Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014
Sumarhús
Eignalóðir í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangI að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi ca 45 km frá Rvk. Allar nánari
upplýsingar í síma 896-1864.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Heimilistæki – Viðgerðaþjónusta
fyrir öll merki. Við sækjum, við gerum
við og við skilum.
Seljum einnig notuð tæki.
Uppl. í síma 587 5976 eða 845 5976.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Húsviðhald
Laga veggjakrot,
hreinsa þakrennur,
laga ryð á þökum
og tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Í dag er til moldar borinn kær
tengdafaðir minn, Sverrir Hinrik
Jónsson frá Strönd í Ólafsfirði.
Þakklæti, virðing og auðmýkt
koma upp í hugann á þessari
stundu þegar komið er að leiðar-
lokum, á annars ljúfri og notalegri
samfylgd. Víst finn ég fyrir sökn-
uði og trega yfir því að þurfa að
kveðja svona allt of fljótt, en ör-
lögum sínum flýr enginn frá.
Velvilji, umhyggja og hlýja eru
einkanlega orð sem ég vil nota til
að lýsa honum Sverri á Laugar-
brautinni í hnotskurn.
Sverrir var einstaklega góður
maður og honum var ætíð sér-
staklega umhugað um fjölskyldu
sína og samferðafólk, að sem
flestir hefðu eitthvað fyrir stafni
sem veitti þeim lífsfyllingu, væru
ánægðir – og þá líka jafnframt
sáttir, bæði við Guð og menn.
Virðingin sömuleiðis fyrir fjöl-
breytileika lífsins og lífsskoðun-
um margskonar var honum ein-
hvern veginn svo eðlislæg og
réttlætiskenndin hans þá svo rík.
Hann tengdapabbi minn veigr-
aði sér ekki við að taka upp hansk-
ann fyrir þá sem minna máttu sín
og alla tíð var hann tilbúinn að
styðja og styrkja aðra í lífsins
ólgusjó. Hann þekkti kannski líka
stundum ágjöfina og mótlætið.
Hjálpsemin var honum sérstak-
lega í blóð borin og Sverrir veigr-
aði sér ekki við að grípa undir með
öðrum og létta byrðina meðan
þrek og heilsa leyfði.
Hann var einstakur meistari,
mikill og sérlegur fagmaður, var
snöggur að greina lausnir og finna
úrræði. Málarinn sá besti.
Alla hans góðu aðstoð gegnum
árin, við uppbyggingu og endur-
bætur á húsnæði okkar Jóns Arn-
ars á Dalvík, þakka ég af innileik
og hlýhug og met afar mikils.
Einhvern veginn finnst mér
Sverrir alltaf hafa verið eitthvað
að dunda í frístundum, aldrei man
ég eftir honum öðruvísi en með
eitthvað fyrir stafni. Listinn af
verkefnunum var eitthvað svo
óendanlegur.
Í Svínadalnum var litli fallegi
reiturinn hans, „hvíldin“ frá ys og
þys hversdagsins, og þar gat hann
unað tímunum saman, oft aleinn
og með sjálfum sér. Yfirbragð
reitsins, tegundir og fjöldi trjáa
og plantna þar ber í dag þess
glöggt vitni, að þarna fór maður
um sem kunni til verka og fram-
kvæmdi af alúð og natni. Sverrir
unni náttúrunni og bar virðingu
fyrir henni … vissi að maður upp-
sker eins og maður sáir.
Hann las líka mikið, fylgdist vel
með í blöðum og sjónvarpi og
kunni að segja skemmtilega frá.
Skondnar sögur af samferðafólki
og fyrirbærum hvers konar voru
margar og víst átti hann í hand-
raðanum eina og eina að norðan.
Kátínan og húmorinn voru aldrei
langt undan.
Í hjartanu geymi ég og varð-
veiti margar góðar samveru-
stundir með Sverri, bæði heima
og að heiman.
Minnisstæðust er samt nota-
lega ferðin sem við fórum tveir
um Svínadal og yfir í Skorradal
einn sumarmorgun fyrir nokkrum
árum.
Þá bauð hann „stráknum“ í bíl-
túr um svæðið og útskýrði stað-
hætti, leiðir og nánasta umhverfi.
Þvílík frásagnargleði og fróðleik-
ur. Tíminn varð afstæður.
Ég sé hann enn fyrir mér þar
sem hann stendur þarna í
blómstrandi lúpínubreiðunni,
grannur, tignarlegur á velli, silf-
urgrátt hárið – hann ræskir sig.
Himinninn er heiðskír, fuglar í
hópum, angan blóma og jurta í
loftinu … á vatni.
