Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Bróðir okkar majór Gunnar Guðjónsson, USMC.Re. er lát- inn. Gunnar fæddist 12. júlí 1942 og bjó í Keflavík þar til fjöl- skyldan flutti til Bandaríkjanna í nóvember 1951. Gunnar hóf skólagöngu sína í Barnaskólan- um í Keflavík og lauk henni svo með BA-prófi í sögu frá Alma College, Mich., BNA 1964. Árið 1954 kom Gunnar til Keflavíkur til þess að fermast og gerðist þá virkur í Skátafélaginu Heið- arbúum. Gunnar fékk í ferm- ingargjöf Íslendingasögurnar og var stoltur af víkingaupp- runa sínum. Árið 1961 settist Gunnar að hjá Björgu systur okkar og mági, Richard, í Per- rysburg, Ohio, og studdur þau hann til háskólanáms. Að loknu háskólanámi kom Gunnar til Ís- lands og gerðist háseti á síld- veiðum á mb. Þorbirni frá Grindavík sem reyndist góð lík- amsþjálfun fyrir þjálfun í her- skóla. Hinn 23.1. 1966 gekk Gunnar í US Marine Corps og útskrif- aðist úr offiséraskóla sem laut- inant og að því loknu fór hann og barðist í Víetnam. Kom hann heill úr þeim hildarleik. Gunnar gekk í hjónaband með Carol Barnett 19.10. 1968. Árið 1970 fer Gunnar aftur til Víetnam sem herráðgjafi með Víetnam- herfylki. Gunnar var heiðraður af forseta Bandaríkjanna með Silver Star-orðu fyrir hetjudáð og vaska framkomu sem bjarg- aði liði hans úr umsátri óvina- hers. Gunnar og Carol eign- uðust tvö börn, Kristínu og Kennan. Kristín dvaldist á Ís- landi um eins árs skeið og talar fullkomna íslensku. Hún giftist Lárusi Ísfeld og eiga þau tvö börn, Hönnu Klöru og Tristan, Gunnar Guðjónsson ✝ Gunnar Guð-jónsson fæddist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 12. júlí 1942. Hann lést á heimili sínu, Virg- inia Beach, Va., Bandaríkjunum, 31. janúar 2014. Minningarathöfn um Gunnar var haldin 9. febrúar 2014. og búa á Virginia Beach. Kennan býr í New York-borg með sambýliskonu sinni, Nínu Nastas- iu söngkonu. Gunn- ar og Carol skildu. Að lokinni herþjón- ustu 1986 settist Gunnar að á Virg- inia Beach þar sem hann bjó til dauða- dags. Gunar kom til Íslands með fjölskyldu sína í júlí til að sýna þeim ættjörð sína og frændfólk. Árið 1974 greindist Gunnar með hjartasjúkdóm en hann lét sjúkdóminn ekki hafa áhrif á líf sitt. Gunnar hafði yndi af úti- veru og fiskveiðum og átti nokkra báta. Gunnar var mjög félagslyndur, glaður og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Átti gott með að tjá sig, vinsæll fundarstjóri og stjórnaði þorra- blóti Íslendingafélagsins í mörg ár. Var virkur í félaginu og gegndi þar mörgum trúnaðar- störfum. Gunnar var virkur í Frímúrarareglunni. En það fé- lag sem átti hug hans allan var Veterans of Foreign Wars, var í stjórn og forseti eitt kjör- tímabil og má segja að félags- heimilið hafi verið hans annað heimili. Að lokinni herþjónustu starf- aði Gunnar fyrir Eimskip USA og kynntist þá starfsemi vöru- flutninga landa á milli. Stofnaði hann þá Viking Shipping sem hann starfrækti í fimm ár. Þjónusta hans var flutnings- miðlun og í starfi sínu eignaðist Gunnar marga íslenska vini í kaupsýslu. Gunnar kom oft til Íslands, talaði íslensku alla tíð svo og víetnömsku. Gunnar nefndi hús sitt Hlíð- arenda. Hringdi í mig og bað mig að skera út skilti sem hann hengdi upp á áberandi stað í húsinu. Kristín, Lárus og börn búa á Virginia Beach Gunnari til óblandinnar ánægju. Við kveðjum með trega yngsta bróður okkar, Gunnar á Hlíð- arenda. Guð blessi, styrki og gleðji ástvini hans. Hann blessi minningu drengsins góða. Systkinin, Júlíus (Bússi), Þórhildur og Björg. Með tímanum verða minningar að örk sem hlaðin er þögulum minningum. Sumar eru sterkar og sérkennilegar, aðrar smávægilegar. Ég man, að þú varðst einna fyrstur til að sýna mér skilning, útlend- ingi nýkomnum til Íslands, og bjóðast til að leggja mér lið. Fáir urðu til þess að taka mér opnum örmum eins og þú og fjölskylda þín gerðuð. Mín litla fjölskylda og þið urðu nágrann- ar í Lundi, húsinu sem fjöl- skylda þín reisti. Ég man, öll kvöldin á heimili ykkar þegar við töluðum saman um allt og ekkert og nutum kapp- ræðunnar, deilnanna, meira að Leifur Þorsteinsson ✝ Leifur Þor-steinsson ljós- myndari fæddist 27. nóvember 1933. Hann lést á 28. des- ember 2013. Útför Leifs fór fram frá Grafarvogskirkju 13. janúar 2014. segja bannfæring- anna. Ég man, sterka sannfær- ingu þína, ótrú- lega fullvissu, grunnhugmyndir þínar sem þú ekki hvikaðir frá. Þeg- ar við hittumst síðast beittir þú tungu þinni skýrt og skilmerkilega eins og hermaður sverði sínu og í fáeinum meitluðum orðum dróst þú upp fyrir mér loka- mynd þína af stöðu lista og gagnrýni á Íslandi. Mynd sem sýnir vel andlega leti og skort á hæfileikum til að fella aðra dóma en þá sem fordæmi eru fyrir – og er svo einkennandi fyrir þá sem hafa gert sig að gagnrýnendum og listakomm- isörum. Fáum dögum síðar varst þú farinn … Ég lýt höfði fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar í þökk fyrir allar þær góðu minningar. Guð gefi þér eilífa dögun. Baltasar. Elsku amma okk- ar hefur