Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Svisslendingarsamþykktu íbindandi þjóðaratkvæða- greiðslu að reglan um „frjálsa för“ íbúa innri mark- aðar ESB og EES skuli nú sæta takmörkunum. Viðbrögð ESB við ákvörðun fólksins í Sviss bárust strax. Hótanir. Hótanir í garð Sviss vegna niðurstöðunnar. Laurent Fabíus, utanríkisráðherra Frakklands, sagði þannig: Sviss verður refsað! Sviss, sem er aðeins með aukaaðild að sambandinu, fær slíkar trakt- eringar. Íslendingar eru sjálfsagt margir hissa á að sjá slík við- brögð, en þeir þurfa ekki að vera það. Þegar Ísland, um- sóknarríkið sjálft, vildi ekki sætta sig við að ESB skammt- aði því úr hnefa og af óbilgirni heimildir til að veiða makríl, sagði talsmaður þessa mörg hundruð milljóna manna sel- skapar: Við munum beita Ís- lendinga refsiaðgerðum. Og hafinn var undirbúningur þess og veifað „vísindalegum stað- reyndum fiskifræðinnar“. Mak- ríllinn hafði ekki lesið þær skýrslur og vöxtur hans og göngur lutu lögmálum í sam- ræmi við íslenskar spár. Nú nýlega urðu búrókratar í Brussel að kyngja því að hafa farið með fleipur. Þegar Ice- save-deilan stóð sem hæst komu líka hótanir frá ESB og einnig frá AGS. En því miður einnig úr fimmtu herdeild á Íslandi. Rík- isstjórnin, seðla- bankastjóri hennar og fréttastofa Ríkisútvarpsins (og forstjóri Landsvirkjunar) hömuðust. Hörmungarnar myndu verða ógurlegar ef þjóð- in sjálf sýndi ekki sama aum- ingjaganginn og pótintátarnir. „Það verður efnahagsöngþveiti í landinu,“ sagði forsætisráð- herrann, Jóhanna Sigurð- ardóttir, um það sem gerast myndi ef þjóðin héldi höfði. Þegar kjarkleysi hennar af- hjúpaðist og fullyrðingarnar reyndust innstæðulausari en nokkur bankamaður hafði nokkru sinni séð, á fáránleg- asta ávísanreikningi, hafði hún ekki einu sinni manndóm til að segja af sér. Og seðlabanka- stjórinn sneri sér aftur að málaferlunum gegn sjálfum sér um að fá laun sín hækkuð um 400 þúsund krónur á mánuði um leið og hann varaði alvar- legur við því að allt ylti um koll fengju aðrir meiri hækkun en 4.000 krónur! Og nú er upplýst að Bretar og Hollendingar telja að Ice- save-samningurinn myndi hafa kostað þjóðina 556 milljarða króna ÞÓTT þrotabúi LÍ tæk- ist að borga höfuðstólskröfur að fullu! Fréttir af kröfum Breta og Hollend- inga afhjúpa hina innlendu atlögu gegn þjóðinni} Hvílíkur klúbbur Borgarstjórnsamþykkti samhljóða í liðinni viku að nýta sér bráðabirgða- ákvæði í sveit- arstjórnarlögum sem heimilar borginni að fresta því um einar borgarstjórn- arkosningar að fjölga borg- arfulltrúum. Borgarfulltrúar verða því áfram fimmtán á næsta kjörtímabili en verður svo, að óbreyttum lögum, að fjölga í að minnsta kosti 23 og allt upp í 31. Rétt var hjá borgarstjórn að taka þá ákvörðun að fresta fjölgun fulltrúanna, en full ástæða er til að ganga lengra. Í sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 er „almennt“ ákvæði um að sveitarfélag með yfir 100.000 íbúa skuli hafa fyrrgreindan fjölda sveit- arstjórnarmanna. Þetta ákvæði eins og önnur slík gildir vitaskuld aðeins um Reykjavík og þess vegna er full ástæða fyrir borgarfulltrúa og borg- arstjórn að tjá sig skýrt um ákvæðið. Dagur B. Eggertsson segir að sér þyki „ekki tímabært“ að fjölga borg- arfulltrúum en vill nota næsta kjör- tímabil til að ræða málið. Afstaðan gæti ekki verið mikið loðnari, sem er illskiljanlegt því að málið er ekki mjög flókið og óþarfi að umræður og vangaveltur um það taki megnið af þessu kjör- tímabili og líka það næsta. Halldór Halldórsson, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar, er