Minningin um góðan mann lifir.
Guðrúnu Margréti og öðrum
aðstandendum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Arnar Símonarson.
Elsku afi. Það er mér erfitt að
skrifa þessa minningargrein um
þig þar sem þú varst og ert svo
rosalega stór hluti af mínu lífi.
Ég leit upp til þín og þú varst
mér mikil fyrirmynd og hefur
verið alla tíð. Heiðarleiki þinn,
áhugi í garð annarra, húmor og
vilji til að hjálpa öðrum eru svo
sannarlega eiginleikar sem ég
hef lært af þér og mun taka með
mér út í lífið.
Ég man fyrst eftir okkur sam-
an á gamla keppnishjólinu þínu
gula og svarta. Ætli ég hafi ekki
verið þriggja til fimm ára. Þú
varst búinn að búa til lítið sæti
fyrir mig og hjólaðir með mig,
syngjandi og flautandi, út um allt.
Við fórum oft upp í Kalmansvík,
manstu? Bara tveir einir í heim-
inum og þú varst stanslaust að
kenna mér nýja hluti. Þú tókst
mig oft upp á Þórisstaði að hjálpa
þér að gróðursetja í frægu dósa-
hlíðinni þinni. Þér þótti vænt um
plönturnar og lagðir í þetta mikla
vinnu.
Þetta var þín ástríða. Þér leið
vel einum. En samt varstu alltaf
jafnglaður að sjá okkur og hugs-
aðir alltaf vel um okkur. Það var
stutt í húmorinn. Ef ég borðaði of
mikið kex átti ég að passa mig á
því að verða ekki „kexruglaður“,
eða ef ég var búinn að glápa á
sjónvarpið of lengi átti ég að
„passa mig á því að sjónvarpið
gleypti mig ekki“. Þetta var alltaf
sagt með þessum brosmilda
prakkaraglampa í augunum á þér.
Þú sagðir ekki með orðum hversu
mikið þér þótti vænt um mig. Þú
sýndir það í verki í staðinn. Því
mun ég aldrei gleyma. Þú hefur
alltaf verið til staðar fyrir mig og
kennt mér svo margt. T.d. þegar
við vorum á gamla veginum við
Æðarodda og þú varst að reyna
að kenna mér að keyra bíl. Mér
gekk ekkert rosalega vel fyrst og
ég man að þú gerðir grín að mér
en þú varst líka þolinmóður og
hafðir trú á mér.
Ég gleymi seint fyrstu ferðinni
minni út í atvinnumennsku í Hol-
landi. Þið pabbi fóruð með mér.
Þú varst fljótur að sjá á mér að ég
kveið því að flytja svona einn út,
en þú róaðir mig niður með þinni
góðu og hlýju nærveru. Í þessari
ferð gafstu mér spænska gítarinn,
gjöf sem ég met mikils.
Það er svo margt sem kemur
upp í hugann þegar ég hugsa um
þig. Akraborgarferðirnar, öll golf-
mótin, allir fótboltaleikirnir mínir,
skógræktarferðirnar um jólin þar
sem þú lést líta út fyrir að jóla-
sveinninn hefði skilið eftir pakka
handa mér, þeir dagar sem þú
eldaðir lax handa mér og sagðir í
hvert sinn að „laxinn væri eins og
sælgæti“. Alltaf varstu jafnflottur
í tauinu og það var stíll yfir þér.
Þú varst virðulegur og með flotta
framkomu. Alltaf vel greiddur því
greiðan var alltaf á sínum stað í
hægri rassvasanum. Flottari
mann er erfitt að finna. Mig lang-
ar að verða eins og þú afi, þegar
ég verð stór.
Það verður erfitt að hafa þig
ekki hjá mér næst þegar eitthvað
stórt gerist í mínu lífi, en ég trúi
því og veit að þú ert kominn á góð-
an stað og munt vaka yfir og
hugsa um okkur öll áfram eins og
þú hefur alltaf gert.
Takk fyrir allt. Takk fyrir að
vera besti afi sem ég hefði getað
hugsað mér. Ég sagði það aldrei
fyrr en ég kvaddi þig, en ég meina
það svo sannarlega að ég elska þig
afi.
Þinn
Arnór.
Sverrir Hinrik
Jónsson
Elsku amma
okkar og langamma
er nú látin eftir
langa ævi, 93 ára
gömul. Amma var alltaf svo fal-
leg og vel tilhöfð, ljúf og góð.
