluð heiðursmorð, þvinguð hjónabönd og heimilisofbeldi munu viðgangast í skjóli laganna, þar sem hvorki fórnarlömbin né sjónarvottar að ofbeldisverkunum munu getað vitnað um atburði. „Það er skrípaleikur að þetta skuli eiga sér stað,“ sagði Manizha Na- deri, framkvæmdastjóri góðgerða- og baráttusamtakanna Women for Afghan Women, við Guardian. „Það verður ómögulegt að sækja mál er varða ofbeldi gegn konum … Þeir sem eru varnarlausastir munu ekki fá réttlætinu fullnægt,“ segir hún. Sem dæmi um mál, sem munu ekki koma til kasta dómstóla sam- kvæmt nýju lögunum, má nefna til- felli Sahar Gul, barnungrar brúðar sem var haldið í kjallara af tengda- fjölskyldu sinni, svelt, brennd og hýdd, þegar hún neitaði að vinna fyr- ir þau sem vændiskona. Konur á borð við hina 31 árs gömlu Sitara, hverrar maður skar af henni nefið og varirnar í lok síðasta árs, myndu ekki fá að bera vitni gegn kvalara sínum. Mannréttindasinnar segja að losn- að hafi um hömlur hjá afgönskum stjórnvöldum, sem hafa á síðustu misserum bæði stöðvað frumvarp til að draga úr ofbeldi gegn konum og fleytt þeirri hugmynd að endurvekja þá refsingu að grýta fólk til dauða fyrir hjúskaparbrot. Heather Barr, sérfræðingur Human Rights Watch í málefnum Afganistan, segir and- stæðinga kvenfrelsis hafa sótt í sig veðrið síðasta ár. „Þeir sjá tækifæri til þess núna að byrja að snúa við réttindum kvenna, það er engin ástæða til að bíða til 2015,“ segir hún. Komast upp með of- beldi í skjóli laganna EPA Skrípaleikur Konur verða varnarlausar gegn ofbeldi eftir breytinguna.  Lagabreyting hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir konur Sýrlensk börn hafa upplifað hræði- legar þjáningar í átökunum þar í landi, samkvæmt nýrri skýrslu Sam- einuðu þjóðanna. Í skýrslunni eru tí- unduð tilfelli beinnar misþyrmingar, þar á meðal kynferðisofbeldis, en einnig almenn brot gegn réttindum barna, s.s. skólalokanir og takmark- anir á aðgengi að mannúðaraðstoð. Að sögn Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hafa hersveitir sýrlenska stjórn- arhersins gerst sekar um hand- tökur, handahófskennt varðhald, slæma meðferð og pyntingu barna. Þá hafa vopnaðir hópar uppreisnar- manna neytt börn til að ganga í lið með sér, bæði sem bardagamenn og í stuðningshlutverkum, auk þess sem þeir hafa staðið fyrir árásum þar sem börn voru meðal fórnar- lamba. Í skýrslunni kemur fram að fjöldi barna hafi horfið í átökunum og þá er varað við því að mörg þeirra hafi upplifað mikið áfall við að horfa upp á fjölskyldumeðlimi pyntaða og drepna. EPA Átök Börnin hafa m.a. upplifað að sjá fjölskyldumeðlimi myrta. Börnin fórnarlömb Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Á dagskrá tyrkneska þingsins í gær var umdeild netlöggjöf sem gagn- rýnendur lýsa sem árás af hálfu for- sætisráðherrans Recep Tayyip Er- dogan gegn tjáningarfrelsinu, upplýsingaaðgengi og rannsókn- arblaðamennsku. Aðgerðasinnar segja þegar vegið að netfrelsi Tyrkja en tekið hefur verið fyrir að- gang að þúsundum vefsíðna á grund- velli laga frá 2007, auk þess sem yf- irvöld hafa lagt fram ótal beiðnir til að koma í veg fyrir aðgengi að „óæskilegu“ efni. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur sagt að lögin frá 2007, „Law 5651“, samræmist ekki alþjóð- legum viðmiðum um tjáningarfrelsi, sjálfstæði og fjölræði fjölmiðla og frjálst flæði upplýsinga. Með dóms- úrskurðum hefur aðgangi að vef- svæðum á borð við bloggsamfélagið Wordpress og myndbandavefina DailyMotion og Vimeo verið lokað tímabundið. Sömuleiðis hefur verið lokað á margar jaðarfréttasíður og þá hefur fólk verið sektað og fang- elsað fyrir ummæli á samfélags- síðum. Netritskoðun fest í sessi Fyrirliggjandi viðaukar, sem nú eru til umfjöllunar, ganga hins vegar enn lengra. Samkvæmt AFP segir Yaman Akdeniz, lagaprófessor við Bilgi-háskólann í Istanbúl, að við- aukarnir færi tyrknesku fjar- skiptaeftirlitsstofnuninni, TIB, or- wellsk völd. Þau felast m.a. í því að TIB mun geta óskað eftir og safnað samskipta- og umferðargögnum frá gagnaveitum og -bönkum, án dóms- úrskurðar eða réttmætrar ástæðu. Lögin munu „færa Tyrkland fjær Evrópusambandinu hvað varðar netstefnu, ef til vill nokkur skref nær Kína,“ segir Akdeniz. Hollenski Evrópuþingmaðurinn Marietje Schaake hefur sagt að í að- ildarviðræðum við Tyrki verði yf- irvöld í Brussel að ítreka við stjórn- völd í Ankara að umrædd löggjöf sé óviðunandi og að grundvallarréttindi séu þungamiðja stefnumótunar Evr- ópusambandsins. Þá hafa Blaða- menn án landamæra sagt að mark- mið laganna sé að „festa í sessi netritskoðun, vald stjórnvalda yfir netinu og eftirlit“. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar blásið á alla gagnrýni og Bu- lent Arinc, aðstoðarforsæt- isráðherra, meðal annars sagt að það sé ekkert til sem heitir netrit- skoðun. Erdogan hefur hins vegar lýst yfir efasemdum sínum um ágæti netsins opinberlega og kallaði sam- skiptamiðilinn Twitter t.d. ógnun, eftir að aðgerðasinnar notuðu vefinn til að skipuleggja fjöldamótmæli í júní síðastliðnum. „Orwellsk“ netlöggjöf AFP Ritskoðun Löggjöfinni mótmælt í Istanbúl í janúar. YouTube var óaðgengilegt í Tyrklandi fram til ársins 2010.  Eftirlitsstofnun fær óeðlilega mik- il eftirlitsvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.