Morgunblaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15
Allt að
70% afsláttur
af útsöluvöru
–– Meira fyrir lesendur
.
PÖNTUNARTÍMI
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16,
þriðjudaginn
18. febrúar.
Morgunblaðið gefur út sérblað
tileinkað Food and Fun matarhátíðinni
laugardaginn 22. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Food and Fun
verður haldin í
Reykjavík
27. febrúar
- 3. mars.
Þegar Guðrún Á. Símonarsöngkona var í húsnæð-isvandræðum á níunda tugtuttugustu aldarinnar
birtist viðtal við hana í DV þar sem
hún sagði meðal annars: „Mér voru
boðin þrjú herbergi í Kópavogi, of
all places …“ Þessi orð endurspegla
kannski viðhorf einhverra til menn-
ingarlegrar stöðu Kópavogs en auð-
vitað eiga þau ekki við rök að styðj-
ast. Nú erum við til dæmis komin
með leikskáldið Tyrfing Tyrfings-
son sem ólst upp í Kópavogi. Í verk-
inu Bláskjár setur hann Kópavog
og Hamraborgina á stall en það
virðist að vísu vera gert með glotti
út í að minnsta kosti annað munn-
vikið.
Bláskjár er verk sem heldur
áhorfandanum á tánum. Það byrjar
til dæmis þrisvar með sama samtali
áður en það fer almennilega af stað.
Í fyrstu óttast maður að skilja ekki
neitt. Sá ótti er þó ástæðulaus og
besta ráð sem ég get gefið áhorf-
endum er að halla sér aftur í sætinu
og láta sýninguna orka á sig án
þess að ráða um of í efnið. Á sviðinu
verða alls kyns kynlegar uppá-
komur og atburðir sem oft á tíðum
eru fáránlega fyndnir í orðanna
fyllstu merkingu.
Við erum allan tímann stödd í
kjallara í Kópavogi sem systkinin
Ella og Valter, sem ekki eru lengur
sérstaklega ung, hafa ekki yfirgefið
svo árum skiptir. Faðir þeirra, sem
hefur verið valdamikill stjórnmála-
og athafnamaður, er látinn. Hann
hefur búið á hæðinni fyrir ofan með
Eiríki yngri bróður þeirra sem er
framapiltur og líkur föður sínum.
Systkinin láta sig dreyma um að ná
því plássi og bola Eiríki út.
Eftir að við höfum fylgst með
spjalli þeirra systkina og komist
meðal annars að því að Valter er í
netsambandi við leigubílstjóra sem
snýst um sérhæfð kynferðisleg
samskipti og að Ella er eða ætlar að
skrifa skvísubók, kemur Eiríkur
bróðir þeirra niður. Við taka átök
þeirra systkina innbyrðis þar sem
Eiríkur bendir þeim meðal annars á
að þau séu einu mistökin sem faðir
þeirra hafi gert á ævinni. Skil verða
svo í verkinu þegar blátunnu með
merki Kópavogsbæjar er slakað
niður á sviðið persónum til mikillar
furðu en hún leiðir á einhvern dul-
arfullan hátt til að leikar æsast í
samskiptum þeirra.
Leikmyndin sýnir skrýtinn kjall-
ara. Í miðjunni eru tröppur sem
„krakkarnir“ virðast hanga töluvert
í, beggja vegna við þær eru skápar
og sá vinstri geymir rándýrt
kampavín í flöskum í yfirstærð. Þau
hafa þar líka einhverjar græjur til
að flytja tónlist og hljóðnema sem
þau geta sungið í. Þarna er líka ein-
hvers staðar uppstoppaður lundi og
á sviðinu eru enn fremur kassar
með dóti á borð við svínshöfuð,
grímur, skinnfeld og fleira sem
kemur við sögu í sýningunni.
Ella virðist jarðbundin og mis-
kunnarlaus týpa sem þó lifir í ein-
hvers konar draumaheimi. Arndís
Hrönn Egilsdóttir gerir henni góð
skil. Hjörtur Jóhann Jónsson dreg-
ur upp áhugaverða og und-
irfurðulega mynd af Valter bróður
hennar og sambýlismanni sem er
með ýmiss konar kvilla, hann er
sköllóttur og notar hárkollu með
stríðu passíuhári. Valter er með
einhver plön sem maður hefur afar
takmarkaða trú á að verði nokkurn
tímann að veruleika. Leikgervi hans
er mjög skemmtilegt. Þegar hann
berháttar undir lokin í sýningunni
kemur til dæmis í ljós að hann hef-
ur verið með mjög haganlega gervi-
bumbu. Arnmundur Ernst B.
