Morgunblaðið - 06.02.2014, Side 32

Morgunblaðið - 06.02.2014, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2014 Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert búin/n að gera allt sem í þínu valdi stendur til að ná samningum í vinnunni. Athugaðu hversu mikil alvara fylgir máli og afgreiddu það svo eftir ástæðum. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu ekki að hefjast handa fyrr en þú hefur kynnt þér málið vandlega og velt því fyrir þér frá öllum hliðum. Ekki vera hissa þótt vinsældir þínar eigi eftir að stigmagnast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að vinna vinnuna alveg eins dag eftir dag getur gert mann brjálaðan. Ein- stæðir sem eru að mynda ný sambönd, ættu að huga að því hversu miklu þeir vilja deila. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert eitthvað ómöguleg/ur inni í þér núna. Gerðu varúðarráðstafanir og sýndu þolinmæði og samstarfsvilja. Það slaknar á þér með kvöldinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá þér og þú ert ágætlega í stakk búin/n til að fást við þær. Sýndu hugrekki og skoðaðu fortíðar- drauginn frá öllum hliðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Í dag gætir þú dregið til þín fólk sem býr ekki yfir andlegum stöðugleika. Gefðu þér því góðan tíma til að kryfja málin til mergjar og talaðu við þá sem standa þér næst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Settu þína eigin heilsu ofar öllu öðru því að öðrum kosti áttu margt á hættu sem erfitt getur verið að finna lausn á. Síðar muntu sjá að ákvörðunin var öllum fyrir bestu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu ekki vinnuna með þér heim því hollara væri að nota þann tíma sem þú átt aflögu til að rækta sjálfa/n þig og þína nánustu. En þú ert ekki eigur þínar, þú ert þú – mundu það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki einhverja smámuni ná heljartökum á þér. Farðu þér hægt og berðu alla kosti vandlega saman áður en þú velur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki aðfinnslur annarra í þinn garð hafa of mikil áhrif á þig. Snúðu þér að þeim sem þú getur treyst hafirðu þörf fyr- ir það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt erfitt með að standast freistingar í dag en mundu að hugsa fyrst. Vertu jákvæð/ur og sjáðu hlutina frá annarra sjónarhóli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinur er sá er til vamms segir. Gættu þess þó að það gangi ekki út í öfgar því það er margur gimsteinninn sem glóir í mann- sorpinu. Vísnagáta eftir Pál í Hlíð var hérí horninu á mánudag og munu svör birtast á laugardag, svo að enn er tími til að senda inn lausnarvísu. Karlinn á Laugaveginum fær þessa kveðju frá Guðmundi Arnfinnssyni: Laugavegskarlinn lengi á svari lét ei standa. Helgargátu hress að vanda höldur leysti frjór í anda. Mörg limruskáld hafa haft gam- an af því að glíma við erfið rímorð, gjarna sérnöfn eða heiti borga. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um Lundúnasónötuna: Þá leikin er Lundúnasónatan á lútu af bónda frá Mó, Natan, allir hlustendur klappa og hrópa og stappa; þeir Kasper og Jesper og Jónatan. Jóhann S. Hannesson orti: Einn veiðimann úti í Osló til óbóta meinfýsið hross sló. Af ánægju strax hver urriði og lax í á, flúðum, læk, hyl og foss hló. Kristján Karlsson orti: Það lagði sig maður í Lima, mjög langur í fáeina tíma og vaknaði lár bæði grettur og grár en gat ekki varist að kíma. Þetta afbrigði er líka eftir Krist- ján: „Já, andartak ef ég hef tíma,“ sagði íslenskumaður í Lima. Það falaði hann stúlka sem lá breidd upp á búlka eða bekk, ef þú kannt ekki að ríma. Það hafa margir orð á sér fyrir að vera göngugarpar nú upp á síð- kastið. Hjálmar Freysteinsson yrk- ir: Af göngugörpunum öllum Gróa var sprækust á fjöllum, hún gekk á þau flest, þó gekk henni best að ganga í augun á köllum. Hver hefur ekki gaman af þess- ari gömlu vísu: Öll er skepnan skemmtigjörn, skoðið þið litla stýrið. Malar sinni kjaftakvörn kringluleita dýrið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Erfið rímorð og orðaleikir Í klípu „ ... OG ÞÁ BYRJAÐI ÉG AÐ HUGSA ÚT FYRIR KATTASANDSKASSANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TAKTU DUDDUNA ÚT ÚR ÞÉR OG SEGÐU GÓÐA MANNINUM AF HVERJU ÞÚ VILT VINNA HJÁ HONUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... tvö elskandi hjörtu. HVERNIG GET ÉG LOSNAÐ VIÐ FLÖSUNA, DOKTOR ZOOK? ÞAÐ MYNDI NÚ EKKI SAKA AÐ LÉTTAST AÐEINS. AF HVERJU KENNIÐ ÞIÐ LÆKNAR AUKAKÍLÓUNUM UM ALLAN SKAPAÐAN HLUT?! LAUFBLÖÐ ... HRÍFA ... HYLJUM HRÍFUNA MEÐ LAUFBLÖÐUM.Þá styttist í það að íslenska knatt-spyrnusumarið bresti á. Víkverji verður að segja eins og er, að hann getur varla beðið. Veturinn hefur verið kaldur og grár, og vill Víkverji skrifa það að miklu leyti á David Moyes. Jafnvel þó að það sé ósann- gjarnt. x x x Þegar Víkverji var krakki var liðiðhans í enska boltanum aldrei kallað annað en „Mansteftir Júnæ- ted?“ enda voru þeir orðnir fáir sem mundu nokkuð eftir því að það lið hefði nokkurn tímann unnið neitt. Víkverji man eftir því þegar „Big Ron“ var rekinn sem þjálfari og Alex Ferguson ráðinn. Víkverji man einn- ig eftir því hvernig smátt og smátt brandarinn um Mansteftir hætti að heyrast. Þegar yfir lauk hafði liðið hans í enska boltanum náð ótrúlegri sigurgöngu, sem varla á sér neinn líka. x x x En nú er öldin önnur. Víkverji hef-ur sannast sagna sjaldan haft minni áhuga á enska boltanum. Sama verður ekki sagt um nágranna hans á efri hæðinni. Miðað við þau hljóð sem reglulega berast niður er viðkomandi æstur stuðningsmaður Liverpool. Og sá liggur ekki á skoð- un sinni á dómara leiksins, óháð því hvort Liverpool er að vinna þægilega eða tapa naumt. Alltaf er það ein- hvern veginn dómaranum að kenna að leikurinn sé ekki að vinnast, eða ef Liverpool er yfir, að leikurinn sé ekki að vinnast með meiri mun. x x x Nágranninn átti „skemmtilega“innkomu um daginn, þegar United var að spila við Sunderland í undanúrslitum deildarbikarsins. Þegar Ferguson réð ríkjum var deildarbikarinn varla þess virði að taka þátt í honum. Að minnsta kosti stillti hann sjaldnast upp sterkasta liði United í þeim leikjum. En nú var þetta eini titillinn sem raunhæft var fyrir Moyes að vinna. Náði United að detta út eftir framlengingu og dapra vítaspyrnukeppni. Víkverji man ekki eftir því að nágranninn hafi hlegið svona mikið áður. víkverji@mbl.is Víkverji Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálmarnir 100:5)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.