skýrmæltari og segist ósam- mála fyrrgreindri lagabreyt- ingu. Hann telur fimmtán borgarfulltrúa nægja og óhætt er að segja að reynslan styðji þá skoðun. Borgarfulltrúum var, eftir ákvörðun vinstri meirihlutans 1978-1982, fjölg- að úr 15 í 21 og því verður tæp- ast haldið fram að sú tilraun hafi heppnast vel og sýnt fram á nauðsyn fjölgunar. Það sem borgarstjórn ætti að gera er að skora á Alþingi að endurskoða þetta lagaákvæði og veita borginni heimild til að halda þeim fjölda borgarfull- trúa sem reynst hefur farsæll í rúma öld. Engin ástæða er til að fjölga borgar- fulltrúum eftir næsta kjörtímabil} Borgin tali skýrt Í gamla daga birtust stundum í Æsk- unni greinar um undrabörn í Sov- étríkjunum, krakka sem dúxuðu í raungreinum, mátuðu alla við skák- borðið og voru fræknir í fimleikum – svo fátt eitt sé nefnt. Gjarnan fylgdi sögunni að þessum árangri næðu krakkarnir með iðju- semi við bestu aðstæður. Í sósíalísku ríki væri jafnan vel að skólum búið og árangur Sovét- manna væri engin tilviljun. Þessum Æskusög- um trúði ég eins og nýju neti en gerði mér seinna ljóst að hér var dregin upp einhliða áróðursmynd. Árin og reynslan hafa líka kennt mér að altækar reglustikulausnir eins og stjórnmálamenn og hagsmunasamtök setja stundum fram ganga aldrei upp. Það er þess vegna sem ég hef allan varann á mér þegar úr ranni Viðskiptaráðs Íslands koma hugmyndir um uppstokkun á íslenska menntakerfinu, eins og þær sem framkvæmdastjóri ráðsins, Frosti Ólafsson, greindi frá í samtali við Viðskiptablaðið í fyrri viku. Við- skiptaráðsstjórinn hefur lög að mæla þegar hann segir að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið að stytta nám í fram- haldsskólum, þannig að nemendur geti nái stúdentspróf- inu eftir þrjú ár en ekki fjögur. „Það segir sig sjálft að verðmætasköpun í hagkerfinu eykst umtalsvert með því að hleypa tveimur nýjum árgöngum inn á vinnumark- aðinn,“ segir Frosti. Að ræða um styttingu framhaldsskólanáms er sama lumma og að fjasa um afnotagjöld Ríkisútvarpsins eða sölu áfengis í matvöruverslunum. Jú, sann- arlega er hagkvæmt að geta tekið námið á sem skemmstum tíma og vissulega eru þess dæmi að klárir krakkar nái stúdentsprófinu eftir aðeins þrjá vetur. Ber þá að líta á að í framhaldsskólakerfinu íslenska er sá sveigj- anleiki að hver og einn getur tekið námið á sínum hraða. En fyrirkomulaginu þarf að breyta á ýmsa vegu, nú þykir álag í námi og kennslu safnast um of á ákveðna tíma, sem getur leitt af sér kvíða og þunglyndi. Raunar fer Guðni Kolbeinsson íslenskufræðingur nærri kjarna þessa í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag. Hann var umsjónarkennari í Fjölbraut í Garðabæ þar sem til hans leitaði „… ungt fólk sem átti verulega bágt af mörg- um ástæðum, það voru erfiðleikar heima og ungar stúlkur höfðu lent í hremmingum og kynferðislegum ásóknum. Það var miklu meiri vanlíðan þarna og þjáning en ég hafði látið mér detta í hug.“ Sennilega hefur krökkunum í Rússíá oft liðið illa þó námsárangur þeirra væri frábær og kerfið enn betra. Og það má auðvitað, eins og Viðskiptaráðið bendir á, græða á því að taka framhaldsskólanámið í spreng. En hvað liggur á? Er einhver ástæða til að til að stytta jafn- aðarlengd framhaldsskólanáms? Eru fjórir vetur ekki bara fínt fyrirkomulag og í góðu lagi þótt einhverjir þurfi fimmta veturinn til viðbótar ef á brattann er að sækja? Amerískir fínimannaskólar og sovésk undrabörn eru af- leitar fyrirmyndir í íslenskum veruleika. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Undrabörnin skáka og máta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Athygli hefur vakið að hafísþekur nú mun stærrasvæði á norðurhjara en ásama tíma í fyrra, mun- urinn hleypur á tugum prósenta. Þegar hefur komið fram að spár um hlýnun hafa ekki gengið eftir, undanfarin 15 ára hefur ekki mælst marktæk hækkun í loft- hjúpnum. Einnig segja vís- indamenn sem rannsaka sólbletti að nú sé að líkindum að hefjast nokkurra áratuga tímabil kólnunar en vitað er að sólblettir hafa áhrif á loftslag. Ísmagnið á norðursvæðinu sl. haust var um 50% meira en haust- ið 2012, að sögn bandarískra vís- indamanna. Eftir sem áður er haf- ísþekjan í janúar, um 13,7 milljónir ferkílómetra, samt minni að flat- armáli en að meðaltali síðustu ára- tugi. Hafís á Barentshafi, Ok- hotska-hafi og Beringssundi var undir meðallagi í janúar. Einnig mun meðalhiti á norðurhjara vera yfir meðallagi þótt mikil vetrar- veður hafi herjað á fólk í Kanada og Bandaríkjunum. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, gerir í skýrslum sínum ráð fyrir að innan fárra ára- tuga muni hafið við norðurpólinn verða íslaust að sumarlagi og ís- þekjan mun minni en nú að vetr- arlagi. En eru þessar spár nú í uppnámi? Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur hjá Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands, segir að mælingar frá 1979 sýni ótvírætt að ísinn sé að minnka, mestur sé munurinn á sumrin. Minna um þykkan ís „Í fyrra var hafísinn í algeru lágmarki þannig að öll aukning núna virkar mjög mikil í prósent- um en 2013 varð líka talsverð aukning frá árinu á undan,“ segir Ingibjörg. „Á síðastliðnum áratug- um eru aðeins fimm ár eða sex ár með minni útbreiðslu hafíss en 2013. Bráðnunin er líka meiri en áður á sumrin og þess vegna er minna um þykkan, fjölæran hafís. Ísinn hefur verið að þynnast og þá skiptir vindur miklu. Ísinn var kominn ansi nálægt Íslandi í lok nóvember í fyrra en síðan kom mikil norðaustanátt. Ísþekjan var ekki nógu sterk til að þola hana, hún var of þunn og brotnaði frekar upp en ella. Ísinn hefur því hrakist aftur í átt til Grænlands.“ Ingibjörg segir að ýmsar kenningar séu um bráðnun hafíss. Rannsóknir sýni að í Norður- Íshafinu safnist upp verulegt magn af tiltölulega fersku vatni ofan á saltara vatn í sjónum sem er þyngra og því neðar ef mikil lag- skipting er í sjónum og lítil blönd- un. Ferskara vatnið kemur úr ám í Rússlandi og Kanada. Hugsanlegt sé að þetta vatn, sem frýs fremur en saltvatnið, streymi að lokum suður um hafið milli Grænlands og Barentshafs og valdi tímabundnum hafísárum hér við land. Meiri hafísþekja en í fyrra en ísinn þynnri Ljósmynd/Knud Eliasen Auður sjór Myndin var tekin nýlega í Scoresbysundi. Um þetta leyti árs er sjórinn yfirleitt þakinn ís en ekki núna. Meiri hafís er nú við stóran hluta Suðurskautslandsins en áður og bent er á að þessi staðreynd virðist stangast á við kenningar um loftslagshlýnun. Yfirleitt er geysilegur hiti í öllum loftslags- umræðum og erfitt fyrir leik- menn að sjá hvar vísindin taka enda og trúarbrögðin byrja. Þegar rýnt er í skýrslur IPCC kemur í ljós að í niðurstöðum hennar er yfirleitt notað mun varfærnislegra orðalag en tíðk- ast í ræðum margra stjórnmála- manna og álitsgjafa. Oft er t.d. fullyrt að hlýnandi loftslag valdi fleiri fellibyljum og öðrum hamförum í veðri. En í samantekt IPCC um slík fyr- irbæri er sagt að „líklegt“ sé að með tímanum muni fellibyljum fækka en „líklegt“ sé að úrkoma sem þeim fylgi aukist. Engin heimsendaspá. Fellibyljum gæti fækkað SPÁR IPCC Ofsi Fellibyljir valda miklu tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.