Björnsson er líka góður sem hinn
stressaði, hrokafulli litli bróðir.
Tónlistin í sýningunni er meðal ann-
ars brot úr ýmsum vinsælum lögum
sem reidd hafa verið fram á húm-
orískan hátt af Högna Egilssyni.
Bláskjár er fremur stutt og kraft-
mikið verk. Framvindan er fárán-
leg, fyndin og áhugaverð. Í verkinu
eru vísanir í ýmsar áttir, meðal ann-
ars í Bláskjá, bæjarpólitík í Kópa-
vogi, íþróttaskó forsætisráðherra og
fleira. Allt þetta styður þá lauslegu
pælingu sem þarna er að finna um
keppni manneskjunnar sem sífellt
fer fram um stöðu, rými og vald.
Með Bláskjá stendur Tyrfingur
undir þeim væntingum sem til hans
eru gerðar. Leiðin sem Vignir Rafn
Valþórsson leikstjóri og samstarfs-
fólk hans hefur valið er líka bæði
djörf og fersk.
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Kraftmikið „Framvindan er fáránleg, fyndin og áhugaverð. Í verkinu eru
vísanir í ýmsar áttir, meðal annars í Bláskjá, bæjarpólitík í Kópavogi,
íþróttaskó forsætisráðherra og fleira,“ segir m.a. í gagnrýni.
Fáránlegt og fyndið
Borgarleikhúsið
Bláskjár bbbmn
Eftir Tyrfing Tyrfingsson. Leikarar: Arn-
dís Hrönn Egilsdóttir, Hjörtur Jóhann
Jónsson, Arnmundur Ernst B. Björns-
son. Sviðsmynd og búningar: Brynja
Björnsdóttir. Tónlist: Högni Egilsson.
Lýsing: Garðar Borgþórsson. Aðstoð-
arleikstjóri: Pétur Ármannsson. Aðstoð-
armaður leikstjóra: Viktoría Blöndal.
Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson.
Frumsýning á litla sviði Borgarleikhúss-
ins, 8. febrúar 2014.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Enrique Bern-
árdez, þýðandi
og prófessor við
Complutense-
háskóla í Madríd,
heldur fyrir-
lestur í dag kl. 16
á vegum Stofn-
unar Vigdísar
Finnbogadóttur
og námsleiðar í
spænsku við HÍ.
Mun hann fjalla um stöðu íslenskra
bókmennta á Spáni frá sjónarhóli
þýðandans, hvernig verk eru valin
til þýðingar, hvernig þýðingum á ís-
lenskum verkum er tekið af
spænskumælandi gagnrýnendum
og lesendum og hvaða helstu
vandamál koma á borð útgefenda
og þýðenda. Bernárdez hefur þýtt
Íslendingasögur sem og verk eftir
Halldór Laxness, Sjón, Guðberg
Bergsson, Auði Övu Ólafsdóttur,
Arnald Indriðason, Jón Kalman
Stefánsson og Thor Vilhjálmsson.
Bókmenntir
til Spánar
Bernárdez hefur
þýtt verk Sjóns.
Mannfræðifélag
Íslands stendur
fyrir fyrirlestri í
kvöld, þriðju-
dagskvöld, og
hefst hann
klukkan 20 í
Reykjavíkur-
akademíunni,
Hringbraut 121.
Valdimar Tr.
Hafstein, dósent í þjóðfræði við Há-
skóla Íslands, flytur þá erindið
„Glíman við nútímann: Líkams-
staða, karlmennska og íslenski
þjóðarlíkaminn“.
Fyrirlesturinn greinir frá þætti
glímunnar í mótun íslenskra þjóð-
félagsþegna við upphaf 20. aldar
þar sem komu saman nýjar hug-
myndir um karlmennsku, sjálfstæð-
ishugsjónir og ný stéttaskipan.
Stuðst er jöfnum höndum við rit-
aðar heimildir og myndefni frá
fyrstu áratugum 20. aldar til þess
að skilja líkamstækni glímunnar og
hvernig hún mótaði nýja karlmenn.
Fjallar um
glímuna
Íslensk glíma