Hún var heilsuhraust alla ævi,
dugnaðarforkur sem ól upp 4
börn og vann úti. Amma var af
þeirri kynslóð sem lifði tímana
tvenna. Hún ólst upp í fátækt og
varð af því einstaklega nýtin og
nægjusöm og kunni að meta það
sem hún hafði. Það hefur henni
tekist að kenna okkur sem yngri
erum og oft vitnum við í ömmu
eða hugsum til hennar, t.d. þeg-
ar afgangur er af mat. Hún
hugsaði alltaf svo vel um alla í
Guðrún Sigríður
Þorsteinsdóttir
✝ Guðrún Sigríð-ur Þorsteins-
dóttir fæddist 28.
desember 1920.
Hún lést 20. janúar
2014. Sigríður var
jarðsungin 28. jan-
úar 2014.
kringum sig en bað
sjálf um fátt. Við
eigum fullt af góð-
um minningum um
ömmu og afa. Allar
ferðirnar til
Reykjavíkur þar
sem þau tóku á
móti okkur með
opnum örmum og
alltaf gaukuðu þau
að okkur góðgæti,
nammiskúffan var á
sínum stað og alltaf átti amma
líka kökur og annað góðgæti.
Hún eldaði nefnilega besta mat-
inn og bakaði bestu kökurnar.
Einnig eigum við góðar minn-
ingar frá öllum útilegunum sem
við fórum saman í. Þar var sama
sagan, alltaf var amma með
uppáhaldskökurnar í boxi. Þeg-
ar við svo eignuðumst okkar
börn tók amma á móti þeim með
sömu hlýjunni og gaf þeim mola.
Nú síðustu ár hefur hún dvalið á
Lundi á Hellu þar sem hún fékk
einstaklega hlýja og góða
umönnun og þar leið henni vel.
Amma átti stóra fjölskyldu og
alltaf kíkti einhver á hana á
hverjum degi og sá til þess að
hana vanhagaði um ekkert og
hún hefði það gott. Það var allt-
af notalegt að koma við á Lundi,
fá knús og mola hjá ömmu. Nú
að leiðarlokum er okkur efst í
huga þakklæti til ömmu og lang-
ömmu fyrir alla þá hlýju og
væntumþykju sem hún gaf okk-
ur og fjölskyldum okkar. Amma
sem er búin að vera fastur
punktur í tilverunni okkar er nú
komin á góðan stað þar sem tek-
ið er á móti henni opnum örm-
um.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Hanna Valdís, Eydís, Garð-
ar Már og fjölskyldur.
Ég er svo heppin
að hafa átt ömmu
svona lengi, hversu
dýrmætt er það. Ég
á þér svo mikið að
þakka, eins og til dæmis að kunna
að spila, hugsa vel um blóm, dýr
og menn og hafa gaman af lífinu.
Allar krossgáturnar í Sunnu-
dagsmogganum sem við höfum
gert í sameiningu, eða þú gert og
ég stolið orðunum þínum. Hversu
oft hef ég ekki fengið aðstoð þína
við það. Þetta er allt að koma, ég
bý bara til orð ef ég kann þau
ekki.
Öll ferðalögin sem þið afi fóruð
Ragna Sigríður
Gunnarsdóttir
✝ Ragna SigríðurGunnarsdóttir
fæddist 20. október
1929. Hún lést 15.
janúar 2014. Útför
hennar fór fram 23.
janúar 2014
með okkur Rögnu
systur þegar við
vorum litlar. Mikið
sungið á leiðinni og
þú kenndir manni
svo vel að sjá mynd-
ir úr náttúrunni,
tröllin í fjöllunum og
myndir í skýjunum.
Ferðirnar í Híta-
rvatn man ég alltaf
og við höldum áfram
þeirri dásamlegu
hefð. Ég sakna svo mikið að koma
í kjalló til þín og hvolfa bolla til að
sjá hvað framtíðin ber í skauti
sér. Þú varst alltaf í góðu skapi
þegar maður kom og húmorinn
ætíð í hávegum. Þú gerðir yfir-
leitt grín að mér en aðallega
sjálfri þér, en varst alltaf jafn
hissa hvernig ég hefði náð í svo
góðan mann eins og hann Brynj-
ólf minn, hann saknar þess að
koma til þín með konfekt úr frí-
höfninni. Ég er svo þakklát að
hafa fengið að njóta áramótanna
með þér. Yndislegt að syngja
nýja árið inn með þér. Satt að
segja bjóst ég ekki við að þú
myndir kveðja svona snöggt í
byrjun árs og sit ég eftir með
minningarnar um þig. Ég hefði
viljað skrifa niður allar þær
skemmtilegu sögur af fólki úr
sveitinni sem þú varst svo oft að
segja og grínsögurnar. Ég sakna
þín svakalega mikið, elsku amma,
en þú vildir ekki nein væluskrif
um þig þannig að ég sendi me-
gaknús til afa. Heildin orðin full-
komin aftur og hvílið þið í friði
saman. Ég kveð þig með ljóðinu
þínu.
