Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklegamjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í bréfi til ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara frá 26. nóvember sl. lögðu Samtök afurða- stöðva í mjólkuriðnaði (SAM) inn beiðni um almennan tímabundinn tollkvóta á smjöri í desember. Beiðn- in var afturkölluð tveimur dögum síð- ar, 28. nóvember, og í bréfi frá ráð- gjafarnefndinni til hagsmunaðila hinn 29. nóvember segir m.a. að fyrirtæki innan SAM hefði þegar tryggt hrá- efni til að mæta aukinni eftirspurn á markaði eftir fituríkum mjólkuraf- urðum. Þarna er um að ræða MS sem flutti inn um 90 tonn af osti frá Írlandi fyrir um 50 milljónir króna. Var írski ost- urinn m.a. notaður í ostagerð hjá MS, án þess að þess væri getið sér- staklega, eins og fram kom í fréttum. Innflutningurinn hefur verið gagn- rýndur harðlega af talsmönnum heildsala og matvöruverslana. Hefði tillaga nefndarinnar náð fram að ganga, og verið samþykkt af ráðherra hefði hver sem er getað flutt inn smjör í desember, tollfrjálst. Af því varð ekki þar sem MS náði að tryggja sér ost frá Írlandi og greiddi af hon- um fullan toll. Innflutningurinn og málsmeðferð stjórnvalda hefur verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu en Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, segir málalok ekki liggja fyrir enn. Hlýtur að eiga við um aðra Finnur Árnason, forstjóri Haga, segist í samtali við Morgunblaðið undrast málsmeðferðina og þann hraða sem málið fékk hjá stjórnvöld- um. Hann hefur séð bréfin sem for- maður ráðgjafarnefndarinnar, Ólafur Friðriksson, sendi frá sér til hags- munaaðila en í einu bréfanna segir m.a.: „Í ljósi þeirrar lykilstöðu sem mjólkuriðnaðurinn gegnir í íslensku samfélagi um framleiðslu og birgða- stýringu fyrir heildar mjólkur- vörumarkaðinn í landinu brást nefnd- in tiltölulega hratt við.“ Finnur segir það athyglisvert að ráðgjafarnefndin hafi verið komin með drög að tillögu að tollfrjálsum innflutningi á smjöri í desember strax daginn eftir að beiðn- in kom frá SAM. Daginn þar á eftir hafi beiðnin síðan verið afturkölluð. „Í drögum að tillögunni er beinlínis vísað til þess að það sé ekki nægt framboð af smjöri innanlands. Ég get ekki séð annað en að þessi tillaga hljóti þá að eiga við fyrir aðra aðila í sambærilegum málum,“ segir Finnur og bendir á að fyrir sömu nefnd liggi beiðni um innflutning á sérstökum ostum og lífrænum kjúklingi. „Við horfum til þess að okkar máli verði jafn vel tekið. Við getum ekki séð nema eina niðurstöðu í því.“ Finnur telur það liggja fyrir að að- gerðir MS hafi verið til þess fallnar að koma í veg fyrir að aðrir flyttu inn smjör. Athyglisverð- ast í málinu sé hins vegar vinnubrögð stjórnvalda. „Ef stjórnvöld eru að vinna þannig að þegnarnir sitja ekki við sama borð er komin upp mjög alvarleg staða. Það hlýtur að verða rannsakað þegar aðilar eins og MS hafa verið að kaupa upp það litla magn af fríkvót- um sem þessari þjóð stendur til boða. Það hlýtur einnig að koma til skoð- unar þegar verið er að lauma inn- fluttri vöru í þá innlendu,“ segir Finn- ur. Máttu engan tíma missa Pálmi Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir Mjólkursamsöluna hafa séð fram á það um miðjan nóvember að hafa ekki nægt hráefni til framleiðslu á fituríkum afurðum fyrir jólavertíð- ina. Þá hafi verið lögð inn pöntun á smjöri frá Írlandi. „Í fyrstu ætluðum við ekki að nota smjörið fyrr en í annarri viku af des- ember en við máttum hreinlega ekki neinn tíma missa. Þess vegna var þessi asi á því að losa smjörið úr toll- inum. Við máttum engan tíma missa,“ segir Pálmi og vísar því alfarið á bug að MS hafi með þessum innflutningi frá Írlandi verið að koma í veg fyrir að aðrir aðilar gætu flutt inn smjör í desember. MS hafi fyrst og fremst viljað sinna sinni skyldu um að hafa nægt hráefni til staðar. Undrast meðhöndlun á írska smjörinu  Samkeppniseftirlitið rannsakar enn innflutning MS á írsku smjöri fyrir jól  Forstjóri Haga gagn- rýnir málsmeðferðina  Komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn smjör  MS vísar gagnrýninni á bug Morgunblaðið/Styrmir Kári Mjólkursamsalan Nærri 90 tonn af smjöri frá Írlandi voru flutt inn til frekari framleiðslu á ostum hjá MS. Írska smjörmálið » Um miðjan nóvember lagði MS inn pöntun á nærri 90 tonnum af smjöri frá Írlandi. » 26. nóvember lagði SAM, fyrir hönd MS, inn beiðni um opinn kvóta á tollfrjálsu smjöri. » 28. nóvember var beiðnin afturkölluð. » 2. desember fékk MS toll- pappíra í hendur um að írska smjörið væri komið til lands- ins. Kostnaður var um 50 milljónir kr. » 3. desember var búið að tollafgreiða smjörið og senda það í frekari framleiðslu á tveimur afurðastöðvum MS. Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og formað- ur ráðgjafarnefndar um inn- og út- flutning landbún- aðarvara, segir afgreiðslutíma á innsendum beiðnum til nefndarinnar vera misjafnan. Það fari eftir því um hvaða vöru sé að ræða og hve framleiðendur og dreifingaraðilar eru margir á þeirri vöru sem sótt er um. Þannig sé mikill munur á beiðni um svína- kjöt eða smjör. Nefndin geti þurft að senda út fyrirspurnir á 10-15 að- ila, til að kanna viðbrögð viðkom- andi. Lögin kveði á um það, til að kanna t.d. hvort vöntun sé á tiltek- inni vöru. Ólafur segir að þar sem SAM hefði óskað eftir opnum tollkvóta á smjörinu þá hefði það tekið 5-7 daga að afgreiða málið af hálfu ráðuneyt- isins. Ferlið sé lengra ef óskað er eftir takmörkuðu magni af viðkom- andi vöru. Gefa þurfi út reglugerð, auglýsa hvað standi til og fara síðan í útboð. Þetta ferli geti tekið 5-6 vik- ur. „Í þessu tilviki voru menn undir tímapressu þar sem jólin voru að fara í hönd og við höfðum bréf undir höndunum sem sagði að allt stefndi í smjörskort fyrir jól. Þess vegna var reynt að bregðast skjótt við,“ segir Ólafur en eftir að nefndin hefur formað tillögu til ráðherra þarf hún að senda tilteknum hagsmuna- aðilum erindi til umsagnar, og hafa þeir þá fjóra daga til að svara. „Þeir [SAM-innsk. blm] komu á elleftu stundu og fengu ekki aðra meðhöndlun en aðrir,“ segir Ólafur og ítrekar að fyrsta umsókn SAM hefði borið með sér að framundan væri alvarlegur skortur í landinu á smjöri og rjóma. Afstaða tekin í dag Varðandi umsóknir um innflutn- ing á lífrænum kjúklingum og sér- ostum segir Ólafur að væntanlega verði tekin afstaða til þeirra í dag. Þar var óskað eftir opnum kvóta á umræddum vörum en Ólafur segir lögin ekki heimila tollalausan inn- flutning á þessum vörum. Eina undantekningin frá því er ef inn- flutningsverðið er hærra en verðið innanlands. bjb@mbl.is „Fengu ekki aðra meðhöndlun“  Hefði tekið 5-7 daga að afgreiða Ólafur Friðriksson „Það sem gerðist á þessum tveimur dögum er að við sjáum að ferillinn á málinu verður svo langur. Beiðnin þurfti umsagnarferli og þar með hefði smjörið ekki verið komið til landsins fyrr en í janúar. Þar af leið- andi vorum við búnir að missa af því sem við ætluðum að leysa. Aðal- málið var að geta haldið uppi þeirri reisn að hér væri íslenskt smjör og íslenskur rjómi á borðum neytenda um jólin. Í staðinn myndum við nota þetta írska viðurkennda smjör í smurosta og tækjum þá skakka- föllin á Mjólkursamsöluna,“ segir Guðni Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka af- urðastöðva í mjólkuriðnaði, spurður af hverju beiðnin um tímabundinn tollkvóta fyrir smjör var afturkölluð með svo skömmum fyrirvara. Guðni segir írska smjörið hafa verið komið til lands- ins 2. desember og tollafgreitt dag- inn eftir. Mikið hafi legið á og MS ekki haft tíma til að bíða lengur. Hann segir MS hafa orðið að bregðast við minnkandi smjör- birgðum. „Mjólkuriðnaðurinn var fyrst og fremst að hugsa um hvern- ig hann gæti fullnægt þeim mark- aði sem hann ber skyldur til sam- kvæmt búvörusamningi,“ segir Guðni. Í bréfi til formanns ráðgjafar- nefndarinnar, sem er dagsett 4. desember, útskýrir Guðni nánar hvernig MS hefur tryggt hráefnið og hvaða ástæður lágu að baki um- sókninni. Segir m.a. að hefði mjólkurframleiðsla ársins 2013 náð 124 milljónum lítra hefði þessa staða ekki komið upp, en fram- leiðslan losaði um 122 milljónir lítra. Töldu að ferillinn yrði of langur GUÐNI ÁGÚSTSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SAM Guðni Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.