Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Lýðræðið gerir manni stundum erfitt fyrir. Fyrst setti það vanhæfan forsætis- ráðherra yfir okkur í fjögur ár vinstri stjórnar landsins en líka vanhæfan borg- arstjóra í nær fjögur ár óstjórnar borg- arinnar. Samt er lýð- ræðið farsælasta leið- in til langframa og ber að fylgja því til streitu, því að ella er fljótt gripið til þvingaðs jöfnuðar, sem er og verður sósíal- ismi. Skoðanir kvenna í kjöri Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borg- arstjórnarkosningar færði þrjár samstiga konur niður listann, þar sem þær hundsuðu afgerandi landsfundarsamþykkt um áfram- haldandi tilveru Reykjavík- urflugvallar og studdu skipulags- breytingar í borginni sem hampað er af ríkjandi borgar-óstjórn- arflokkum, ólíkt körlunum sem fylgdu stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þær tillögur SamBesta í sam- göngumálum ganga helst út á það að stífla umferð og að fækka bíla- stæðum. Eðlilega standa þeir þrír fjórðu hlutar Reyk- víkinga sem ferðast um á bílum gegn slíku og reyna að finna sér fulltrúa við hæfi til þess að fara með um- boð þeirra við skil- virka stjórn borg- arinnar. Færum karlana niður? En þá fer þessi lýð- ræðislega niðurstaða svo fyrir brjóstið á sumum sjálfstæðiskonum, að jafn- vel þeim finnst eðlilegt að færa konur upp listann, þrátt fyrir skoðanir þeirra og athæfi, gegn jafnræðisreglu lýðræðisins sem við stöndum fyrir. Niðurstaðan væri því sú, að hvaða skoðun sem kona hefði, jafnvel gegn þeim flokki sem hún byði sig fram fyrir, þá bæri að færa karlana niður fyr- ir hana vegna kynferðis þeirra, allt í nafni jöfnuðar. Það gefur auga leið að svo magnaðan sósíal- isma ber ekki að líða, enda gegn stjórnarskránni og sannarlega gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Vandræði framundan En samt er kjósandinn skilinn eftir í vandræðum. Munu ofan- greindar konur brjóta odd af of- læti sínu og fylgja lýðræðisn- iðurstöðu flokks síns eða verður jafnan kurr í þeim? Mun Halldór Halldórsson, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stinga furðu- hugmyndum sínum um þverun Skerjafjarðar (að hætti Kolgrafa- fjarðar) undir stól þar sem ESB- fylgni hans á líka að vera? Getur hann sameinað hópinn? Allir aðrir kostir eru arfaslakir, nema komi upp úthverfaframboð sem ýtir hagsmunum ríkjandi 101-latte- hópsins almennilega til hliðar. Framsókn mun varla koma til bjargar í borginni eins og tókst í landsmálunum og vinstri hópar eru í sjóræningjaleik eða að gefa fuglum úti á miðri Hofsvallagötu. Langt er til vors. Vonum að það verði ekki eins og vorið var í Prag eða hið arabíska. Við biðjum bara um almennilega borgarstjórn. Sumar eru jafnari en aðrir Eftir Ívar Pálsson » Lýðræðið er farsæl- asta leiðin til lang- frama og því ber að fylgja til streitu, óháð kynferði. Þvingaður jöfnuður er og verður sósíalismi. Ívar Pálsson Höfundur er viðskiptafræðingur með eigið útflutningsfyrirtæki. Skv. talningu Vegagerðarinnar fara um 10.000 bílar (5.000 hvora átt) á milli Reykjavíkur og Keflavíkur á dag eða 3.650.000 bílar á ári og eyða þeir eldsneyti fyrir ca. 5.000.000.000 á ári og flytja 14-15 milljónir manna á ári. Þessar tölur gætu kannski tvöfaldast á næstu 20-30 árum. Hljóðlaus, mengunarlaus hraðlest færi þessa leið (50 km) á 12-15 mín- útum og gæti flutt 4-5 milljónir far- þega á ári og myndi það létta veru- lega á umferð bíla, stytta umferðartíma og minnka slysa- hættu verulega. Myndi slík fjárfest- ing borga sig á tiltölulega skömm- um tíma. Einnig myndi þessi fjárfesting gera flutning á flugvelli úr Vatnsmýri auðveldari og fýsi- legri. Myndi kostnaður farþega einnig verða miklum mun minni en að fara um á eigin bílum. Er vel að umræða er komin í gang í þjóðfélaginu um þetta þjóðþrifamál og verður fróð- legt að fylgjast með frekari fram- vindu þessa máls. RAGNA GARÐARSDÓTTIR húsfreyja. REY-KEF hraðlest Frá Rögnu Garðarsdóttur BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Sveit Miðvikudagsklúbbsins vann aðalsveitakeppni Brids- félags Hafnarfjarðar Sveit Miðvikudagsklúbbsins vann aðalsveitakeppni félagsins með 145 stig. Í sveitinni spiluðu Magnús Sverrisson, Halldór Þor- valdsson, Guðlaugur Sveinsson, Hermann Friðriksson og Hlynur Angantýsson. Í 2. sæti var sveitin Bland.com með 143,94 stig og í 3. sæti var sveit Gabríels Gíslasonar með 137,83 stig. Öll úrslit og spil er að finna á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ bh. Næsta keppni félagsins er fjög- urra kvölda aðaltvímenningur. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum að Flatahrauni 3, Hafnarfirði. Spilamennska byrjar kl. 19. Bernódus og Ingvaldur með forystu í Kópavogi Nú er lokið tveimur kvöldum af fjórum í aðaltvímenningi Bridsfélags Kópavogs og eru Bernódus Kristins- son og Ingvaldur Gústafsson efstir en aðeins munar 1,6% á sex efstu pörum. Helgi Bogason og Egill Darri Brynjólfsson fengu besta skorið sl. fimmtudag en heildarstaða efstu para er þessi: Bernódus – Ingvaldur 879,8 Birkir Jón Jónss. – Guðm. Baldursson 869,4 Sigurður Sigurjónss – Ragnar Björnss. 868,1 Hjördís Sigurjónsd. – Kristján Blöndal 865,5 Árni Björnsson – Heimir Tryggvason/ Guð- laugur Nielsen 865,3 Helgi Bogason – Egill D. Brynjólfss. 858,7 Upphafsorðin hér að framan eru úr texta Ólínu Andrésdóttur um Suðurnesjamenn enda er ekki annað séð en að fulltrúar sveitar- félaga á Suðurnesjum séu að reyna að beita brögðum til að hefta eðlilega samkeppni í samgöngum, miðað við skrif þeirra í Morg- unblaðinu síðastliðinn laugardag. Samkeppni er undirstaða atvinnu- frelsis og nýsköpunar þar sem sá sem býður fram bestu lausn á örugg- an og hagkvæman hátt, nýtur af- rakstursins. Þjónusta við sam- göngur er ekki undanskilin þeirri röksemdafærslu. Stjórnvöld leggja hömlur á ferðaþjónustu Samtök ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt framkvæmd almennings- samgangna hér á landi og þá sér í lagi þann þátt sem snýr að hömlum á reglubundnum flutningum með ferðamenn og skort á örygg- iskröfum í almenningssamgöngum. SAF gagnrýndu í þessu samhengi samning Vegagerðarinnar við Sam- tök sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem sérstaklega var bent á ólögmæti vegna einkaleyfis á akstri frá Flug- stöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavík- ur og öfugt, en sú leið hefur verið rekin á samkeppnisgrundvelli þar sem viðskiptavinum stendur til boða góð og örugg þjónusta í tengslum við allt flug til og frá land- inu. SSS telja ranglega í grein sinni að almenn- ingssamgöngur á land- inu öllu séu í uppnámi enda ómögulegt að sjá hvað því veldur. Eðlilegt að sam- keppni njóti sín Í Evrópureglugerð um almennings- samgöngur kemur skýrt fram að leiðir sem reknar eru á sam- keppnisgrundvelli fái að njóta sín án aðkomu stjórnvalda. Evrópulönd hafa verið að fara þessa leið og eru þess dæmi að bæði almennings- samgöngur og reglubundinn flutn- ingur með ferðamenn aki á sömu leiðum í fullkominni samkeppni. Það er grundvallarmisskilningur hjá fulltrúum SSS að almennings- samgöngur séu útilokaðar frá eðli- legri samkeppni. Hlutverk FLE Flugstöð Leifs Eiríkssonar er að öllu leyti rekin af notendagjöldum sem til koma vegna þeirrar þjónustu sem flugstöðin býður upp á, hvort sem um er að ræða flug eða aðra þjónustu. FLE skilgreinir þá þjón- ustu sem boðið skal upp á og býður samkeppnisaðilum að sinna þeirri þjónustu innan flugstöðvarinnar. Það er ekkert sem mælir gegn því að almenningssamgöngur á vegum SSS geti verið þáttur af þeirri þjónustu sem boðið er upp á í tengslum við FLE þannig að þeir sem svo kjósa geti tekið strætó frá flugstöðinni sem tengist kerfi almennings- samgangna. Þeir sem vilja kjósa aðra möguleika með aukinni og hraðari þjónustu eiga að geta haft val um það. Almenningssamgöngur í þágu almennings Það er sjálfsögð krafa skattgreið- enda að eiga aðgang að kerfi al- menningssamgangna og eðlilegt að slíkt sé styrkt af stjórnvöldum þar sem þess er þörf. Almennings- samgöngur eru þjónusta sem al- menningur borgar fargjald fyrir til að ferðast innan þéttbýlis eða milli þéttbýlisstaða. Þessi þjónusta er til þess fallin að almenningur geti sótt vinnu, skóla, læknisþjónustu o.fl. sem snýr að almannaheill. Það er eðlilegt að með afnámi sérleyfa, sem gerðist með breytingu á lögum haustið 2011, hafi farþegum með strætó fjölgað en það geta SSS ekki þakkað sér eins og fulltrúar þeirra gera í grein sinni. Hins vegar er hægt að benda á að allir allir íbúar Reykjanesbæjar fá frítt í strætó á sínu svæði og skólaferðir til Reykja- víkur eru mikið niðurgreiddar, en slíkt á ekki við um íbúa höfuðborg- arsvæðisins. Í texta Ólínu um Suðurnesjamenn kemur fram að Unnur bauð þeim faðm sinn svo ferleg og há, en nú þarf Unnur og landsmenn allir að standa í lappirnar gegn brögðum þeirra Suðurnesjamanna og efla þannig hag allra sem stuðla vilja að frjálsri samkeppni. Kunnu þeir að beita hana brögðum sínum þá – Samkeppni eflir allra hag Eftir Gunnar Val Sveinsson » Það er sjálfsögð krafa skattgreið- enda að eiga aðgang að kerfi almennings- samgangna og eðlilegt að slíkt sé styrkt af stjórnvöldum þar sem þess er þörf. Gunnar Valur Sveinsson Höfundur er verkefnastjóri hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ ÍSLENSK HÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.