Syngjum, kveðum söngva létta,
er sólin bak við skýin dvelst.
Munum það, að innst í öllu
ánægja og gleði felst.
Gjörum öðrum glatt í sinni,
gæfuspor við stígum þá.
Látum aldrei angurskugga
yfirhönd í sálu ná.
(Ragna S. Gunnarsdóttir)
Þín
Aðalheiður M.
Gunnarsdóttir (Alla).
Ég verð að rita
nokkur orð um
hana ömmu mína.
Eins og svo oft
þegar fólk fellur
frá, þá reikar hugurinn til for-
tíðar og maður áttar sig á því
hversu mikið sú manneskja hef-
ur mótað líf manns. Amma mín
var einstök manneskja. Í raun
var hún engri lík.
Í minningunni náði amma að
gæða æskuna mína ævintýra-
ljóma. Amma mín trúði a bló-
málfa og hún passaði mikið upp
á að tala við blómin þegar hún
vökvaði þau. Amma þoldi ekki
að baka, nema jólasmákökur, og
þá bakaði hún 13 sortir sem
dugðu fram að páskum. Og það
sem best var, við krakkarnir
fengum að hjálpa eins og við
höfðum getu og þolinmæði til.
Amma elskaði tónlist og var sís-
yngjandi, eða flautandi. Hún
elskaði „reggae“ og „country“
Guðný
Sigurjónsdóttir
✝ Guðný Sig-urjónsdóttir
fæddist 19. júní
1936. Hún lést 19.
janúar 2014. Guðný
var jarðsungin 28.
janúar 2014.
og átti heilu haug-
ana af blönduðum
kassettum þar sem
hún tók upp lögin
frá Bylgjunni eða
Aðalstöðinni. Bölv-
aði svo þulnum
þegar hann talaði
ofan í lögin. Ég get
lokað augunum, þá
er ég komin í rauða
flauelssófann í
Löngufitinni, UB40
á fóninum og amma að raula og
púsla.
Í gegnum sögurnar hennar
ömmu fékk ég að upplifa hennar
æsku á Sölvhólsgötunni í
Reykjavík. Amma var mikil
mömmustelpa og ég man hvað
mér fannst merkilegt að amma
mín talaði af svo miklum sökn-
uði um mömmu sína, sem hafði
látist meira en 30 árum áður.
Núna skil ég hana svo vel. Í sög-
unum hennar ömmu var æskan
hennar ævintýri. Hún ólst upp
við kröpp kjör, í litlu húsi með
stórri fjölskyldu. Langamma gaf
ömmu alltaf sömu dúkkuna í
jólagjöf hver jól, eftir að hafa
saumað á hana ný föt og málað
nýtt andlit sem gerði hana eins
og nýja í augum ömmu. Nú þeg-
ar ég geng niðrí miðbæ þarf ég
ekki mikið til að sjá fyrir mér
ömmu mína að renna sér á sleða
niður Arnarhól eða labbandi í
Lækjarskólann. Þegar ég fór að
eldast komu sögurnar af ung-
lingsárunum, þegar hún og
grúppan hennar gengu alltaf
sama rúntinn í miðbænum, og
aðalmarkmiðið var að komast
inn á Borgina, Iðnó eða Hressó.
Það hefur kannski lítið breyst
eftir allt saman.
Á framhaldsskólaárunum
mínum bjó ég uppi í kvisther-
bergi hjá ömmu og afa, í gamla
herberginu hennar mömmu. Það
þótti þeim ekkert nema sjálfsagt
að fæða og klæða sjálfhverfan
menntskæling sem var enn að
átta sig á lífinu. Amma var besti
hlustandi í heimi og lifði sig inn
í alla viðburði okkar af lífi og
sál. Á prófatímum kveið amma
prófunum með mér og gladdist
þegar vel gekk. Hún var alltaf
með á hreinu það sem fram-
undan var hjá okkur á hverri
stundu, og oft meira en maður
sjálfur.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað. Takk fyrir að gæða líf
okkar ást og ævintýrum, ég mun
aldrei gleyma þér. Ég vona að
mér takist alltaf að halda minn-
ingu þinni á lofti, ef ekki nema
bara með því að tileinka mér
einhverja af þínum mörgu góðu
eiginleikum.
Þín
Elva Dögg.