kvatt þenn- an heim. Hennar er sárt saknað en þó erum við þakklát fyrir að hafa fengið að njóta hugulsemi hennar í öll þessi ár og hugsum til hennar með hlýhug. Sigga amma og Diddi afi bjuggu lengi vel á Sóltúni 10 í Keflavík og þar vorum við tíðir gestir. Hægt var að kíkja til ömmu og afa í hádegishléum í skólanum og þá var það alveg víst að maður fór þaðan saddur. Mikill gestagangur var oft á heimilinu enda er fjölskyldan orðin gífur- lega stór og barnabörnin skipta tugum og það sama má segja um barnabarnabörnin. Sóltúnið virk- aði á mann sem samkomustaður fjölskyldunnar og þar gat maður átt von á að hitta hvern sem er úr stórfjölskyldunni, og alltaf var amma með bakkelsi á borðum svo að enginn færi nú svangur þaðan. Kristín Sigríður Guðmundsdóttir ✝ Kristín Sigríð-ur Guðmunds- dóttir fæddist 16. september 1926. Hún lést 23. desem- ber 2013. Útför Kristínar fór fram 7. janúar 2014. Á sumrin var setið úti í góðum veðrum í garðinum sem amma hafði lagt svo mikla vinnu í og munum við eftir því þegar þau fengu verðlaun fyrir vel hirtan garð, viður- kenningin var steinn með gullplötu á og var hann yfirleitt kallaður gullsteinn- inn og fannst ömmu gaman að nefna þau orð frá okkur krökk- unum. Amma kom frá Tálkna- firði, nánar tiltekið Innstu-Tungu. Hún talaði mikið um heimahag- ana og sagði okkur frá því hvernig þetta var allt saman í gamla daga. Átti það til að skjóta á okkur unga fólkið hvað við hefðum það gott í dag miðað við hvernig þetta var þegar hún var ung. Amma var dugleg kona og sést það best á því hve afkomendur hennar eru margir og dafna vel. Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma okkar, en hugsum þó með gleði í hjarta um þá góðu tíma sem við fengum að njóta með þér. Þín barnabörn, Einar Pétur Eiríksson, Sig- urbergur Eiríksson, Ína Rut Eiríksdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ARNDÍSAR JÓNSDÓTTUR, Ægisstíg 8, Sauðárkróki. Guðrún Ragna Rafnsdóttir, Hjalti Pálsson, Sigurlaug Rakel Rafnsdóttir, Brynjar Rafnsson, Sigurbjörg Hildur Rafnsdóttir, Helgi Gunnarsson, Birgir Rafn Rafnsson, Hrafnhildur S. Pétursdóttir, Lilja Jónsdóttir, Gísli Á. Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru ættmóður, STELLU STEFÁNSDÓTTUR, Mýrarvegi 117, Akureyri. Hjördís Ingunn Sörensen, Helge Sörensen, Svava Gunnarsdóttir, Bjarni Jónasson, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Finnur Marinósson, Stefanía Erla Gunnarsdóttir, Kristleifur Kolbeinsson, Elín Stella Gunnarsdóttir, Gylfi Þorgeir Gunnarsson, Sigrún Þorláksdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Gunnar Hannesson, Fríður Gunnarsdóttir, Bjarni Bjarnason, Konráð Stefán Gunnarsson, Guðfinna Sölvadóttir, Ingibjörg Margrét Gunnarsdóttir, Bessi Gunnarsson, Indíana Ásmundsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Gunnar Jónsson, Hanna Dröfn Gunnarsdóttir, Ólafur Þorsteinsson og aðrir afkomendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR JÓNSSON, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 5. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 13. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Hjartaheilla. Jóna Jónsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Hulda Jónsdóttir, Stefanía Gunnarsdóttir, Óskar Aðalbjarnarson, Hermína Gunnarsdóttir, Valur Gunnarsson, barnabörn og langafabörn. ✝ SIGURJÓN GUÐNASON málmsteypumeistari, áður Skipasundi 45, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnu- daginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 11.00. Snorri Sigurjónsson, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir, Hörður M. Sigurjónsson, Kelli C. M. Sigurjónsson, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, Sigurður Þ. Þórðarson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA VALGERÐUR EINARSDÓTTIR, Hjaltabakka 30, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 9. febrúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Einar Ingi Magnússon, Gunnar Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir, Ása Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær frændi minn, JÓNAS VILHJÁLMSSON bóndi, Ytri Brekkum I, Skagafirði, lést miðvikudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Hofsstaðakirkju laugardaginn 22. febrúar klukkan 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, María Grétarsdóttir. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR PÁLSDÓTTIR Breiðuvík 67, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítala, Fossvogi, laugardaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 13.00. Stefán Níels Stefánsson, Guðríður Stefánsdóttir, Guðmundur Ág. Ingvarsson, Hrafn Stefánsson, Sonja I. Einarsdóttir, Örn Stefánsson, Ingunn Ólafía Blöndal, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL GUÐMUNDSSON verkfræðingur, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Ásta Hannesdóttir, Rósa Karlsdóttir, John Fenger, Hólmfríður Karlsdóttir, Elfar Rúnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.