Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 13
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Á þessu ári mun Framkvæmdasjóð-
ur ferðamannastaða geta úthlutað
245 milljónum króna sem þýðir að
hann mun þurfa að hafna miklum
meirihluta umsókna.
Þegar auglýst var eftir umsókn-
um í janúar komu inn umsóknir fyr-
ir um 850 milljónum. Ekki er víst að
allar umsóknir uppfylli skilyrði
sjóðsins, en miðað við aðrar úthlut-
anir má reikna með að umsóknir
fyrir um 500-600 milljónir teljist
gildar.
Til að fá úthlutað úr sjóðnum
þurfa umsækjendur, að öllu jöfnu,
að lofa 50% mótframlagi. Fjárþörfin
í viðhald ferðamannastaða virðist
því vera töluverð.
Í fyrra úthlutaði sjóðurinn 575,5
milljónum og stefndi í að sjóðurinn
myndi veita styrki upp á um 664
milljónir.
Í fjáraukalögum 2013 voru hins
vegar 88,6 milljónir teknar af sjóðn-
um.
Hætt við úthlutun í desember
Í fjáraukalögum kemur fram að
127 milljónir séu felldar niður og að
sú tillaga taki mið af stöðu verkefna
hjá sjóðnum sem hafi fengið vilyrði
um styrk en ekki sé gert ráð fyrir að
ráðist verði í að svo stöddu.
Á móti komi hækkun upp á 38,4
milljónir vegna þess að gistinátta-
gjaldið hafi skilað meiri tekjum en
ráð var fyrir gert en samkvæmt lög-
um um sjóðinn eiga 3⁄5 af gistinátta-
gjaldi að renna í hann.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ferðamálastofu var á árinu 2013
hætt við þjónustumiðstöð fyrir Þjóð-
garðinn á Snæfellsnesi, sem átti að
rísa í Rifi, en það verkefni hafði
fengið vilyrði fyrir 75 milljón króna
styrk.
Stefnt hafi verið að því að úthluta
þessum fjármunum í desember 2013
og var umsóknarfrestur um styrk
runninn út þegar meirihluti Alþingis
ákvað að lækka framlögin. Ekki
kom því til fimmtu úthlutunar sjóðs-
ins 2013 eins og að var stefnt, að
sögn Björns Jóhannssonar, um-
hverfisstjóra Ferðamálastofu.
Framkvæmdasjóðurinn fékk 261
milljón á fjárlögum 2014 en vegna
halla á sjóðnum í fyrra o.fl. koma
245 milljónir til úthlutunar. Sjóður-
inn er því ríflega helmingi minni í ár
en 2013.
Stærstur hluti þess sem kom í
sjóðinn í fyrra var 500 milljón króna
framlag úr fjárfestingaráætlun
2013-2015 sem ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur lagði fram. Þá áætl-
un átti að fjármagna annars vegar
með veiðigjaldi á auðlindaarð
sjávarútvegsins og hins vegar með
tekjum af arðgreiðslum og sölu-
hagnaði af eignasölu.
Núverandi ríkisstjórn féll frá
þessari fjárfestingaráætlun og í
fjáraukalögum 2013 segir að for-
sendur fjármögnunar hennar hafi
ekki gengið eftir.
Sjóðurinn mun hafna
meirihluta umsókna
Helmingi minna til framkvæmda á ferðamannastöðum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Slit Goðafoss er einn þeirra fjölsóttu ferðamannastaða sem hafa látið mjög
á sjá á undanförnum árum. Framkvæmdir eru fyrirhugaðar.
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og
Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði
Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði
Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum
Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík
Axel Ó, Vestmannaeyjum
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, segir
að von sé á frumvarpi um nátt-
úrupassa í þess-
um mánuði en
óvíst sé hvort
lögin komi til
framkvæmda
fyrir sumarið.
Það er því
ekki ljóst hvort
náttúrupassa
verður krafist í
sumar eða hvort
gjaldtökunni
verður frestað.
Passinn á að fjármagna fram-
kvæmdir og viðhald á ferða-
mannastöðum.
Ragnheiður Elín segir ráðu-
neytið, í samráði við önnur ráðu-
neyti, vinna hörðum höndum að
því að undirbúa innleiðingu nátt-
úrupassa. Einnig sé starfandi stór
samráðshópur með fulltrúum frá
ferðaþjónustunni, þjóðgörðum,
Slysavarnafélaginu Landsbjörg og
fleiri. Von sé á niðurstöðu fljót-
lega.
Hún segir nauðsynlegt að ná
sem breiðastri sátt um nátt-
úrupassann og því skipti meira
máli að undirbúa málið vel, frekar
en að innleiða passann í of miklum
flýti. Hún sé fyllilega meðvituð um
sjónarmið ferðaþjónustunnar sem
hafi bent á að búið sé að selja
ferðir fyrir næsta sumar, án þess
að gert hafi verið ráð fyrir kostn-
aði við náttúrupassa. „Og ég hef
samúð með því sjónarmiði,“ segir
hún og ítrekar vilja sinn til sam-
vinnu við atvinnugreinina.
Þá minnir hún á að þrátt fyrir
að áform um náttúrupassa frestist
séu lagðir til fjármunir til viðhalds
og uppbyggingar á ferða-
mannastöðum, þótt upphæðin sé
ekki nægilega há.
Þörf á meira fjármagni
Ragnheiður Elín segir ótíma-
bært að spyrja hvort hún muni
beita sér fyrir því að fjármunir til
framkvæmda á ferðamannastöðum
verði fengnir með öðrum hætti en
að krefjast náttúrpassa, enda sé
ekki enn ljóst hvort áformum um
náttúrupassa verði frestað eða
ekki. Það sé ljóst að þörf sé á
meira fjármagni í þetta verkefni.
„Ástæðan fyrir allri þessari
vinnu, varðandi gjaldtöku til að
fjármagna uppbyggingu, er sú að
við teljum að ekki hafi verið nóg
að gert,“ segir hún.
Óvíst hvort byrjað
verður að rukka 2014
Ótímabært að spyrja um aðra möguleika
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Fé til framkvæmda á ferða-
mannastöðum er víðar að fá.
Samtals fá Þingvalla-
þjóðgarður, Vatnajökuls-
þjóðgarður og Umhverfis-
stofnun um 452 milljónir til
þessara nota á þessu ári, sam-
kvæmt fjárlögum, samanborið
við um 720 milljónir í fyrra.
Í fjárlögum 2014 eru um 450
milljónir sérstaklega ætlaðar til
markaðssóknar ferðaþjónustu
erlendis. Fleira rennur í þennan
pott og má m.a. nefna að af 490
milljónum sem Íslandsstofa fær
á fjárlögum renna 86 milljónir í
svið ferðaþjónustu og skapandi
greina.
Styrkir sókn
í ferðamenn
RÍKISÚTGJÖLD